Alþýðublaðið - 26.07.1961, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 26.07.1961, Qupperneq 14
m iðvikudagur MjYSAVARÐSTOFAN er •*- tn xllan aólarhrlng^nn. — LæknavörSur fyrlr Titjanli n á eama ataS kJL 18—8. Bæjarbókasafnið er lokað vegna sumarleyfa, og verður opnað aftur 8. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30 til 3.30. Bókasafn Dagsbrnnar að Freyjugötu 27 er opi6 aem hér segir: Föstudaga kl. 8—10, laugardaga kl. 4—7 og junnudaga kl. 4—7. Árbæjarsafn er opið daglega kl_ 2—6 e. h. nema mánudag Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán: kl. 1—7 e. h. mánudaga til föstudaga og kl. 1—3 e. h. laugardaga. Lesstofa safns- ins er opin á vanalegum skrífstofutíma og útláns- tLma. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntan- leg til Rvk árd. í dag frá Norðtir- löndum. Esja fór frá Akureyri í gær vesfur um Iand til Rvk. Herjóifur fer frá Rvk kl. 21,00 í kvöid til Vestmannaeyja Þyrill er á Austfjörðum. Skjaldbreið err' á Skagafirði á vesturleið. — Herðubreið er á Austfjörðum á euðurleið. Jöklar h.f.: L Langjökull fer í kvöld frá Hafnarfirði áleiðis til Rússl. og Aabo. Vatnajökuli lestar á Vestfjarðar- og Norður lanáshöfnum. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Onega. — Arnarfell er í Archangelsk. Jökulfell losar á Eyjafjarðar- höfnum. Dísarfell fór 22. þ. m. frá Siglufirði áleiðis til Heisingfors, Aabo og Riga. — Litiafell er í Rvk. Helgafell fer væntanlega dag frá Fekkefjord áleiðis til Seyðis- fjarðar og Rvk Hamrafetl fór 22. þ. m. frá Rvk áleiðis til Aruba. Minningarspjöld 1 Minningar sjóði dr Þorkels Jóhannes- sonar fást ( dag kl. 1-5 ' bókasölu stúdenta i Háskói anum. sfmi 15959 og á að- alskrifstofu Happdrætti? Háskóla tslands t Tjarnar götu 4, símj 14365 og au* bess kl 9-1 < Bókaverziun Sigfúsar Eymundssonar 'r hjá Menningarsjóðí Hw • íJCÖti Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasg. og Kmh kl. 08,00 í dag. Væntanleg aft- ur til Rvk kl. 22,30 í kvöld. Flugvélin fer til Glasg. o% K- mh kl. 03,00 í fyrramálið. Hrímfaxi fer til Oslo, Kmh. og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl 23,55 í kvöld. — Innanlandsflug: í dag er áætl að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, — Hornafjarðar, Húsavíkur, ísa fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). — Á morgun er áætl að að fljúga til Akureyrar (3 ferðir). Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftle'iðir h.f.: Miðvikudag 26. júli er Snorri Sturluson væntanleg- ur fráNewYork kl. 06,30.— Fer til Glasg. og Amsterdam kl. 08,00. Kemur til balca frá Amsterdam og Glasg. kl. 24,00 Heldur áfram til New York kl. 01,30. Þorfinnur Karlsefni er væntanlegur frá New York kl. 06,30 Fer til Stafangurs og Oslo kl. 08,00. Minningarspjöld Kirkjubyggingarsjóðs Lang holtssóknar fást á eftirtöldum stöðum: Goðheimum 3, Álf- heimum 35. Efstasundi 69. Langholtsvegi 163 og Bóka> búð KRON. Bankastræti. Minningarspjöld Heilsuhælissjóðs Náttúru lækningafélags íslands fást í Hafnarfirði hjá Jóni Sigur- geirssyni, Hverfisgötu 13B sími 50433. MiðVikudagur 26. júlí: 12,55 „Við vinn- una“ tónleikar. 20,00 Tónleikar. 20,25 Á förnum vegi í Rangár- þingi: Jón R. Hjálmarsson skólastj. ræðir við Pál Sveinss. í Gunnarsholti og Lýð Skúlas. á Keldum 20,55 Einsöngur: E Zareska syngur lög eftir Chopin. 