Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 6
RITHANDARFRÆÐI er
nú víða um heim töluvert
notuð af sálfræðingum og
fleirum. í fljótu bragði
kann að virðast að lítt
megi lesa úr skrift manna,
en svo er þó ekki að áliti
hinna fróðustu manna um
þau mál, eins og sést á þvi
að í mörgum löndum er
„grafology“ eða rithandar
fræði skyldugrein við sál-
fræðideildir háskólanna.
„Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá“, mætti segja að
væri rmdirstöðuregla rit-
handarfræðinnar 'Verkin
lýsa hverjum manni bezt,
og þá skrift ekki síður en
annað. Allir taka eftir því,
hvort skrifað er af vand-
virkni eða ekki, með sterk
um drátlum eða lausum,
fínlega eða gróflega og ef-
ast enginn um, að skriftin
segi á þennan hátt nokkuð
til um eiginleika hlutaðeig
andi manns. En rithand-
arfræðingar segja að
þetta sé aðeins byrjunin,
því að lesa megi skap-
gerð manna og eðlisþætti
allýtarlega úr skriftinni,
enda hefur myndast um
það heil fræðigrein, með
ýmsar kenningar og regl-
ur, sem hinir fróðu hafa
lært af reynslunni, að séu
oftast eða ætíð réttar, en
leikmenn hafa litla hug-
mynd um.
Fyrir nokkru var hér á
ferð hollenzk kona og snjall
rithandarlesari. Lagði Al-
þýðublaðið fyrir hana rit
hendur nokkurra þekktra
raanna, án þess að láta
henni í té minnstu vit-
neskju um þessa menn. Hér
kemur árangurinn.
JÓN ENGILBERTS.
Höfundur þessarar skrift
ar er ,,dómínerandi“ per-
sónuleiki með sérstökum
hæfilega til að ná föstum
tökum á hinni efnislegu
hlið lífsins. Hann hefur
öra og lifandi skapsmuni
og er þróttmikill og skap
ríkur á því sviði sem svo
víða annars staðar. Lysti-
semdir þessa heims elskar
hann og mun leita nokkuð
fast eftir því að auka verð
mæti sín, andleg sem ver
aldleg. Ifann gæti verið
háttsettur embættismaður
eða iðnrekandi. Hvar í
stétt sem hann kann að
standa mun hann ætið leit
ast við að ná tindinum.
Hann er þolgóður, vel lynt
ur en gæti verið nokkuð
stórbrotin í lund. Frá öðr
um krefst hann nokkurs
aðlögunarhæfileika. Innra
líf hans er mjög lifandi og
þróttmikið, enda mun
hann tjá sig á sterklegan og
kröftugan hátt, Hér er
karlmenni á ferð með skýr
einslaklingseinkenni.
Vafasöm snilii
UNGI nýútskrifaði flug-
maðurinn hafði boðið nýj-
uslu vinkonunni sinni út
á flugvöll til að sýna
henni hvað hann gæti.
Hann var ákveðinn í því
að gera hana alveg agn-
dofa af hrifningu og framdi
því allar þær kúnstir, sem
hann frekast treysti sér til
í loftinu.
Vinkonan sat á jörðu
niðri og horfði á alveg agn
dofa. Flugmaðurinn lenti
heilu og höldnu og þaut
beint til elskunnar sinnar.
„Jæja, hvernig fannst
þér?“
„Vertu ekki leiður yfir
þessu, elsku Kristján
minn,“ sagði vinkonan.
„Ef þú heldur aðeins á-
fram að æfa þig og missir
ekki kjarkinn, þá kemur
ábyggilega að því bráðlega,
að þú getur flogið beint.
VH) konurnar óskum
ekki að breyta mönnum
okkar, við reynum aðeins
að fá þá til að vera eins
og þeir sjálfir þóttust
vera allt frá byrjun.
(Hertha Egolf).
ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR.
