Alþýðublaðið - 26.07.1961, Qupperneq 13
SÍÐASTA VÍGI
HABSBORGARA
VITIÐ þig hvað höfuðborg-
in í Lichenstein heitir? Veit
yfirleitt nokkur hvað Liechten
stein er eiginlega? Eru íbúarn-
ir 5000, 100.000 eða hálf millj-
ón?
í stuttu máli sagt: hvað vit-
um við um Liechtenstein, ann-
að en að það er ríkj í Evrópu
— og höfuðborgin er Vaduz,
158 ferkílómetrar að stærð.
Liechtenstein er furstadæmi
á landamærum Austurríkis og
Sviss, íbúarnir eru 15000, svo
til allir kaþólskir bændur —
Flestar fjölskyldur eiga kýr,
rækta mais, hveiti og kartöflur
handa sér. Út er flutt nauuta-
kjöt, kartöflur og vefnaðarvör-
ur. Inn er flut bómull, vélar,
matvæli og ferðamenn. Þjóð-
höfðinginn heitir Franz Josef
II — og viti menn: — hann er
síðasti þjóðhöfðingi, eini lif-
andi fulltrúi hins heilaga róm-
verska rík:s þýzkrar þjóðar,
sem Karlamagnús þáði úr
hendi páfa á jólum árið 800.
Um Liechtenstein hefur ver-
ið sagt, að stjórnmálamenn láti
það í friði og sagnfræðingar
hafi gleymt því. Þangað liggur
'engin járnbraut og þar er eng-
inn flugvöllur. Leiðin þangað
liggur um fornfálegíi trébrú
yf:r Hín, sem nötrar undan litl
um áætlunarbílum svo ætla
mætti, að hún hryndi þá og
þegar.
Höfuðborgin heitir Vaduz og
íbúar hennar eru um 3000, og
þessi minnsta höfuðborg heims
líkist meir sveitaþorpi en borg.
Það, sem mestan svip setur á
Vaduz er furstahöllin og þing-
húsið, sem er í senn aðsetur
hins fimmtán manna þings, hús
hæstaréttar og aðalsafn ríkis
íns, þar, sem ótrúleg listaverð-
mæti eru geymd Þar eru yfir
eitt hundrað málverk hinna
flæmsku meistara, verk Leon-
ardo da Vinci, gull- og silfur-
smíð frá endurfæðingartíman-
um og gullvagninn frægi, krýn
ingarvagn furstans í Liechten-
stein.
í furstahöllinni eru einnig ó-
metanleg verðmæti saman kom
in, og einkum er vopnasafnið
frábært. Ekkj er þó her Liecht
enstein líklegur til þess að
ógna heimsfriðnum, því að
hann var leystur upp eftir síð-
ari heimsstyrjöldina, en í lög
regluliðinu eru 12 menn — og
nægir það til þess að halda
uppi reglu.
í styrjöldinni 1866 stóðu
Liechtensteinbúar með Austur
rikismönnum gegn Prússum og
sendi allan herinn, 59 menn á
vígvöllinn. Sennilega er það
eini herinn, sem kom fjölmenn
ari af vígvöllunum en fór á þá,
því í honum voru 61 maður er
heim var haldið — tveir Liecht
ensteinmenn í Þýzkalandi
gengu í lið með landsmönnum
sínum í stríðinu — og enginn
féll.
Liechtenstein er eina landið
í heim:num, sem hlotið hefur
heiti sitt af ríkjandi höfðingja
Liechtenste'nættin var allt frá
13. öld virðuleg og mikils met-
in í Austurríki. 1608 voru karl
menn ættarinnar gerðir að
prinsum, en þá var yfirráða-
svæði þeirra margfalt stærra
en nú 1709 varð Liechtenstein
sjálfstætt ríki innan lceisara-
dæmisins.
Núverandi fursti í Liechten
stein er ákaflega vel ættaður á
mælikvarða vrópskra kónga. -
Elisabeth erkihertogaynja, móð
ir hans v ardótt’r Kari Ludvig,
yngri bróður Maximilians keis
ara í Mexikó og Franz Josefs
ke:sara, og Franz Ferdínand
erkihertogi, sem myrtur var í
Sarajevo 1914 var bróðir henn
ar. Þetta er sem sagt Habs-
burgarættin í öllu sínu veldi.
Allt þar til eftir seinni heim
Myndin hér við hliðina
sýnir furstahjónin í Liech
tenstein og börn þeirra í
setustofunni í höllinni í
Veduz. Þetta virðist ósköp
venjuleg fólk, en samt á
það heilt ríki, síðasta ríki,
sem stjórnað er af Habs-
borgara, meðlimi hinnar
frægu konunga- og keis
araættar.
Neðri rríyndin er af
skrautvagninum, sem nú
er aldrei notaður.
styrjöldina áttu Liechtenstein-
prinsar ýmisar hallir í Tékkó-
slóvakíu, en nú er það allt far
ið en enn eig aþeir þrjár hallir
í Vínarborg, sem gerð hafa ver
ið að söfnum. Á stríðsárunum
rændu Þjóðverjar auðvjtað öll-
um listaverkunum úr þessum
hellum, en nokkr irmenn frá
Liechtenstein komust að hvar
þau voru geyrnd, fóru á vett-
vang og náðu þeim og fluttu
heim, gegnum vandlega lokuð
landamæri og styrjaldaræði.
Liechtenstein er í tollabanda
lagi við Sviss og notar sviss-
neska mynt. En þetta er sjálf-
stætt ríkj og gæti þegar í dag
gert milliríkjasamninga við
Perú, ísland eða Sovétríkin án
þess að nokkur gæti skipt sér
af. Prinsinn getur einnig tekið
menn í aðalstölu, en lætur það
vera.
Þannig er Liechtenstein, ró-
legt og undarlegt, arfur fyrii
tíma, safn, sem leiðinlegt væri
að hyrfi. Það er ekki nema
skemmtilegt til þess að vita, að
Habsborgarar skuli enn vera til
sem þjóðhöfðingjar, einkum af
því, að það gerir engum ncitt
til
Múgsefjun
Framhald af 4. síðu.
er fólgin í vitneskju stað-
reynda um einstaklinginn.
Kenningar gefa hins vegar
aðeins til kynna meðaltal-
ið og gera að engu undan
tekningar og frávík tveggja
vegna meðaltalsins. Þær
gefa okkur því ekki rétta
mynd af veruleikanum,
því það, sem er einkenn-
andi fyrir raunverulegar
slaðreyndir, er einstakleiki
þeirrra. Þótt hægt sé að
lýsa einstaklingnum að
vissu marki á tölufræðileg
an hátt, þá er alls ekki
hægt að líta á hann sem
nokkurs konar fjöldaút-
gáfu, heldur miklu fremur
sem eitlhvað sérstætt og
einstætt, sem ekki verður!
borið saman við neitt annað.
Einmitt þessi sérstæðu ein
kenni verður að hafa í
huga eigi að skilja einstak
linginn, því kenningarnar;
veita aðeins þekkingu á
hinum hugsaða meðal-
manni, og þær verður því
að leggja að nokkru til
hliðar, svo þær liti ekki
dóma okkar um einstakling!
inn, sem er ætíð undantekn
ing frá reglunni og hinum
hugsaða meðalmanni sem
vísindin fræða okkur um.
'L
\lþýðublaSið — 26. júlí 1961 43