Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 9
DUNDEE KEMUR HINGAÐ 1 DAG -fc- SKOZKA atvinnumannaliðið D u n d e e er, væntanlegt hing- að til lands í kvöld í boði. Knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Dundee er e'itt af betri félögum Skot- Iands og varð nr. 8 í I, deild s. 1. vor. I St. Mirren, sem hér var fyrir mánuði síðan í boði Vals varð nr. 15 og í leikjunum í veiur sigraði Dundee St. Mirren í báð- um með 3:0 og 3:1. Þeir hiutu 32 stig og skoruðu 61 mark gegn 48. Fyrsti leikur Skotanna verð- ur á fimmtudag gegn KR. Móttökunefnd Þróttar skýrði frá því ,að Skotarnir dvelji á Hótel Garði og fari í ferðalög í boði bæjarins og gestgjafanna. Þróttarar fóru lofsamlegum orð um um aðstoð KSÍ í sambandi við boð þetta, en stjórn KSÍ hef- ur reynzt félaginu stoð og stytta í sambandi við bréfaskriftir og fleira. - Hér fara á eftir upptýsingar um einstaka leikmenn og félag- ið: Pat Liney — markvörður Tók við af Bill Brown í skozka landsliðinu, þegar Tottenham keypti hann fyrir tveimur ár- um síðan. Liney er rólegur og öruggur, og hefur ekki tamið sér neinar óþarfa glennur, sem oft sjást til markvarða. Alex Hamilton — ha;gri bak- Gordon Smith, miðherji eða vinstri útherji. vörður. Kom til Dens Park fyr- ir fjórum árum síðan og var tekinn í unglingalið Westbrigg Bluebell og vann sig næstum samstundis upp í aðalliðið, en þar hefur hann verið fastur maður síðan. Sterkasta hlið hans er hraðinn. Hugh Reid — vinstri bakvörður. Kom til félagsins fyrir sjö ár- um síðan, Hann lék lengi í stöðu hægri bakvarðar, en varð að víkja þaðan fyrir Alex Hamilton. Reid er mjög traust- ur leikmaður og lætur aldrei sitt eftir liggja, hvort sem það er { harðri keppni eða æfinga- leik, Bobby Seith — hægri framvörð- ur. Einn skemmtilegasti fram- vörður landsins. Dundee keypti hann frá Burnley fyrir um þaðý bil ári síðan og hefur ekki séð eftir þeim kaupum. Seith er mikill samleikari og snillingur í að snúa vörn upp í sókn. — Hann hefur oft komið til greina í landslið. Ian Ure — miðframvörður. — Sterkasti maður liðsins og að- alkeppinautur Billy MeNeil um sæti í landsliðinu. Ure er geysisterkur og fljótur leik- maður. Þar sem hann er ungur að árum, eru líkur til að hann eigi enn eftir að vaxa og þroskast. Dundee gæti fengið fyrir hann £30 000 ef þeir kærðu sig um að láta hann fara. Ure er í unglingalandsliði Skotlands og hefur verið vara- maður í Iandsliðinu Bob Wishart — vinstri fram- vörður. Var keyptur frá Aber- deen á s. 1. keppnistímabili og þá sem innherji, en hefur nú skipt um stöðu. Wishart er bæði tekniskur og skotfastur og jafnvígur á báða fætur. — Hann hefur verið í úrvalsliði skozku „lígunnar“. Andy Penman — hægri útherji. 