Alþýðublaðið - 03.06.1961, Page 12

Alþýðublaðið - 03.06.1961, Page 12
að — Þennan huntl á áreið- anlega kvenmaður. — Af hverju lieldur þú það? — Hann staðnæmist við alla búðarglugga. J|gj LÆKNAEIÐUR- ^sl§ INN: Læknaeiður Hippó- kratesar frá Kos, sem enn er notaður víða um löntí, skuldbindur lækninn til þagnarheits gagnvart sjúklingum sínum og einnig til þess að nota atdrei deyð- andi lyf. Annar Kos læknir, Xenufón, braut þetta heit. Claudius keisari hyllti hann með fjölda gjafa, en samt hjálpaði hann Agrippinu keisaraynju til þess að byrla manni sínum eitur, til þess að sonur hennar gæti tekið við krúnunni. — Hlaðinn stórgjöfum frá Agr ippina hélt hann heirn til Kos, þar sem hann endaði líf sitt sem ,,Heros“ (hetja) í lif anda lífi“ (Næst: Hetjudýrk unin)_ — Það tók aðeins klukkustund að slökkva en tvo tíma koma slökkviliðsmönnunum út. HÉ&OS-DYRKELSEti. Som .heroer’ mintes grekerne berömte tíðde menn og kvinner, virkelige elier oppdiktede ved de faktiske eller opp- funne gravene Man var ikke beggnt á dyrke .heroeme' pá Homerstid, ordet. / betydde da bare .gentleman". ble de homerske heltene dyrket sá mye mer Oppnnnelig tenkte man seg heroerne som de avdödes underjordi- ske skyqqelegemer De spiste smuler fra bordet oq fikk et glass vin. I tly- kenai var alteret i ef heros-tempel bygqet over en brönn, sl ofringene j av vin og blod kunne renne like ned til ,de underjordiske'. (Neste: Vndlings-heroen) Noregur nútímans Frh. af 7. síðu. rösklega fjórði hlutinn á iðn- aði og um 7% á fiskveiðum. Árið 1950 var tilhögun skýrslna um skiptinguna breytt þannig, að þær sýna, hversu mörg ársverk eru unnin í hverri alvinnugrein. Það ár var fólksfjöldinn 3,3 millj. og ársverkin alls um . 1.370 þús. eða sem svarar 42% af íbúaiölunni, og skiptast þannig; Landbúnaður, þar með talið j skógarhögg 29% Fiskveiðar alls konar 5,2% Iðnaður og námugr. 36,8% i Sigl. og samgöngur 10,3% Verzl. og viðskipti 10,9% Opinberir starfsm. 16,2% Aðalbreytingin á þessum 20 árum er sú, að hlutur land- búnaðarins hefur lækkað úr þriðjungi í fimmta hluta, en ( iðnaðarins hækkað úr fjórð- ungi í meira en þriðjung. Framleiðsla landbúnaðarins jókst þó mjög verulega á þessu tímabili, þrátt fyrir fækkun ársverka og 5 ára her setu. Iðnaðurinn var þó langt um stórstígari og aukning framleiðslunnar miklum mun meiri en fjölgun ársverka. Þessi þróun heldur áfram áratuginn 1951—1960. Mann- fjöldinn 1960 er kominn upp í 3,6 millj. og ársverkatalan þá orðin 1.550.000, eða 43% af íbúatölunni. Skiptingin var á þessa leið talin í ársverk- um og hundraðstölum: Landbúnaðar, skógarhögg og fiskveiðar 347 þús. 22,5% Iðnaður, námugröftur, orku- ver 401 þús. 26% Byggingar o. fl. 118 þús. 7,5% Siglingar (verzlunar- flotinn) 76 þús. 5% Verzlun, opinberir starfs- menn og önnur þjónustu- störf 608 þús. 39% Á þessu 10 ára tímabili fækkaði ársverkum við land- búnaðinn um yfir 10 þús. Á sama tíma jókst framleiðsla hans um full 20%. Ársverk- um við fiskveiðar fækkaði og allmikið, milli 15 og 20 þús- und og var tala þeirra komin niður undir 50 þús. 1960. — Stafar fækkunin að verulegu leyti af lélegum afla síðustu 3 árin, sérstaklega í vetrar- síldveiðum. Fiskaflinn alls var upp úr sjó innan við 1600 þús. lestir árið 1960. Iðnaður og námugröftur bættu hins vegar við sig fólki, milli 20 og 30 þús. ársverkum, eða ca. 6%. Framleiðslan jókst þá margfalt meira, yfir 50%. Mjög eftirtektarvert er, hve fjölgunin við það, sem Norð- menn kalla þjónustustörf, hefur orðið gífurleg. Tala árs verka við þau störf er nú orð- in 39% allra ársverka. Árs- verkatalan við verzlun var um 170 þús. árið 1960 og við 12 3. júrd 1861 — Alþýðublaðið fræðslustörf og heilbrigðis- mál um 100 þús. og við land- varnir ca. 50.000. 