Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 3
 Sprúttsali tekinn GUÐMUNDUR Hermanns- son, varðstjóri, sem mest hefur herjað á leynivínsal- ana í Reykjavík, tók í gær- morgun Hainfirðjng sem lengi hefur verið grunaður um leynivínsölu í heima- húsum. Hafnfirðingurinn haíði farið á einkabfrciö sinni til Reykjavíkur og keypt 10 flöskur af brennvíni og 2 flöslcur af gini. Hanu var með vínið í bifreiffiiini, þeg ar liann var tekimi_ Hann viðurkennrii, að liann fengist við vínsölu heima hjá sév og vín’ð, sem hann var íekinn með, væri ætlað til sölu. Síldin stygg Framhald af 16. síðu. itt að eiga við 'hana. T. d. fékk Heimaskagi eklkert í nótt og Höfrungur aðeins 300 tunnur. Er hiann enn að veið um. Tæpar 200 lestir bérust á land í gær af 19 netábátum og 20 lestir af handfæraibátum. Aflinn ivar nokkuð misjafn, 26 1. og allt niður í 5. Afla hæstir voru Sigurður AK 26 lestir, Sveinn Guðmundsson ^1^2 lest og Sigurður SI HV2 lest. Hdan. manna ÞJÓÐVILJINN hefur nú und anfarið birt margar greinar, þar sem reynt er að sýna fram á það, að kjör launþega og þá sérstaklega Dagsþrúnarmanna hafa farið rýrnandi undanfarið þótt þjóðartekjurnar hafi far- ið stórvaxandi og hefur Þjóð- viljinn borið fyrir sig ritgerð eftir ungan hagfræðing, sem ný lega birtist í tímariti Fram- kvæmdabankans „Úr þjóðar- búskapnum“. Er skemmst af að segja, að^ Þjóðviljinn rang- túlkar mjög þær tölur og töfl- ur, sem hagfræðingurinn birti í grein sinni og fær vegna þess allt aðra niðurstöðu en með réttu verða dregnar af ritgerð- inni. Þjóðviljinn gerir mikið úr því, að í ritgerðinni sé sýnt fram á, að þjóðartekjurnar hafi um það bil tvöfaldast á árunum ; 1950—’58, en á þessu tímabili j liafi kaupmáttur tímakaupsins j hins vegar aðeins aukizt um 81/á%. Þjóðviljinn gleymir ihins vegar alveg að taka til- lit til fjölmargra atriða, sem gera samanburð á þessum stærðum á þann háU sem Þjóð- viljinn gerir hann algjörlega út í bláinn. Þjóðviljinn gleym- ir t. d. að taka tillit til þess að fjöldi vinnandi fólks jókst mjög á þessu tímabili, og enn- fremur er í þjóðarframleiðsl- unni og aukningu hennar auð- vitað talin öll fjárfesting auk fyrninga af hvers konar eign- um svo að augljóst er, að þjóð- arframleiðslan öll kemur ekki til skiptingar sem einkaneyzla. Þá gleymir Þjóðviljinn og al- gjörlega að taka tillit til allrar aukningar á útgjöldum hins opinbera til félagsmála og ann- arrar þjónustu við einstakling- ana og til skattalækkana. Hlut- deild fjárfestingarinnar og fyrn inganna í þjóðarframleiðsl- unni hefur án efa aukizt mjög á þessu tímabili, s^o að það er Frh. af 1. síðu inn mundi leggjast gegn afhend- ingu handritanna. Enhann sagði, að álit háskólans væri ekki eins slæmt og menn hefðu reiknað með. Sumir hefðu búizt við, að háskólinn mundi telja, að lög- gjafarvaldið hefði ekkj heimild til ,þess að samþykkja afhend- ingu handritanna en í heimild skólans væri gengið út frá því, að löggjafinn gæti tekið ákvörð- un um málið. Að v;su vildi einn prófessorinn við háskólann leggja hina lagalegu hlið rnáls- ins undir alþjóðadómstólinn i Haag. Stefán sagði, að það væri ekki nema eðlilegt, að háskól- inn mælti gegn afhendingu handritanna. í rauninni ætti háskólinn mjög erfiit með að mæla með afhendingu hand.it- anna, þar eð margs konar rann- sóknarstarf háskólans byggðist á handrítunum og háskólanum hefði ver'ið falið að varðveita þau. Stéfán sagði, að lionum befðu rétt nýlega verið að ber- ast morgunblöðin (laugardags- blöðin) og væri enn sami tónn- inn í málgögnum íhaldsmanna, Berlingske Tidende og Dagens Nyheder. í morgun heimta þessj blöð, að málið vrerði borið und- ir þjóðaratkvæði, sagði Stefán. Alþýðublaðið spurði Stefán hvort ekki væru til þingmenn í röðum stjórnarandstöðuflokk- anna, sem styðja mundu málið einnig. Kvað Stefán marga I rnenn í röðum stjórnaraiidstæð- l inga mjög velviljaða íslending- um í málinu. Væri það svo, að stjórnarandstaðan gagnrýndi fyrst og fremst méðferð ríkis- stjórnarinnar á málinu Erik Eriksen