18 ára gamall og aðal driffjöð- ur framlínunnar, en meðalald- ur hennar á s. 1. keppnistíma- bili var 21 ár. Andy var valinn í unglingalandslið Skota á s. 1. ári og er yngsti leikmaður, sem skozka deildin hefur heiðrað með að vera valinn í úrvalslið skozku „lígunnar. Hann varð DUNDEE — 2. fyrir því óhappi að fótbrotna í fyrra, en hefur nú náð sér fyllilega og er gert ráð fyrir að hann leiki innherja næsta tímabil. Framhald á 10. síðu. Hér birtum við mynd af leikmönnum og farar- stjórum danska unglinga liðsins frá Bagsværd, sem hér er statt í boði KR. Liðið hefur leikið tvo leiki við jafnaldra sína hér og farið með sig u|r úr báðum,| geg*n B- liði KR, 2:0 og gegn Val 5:1. Danirnir hafa vakið athygli fyrir liraða og lcikandi knattspyrnu og' sýnt nokkra yfirburði. Þriðji og síðasti leikur þeirra fer fram í kvöld kl. 20,30 á Laugardals- velli gegn II. fl. KR. Má vafalaust gera ráð fyrir skemmtilegum og fjörug um leik, því að KR-ing- ar eru ekki vanir að gefa hlut sinn fyrir Dönum. WWAMWWWWVWWWW Nýtt met Á INNANFÉLAGSMÓTI Sund- félags Hafnarfjarðar, sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar í gærkvöldi, var sett nýtt ísl'ands met og tvö jöfnuð. íslandsmet ið var sett af Árna Þ. Kristjáns- syni í 500 m bringusundi, og var tími hans 7:25,9, en gamla metið átti Einar Kristinsson, en það var. 7:44,5. í 100 m skriðsundi kvenna jafnaði Ágústa Þorsieinsdóttir gamla metið sitt, sem var 1:05,2. Sveit ÍR jafnaði einnig sitt gamla met í 4x50 m skriðsundi á 2:12,7. Árangur Árna er sérstaklega eftirtektarverður er licið er á tímamismuninn Nánar verður sagt frá móti þessu í biaðinu á morgun. Búið að velja landsliðið STJÓRN FRÍ ákvað á fundi í fyrrakvöld hverjir skyldu sendir til þátttöku í „Fjögurra landa keppninni“. Þeir sem valdir voru, eru þessir: í 100 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson. 200 m. hlaup: Grét ar Þorsteinsson. 400 m. hlaup: Hörður Haraldsson. 800 og 1500 m. hlaup: Svavar Mark- ússon. í 5000 m. hlaup: Krist- leifur Guðbjörnsson. í 10 þús. m. hlaup: Haukur Engilberts- son. í 110 m. grindahlaup: Björg vin Hólm. 400 m. grindahlaup Sigurður Björnsson. í 3000 m. hindrunarhlaup: Agnar Levy. 4 x 100 m. boðhlaup: 'Val- björn, Hörður, Gretar og Ein ar Frímannsson. 4 x 400 m. hlaup: Grétar, Hörður, Björg vin og Sig. Björnsson. í langstökk og þrístökk: Vilhjálmur Einarsson. í stang arstökk Valbjörn Þorláksson, Hástökk: Jón Ólafsson. Kúlu- varp: Guðmundur Hermanns son, Spjótkast: Ingvar Hall- steinsson. Sleggjukast; Þórð- ur B. Sigurðsson. Kringlu- kast; Þorst. Löve. Flestir þátttakendurnir, sem eru 16 að tölu, fara út á laug ardag. Fyrirliði á leikvangi verður Guðmundur Hernaans rson. OL í San- Francisco árið 1972 SAN FRANCISCO, 4. júlí. NTB. Borgarstjórnin í San Francisco hefur samþykkt að fara fram á að fá að halda sumarleika Ol ympíuleikanna árin 1972 eða 1976 Borgarstjóri mun leggja umsóknina fyrir alþjóða Clym- píunefndina. Úrtökumót i sundi Úrtökumót vegna Norður- landamótsins í sundi fer fram í Sundhöllinni á miðvikudag og verður keppt í eftirtöldum greinum: 100 m. skriðsundi karla, 200 m. baksundi karla, 100 m. skriðsundi kvenna, 200 m. bringusundi kvenna og 200 m. bringusundi karla. Heimsmet Austur-þýzka sund- konan Barbara Goebel setti nýtt heimsmet í 100 m. bringusundi kvenna sl. laugardag. Hún synti vegalengdina á 1:18.2. Metið var sett á sund- móti í Rostock, en tími Barböru er 0,8 sek. betri en gamla heimsmetið, er Ursula Kueper, einnig.frá Þýzkalandi, átti. MUMtMMMHtMMHtMUMWI «1» Alþýðublaðrð — 5. júlí 1961 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.