Alþýðublaðið - 27.05.1961, Page 7

Alþýðublaðið - 27.05.1961, Page 7
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur nú byrjað sýningar á óperettunni Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Er það mikil sýning og skrautleg, mikiar hópsýn- ingar, góður dans og mjög jafn igóður söngur og leikur. Manni leiðist ekki á slíkri sýningu, en ósjálfrátt verður manni ihugsað til þess hve óskaplega tilgangslaust er í raun og veru að vera að sýna svona óperettu Ihér. Þessar ,,úmpa-pa, úmpa- pa“-óperettur eru í raun og veru orgnar of gamlar, of ,,týp- ískar“ fyrir ákveðinn tíma og jafnvel ákveðin lönd á hnett- inum, til þess að þær hafi upp á nokkuð að bjóða lengur, nema ef til vill þegar þær eru sýndar i sínu eiginlega um- hverfi, eins og t. d Vínarborg. Valsa og zsardasa tradísjón er ekki til hérna. Þegar ég var að breiða mig út um þetta í gær, spurði einn kunningi minn, hvort ég vildi þá, að við hlypum yfir þetta stig í þróun tónlistar á íslandi. Ég held, að við gætum það að skaðlausu. Við hlupum yfir járnbrautirnar í samgöngumálum, og ég held ekki, að neinn sjái eftir því. En úr því að maður er nú farinn að tala um tónlist, þá Þuríður. Pálsdóttir og Erlingur. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sigaunabaróninn verð ég að lýsa því yfir, að almennt séð finnst mér Þjóð- leikhúsið geta látið óperettur eiga sig, en sýnt því meira af Guðmundur Guðjónsson og Christine. óperum. Það má vera, að ó- perettur séu eitthvað ódýrari í uppsetningu, þó að ég eigi bágt með að trúa, að Mozart- óperur séu miklu dýrari en t. d. þessi uppfærsia, sem hér um ræðir. En það er einhvern veg- inn hálfóviðkunnanlegt, að Þjóðleikhús sé að bjóða upu á léttmeti, þegar svo mikið er ennþá ósýnt af því, sem veiga- meira er. Ég held líka, að reynslan sé sú, að óperur hafi ,ekki verið síður vel sóttar en óperettur og því er það blátt á- fram uppeldisatriði að halda sem bezt við þeim vísi að óperu menningu, sem er að skapast hér. Ef það er hins vegar talið al- veg bráðnauðsynlegt ao sýna óperettur hér á landi, þá vil ég, til málamiðlunar, bera fram þu tillögu, að til sýninga verði valdar óperettur, sem að hljóð- falli eru í meira samræm; við tíðarandann, þ. e. a. 3 ame- ríska söngleiki, eins og t. d. Oklahoma! Annie Get Your Gun, eða eitthvað þviumlíkt. Þær eru þó nær samtiðinni en þessar mið-evrópsku zsardas- óperettur. Má t. d minna á hina ágætu sýningu á Kysstu mig Kata, sem naut mikilla vinsælda hér. Þetta er það helzta, sem ég hef um þetta að segja almennt, og skal nú snúa mér að hrós- inu, sem flestir aðilar eíg.i skil- ið, fyrir frammistöðuna í sýn- ingunni á Sígaunabaróriinum í gærkvöldi. Christine von Widman er eini útlendingurinn í þessari uppfærslu og syngur hlutverk sitt á þýzku. Er það nokkur Ijóður, en leikur hennar og söngur falla vel inn í heildar- myndina, svo að málið kemur kannski ekki svo mjög að sök. Röddin er góð óperetturödd og leikurinn geðþekkur. Guðmundur Guðjónsson, sem leikur sjálfan Sígaunabarón- inn, skiiar hlutverkinu prýði- lega. Hann er liðugur og ber sig vel á sviðinu og röddin er í prýðilegu lagi, þó að hún sé stundum full lítil, þegar sungið er forte með honum. Ágæt frammistaða. Guðmvnd- ur Jónsson Ieikur Svínakqpg- inn með miklum barvúr. Söng- urinn er ágætur að vanda, og getur ekkert kvef unnið á hon- um. Kómíkin í leiknúm oft alveg stórkostleg. Söngur og leikur Þuríðar Pálsdóttur hef- ur sennilega aldrei verið betri. Sigurve'ig Hjaltested söng með miklum ágætum og virðist betri í hvert sinn, sem maður