Alþýðublaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 8
UPP úr aldamótunum síð-
ustu var einu nafni æ oflar
hvíslað í hópi þeirra, sem
vildu gera sér grein fyrir or
sökum óeirða og byltingar
hingað og þangað umhverfis
Miðjarðarhafið: Zaharoff.
Þetta nafn varð brátt tákn
þeirra óheillaafla, sem unnu
skipulega að því, að leggja í
rúst í stað þess að byggja
upp. Zaharoff var vopnakaup
maður. Hann rak pólitík á við
skiptagrundvelli og viðskipti
á pólitískum vettvangi.
Zaharoff var af grískum
ættum, fæddur og uppalinn í
Lillu Asíu og hét fullu nafni
Zacharias Basileios Zahar-
off, komst inn í brezka háaðil
inn í skjóli auðs síns og hlaut
tilillinn sir Basil Zaharoff.
Hann var aðaleigandi Vickers
Armstrong-verksmiðjanna og
annaðist um langa hríð vopna-
sölu, sem náði um heim allan.
Sir Basil teygði klær sín-
ar til hinna fjarlægustu staða
og varð loks aðalhluthafi í
heimsstyrjöldinni fyrri. Balk
anlöndin og Arabaríkin voru
þýðingarmestu viðskiptasvæði
Zaharoffs. Aðferðin var ein-
föld og örugg. Hann þefaði
uppi alla óróabletti, seldi'báð
um deiluaðilum vopn, safnaði
vopnabirgðum hingað og þang
að um Balkanskaga og Litlu-
Asíu svo þau væru tilbúin ef
einhver pótentáinn hugðist
reyna að ná völdum í skjóli
vopnavalds, — og ef allt var
með friði og spekt lét Zahar
off útsendara sína koma af
stað óeirðum og ólgu, — og
þá stóð aldrei á einhverjum
framgjörnum herforingja að
kaupa vopn og hefja smástyr
' jöld. Arabar keyptu ógrynni
vopna af Zaharoff, hann kom
af stað óeirðum í Angólíu, er
breiddust út frá Marokkó til
Indlands. 500 milljónir Araba
börðust eitt sinn innbyrðis
og út á við að undirlagi þessa
skuggalega, ljósfælna manns.
Gróða sínum af fyrri heims
styrjöldinni varði Sir Basil
ekki aðeins til þess að auka
framleiðslu verksmiðja sinna,
heldur keypti hann spilabank
, ann í Monaco og setti höfuð-
stöðvar sínar í Monte Carlo.
Síðan hefur það verið há-
punktur á ferli allra stór-
gróðramanna, að kaupa þetta
hlægilega ríki, þar sem allir
borgarar eru skattfrjálsir. Eig
andi þess er nú skipsreiðar-
inn Onassis, Grikki eins og
Zaharoff, en hver veit nema
næsti eigandi verði ungur,
feitur Bandaríkjamaður, Sam
uel Gummings frá háborg
Kvekgj'gnpa, Philadelpia, -7-
mannanna, sem einir allra frið
arsinna í Bandaríkjunum
hafa rétt til þess að neita að
gegna herþjónustu. Samuel
Gummings hefur til þessa lát
ið sér nægja hina latnesku
Ameríku en nú hefur Afríka
heillað hann, Afríka, hin log
andi svarta álfa.
Samuel Gummings er
stærsti vopnasali eftir síðari
heimsstyrjöldina, arftaki sir.
Basil Zaharoff. Þegar aðildar
ríki Atlantshafsbandalagsins
bönnuðu Salazar að vopna
hvíta menn í Angóla rifflum
og vélbyssum bandalagsins,
opnuðusL gróðamöguleikar fyr
ir Samuel Cummings. Og
hann lét tækifærið ekki ganga
sér úr greipum, — og nú bíða
hans vafalaust mörg verkefni
í þessari ólgandi álfu.
Eftir nokkra daga fer eftir
litsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna til Angóla í þeim tilgangi
að kynna sér hvernig málin
standa þar. Nefndarmenn
munu vafalítið finna þar ým
islegt merkilegt, en margt fá
þeir enga vitneskju um. En
þeir munu finna mikið af pat
rónum, notuðum, ónotuðum,
og vopn, eða vopnabrot eru
um allt, — vopn frá Banda-
ríkjunum, Englandi, Frakk-
sem krefjast réttlætis og sjálf
stæðis, lausnar undan kúgun
og rányrkju, mannsæmandi
lífskjara og einföldustu mann
réttinda. Hvítu mennirnir
krefjast vopna og eru fúsir að
borga það, sem upp er sett fyr
ir gömul vopn. Salazar lét her
menn sína brytja niður 15.000
svertingja, en þá sagði yfir-
stjórn Atlantshafsbandalags-
ins nei; — engin NATO-vopn
til landnemanna. Portúgalir
urðu að snúa sér að hinum
háif - eða alopinberu vopna-
sölum. Allir helztu vopnasal-
arnir, þýzkir, brezkir, að ó-
gleymdum Lichtenstein-
manni, nokkrum að nafni
Hausch þutu til Lissabon. En
Cummings var þegar kominn
í sambandi við Otto Schlúter
í Hamborg, manninn, sem selt
hefur uppreisnarmönnum í A1
sír vopn árum saman. Schlút
er hafði það, sem Porúgali
vantaði, riffla og vélbyssur,
en ekki nóg. Nánasti aðstoðar
maður Cummings, 33 ára Þjóð
verji, Ernst Werner Glatt ann
aðist samningana. Það var eng
inn hætta á, að skortur yrði
á vopnum til Angóla, ef mögu
leikarnir væru kannaðir, all
ir gátu fengið eins mikið af
vopnum og þeir vildu. Og
Samuel Cunnings, arf/aki Zaharoffs?
landi, riflla frá Belgíu, gaml-
ar þýzkar byssur úr heims-
styrjöldinni komnar frá Búlg
aríu og Rúmeníu.