sagði t. d. i við- tali við blað eitt úti á landi ný- lega, að hann væri meðmæltur því, að íslendngar feng.iu hand ritin, en hann gæti ekki sætt sig við meðferðríkisstjórnarinn ar á málinu, þar eð ekkert s.irn ráð hefði verið haft við stjorn- arandstöðuna. háskólanu né aðra. er hlut. ættu að málinu. Sagði Stefán, að svo virtist sem stjórnarandstaðan vildi nota tækifærið til þess að ráðast harð lega að ríkisstjórninni fyrir meðferð málsins. Stefán kvaðst hafa verið við- staddur í danska þinginu, er handritafrumvarpið hefði veríð lagt fram s. 1. fimmtudag — Hefði Jörgen Jörgensen mennta málaráðherra ,þá fluít ágæta ræðu en sá háttur tíðkastídanska þinginu, að um leið og frumvarp, er lagt fram fylgir menntamálp- ráðherra því úr hlaði en fleiri tala þá ekki, heldur fer málið sjálfkrafa til fyrstu umræðu — Sagði Stefán, að .fyrsta umraeða um málið yrði n. k. fimmtudag og mundi Alsing Andersen þá flýtja framsöguræðu. Að lokum sagði Stefán Jóhann — að hann væri mjög ánægður með samkomulag það, er náðst hefði um handritamálið og sagði hann, að lausn sú, er frumvarp dönsku stjórnarinnar gerði ráð fyrir væri mjög hagkvæm ís- lendingum. Bj, G. verka- í sjálfu sér alveg eðlilegt, að einkaneyzlan eða kaupmáttur tímakaupsins vaxj minna en sjálf þjóðarframleíðslan. Þeg- ar fjárfestingin fer að skila arði, á hins vegar einkaneyzl- an og kaupmáttur tímakaups- ins að geta aukizt hraðar en þjóðarframleiðslan. Þá hefur það verið annað að al atriðið í öllum greinum Þjóð viljans, áð í ritgerð Árn.i Vil- hjálmssonar komi fram, að meðal neyzla meðal fjölskyidu hafi numið 100,000,00 kr. árið 1958. í grein Árna Vihjálmsson ar er að vísu skýrt tekið fram, að tölurnar, sem þar eru birtar um heldur einkaneyztu þjóðar- innar, eru algjörar áætlunartöl ur og margt bendir til þess, að ‘þær séu í hæsta lagi. Með hlið- sjón af því er auðvitað mjög hæpið að byggja staðhæfingar á neyzlu meðal fjölskyldu eða hvers einstaklings á þessum töl um En algjörlega fráleitt er, að setja fram staðhæfingar um meðal neyzlu fjölskyldu á þessum grundvelli og bera þær tölur saman við árskaup Dags- brúnarmanna á lægsta Dags- brúnartaxta og án nokkurrar yfirvinnu. A. m. k. yrði Þjóð- viljinn að taka tillit til raun- verulegra tekna launþeganna, en samkvæmt rannsóknum, sem einmitt Framkvæmdabank inn hefur gert á raunveruleg'- um meðaltekjum verkamanna, sjómanna og iðnaffarmanna á þessu ári, 1958, námu meðal- tekjur þeirra á því ári 75.000 kr. Við þetta bætast svo fjöl- skyldubætur og tekjur annarra fjölskyldumeðlima en íyrir- vinnu fjölskyidunnar En sam- kvæmt þeim tölum, sem Þjóð- viljinn byggir á um fjölskyldu- störf annars vegar og þeim sem Árni Vilhjálmsson bygg'r á um tölu vinnandi fólks er 1,6 vinnandi maður í þeii—i meðal- fjölskyldu, sem Þjóðviljinn byggir alla útreikninga sína á. Þegar tekið er tillit til þessa er í raun og veru enginn telj- andi munur á niðurstöðuin Árna Vilhjálmssonar um upp- hæð meðlimaneyzlunnar á mann og meðaltekjum laun- þega samkvæmt úrtakarann- sóknum Framkvæmdabankans. bankans Af þessu öllu sézt, að var- lega verður að taka útlegging um Þjóðviljans á tölum Árna Vilhjálmssonar. Það er segin saga um allt það, sem Þjóðvilj- inn skrifar um verðlags- og kaupgjaldsmál, að hann tekur yfirleitt aldrei tillit til aukn- ingar fjöskyldubóta og lækkun ar beinna skatta í útlegging- um sínum. Hann miðar og allt- af við mánaðartekjur eða árs- laun, sem grund\rallast á tekj- um Dagsbrúnarmanns, sem ynni átta tíma á dag samkvæmt lægsta kauptaxta En sam bet- ur fer eru raunverulegar tekj- ur Dagsbrúnarmanna og anrx- arra launamanna mun hærri en þessu svarar eins og skýrslur ótvírætt sýna. DÓMUR varð kveðinn upp í Sakdómi VestmarSnaeyja eft ir hádegi í gær yfir skipstjór anum á brezka togaranum Starella. Skipstjórinn hlaut 172,500 ikr.. sekt, en 15 mán aða varðhald til vara. Allur afli og veiðarfæri voru gerð ♦ upntæk. Togarinn. Etarella frá Hull. Alþýðublaðið 30. aprí'l 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.