Alþýðublaðið - 22.06.1961, Síða 7
u
VERJA
ÞEEM DÝ
Á Þ’VÍ sjö ára tímabili,
sem um ræðir í greinum þess-
um, hefur athyglisverðasta
breytingin á gengi kommún-
istaflokksins í norðanverðri
Evrópu verið bann hans í Vest
ur-Þýzkalandi 1956. Af þeim
tveim kommúnistaflokkum í
Norður-Evrópu, sem voru
sterkir 1953, hefur finnski
kommúnistaflokkurinn bælt
nokkuð við sig atkvæðum, en
sá íslenzki er aftur kominn á
um það bil sama stað aftur
eftir þá aukningu, sem hann
fékk með hanníbalistum.
Annars staðar, þar sem flokk
urinn var pínulítill fyrir, hef
ur hann haldið sínu á einum
eða tveimur slöðum, en ann-
ars minnkað enn.
Vestur-þýzki flokkurinn
hefur að sjálfsögðu minnkað
mjög við að þurfa að starfa
”neðanjarðar” og er talið,, að
meðlimatalan sé nú aðeins
þriðjungur þeirra 70 þús. sem
voru í flokknum, þegar 'hann
var bannaður. Hann slarfar
nú aðallega í alls konar fé-
lögum eða ”fontum”, sem
beina áróðri sínum fyrst og
fremst að sameiningarmál-
inu, halda á lofti virðingu
austur-þýzka "alþýðulýðveld
isins,” heimta samningavið-
ræður Austur og Vestur
Þýzkalands og reyna að grafa
undan stjórn Adenauers.
’Vestujr-iþýzkJir 'kommún’ij t
ar styðja áróður Rússa, t. d.
að því er við kemur dauða
Lumumba, en leggja annars
litla áherzlu á alþjóðamál.
Eorustumenn flokksins, þar
á meðal Max Reimann, eru í
Austur Þýzkalandi og hafa
tæpast ráð á nokkurri sjálf-
stæðri tilveru að því er hug
sjónir eða ”ídelógíu” snertir.
Þeir hanga í Moskva-línunni.
Áhrif kommúnista í verka-
lýðsfélögunum hafa að sjálf-
sögðu minnkað. Öryggismála
stofnanir 'V-Þýzkalands til
kynntu nýlega, að kommún-
istasellum í verksm. hefði
fjölgað úr 101 í 197, aðallega
í málmiðnaðinum, en fjöldi
þeirra er samt enn lítill. Af
6.760 meðlimum verksmiðju-
ráða eru um 15% fyrrverandi
meðlimir kommúnistaflokks-
ins. Til eru um 180 verk-
smiðjublöð, sem runnin eru
undan rifjum kommúnisla,
en um 100 þeirra koma aðeins
út einu sinni eða tvisvar á
ári.
Ólöglegum kommúnista-
blöðum og bæklingum er
dreift með leynd. Er talið, að
magn þessara ólöglegu blaða
og bæklinga hafi vaxið úr um
140.000 stykkjum á mánuði í
milljón. Lögregln heldur stöð
ugt uppi húsleitum og hand-
tökum.
AUSTURRIKI.
í Austurríki hefur kom-
múnistaflokkurinn tapað
mjög mikið án hinna róttæku
aðgerða, sem framfylgt var í
V-Þýzkalandi. Þeir hafa ekki
aðeins tapað atkvæðum, held
ur er meðlimatala flokksins,
sem 1953 var talin vera um
150 þús. sennilega minna en
helmingur þeirrar tölu nú.
Flokkurinn hefur tapað þess-
um fjórum sælum, sem hann
hafði á þingi. Austurríki stóð
næst hinum ægilegu átökum
í Ungverjalandi og má segja,
að Austurríkismenn hafi þar
haft stúkusæti. Vegna þessa
hnignaði flokknum mjög, en
sumir telja sig hafa orðið
vara við nokkra endurvakn-
ingu. Áhrif flokksins hafa
haldizt betur í verkalýðshreyf
ingunni en í almennum stjórn
málum. Einkum eru áhrif
hans mikil á Sistersdorf olíu
svæðinu, þar sem Rússar
skildu eftir sig skipulagða
starfsemi, sem enn dugar.
SVISS.
í Sviss höfðu atburðirnir í
Ungverjalandi einnig mikil
áhrif og mun meðlimatala
flokksins hafa minnkað þar.^
Hlutfall þeirra af heildarat-
kvæðalölunni hefur haldizt
stöðugt í 2V2%, þó að þeir
hafi hrapað úr fimm í þrjú
sæti á þingi. Leiðtogar flokks
ins hafa verið klofnir í af-
stöðunni lil Ungverjalands-
burðanna, auk þess að veraj
klofnir að því er varðar per-
sónuleg völd og stjórn og
hvort flokkurinn skuli vera
flokkur fjöldans eða forvígis-
flokkur (avant garde).
BENELUX.
