Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 2
f Rltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ■tjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — 6ímar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Lækkun fiskverðsins f ÞAÐ ER nú að koma æ betur í ljós, að það var í ekki af velvilja í garð verkalýðshreyfingarinnar, : að Samband íslenzkra samvinnufélaga reið á vað | ið og samdi um miklar kauphækkanir við verka : lýðsfélögin. Þau frystihús Sambandsins á Norður I og Austurlandi, sem sömdu um kauphækkun, hafa ! þegar lækkað fiskverðið og þannig velt kauphækk ‘ uninni yfir á útvegsmenn og sjómenn. Þegar fisk ! verð til útvegsmanna er lækkað þá lækkar um leið kaup sjómannanna, þar eð þeir fá hlut af aflaverð ! mætinu. Þannig ætlar Sambandið að lækka kaup I sjómanna til þess að geta staðið undir auknu ■ kaupgjaldi til landverkafólks. Slíkar æfingar eru ! enginn greiði við verkalýðshreyfinguna. ! Sjómannasamband íslands hefur mótmælt harð i lega fiskverðslækkuninni. í bréfi, sem Sjómanna ; sambandið sendi aðildarfélögum sínum um málið | sdgir svo m. a.: „Þegar kiarasamningarnir voru gerðir fyrir bátasjómenn á sl. vetri milli sjómanna samtakanna innan ASÍ annars vegar og LÍÚ hins vegar, var jgengið út frá umsömdu verði þótt því væri mótmælt af hálfu sjómannasam takanna, að fiskverðssamningar væru gerðir án þess að sjómannasamtökin væru þar aðili að. Lækkað fiskverð þýðir lækkað kaup fyrir hátamennina og hljóta því sjómannasamtökin sem heiid og hvert félag fyrir sig að mótmæla !• og vinna gegn því, iað þessi fiskverðslækkun komi til framkvæmda. Stjórn Sjómannasam I bandsins treystir ykkur til að vera á verði og reyna að koma í veg fyrir, að kjör bátamanna verði rýrð á þennan hátt frá því, sem um var samið. Við hjótum að mótmæla því harðlega, að kauphækkun sú, sem landverkafólkið hefur fengið á einstökum stöðum og hlýtur að fá yfir allt, sé á kostnað fiskimannanna, þeirra kjör eru ekki of góð, þótt þeir haldi því sem um var ! samið.“ í Alþýðublaðið tekur undlr mótmæli Sjómanna sambandsins gegn fiskverðslækkuninni. Ef frysti i húsin ígeta ekki sjálf tekið á sig þá kauphækkun, sem þau höfðu forustu um að koma á, geta þau ekki búizt við, að útgerðarmenn og sjómenn geti tekið hana á sig. Afkoma fryst'húsanna mun yfir j leitt vera betri en afkoma útgerðarfyrirtækj 1 anna. En frystihúsin hafa samt lag á því að velta liinum aukna kostnaði yfir á útvegsmennina. Er hér um stón'vítaverð vinnubrögð að ræða hjá frysti húsunum, þar eð þau höfðu fallizt á umsamið fisk verð og því verði má ekki breyta nema með sam jþykki útvegsmanna. Lögfræði fyrir almenning HVERÁ TALA óskilgetinna barna er hlutfallslega afar há á íslandi. Af því leiðir, að barnsfaðernis- mál eru hér mjög tíð. Enda þótt dómsmál þessi fari að megin- stefnu eftir reglum um al- menna meðferð einkamála í héraði, sbr. lög nr. 85/1936, sæta þau þó allmikilli sérstöðu. Sú sérstaða byggist á því, að sönnunaratriði slíkra mála eru oft erfið viðfangs og með sér- stökum hætti. Um þau er fjail að í XVIII. kafla nefndra laga. Það er barnsmóðirin, sem yf irleitt er sóknaraðili þessara mála. Þó getur annar einstakl- ingur átt þessa aðil'd, ef barnið er komið á framfæri hans sam kvæmt lögum eða samningi. Sama gildir og um sveitarfélag, ef það hefur tekið að sér fram- færslu barnsins að nokkru eða öllu. Varnaraðili er sá maður eða þeir menn, sem taldir eru hafa haft samfarir við barnsmóður á getnaðartímanum. Sé varnar aðili látinn, má höfða mál á hendur dánarbúi hans eða erf ingjum. Barnsfaðernismál verður höfðað í fyrsta lagi, þegar kon- an hefur gengið 6 mánuði með samkvæmt vottorði þjónandi læknis eða ljósmóður, og í síð asta lagi 2 árum eftir fæðingu, ef móðir er sóknaraðili, en annars einu ári eftir að barnið kom á framfæri sóknaraðila. Dómsmálaráðherra getur þó lengt þessa fresti, ef sérstak- lega stendur á. Ef varnaraðili gengst við samförum við móður á getnað artíma barns (fósturs), verður hann dæmdur faðir þess, nema fram hafi komið í málinu, að fleiri hafi á sama tímabili haft samfarir við móður. eða líklegt megi telja, að svo hafi verið. Verður þá enginn dæmdur fað ir, en allir verða þeir, eða báð- ir, dæmdir in solidum (einn fyrir alla og ailir fyrir einn) til meðalgreiðslu og greiðslu á barnsfararkostnaði, nema sann að sé með blóðrannsókn eða öðrum hætti, að einhver eða einhverjir þeirra séu útilokað- ir frá því að geta verið valdir að þunganum. Ef varnaraðili gengst ekki við samförunum, og ekki