21,20 Tækni og vísindi;; IV Geimfarir og gervitungl (Páll Theódórss., eðlisfræðingur). 21,40 Tón- leikar: Strengjakvartett op. 8 eftir Paul Creston. — 22,10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi mað- urinn“ eftir H. G. Wells (Indr iði G Þorste'nsson rithöfund- ur), 22.30 „Stefnumót í Stokk hólmi“. Norrænir skemmti- kraftar flytja gömul óg ný lög. 23,00 Dagskrárlok Geng/ð í hús Framhald af 7. síðu. ig var Laura gift bróður Ei- ríks rauða, sem býr þarna of- ar í hlíðinni í dágóðum bæ. EIRÍKUR RAUÐI. Faðir Eiríks rauða, Ottó Frederiksen, kom 1924 frá Júlíönuvon og endurreisti byggð í Brattahlíð. Fyrsta barnið, sem fæddist á þessu nýbýli, var s'kírt Eiríkur rauði í höfuð norræna víkings ins sem þarna bjó. Eiríkur rauði á 300 fullorðnar ær, 450 lömb. Hann segir, að hann fái 5 kr. danskar fyrir kílóið af óþveginni ull, 1,45 fyrir kjötkílóið, að húsið 'hans sé byggt 1952, en faðir hans hafi dáið 1957. Eiríkur hefur verið 3 mánuði í Danmörku og skilur talsvert í dönáku, en á þó ólíkt hægara með að tjá sig á sínu eigin móðurmáli, að því er virðist. Hann seg- ir að þeir geri sér ýmislegt til gamans í Brattahlíð, — hlusti á íslenzka útvarpið á vetrum, að hann eigi 3 ís- lenzka hesta, sem hann beiti fyrir plóginn á sumrin en fyrir sleðann á vetrum, þegar fjörðurinn er á ís. Eiríkur S rauði á tvo drengi og fjórar ” stúlkur, mjög snoturl heimili | og snolra, unga konu. Hann j bauð karlmönnunum upp á 1 danskan bjór, og 'kvaddi okk ur öll með virktum með þökk fyrir komuna. BÚSKAPARHÆTTIR. Bratthlíðingar kunna lítið til túnræktar. Það er varla unnt að segja, að túnbleðill sé við bæina, en aftur á móti er dálítið afgirt akurlendi með 'höfrum. Það er tilrauna ræktun á vegum dönsku stjórnarinnar. Einhvern veg- inn finnst manni byrjað á öf- ugum enda, — að það laegi nær að kenna Grænlending um túnrækt og slátt með við unanlegu orfi en að kenna þeim kornrækt í því landi, þar sem *að vísu kjarrviður vex upp eftir fjallahlíðun- um, en snjórinn þekur fjalla- toppana og ísjakar re'kast um á fjörðum. Eyrarrós og blá- gresi vex í brúskum hér og þar, og þessar jurtir eru gróskulegri en hér heima. í Stokkanesi fær kjarrviðurinn að lifa í friði, en þar sem bændur hafa sezt að með bú- stofn sinn, sauðfé, sem geng- ur sjálfala árið um kring, sést hvorki tangur né tetur leftir af kjairrinu, seim var þarna aðeins fyrir nökkrum árum. Vegna þessarra búskap arhálta sjást engin fjánhús í Brattahlíð, kýrnar eru fáar og heyannir — sem aðeins eru fyrir þessar fáu kýr, ekki bsf^ar. Bratthlíðingar geta ekki haft harðan hastinn að jafnaði, — enda sást enginn taka hendi til nok'kurs verks. VIÐTAL VIÐ KADEKET. Barnakennarinn og djákninn, sem sameinaðir eru í einni per sónu, Lars Motzfeldt kadeket, býður ferðafólkinu upp á kaffi og kex. Alls staðar þar sem við fengum kaffi hjá Grænlendingum var danskt kex borið fram. Eg fékk Mortzfeldt til að spjalla við mig nokkur orð frammi í eld húsi, meðan ferðafólkið var að drekka kaffi og borða kex. — Hvað hafið þér verið lengi kadeket hér? — 34 ár. — Hvað eruð þér gamall? — 53. — Hvað mörg börn voru í skólanum hjá yður í vetur? — 32 á aldrinum 7—14 ára, héðan og úr nágrannafjörð- unum. — Hafið þér verið í Dan- mörku? — Nei, aldrei komið þang- að. — Hvar lærðuð þér þá til starfsins? — Á kennaraskóla í Godt haab. — Þér hafið líka bú? — Já, 475 fjár. — Og vetrarmann? — Nei, bara dreng. — Þér