'Yerzlunar- flotinn hefur aukizt einnig geysimikið á þessum árum og ársverkum þar fjölgað. Verzl unarflotinn er nú kominn yf;ir 11 millj. smálesta og vex hröðum skrefum. Verðmæti heildarfram- framleiðslu Norðmanna nam sl. ár um 36 þús. millj. kr. Svarar það til 10 þús. kr. á hvern íbúa. Þessir fjármunir voru notaðir þannig: Til fjárfestingarframkvæmda þar með talin skip, 13. þús. mill. 36,2% Til sameiginlegra þarfa 4 þús. millj. 11,1% Til neyzlu 19 þús. millj. 52,7% Gert er ráð fyrir, að heildar framleiðslan aukist um ca. 4% á þessu ári, og um svip- aða hundraðstölu næstu 4 ár, þ. e. um ca. 21% til ársins 1965, og með svipuðu áfram- haldi tvöfaldist á 20 árum. Fólksfjölgunin er áætluð um 1% ár hvert. Mjög er mismunandi, hve mikið er áætlað, að hinar ein stöku greinar framleiðslunn- ar aukizt. Mest er aukningin áætluð í iðnaði, námugreftri, vatnsvirkjun og skipabygging um, 5—6% á ári. Fiskveiðar er áætlað að aukist um 3% á ári, og landbúnaðarframleiðsl an um rösklega 1%, þ. e. sem svarar til fólksfjölgunarinnar. Sérstök áherzla verður lögð á að auka rafmagnsframleiðsl una. Nærfellt helmingur þeirrar orku, sem í fossum landsins býr og virkjanleg telst, hefur þegar verið beizl- uð. Hinn helmingurinn er á- ætlað að virkja á næstu 10 árum. Hér hefur verið sliklað á stóru og fljótt farið yfir sögu farið. Ætla ég þó, að þetta yfirlit sýni, að þróunin í fjár málum og atvinnumálum Noregs hefur verið mark- viss og jöfn frá stríðslokum. Engin stór stökk eða gönu- skeið og enginn afturkippur. Sígandi lukka er bezt. Ákveðn um hluta af þjóðartekjun- um hefur stöðugt verið varið til þess að undirbúa framtíð- ina, auka framleiðsluna og fjölbreytni hennar..'Vélar og tækni hafa aukið stórkostlega afköst hvers vinnandi manns, framleiðnina, og létt af hon- um oki erfiðasta stritsins. Og vísindin benda stöðugt á ný verðmæti og ónoluð, og leiðir til að hagnýta þau. Sá árangur, sem fenginn er á síðustu árum. er góður grund völlur fyrir ennþá örari fram- þróun og lofar góðu um fram tíðina, ef friður helzt. Án sæmilegs vinnu- friðar og skynsamlegrar hagnýlingar vinnuaflsins, hefðu framfarir þær, sem að framan greinir, verið óhugs- andi. Engar stórfelldar vinnu deilur eða verkföll hafa verið í Noregi á þessu tímabili og ekkert atvinnuleysi, nema lít- ilsháttar í einstökum byggð- arlögum vegna árstíða og staðhácta. ÓLAFUR Noregskon- ungur lieldur til Reyk- holts í dag, að eigin ósk. Hann fer á konungsskip- inu Norge til Hvalfjarðar og kemur þangað um klukkan 19.30. í fylgd með honum verður forseti og annað föruneyti. Frá Hvalíirði verður ek ið í bifreiðum að Reyk- holti og komið þangað um hádegi og staðurinn skoð- aður. Klukkan eitt verður haldið að Bifröst, þar sem snæddur verður hádcgis- verður. Klukkan 3.45 verð ur ekið að Laxfossi í Norð urá og rennt fyrir lax og haldið þaðan til Hvalfjarð ar klukkan 5.45. Siglt verður á konungs skipinu til Reylsjavíkur og komið a ytri höfnina klukkan 8.40. Þar kveður konungur forseta og aðra íslendinga í förinni sem fara í land með Magna. Konungsskipið og her- skipið Bergen sigla á hrott klukkan 9.30 og fylgir ís- lenzkt varðskip þeim á leið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.