Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 7
SÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld, 22. þ m., barst sú fregn, að Gunnar Cortes væri dáinn. Sú fregn kom svo óvænt og var Evo ótrúleg, því aðeins skömmu áður var hann hress og í fullu fíöri. Hann var aðeins 49 ára að aldri. Gunnar var fæddur í Reykja- vík 21 október 1911, sonur þeirra hjónanna Emanuel Cortes yfirprentara í Gutenberg og Bjargar Jóhannesdóttur Zoega, en þau eru nú bæði látin. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Rej’kjavík vor ið 1931 og kandidatsprófi í læknisfræði við Læknadeild Háskóla íslands i janúar 1937 eftr fimm og hálfs árs nám. Hon- um veittist auðvelt að velja sér Etarfssvið innan læknisfræðinn- Sr. Þegar í miðju háskólanámi, var hann búinn að ákveða að verða skurðlæknir, og fijótlega að prófi loknu fór hann til fram haldsnams í Danmörku, þar sem hann starfaði við ýmis sjúkra- hús í þrjú ár. Haustið 1940 kom hann heim og hóf starf hér í Reykjavík. Fyrstu tvö árin sem heimilis- læknir, en 1. janúar 1942 réðist hann aðstoðarlæknir að Hand- læknisdeild Landsspítalans og starfaði þar samfellt í 5 ár, þar áf síðustu þrjú árin sem fyrsti aðstoðarlæknir. Sérfræðingsviðurkenningu í handlæknisfræði hlaut hann ár- ið 1947. Sama ár dvaldi Gunnar Við framhaldsnám í Englandi og aftur um tíma árið 1958, an Starfaði annars sem skurðlæknir Við sjúkrahús Hvítabandsins hér i bænum og var á heimleið frá jþví að líta til sjúklinga þar, er dauða hans bar að. Gunnar átti sæti ( stjórn Vís- inldasjóðs frá stofnun sjóðsins, síðustu tvö árin sem varaformað ur. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Skurðlæknafélags íslanðs frá stofnun þess. Með Gunnari er horfinn frá okkur einn ágætasti skurðlækn- ir þessa lands. Hans er saknað ekki aðeins af ættingjum og vin- um heldur einnig af öllum þeim Gunnar J. Cortes, læknir Minningarorð fjölda fólks, sem notið hafa hæfi leika hans og hjálpar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Gunnari þegár á fyrsta ári mínu í Læknadeildinni fyr- ir 29 árum. Sá kunningsskapur þróaðist brátt í vináttu, sem hef- ur haldizt æ síðan. Leiðir okkar hafa löngum legið saman og svo árum skiptir höfum við unnið hlið við hlið. Við, vinir hans, erum þakklátir fyrir þann tíma, sem við fengum að vera samvist- um við hann og getum varla átt- að okkur á því, að sá tími sé á enda. Gunnar var allóvenjulegur og athyglisverður persónuleiki — Hann var glæsimenni en mjög hæglátur og frekar hlédrægur. Hann var hinsvegar einbeiítur og traustur, myndaði sér skoðan- ir og tók ákvarðanir eftir vand- lega íhugun en gerði lítið af því að flíka skoðunum sínum. Engan hef ég þekkt jafn ná- kvæman og reglusaman í starfi og allri umgengni sem Gunnar. Slík nákvæmni er ómetanlegur styrkur fyrir skurðlækni og vís- indamenn en getur þó orðið nokkur fjötur um fót. Fyrir meira en 10 árum hóf Gunnar mjög athyglisverðar rannsóknir á sérstökum nýrna- sjúkdómi og starfaði að þeim um nokkurra ára skeið eftir því sem önn dagsins leyfði. Hann var bú- inn að safna efnivið og mun að verulegu leyti hafa verið búinn að vinna úr honum fyrir nokkru, en hann var ekki búinn að-ljúka verkinu að fullu, þannig að hann væri ánægður með það til birtingar. Ekki er mér grunlaust um, að hans mikla nákvæmni hafi tafið óeðlilega fyrir þessu verki en ekki er heldur ólíklegt, að sá sjúkdómur, sem leiddi