heyrir hana. Þær eru báðar senuvanari nú, svo að leikur- inn kemst í meira samræmi við ágætar raddir þeirra. Þorsteinn Hannesson leikur mikinn sið- gæðisbarón og gerir hlutverk- inu ágæt skil, bæði söng og ekki síður leik. Fóstruna leikur Guðrún Þor- steinsdótt'ir mjög skemmtilega og röddin er ágæt, Erlingur Vigfússon leikur son hennar og syngur með fallegri tenórrödd. Herforingi Ævars Kvarans er valdsmánnslegur sem vera ber. Jón Sigurbjörnsson syng- ur lítið hlutverk mjög vel. — Kórinn er ágætlega æfður af Carl Billich og Magnús Bl„ Jó- hannessyni og skilar sínu hlut- verki prýðilega. Hefur leikstjór anum, Soini Wallenius, einnig tekizt að fá kórinn til að hreyfa sig mjög eðlilega. Virðist mér sviðssetning hans góð yfirleitt, þrátt fiyrir mikil þrengsli í fjöldasenum. Dansarnir eru samdir af ballettmeistaranum Veit Bethke og njóta sín prýði- lega í skemmtilegri útfærslu Brynd*sar Schram & Co. — Hljómsveitarstjórinn, Bohdan Wodiszco, hefur unnið verk sitt af mikilli natni og er ár- angurinn eftir því. Hljómsveit- in leikur mjög vel. Leiktjöldin gerðu Lárus Ingólfsson og Gunnar Bjarnason eftir erlend- um teikningum, og eru þau ein föld og góð, þó að mér finnist þessi risavöxnu blóm á sviðinu dálítið einkennileg. Að lokum þetta: Uppfærsla þessarar óperettu hefur tekizt ágætlega, en ég er á móti því að útvatna tónlistarsmekk fólks með slíkum verkum, þegar vit- að er, að söngáhugi fólks hér mundi verða til þess, að það færi alveg eins að sjá óperur. Gullvægu tækifæri til að bæta tónlistarsmekkinn er með því glatað. — G.G. punktar FRÉTTIR berast nú af að'- alfundum kaupfélaga þessar vikurnar. Þar er annars veg- ar sagt írá framkvæmrlum félaganna, vaxandi veltu og framlc'iffslu — en hins veg- ar gerffar beinar árásir á ríkisstjórnina. Slíkar árásir verffa til þess að spyrffx kaupfélögin og Framsóknar flokkinn saman í huga al- mennings meir en áffur, og verffur erfitt fyrir félögin. að kvarta undan pólitiskum árásum, ef þau koma þamiig- fram. Þessi inisnotkun kaup félaganna til pólitísks áróff- urs bendir mjög til þess, aff margir stjórnendur þeirra séu framsóknarmenn fyrst — og samvinnumenn aðeins þar. á eftiv. • • • Sem dæmi um þetta má nefna kaupfélagsfrétt úr Tímanum í sl. viku. Þar segir: „Afkoma félagsins viar miklu lakari heldur en undanfarin ár vegna ráðstaf ana ríkisstjórnarinnar"., Hins vegar ber frásögnm með sér., aff vörusala félags ins jókst. um 10%, félagií? byggffi „mikía og glæsilega byggingu“ fyrir bifreiða- verkstæffi, kom upp bilvcg, lagði 50.000 til hafnarfram- kvæmda og ætlar á þessu ári aff byggja nýtt útibú, sem skal reisa og ljúka alveg: á árinu. Benda þessar þrótt- miklu framkvæmdir til þess aff félagiff sé illa stætt eða hafi ástæðu 'aff standa fyrir árásum á ríkisstjórn þessa tímabils? Effa skyldi allt, sem gert er, einhvern veg- inn vera framsókn að þakka •— og allt hitt rikisstjórninni- aff kenna? Þjaðviljinn birtir myndir af Ku Klux-klan, leynifé- lagsskap ofbeldismanna x Bandaríkjunum, sem alli*; réttsýnir menn fordæma vlssulega. En er þaff ekki umhugsunarefni f.vrir kommúnista, aff einn af þeirra eigin félögum skyldi í blaffagréin likja innri klíku moskvukomma í S<v síalistaflokknum í Reykja- vík einmitt við Ku KIux- klan? • • • Tíminn kann lausn á vi nnu deilunum. Það á meff- al annars 'aff stóidækka sólu skatta ríkisins,, F.inhvem tíma hefði blað Eysteins spurt: Hvar á rikið aff fá tekjur í staðinn? _________________ Alþýðublaðið — 27. maí 1961 f

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.