Alþýðublaðið - 03.06.1961, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.06.1961, Qupperneq 7
í DAG fögnum vér íslend- ingar góðum gesti, Ólafi Noregskonungi V. Vér bjóð- um þennan ágæta gistivin hjartanlega velkominn. í för xneð honum er utanríkisráð- herra Noregs, Halvard Lan- ge, sem er næstelztur að starfsaldri allra utanríkisráð- herra, sem mér er kunnugt um. Er hann íslendingum að góðu kunnur. Einnig hann bjóðum vér hjartanlega vel- kominn svo og annað föru- neyti konungs. Eg hefi nú dvalið í Nor- egi í rétt 4 ár, séð allmikið af landinu óg kynnzt fjölda fólks úr ýmsum byggðarlög- um, störfum þess og áhuga- málum. Á þessu tímabili hefi ég oft notið þess, að ég er ís- lendingur, en aldrei goldið. Norðmenn telja sig ekki að- eins frændur okkar, heldur náfrændur. Og fjörðurinn sem á milli skilur, íslands álar, er nægilega breiður til þess, að smákritur spillir ekki frændseminni. Mun það og einmæli þeirra íslend- inga, er í Noregi dveljast, að það sé gott að vera ís- lendingur í Noregi. Svo fer flestum, er þeir lýsa framandi löndum og lýðum, að þeir bera saman við sitt land og sína þjóð; reyna að gera grein fyrir því hvað sé líkt og hvað ólíkt. Oftast verður niðurstaðan sú, að hvor hefur til síns á- gætis nokkuð. Mun þó mála sannast: Að heima er bezt. í samanburði við íslend- inga eru Norðmenn fjölmenn þjóð. Þeir eru nú rétt um 3,6 millj. eða rösklega 20 sinnum fleiri en íslendingar. Ef til vill á þessi mikli stærðarmunur sinn þátt í dá- læti þeirra á íslendingum. í þeirra augum erum við litli bróðir, sem stóra bróður er skylt að sýna góðvild og nær gætni. En í augum stórveld- anna og á alþjóðasamkund- um eru bæði íslendingar og Norðmenn, eins og raunar allar Norðurlandaþjóðirnar, eins konar ,,smálendingar.“ Margur er knár þótt hann sé smár. Sannast það á Norð- mönnum. Á alþjóðaþingum láta þeir mjög til sín taka og eru í fararbroddi þeirra þjóða, er keppa að því að af- slýra ófriði og styrkja hin vanþróuðu lönd til sjálf- stæðis, menningar og þroska. Eru fulltrúar þeirra þar mik- ils metnir sem tillögugóðir friðsemjendur. Heima fyrir keppa þeir að því með atorku og af ráðn um huga, að sanna tilveru- rétt hinna smáu í samfé- lagi þjóðanna. En þetta telja þeir bezt gert með því að skipa svo málum innan lands síns, að frelsi frá skorti sé öllum tryggt, mannréttindi í heiðri höfð og hverjum ein- um frjálst að hafa þá trú, er hann sjálfur kýs, og boða skoðanir sínar í ræðu og riti. Noregur er um 320 þús. ferkm. að stærð, eða heldur meira en þrisvar sinnum stærri en ísland. Lengd landsins frá suðri til norðurs er nær því 1800 km., „eins og hrafninn flýgur“, þ. e. bein lína í lofti. Breiddin frá vestri til austurs er mjög mismunandi, allt að 400 km. þar sem landið er breiðast, en mjóst um 7 km., úr fjarð- arbotni á vesturströndinni að landamærum Svíþjóðar. Ströndin er feiknalöng, yfir 20 þús. km. ef sveigt er inn í firði og flóa. 