í Benelux-löndunum hefur
hag kommúnista hnignað alls
staðar, en þó mest í Hollandi,
þar sem meðlimatala þeirra
og þingmannafjöldi minnk-
aði um helming á tímabilinu
1952 til 1959.
í kjölfar atburðanna í Ung
verjalandi kom klofningur í
flokknum út af aðferðum
þeim, sem beita ætti til að ná
aftur þeim áhrifum, sem
flokkurinn áður hafði meðal
iðnverkafólks, og var stofnað
ur nýr flokkur óánægðra
kommúnista, sósíalistíski
verkalýðsflokkurinn. Jafn-
framt varð klofningur í verka
lýðshreyfingu kommúnista.
Meirihluti kommúnistaforust
unnar vildi leggja niður sér-
stakt verkalýðssamband kom
múnista, en laumast eða
”infíltrera” heldur verkalýðs
samband jafnaðarmanna. Á-
ætlunin fór út um þúfur. Öll
and-kommúnistísk verkalýðs
félög í Hollandi hafa lýst því
yfir, að aðild að þeim sé ósam
rýmanleg aðild að kommún-
istaflokknum. Restin af hinu
kommúnistíska verkalýðs-
sambandi eru skipulögð í
”Miðstöð samstöðu í stétta-
baráttu og áróðri í verkalýðs-
hreyfingunni.”
Meðlimatala kommúnistá-
flokks Belgíu hefur hrapað úr
um 25 þús. árið 1953 niður í
um 12 þús. Flokkurinn tap-
aði mjög vegna atburðanna í
Ungverjalandi, en vann nokk
uð á ftur vegna átakanna í
Hainaut í vetur, og nokkuð
minna í Liege og Bratant.
Atkvæðamagn í kosningum
til fulltrúadeildar þingsina
féll úr 184.108 ofan í 100.145
árið 1958, en hækkaði aftur í
ár upp í 162.238. Meðlima-
talan hefur líka hækkað nc-kk
uð síðan 1957, en hægt.
NORBUILÖND.
Finnland er enn sterkast
vígi kommúnista á Norður-
löndum. Þó að meðlimatala
hafi lækkað, aðallega vegna •
úrsagna menntamanna, óx
atkvæðatala þeirra úr 21,6
prc. í 23,2 prc. árig 1958. Þó
var hún aftur komin niður í
21,9% við bæja- og sveita
Frh. á 12. síðu.
BLÓÐRAUTT
HJARTA
KONUNGS
SÍÐASTA ritgerð hinnar ný-
látnu, dönsku fræðikonu og
málfræðings, Lis Jacobsen, var
opið bréf til Halldórs Kiljan
Laxness. Birtist'það í Politik-
en 16. júní s. 1. eða tveim dög-
um áður en hún lézt. Þar ræð-
ir hún í gamni og alvöru um
þau ummæli Kiljans, að væru
handritin dönsk, þá sé Sívali-
turn íslenzkur. Frú Astrid
Friis tók Kiljan á orðinu og
sannaði með töluvísi, að ís-
lendingar ættu sem svaraði
rúmri alin í Sívalaturni. — í
framhaldi af þessu skrifar Lis
Jacobsen:
,,En er ég athugaði ðletrun-
ina á Sívalaturni da’ct mér í
hug, hvort íslendingar ættu
ekki stóran hlut að henni. Það
var grein Merete Bonnesen í
Politiken 13. júní, sem kom
mér til að velta þessu fyrir
mér. Þar er talað um hörm-
ungar íslendinga á einokunar-
tímunum og sagt frá hinuin
sífelldu bænaskrám þeirra til
konungs Danmerkur (og ís-
lands) og ákalli þeirra um
bætta verzlun. Áletrunm, —
hin fræga myndagáta á Sívala
turni, nær yfir fjórðung hæð-
ar turnsins og er ekkert minna
en ákall til hins æðsta gnðs
biblíunnar, Jehovah, — að
Hann megi fylla hið bióðuga
hjarta konungsins af vizku og
réttlæti. Ég leyfi mér að varpa
fram þeirri tilgátu, að lærður
íslendingur, sem þekkti hörm-
ungar þjóðar sinnar, sé hinn
eiginlegi höfundur áletrunar—
innar, sem lítur svo út:
/
ÐOCTRINAM ET
(sverð — tákn réttlætis),
DIRIGE
H (V) IIJ, lesið frá hægri —
JHVII — JelIoVaH.
IN t
blóðr.autt hjarta,
konungskóróna,
upphafsstafir Kristjáns IV.
Áletrunin lesin á latínvt
hljóðar þá: Doctrinam et Justt
tiam dirige, Jehovah, in corde>
sanguineo coronati Christiani
quarti.
Það þýðjr: Leiddu, Jehovah,
vizku og réttlæti í hið blóð-
rauða hjarta hins konungs-kór
ónaða Kristjáns fjórða.
Alþýðublaðrð — 22. júní 1961 T