Þessi skrift sýnir per-
persónu sem er gædd næmu
og velþroskuðu tilfinninga
lífi. Hún er dugleg og
mjög hæf til hverra þeirra
hagnýtu starfa sem hún
beinir sér að. Hún er af-
bragðs húsmóðir og kann
að gleðja gesti sína. Hún
elskar tónlist og dans og
hefur yndi af því að fara í
leikhús. Sálarlífið kann að
vera þannig að hún eigi erf
itt með að taka ákvarðan
ir og tilhneigingu hefur
hún til nokkurs leiða stund
um. Hún þarfnast strausts
og öruggis og fastra og á-
kveðinna verkefna, sem
hún getur uppfyllt með
ástúð og fórnfýsi. Hún á
létt með að fyrirgefa. Eigi
hún börn þá er hún mjög
góð móðir, en mun eiga erf
itt með að neita börnum
sínum um nokkuð.
ÞORVALDUR GUÐ-
MUNDSSON.
Þessi maður nær auð-
veldlega tökum á lífinu
sem væri það leikur. Allur
persónuleiki hans beinist
að framkvæmdum og at-
hafnasemi. Lífsorka hans
er ætíð mikil og hann
skortir aldrei hugmyndir.
Hann hefur því ríkt í-
myndunarafl og góða skipu
lagshæfileika en er nokkuð
breylilegur í skapi. Hann
mun mest vinna að svo-
nefndum efnislegum hlut-
um en setur samt mark
sitt hátt og finnur metnað
sinn í því. Hann hefur gott
lag á því að örva til at-
hafna og dáða umhverfi
sitt eða samstarfsmenn og
nýtur almennra vinsælda.
Hugsun hans er skörp og
sundurgreinandi, og hann
er aðlaðandi og frjálslegur
í tali. Hann þarfnast breyt
inga í hinu ytra lífi og
fjölbreytilegs athafnasviðs,
enda mun hann leita eftir
því, til að fullnægja at-
hafnasemi sinni og lífs eða
leikgleði, sem mun vera
honum eitt og hið sama.
Hann er bæði fljólvirkur
og vandvirkur, er fljótur
að taka ákvarðanir, er
bjartsýnn, opinskár og
heillandi maður.
INDRIÐI G. ÞORSTEINS-
SON.
Þetta er óvenjuleg rit-
hönd, svo ég hefi enga
henni líka séð áður. Hún
ber þess greinileg merki,
að maðurinn er gæddur
ríku ímyndunarafli. Hann
er nokkuð breytilegur í
skapi, en einlægur og ým
ist opinskár eða lokaður,
þó oftar hið fyrrnefnda. Til
finningamaður er hann að
eðlisfari en sýnir það ekki
mikið,. Hann er greinilega
mjög trúr og góður vinum
sínum, geðfelldur maður
og vinsæll, bæði af konum
og körlum. Hugsun hefur
hann skýra og er afkasta-
mikill þegar hann vill það
við hafa. Hann er góður
starfsmaður, en sjálfstæður
í starfi sínu og mun falla
illa að láta troða sér um
tær. Hann kemur fljótt
auga á hinar veiku hliðar
manna og málefna. Yfir-
leitt virðist skriflin gefa
til kynna að maðurinn sé
tilfinninganæmur, stundum
einnig gagnvart eigin per
sónu. Hann er skynugur
maður með glöggt auga fyr
ir flækjum mannlífsins
og mun eiga auðvelt með
að tjá sig, á hvaða hátt
sem hann gerir það. Hann
er sjálfstæður í skoðunum
og mun ekki auðvelt að
hafa áhrif á skoðanir
hans og hugsun.
★
Þess skal getið að rit-
handarfræðingurinn kvað
skriftarvenjur stundum dá
lítið breytilega með hinum
ýmsum þjóðum, en vegna
lítillar kynningar við ís-
lenzka skrift gæti hún auð
vitað ekki tekið þann þátt
með í athuganir sínar.
Svo þökkum þeim, sem
voru svo vinsamlegir að ljá
okkur rithönd sína.
Gáfaðir
ÞETTA er ein af
merkilegri myndum,
sem ég hefi séð og ég
vona að lesendum finn-
ist það sama.
Það er ekki á hverj
um degi, sem
ur séð ketti í
bíða eftir mj
og það á afti
Annars he
forláta ketti
WHUMMMMMMUMUHMMMMMMMMtMM
g 5: i júlí 1961 > * Alþýðublaðið