'Ótölulegur grúi eyja, stórra og smárra, skerjagarðurinn, liggur fyrir vesturströndinni allri. Mik- ill hluti landsins er hálendi, helmingur þess liggur meira en 500 m. yfir sjávarmál. Lengdina má nokkuð marka af því, að ef Noregi væri endast(Sypt um Lá'ðiandisnes næði norðurendinn til Róm- ar. Landið nær yfir 14 breiddargráður, frá 57. gr. norðlægrar breiddar til 71. Goifstraumurinn leikur um vesturströndina og vermir þar sjó og land, eins og hjá okkur. Þegar alls þessa er gætt, verður augljóst, að veðurfar, gróður og atvinnuhættir hljóta að vera geysi ólík í hinum ýmsu hlutum lands- ins eftir legu þeirra og hæð yfir sjó. Skíðamennimir, sem iðka íþrótt sína á hálend inu við Pinse í maímánuði, etiga aðeins ölrskamma le(ið niður í fjarðarbotnana vest- an fjalls, þar sem ávaxtatrén þá standa í fullum blóma. Og um það leyti sem bændurnir suður á Jaðri tína fullþrosk- uð jarðarber, berjast Finn- merkurbúar við farartálma af völdum ísa og snjóa. Það lætur að líkum, þar sem náttúra landsins er svo fjölbreytt, að fjöldi erlendra skemmtiferðamanna streym ir ár hvert og í vaxandi mæli til Noregs. Flestir geta þar fundið eitthvað við sitt hæfi. ílirðirnir á vesturströndinni ganga sumir alveg inn í há- lendið, bugðast spegilsléttir milli hrikalegra, þverhnýptra hamrahlíða, en fjarðabotnar og dalskorur eru prýddar fegursta gróðri, aldintrjám og blómaskrúði. Á suðurlandinu og við Ostófjörð er fjöldi sólríkra baðstranda, þar sem menn iðka sund og siglingar. í dölunum austanfjalls og í Þrændalögum eru fagrar og blómlegar sveitir. Skipt- ast þar á akurlönd, tún, vötn og skógar, þar sem elgir og hirtir hafast við. Lax og sil- ungsveiði er þar og í ám og vötnum. Þegar hærra dregur taka við víðátlumikil heiða- lönd, gróin grasi, lyngi og kjarri, þar sem fénaður dreifir sér um græna haga, hreindýr ganga á beit og skammt er til háfjalla og Ijökla. N-Noregur, hátlétta Finnmerkur, miðnælursól og fiskiver við íshafið seiða til sín mikinn fjölda sumargesta. Einnig á vetrum sækja er- lendir ferðamenn mikið til Noregs og stunda þar skíða- ferðir og aðrar vetraríþróttir. Er nú svo komið, að tekjur af erlendum skemmtiferða- mönnum eru orðnar ein lún stærsta gjaldeyrislind Nor- egs. Námu þær tekjur á sl. ári nál. 500 millj. króna. Enda hafa Norðmenn í mörg ár rekið mikla auglýsinga- starfsemi og lagt fram stór- fé til byggingar gistihúsa og greiðasölustaða og til marg- háttaðrar fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn. Mættum við ís- lendingar margt af frændum okkar læra f þessum efnum, því að ýmíislegt fagurt og furðulegt hefur ísland að sýna, ekki síður en Noregur. En þótt Norðmenn miklist af fegurð lands síns og þyki ^jaldeyrir ferðamanna góð- ur, er þó Noregur í þeirra augum fyrst og fremst heim- ili þeirra sjálfra, landið þeirra, sem þjóðinni. ber að rækta og nytja, öldum og óbornum Noregi .1 til- gagn- semdar. Auðlindir landsins, slarfsorka fólksins, snilli og hugvit, er undirstaða vel- megunar þjóðarinnar í nútíð og framtíð, þar eins og hér á íslandi. Margar stoðir og styrkar renna undir bjargræði norsku þjóðarinnar. Mikill hluti iandsins er að vísu hrjóstr- ugt og lítt til