messið? — Já, ég messa á hverjum sunnudegi kl. 10. — Er góð kirkjusókn? — Já, það er góð kirkju- sókn, — enda eru messurnar eiginlega 'helztu skemmtisam komur hér og við kirkju gefst tæ'kifæri til að hitta kunningjana. — Allir koma sparibúnir til kirkjunnar. — Hverjar eru aðrar helztu hátíðir hér? — Jólin, páskarnir. — Þið hafið ekki sumar- daginn fyrsta eins og við á íslandi? — 'Við höfum sólarhátíðis- ^ag 21. júní. — Er fólkið trúað? — Þeir eldri eru kristnari. — Er messað á græn- lenzku? — Já, og líka sungið. — Fáið þið blöð hér í Brattahlíð? — Já, við fáum blað hér. Daninn, sem hlustar á tal okkar, segir, að þetta blað sé héraðsblað fyrir Júlíönuvon- arhérað. Þar séu auglýsingar og þar sé sagt frá helztu inn- lendum atburðum svo sem skipakomum og góðri veiði. Dönsku blöðin eru oft orðin tveggja mánaða gömul, þegar þau komast til Brattahlíðar og því lítilsvirði. Það getur svo margt nýtt hafa gerzt úti £ hinum stóra ’heimi á tveim mánuðum. — Fylgizt þið þá ekkert með heimsfréttunum? — Jú, við heyrum um þær í útvarpinu, segir 'kadeket- inn, en Daninn segir, að í rauninni hlusti Grænlend- ingar lítið eftir þeim. Heima- mönnum í Brattahlíð er “nok sama”, hvort þeir eru að berja hvor á öðrum í Kína eða í Afríku, — það sé helzt gamla fólkið, sem sé hrætt við þetta, sem það heyrir um, en skilur ekki, hvað er. Djákninn hefur nógu að sinna, að sjá um, að allir fái kaffi og danskt kex, að hjálpa litlu konunni sinni við kaffihitunina, gæta þess að börnin 7 týnist ekki í fjöld ann og loks að taka á móti orfinu og ljánum, sem ís- lendingar færðu Bratthlíðing um að gjöf ásamt tveim ný- móðins hrífum. Þessi gjöf vakti mikla athygli og kæti í Braltahlíð. — En -niðri 'hjá Lauru sat gamla konan .kyrr í selskinnsbuxunum sínum í stígvélunum með hunds- skinnsbryddingunum og rakti upp rauða barnspeysu. Mig langaði til að spyrja hana um æs'ku hennar um allt það, sem gerzt hefur á henn- ar löngu ævi og um brevting arnar, sem orðið hafa fyrir augum hennar. Kannski man hún þá tíð, þegar amma 'henn ar var skilin eftir á ísnum? — Eg veit ekki hvað hún man, því að haf skildi okkur að, — þótt við héldumst í hendur. Amma gamla lalaði bara eskimóamálið sitt. (í síðari grein segir frá heimsókn að Görðum, í eski- móaþorp, átta klukkustunda siglingu í rigningu og roki um fjörðinn, þar sem ísjak- arnir sveimuðu um eins og hvítar borgir í rökkri nætur- innar, o. fl.). Ungir Skotar f ramhaid af 16. síðu. miður, var að ekki skyldu fleiri ungik- íslendingar hafa unnið með Skotunum en raun varð á. Hann endurtók að þátttak endur væru ánægðir með för ina og sagði, að þeim hefði þótt mikið til landslagsins koma og þótt ánægjulegt að hitta ýmsa presta og aðra kirkjunnar menn að máli, ekki sfzt biskup íslands, sem Skotarnir ræddu við í gærmörgun. Fréttamenn ræddu einnig við nokkra þátttakendur far- arinnar, sem eru úr öllum stéttum og á aldr num 18—26 ára. Þetta eru kennarar, ibændasynir o. s. frv. og hvað anaeva að úr Skotlandi nema Suður-Skotlandi. Mörg eru á kveðin í að koma aftur til ís 'ands, en áður en þau fóru frá Skotlandi voru þau vöruð við að fara, því að ísland hlyti að vera kalt land. Áður en þau f'óru vssu þau lítið um ísland, en á Vestfjörðum komust þau að raun um, að landslagið þar væri ekki ósvipað landslaginu í Skotlandi. 14 • 26. júM 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.