Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 12
* * * s $ s i s $ I s í s s s S s s s s s s s s s N b s s s s I Verzlunarmannafélag Reykjavíkur flytur öllum launþegum beztu ámaðaróskir í tilefni 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Vinnufatagerð íslands h.f. þakkar gott samstarf og ánægjuleg viðskipti við vinnandi fólk landsins. GleSilega hátíð 1. maí. Tilkynning Atihyg'll innflytjenda skal hérmeð vakin á því, að samkvæmt I. kafla auglýsingar við- skiptamálaráðuneytisins, sem birt var í 124. tölublaði Lögbirtingarblaðsins frá 31. des. 1960, þá fer önnur úthlutun gjaldeyris- og eða innflutningsleyfa árið 1961 fyrir þeim innflutniíngskvótum, sem þar eru taldir, fram í júnímánuði næstkomandi. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. júní næstkomandi. Landsbanki íslands. Útvegsbanki íslands. w Framhald skemmtilegur og sundur- leitur hópur. Sumir eru þeir alveg hundheiðnir, — aðrir eru búddatrúar, enn aðrir kvekarar eða púrí- tanar o. s. frv. Þeir eru sem sagt af öllum trúar- brögðum. Ég gat við engu fremur búizt meðal presta en svona skemmtilegri sundurleitni. * KOM HESTINUM í GANG — Eg lenti að lokum hjá séra Rögnvaldi £ Bjama- nesi. Þar lét bóndi mig fá hest að ríða á yfir Horna- fjarðarfljót og suður á bóg inn. Eg spurði bóndann hvemig ég ætti að fara að því að koma hestinum „í gang“. Ekki var ég sleip- ari en þetta í íslenzkunni þá. Bóndinn þagði bara, en benti mér á ólina. Þá sló ég auðvitað í og hleypti hestinum á skeið. En ég kunni lítið fyrir mér í reið mennskunni og missti al- gerlega alla stjóm á hest- inum. Hann þaut beint á þvottasnúru og missti ég gleraugun af mér á þessari þeysireið. En svo sneri hann allt í einu við og fór aftur á þvottasnúruna. — Það sem ég er mest hissa á er að ég skyldi ekki detta af baki og hef ég verið stoltur af því æ síðan og oft státað mig af. Krakkarnir sem þarna voru skellihlógu að mér, en það mega þau eiga greyin að þau fundu fyrir mig gleraugun. — Messur? Jú, ég var nokkrum sinnum við mess- ur. Mér fannst það ágæt og nýstárleg skemmtun, sagði Kári Marðarson að lokum. Horfði á fólkið farast . . . saman úti fyi ir strönd Kúbu en urðu síffan aff snúa aftur he'ini. — Hægri hönd Himmlers, Heydrich, yfirmaður Eich- manns, sem lét drepa alla Gyff- inga, sem til náðist í Póllandi og Tékkóslóvakíu og fékk því viffurnefnið „bölvaldur Tékkó- slóvakíu“, átti hús rétt við hliff ina á æskuheimili minu. Þar býr konan hans enn með börn- in þéirra og tengdafaðir hans, sem er skólastjóri á eynni. Þau ejga glæsiflegt einbýlis- hús niffur við ströndina, og þótt skömmu eftir stríðið yrffu þau kannski fyrir einhverju smáaðkasti, hakakrossinn væri málaffur á hús þeirra eð'a eitt- hvaff slíkt, — er það allt nú um garð gengið, og þau lifa góðu, friffsælu lífi. — Himmler kom og stund- um í heimsókn, — en um liann var all'taf svo sterkur hervörð- ur, aff almenningur komst ekki svo nærri honum að sjá hann með el-gin augum. Heydrich sá ég aftur á móti ott á tiðum, — og