fæst með öðrum hætti full sönnun, eru málsúrslit látin velta á eiði eða drengskaparheiti aðila. —• Hafi ekkert komið fram til styrktar framburði konunnar eða hafi hún líkur gegn sér, er manninum dæmdur rétturinn til eiðsins, svokallaður synjun- areiður.. Sé hins vegar fram- burður konunnar sennilegri, fær hún eiðsheimildina, svo- nefndur fyllingareiður. Sækjandi í barnsfaðernis- málum hefur ávallt þann rétt að fá gjafsókn, þ. e. ríkissjóður greiðir málskostnaðinn, of sókn araðili tapar málinu. Hér í Reykjavík hafa barns- faðernismál þá sérstaöðu, að sakadómari fer með þau, en ekki borgardómari, sem þó fer yfirleitt með öll dómsmál á sviði einkamálaréttarins. Það er sérstætt fyrir þessi mál, að aðilum er fyrirskipuð eiðsheimild, þegar viss skilyrði eru fyrir hendi. Eiður aðila í öðrum dómsmálum er mjög fátíður. í sakamálum er hann fyrir löngu gjörsamlega lagður niður. í almennum einkamál- um er hann að vísu leyfður, en með miklum takmörkunum. Að ildareiðurinn er heimilaður í því tilfelli, að aðili hafi fært nokkra sönnun fyrir máli sínu, en ekki fullnægjandi, enda verði frekari sönnun ekki við komið. Hagsmunir aðila á máls úrslitum eru svo miklir, að ekki þykir rétt að veita þeim hina freistandi eiðsheimild, — nema öll önnur sund séu lok- uð varðandi sönnun staðhæf inga. Sönnunarerfiðleikar í barnsfaðernismálum gera að- ildareiðinn mjög oft nauðsyn legan. Enda þótt sannað sé, e. t. v. með eigin játningu, að ákveð- inn karlmaður hafi haft sam farir við barnsmóður á getnað artímanum, er hægt að færa fulla sönnun fyrir því, að hann sé ekki faðirinn. Getur slikt átt sér stað með sönnun á al- mennri ófrjósemi mannsins og eins því, að blóðflokkur hans, móður og barnsins hafi þá inn byrðis afstöðu, að útilokað sé, að barnið sé afkvæmi hans. Það er alkunna, að vissir eig inleikar fólks erfast. Þessir eig inleikar berast með svokölluð- um litningum, þegar frjófrum ur karls og konu mætast. Arf gengir eiginleikar koma því beina leið frá föður, móður eða þeim báðum. Læknisfræðilegar rannsóknir á vissum eignleik um rauðu blóðkornanna, sýna, að þeir eru arfgengir. Þessum eiginleikum er skipt niður í þrjú flokkakerfi. Er þar fyrst að nefna aðalflokkana eða ABO-kerfið. Þar eru raunveru lega aðeins tvær arfgengar eindir, A og B. Er mönnum þannig skipt í A eða B-blóð flokka. Þeir, sem hvorugan þessara eiginleika hafa, eru hins vegar í O-flokki, en þeir, sem hafa báða, eru í AB flokki. Hér á íslandi er talið, að 54% séu í 0-flokki, 32% í A flokki, 10% í B flokki og 4% í AB- flokki. Eiginleikarnir A og B eru ríkjand'i, en með því er átt við, að fái afkvæmi eiginleikann frá öðru foreldri, þá kemur hann ávallt fram. Eiginleikinn O get ur ekki komið fram, nema hann sé kominn frá báðum for eldrum. ' Nú er blóðflokkaformúla hvers manns hugsuð þannig, að hún sé samsett af tveimur að- ilum, sem komnar eru sína leið frá hvoru foreldri. A flokka maður getur haft formúluna AA eða AO, B-flokks maður BB eða BO, en sá, sem er í O flokki hefur ávallt OO og AB maður aðeins AB. Þeir, sem hafa formúluna AA, BB og OO, hljóta ávallt að flytja afkvæmum sínum eig inleikana A, B og O. Þeir, sem hins vegar hafa formúluna AO, bera A í helmingi af frjófrum um sínum, en O í hinum helm ingnum. Hliðstætt er um þá, sem hafa formúluna BO og AB. Ef vitað er um blóðflokk móður og barns, er þannig hægt að fullyrða vissa blóðeig inleika, sem faðirinn hlýtur að hafa. Ef t. d. O-kona eignast barn, sem er í A flei'ki, hlýtur faðirinn að vera í A-flokki eða AB flokki. Grunaðir barnsfeð ur, sem eru í B eða O-flokki, eru útilokaðir, því að þeir gátu ekki fært barninu eiginleikann: A, og frá móðurinni var hann ekki kominn. Þannig er oft hægt að úti- loka vissa tilgreinda barnsfeð ur. Talið er, að slíkt eigi sér stað í 25% tilfella með rann- sóknum á þessum aðalflokkum (AOB-kerfinu). Næst koma undirflokkarnir, eða MN kerfið, en með rann sókn á þeim bætast 15% lík- indi til að útiloka ranglega til nefnda feður. Á 5. tug þessarar aldar var fundið upp nýtt blóðflokka- kerfi, sem nefnt hefur verið Rh kerfið. Með því kerfi hafa möguleikarnir til að þrengja hringinn að hinum rétta bams föður enn aukizt, og enn má vænta framfara í blóðrann- sóknum á þessu sviði. Má því ætla, að í framtíðinnl verði hið efn'islega úrskurðar- vald í flóknum barnsfaðernia málum fyrst og fremst læknis- fræðilegt, enda þótt formlega valdið verði auðvitað ávallt hjá dómendum. I 2 5. júlí 1961 Alþýðublaðrð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.