ræktunar fall- ið. En skógurinn þekur um fjórða hluta landsins, gefur mikinn og vaxandi arð, skýlir lággróðri og mildar veðurfar- ið. Gróðurlönd og frjósöm eru í lágsveitum og dölum. Járn er mikið f jörðu og ýms- ir góðmálmar og kol á Sval- barða. Vötn og vatnsföll eru þar mörg og stór. En einmitt fossarnir eru þeirra „hvíta- gull“, orkugjafi og undirstaða hins mikla iðnaðar, sem þró- ast hefur hin síðari ár. Og sjórinn við strendur landsins er gjöfull og oft skammt að sækja fjölbreyttan afla fyrir þá, sem við ströndina búa. Landbúnaður hefur um Haraldur Guömundsson, ambassador Is- lands í Noregi, flufti þetfa erindi í Rík- isútvarpið við komu Ólafs V. Noregs- konungs. Síðari hluti birtist á morgun MMmmWHW.WWWWMMWWWWWMMWWWMWWMWMWWWWMWWWWMWMWWMMVH aldaraðir verið höfuðatvinnut vegur Norðmanna, jafnframt því, sem þeir hafa stundaS fiskveiðar og skógarhögg. A síðustu öld tóku atvinnu- hættir mjög að breytast, er vísindi, vélar og tækni komut til sögunnar. Ennþá eru land búnaður og veiðiskapur alis konar þýðingarmiklir þættir í atvinnulífinu, en þó ekki lengur efst á blaði. Iðnaður ásamt námugreftri skipar nú fyrsta sætið — og siglingar. Verzlunarflotinn færir vaxandi björg í þjóðar- búið. Um og yfir 3000 millj. norskra króna árlega. Þegar Norðmenn heimtu land sitt úr höndum Þjóð- verja eftir hörmungar stríðs- ins og 5 ára hersetu, var út- tektin ekki glæsileg. Þjóðiix hálfsvalt og skorti flest. Mik- ill hluti N-Noregs, öll Finn- mörk, var lögð í rúst, sviðin. jörð. Ýmsir bæir víðar í land- inu, svo sem rósabærinn Molde f Raumsdal o. f 1., voru. gjöreyddir með sprengjum og eldi og enn fleiri stórskadd- aðir, og svo mætti lengi telja. En Norðmenn létu ekki hug fallast. Harðstjórn og ofbeldi hernámsþ j óðar innar hafði hert f þeim stálið, stælt vilja þeirra og atorku, kennt þeim að meta frelsið og sjálfstæð- ið, þjappað þeim saman, skap að þjóðareiningu. Þeir fögn- uðu endurheimtu frelsi og hófust handa. Eftir 5 ár, 1950, höfðu Norðmenn ekki aðeins end- urreist það, sem lagt var í rústir, og grætt styrjaldar- sárin, heldur sótt stórum lengra fram á flestum svið- um, en þeir voru komnir fyr- ir stríðið. Var það mikið af- rek. Á þessum árum hófu Norð- menn að semja áætlanir um framkvæmdir og stofnun og; staðsetningu nýrra atvinnu- fyrirtækja fyrir nokkur ár fram í tímann, svo og um það, hversu miklum hluta þjóðar- teknanna og vinnuaflsins skyldi beint til slíkra fram- kvæmda. Hafa þeir haldið þessari reglu síðan, enda áætl anir þessar oftast reynzt furðu nærri lagi, enda mót- að heildarstefnuna í fjárfest ingarmálum og uppbyggingu atvinnuveganna. Áætlun þessi fyrir árið 1962 til 1965 er nú nýlega komin út. Er þar mikinn og margvíslegan fróðleik að finna um „Noreg í dag,“ breytingar undanfarinna áru og framtíðarhorfur. Skal nú skýrt frá nokkrum atriðum varðandi atvinnu- skiptingu þjóðarinnar og efna hagsþróun; Árið 1930 lifði um þriðj- ungur hennar á landbúnaði, Framhald á 12. síðu. Alþýðublaðið 3. júní 1961 ’J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.