stundum ók hann mér í skólann með börnum sínum. — Heima fyrir var hann aðeins venjulegur maður, og börnin hans voru ljóshærff, bláeyg og falleg. Eichmanns heyrði ég aldrei getið. — Þessar hræffilegu sprengj ur! Stundum var kastaff niffur svokötluðum „loftsprengjum“. Þá varð svo mikill loftþrýst- ingur, að lungu manna sprungu — og þeir köfnuðu þannig á andartaki en litu út sem lifandi væru. — Eftir, því sem nær dró striffslokum urðu liörmungam- ar skelfilegri, baráttan örvænt ingarfyllri og trylltari. Ég man eftir því, að þegar. helmingur Þýzkalands hafði gefizt upp, tal affi Göbbels einu sinni enn í útvarpið og sagffi að „undra- vopniff“ — þar átti liann við atómsprengjuna, væri alveg ,'að koma.. „Gefizt ekki upp, gefizt ekki upp“, hrópaði hann, — og fólkiff, sem trúði orðum hans, barffist unz yfir lauk. — Þá daga lá skip fullt áf flóttafólki úti á ytri höfninni heima. Einn daginn komu ensk ar herflugvélar og vörpuðu sprengjum yfir. skipið og höfn ina. Fólkinu var bjargað eftir því, sem unnt var. Heima var allt yfirfullt af þessu særða fólki. Margir limlestiist hræði- Iega, — og ég man alltaf, hvað skipstjórinn, harðgerður, þrek maffur, grét sárt. Konau hans hafði misst báða fæturna í árásinni. — Ungu mennirnir að heinf- an voru margir Ijósliærð ir, háir og granriir, Vegna þessa útlits voru þeir, kjörnir í SS- sveitirnar, hvort sem þeir vildu eða ekki. Og þeir komu aldrei aftur. Þess vegna vantar nú erfingja af mörgum óðul- unum, sem áttu að falla þess- um drengjum í skaut, og sem verið höfðu í ætt þeirra mann fram af rnanni. — Núna hefur fólkið það gott í Þýzkalandi. Rústiinar hafa verið byggðar upp á ótrú- lega stuttum tíma. En þvi mið- ur er hernaðarandi í Þjóðverj- um. Ég veit þetta og finn, þótt þetfra sé sú þjóð, sem einnig er min þjóð, og sem ég sjálf er komin af. — Ég er einmitt nýkomin heim frá Þýzfcalandi, — og þá heyrffi ég það alls staðar á tali fólks, — í járnbrautarvögnum, — á förnum vegi og hvarvetna, þar sem stríðið bar á góma. „Við höfðum það nú bara gott á tímum naZistanna“. Svona fljótt geta þessar hörmungar gleymzt. En það eru ekki þeir, sem fyrir mestu hörmungun- um urðu, sem þannig tala, — það eru þeir, sem siuppu. — Gyðingakonurnar, sem reknar voru niður i stóra gröf með börn sín uug, geta ekki sagt þér frá því, hve þær voru píndar, hvílífcar ofsóknir þær urðu að þola, hvílíkur harmur hvílir yfir sögu þeirra. — Þær konur eru allar dánar, ^ S A N D B L « S U M UNOIRVíqNS I RVÐHREINSUN & MÁLMHÚÐUN sl. GELGJUTANGA - SÍMI 35-400 MHMMMMMMHWHHMMWHMHHHMMHMMMWMMIUIHMUHimHIMmMIMMHMlHUMUMm HHMmHMMHHHHMMIMimHmmitMMMMW Kaffisala í Iðnó 1. maí Húsið opnað ikl. 2,30 e. h. — Frábærar veitingar á boðstólum. — Hlaðin boFg með smurðubrauði, rjómatertum, pönnukökum og fleiru veizlugóðgæti. Gerið ykkur dagamun, drekkið eftirmiðdagskaffi í Iðnó. Fyíltrúaráð Alþýðufiokksms. ^^WWmWMMMWWWMMWMMMMMWMMIMMiMMIIMMWWmWHMiWWMMWIHIIMIIWIviMIVimiMWIHimwWMWWHimMWMWIMMMW 12 30- aPríl 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.