hann til bana, hafi átt drjúgan þátt þar í. Ástæða er til þess að harma, að honum skyldi ekki auðnast að ljúka þessum rann- sóknum, sem hefðu stuðlað veru lega að aukinni þekkingu á áð- urnefndum sjúkdómi hérlendis. Vorið 1937, skömmu eftir kandidatspróf, giftist Gunnar Kristrúnu Þorsteinsdóttur, hafn- sögumanns í Reykjavík. Strax eftir giftinguna fluttust þau til Danmerkur og stofnuðu þar sitt fyrsta heimili_ Á Danmerkurár- unum var heimili þeirra einnig mitt, eða svo fannst mér vera. Jafnan síðan hef ég verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna og óvíða unað mér betur, Hin sam- henta fjölskylda og hið hlýlega og fallega heimili hennar, þar sem allt ber vott um smekkvísi og vandvirkni húsráðenda beggja, hefur mér ætíð virzt ímýnd hinnar traustu undirstöðu þjóðfélagsins. Þau hjón eignuðust þrjár dæt- ur og er Erla þeirra elzt, gift Árna Kristinssyni stud. med., Kristín Björg stundar nú nám í 4. bekk Menntaskólans, en sú yngsta, Guðrún, er aðeins 8 ára. Fyrir vini Gunnars og þá, sem nutu starfskrafta hans, er erfitt að sætta sig við hið ótímabæra fráfall hans, en erfiðast er hlut- skipti dætra hans og eiginkon- unnar, sem var svo nátengd hon- um allt frá unglingsárunum og sem hefði átt að fá að njóta hans um mörg ókomin ár. Við vottum þeim mæðgunum og öðrum aðstandendum hans innilega samúð, en finnum um leið sárt til þess hve orð mefena hér lítils. Snorri Hallgrímsson. ÖRSTUTT er síðan, að ég var á heimili Gunnars J. Cort- es og konu hans, Kristrúnar, í hópi vina og kunningja, eins og svo oft áður. Gunnar lék á alls oddi. Engan gat þá grunað það, sem nú er orðið. En ekki gat hann helgað þessa hvíldarstund sjálfum sér ein- göngu. Harin var skyndilega kvaddur til skyldustarfa. Hann hvarf hljóðlega á braut, glaður og Ijúfur, eins og hann átti eðll til, og kom síðan aftur, enn glað- ari og Ijúfari, að gjörðu góðu verki. Þegar fregnin um skyndilegt andlát Gunnars J. Cortes barst út, mun flestum fyrst haía orð- ið hugsað til þess, hvílikur mannskaði hér hafi orðið, enda var Gunnar löngu orðinn þjóö- kunnur læknir. ídl'endingar hefðu nú orðið á bak nð sjá ein- um færasta sérfræðingi íslenzkr- ar læknastéttar. Hitt vissu að sjálfsögðu færri, að Gunnar var óvenju ííngerður persónuleiki, maður, sem hafði sanna i áhuga á hvers konar listum og næman og fágaðan smekk. Ást hans á tónlist var honum í blóð borin, og hann ahfði mikið yndi af gócfc. um bókmenntum. Þekking hana í þessum efnum var svo traust, að ég efast ekki um, að sérfróðir menn hafa oft undrazt það.Gunft ar hefði án efa getað orðið ]ista- maður, og hann hefði þá efiaust orðið góður listamaður. Ei til vill er það ein skýringanna á því, hversu góður læknir hann var En starf sitt helgaði hann hinum sjúku, listunum tómstuncl irnar. Hins vegar var Gunnar einn þeirra, sem skildi, •ö þeirn mun betur sem menn nota tóm- stunídir sinar, þeim mun meirt verður orkan í starfinu. Þeir eru margir, sem snkna Gunnars J. Cortes, — lækr.isin?, imannsms. I Gylfi Þ. Gíslason. MINNINGARORÐ þessi átt»' að birtast * biaðinu í gær C7» vegna m'ístaka fórst það fýrir og eru hlutaðeigendur beðnl* afsökunar á því. V.K. F. Framsókn sendir félagskonum ámaðaróskir í tilefni í. maí. Stjórnm. Úrval a fólk af alls konar VINNUFÖTUM a öllum aldri. TOLEBO BÚÐIRNAR. Alþýðublaðið' — 3D. apríl 1961 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.