Angóla er gullnáma fyrir
vopnasala þessa dagana, 200,
000 Evrópumenn heimta vopn
í varnarskyni og til að hefna
sín á hinum dökku íbúum,
þeir vildu borga hvað, sem
upp var sett.
En Cummings vildi ekki
hreyfa vopnabirgðir sínar í
Bandaríkjunum. „Ég þyrfti
ekki annað en taka smáslatta
úr einni af vopnageymslum
mínum við Potomacána til að
fullnægja kröfum Portúgala,
8 5- júlí 1961 — Alþýðublaðið
:l>: v-
Srr Basil Zaharoff, vopnasali,
en þau vopn er bezt að geyma
til þess að vera viðbúinn að
uppfylla pantanir frá Suður-
Ameríku. Ég á meiri létt vopn
á lager en bandaríski herinn
hefir yfir að ráða.“ Þetta
sagði Cummings, og nú áttu
Glatt og Seidenschnur að út
vega vopnin hjá vopnasölum
í Evrópu. Seidenschnur er
enginn viðvaningur í vonpa-
sölu. Hann annaðist í þrjú ár
sölu vopna til uppreisnar-
manna í Alsír, en hætti því,
er Rauða höndin (félagsskap-
ur franskra hægri manna,
sem er andvígur samningum í
Alsír) drap vin hans og kaup
sýslufélaga Puchert. Seid-
enchnur dró sig þá til baka
úr vopnasölu og gekk í þjón
ustu Cummings.
Enn kom nýr maður í mál-
ið, Gustav Bodirsky, sem er
þaulkunnugur öllum vopna-
sölmálum. Hann hafði einmitt
það, sem Cummings vanhag-
aði um: 20 milljón skot af
stærðinni 7,62 millimetrar, —
skotin, sem passa í hina
belgískt framleiddu NATO-
riffla.
Cummings velti ekki lengi
fyrir sér hvaða aðili Atlants-
hafsbandalagsins, sem nýlega
hafði bannað Portúgölum, að
nota vopn og skotfæri banda
lagsins í Angóla, væri nú fús
að láta þetta af hendi, — en
tók boðinu. Lítill vafi er á
því, að skotin komu frá Eng
landi.
Bodirsky á áhrifamikla
vini í Englandi. Hann er Aust
urríkismaður, sem varð að
flýja land 1938 vegna þátttöku
sinnar í félagsskap, sem barð
ist gegn nazistum. Hélt hann
þá til Englands og dvaldi þar
i 14 ár samfleytt sem pólitísk
ur flóttamaður. Hann fór
brátt út í vopnasölu eftir að
hafa reynt sig við bókaútgáfu
og stofnaði ferðaskrifstofu
með litlum árangri.
Enn skorti Cummings vopn
til að fullnægja óskum Portú
gala. Þá kom fram í dagsljós
ið maður að nafni Hausch, við
skiptavinur Otto Schúter.
Hausch kvaðst hafa 40 000
riffla og 40 milljón skot.
Hvernig stóð á þessum vopn
um? Hvaðan komu þau?
Enginn vopnasali fær að
hafa undir höndum miklar eft
irlitslausar vopnabirgðir. Þeir
verða að gera grein fyrir
hveri byssu og hverri patrónu
og áður en þeir fá að selja
vopn til annara landa verða
þeir að fá útflutningsleyfi.
Samkvæmt lögum í hverju
landi má ekki selja vopn til
óvinaríkja eða staða þar, sem
hætta er á óeirðum eða styrj-
öld ríkir. Það eru öll þessi
ákvæði og lög, sem vopnasal
arnir verja mestum tíma í að
fara í kringum og finna leið
ir til að selja vopn sín hvar,
sem er og hvenær sem er. Ný
lega komst hnífur vopnasal-
anna í feitt. Samkvæmt
sovézkri fyrirmynd hafa Rúm
enar og Búlgarar endurnýjað
vopnabúnað herja sinna og
bak við tjöldin hafa þeir selt
gömlu vopnin og birgðir, sem
þýzki herinn átti í þessum
löndum, til ýmissa kaupsýslu
manna á 'Vesturlöndum. Það
var úr þessum birgðum, sem
Hausch bauð Cummings byss
ur og skotfæri handa Portúgöl
um í Angóla.
Þessi viðskipti vopnasal-
anna við Rúmena og Búlgara
hafa farið fram mánuðum sam
Framhald á bls, 10. ,