Alþýðublaðið - 26.08.1961, Qupperneq 7
;?u i ' tu
rTAR^R SST *1£1A
LOKAÐ I
PoSTHuSSTRÆTI
ÞETTA lauslega rjss sýnir aðaldrætti h'inna nýiu hugmynda
um vestanverðan miðbæinn. Aðalstræti er lokað í báða enda og
þaðan verða gangar inn í Bröttugötu og Fischersund, sem verða
eingöngu fyr'ir fótgangandi fólk, eins og Aðalstrætið að mestu.
Umferð milli bæjarhluta fer um Kirkjustræti og Tryggvagötu.
SKIPUL AGSYFIR VÖLD
Reykjavíkurbæjar hafa nú á
prjónunum nýjar tillögur um
framtíð miðbæjarins, og eru
þær róttæk breyting frá öllum
fyrri hugmyndum um hjarta
bæjarins. Er þar gert ráð fyrir
að loka Aðalstræti að mestu
fyrir bílaumferð, þannig að nú
verandi breidd götunnar yrði
eingöngu fyrir fótgangandi
fólk. Þá er lagt til, að Grjóta
þorpið verði byggt upp á mjög
sérkennilegan hátt. Brattagata,
Fischersund og Mjóstræti eiga
eingöngu að vera verzlunargöt
ur fyrir fótgangandi fólk og
þægilegar tröppur gerðar upp
brekkuna.
TEIKNINGIN sýnir, hvernig Brattagata og Fischersund geta l'itið út, með glæsilegum verzlunum
og þægilegum tröppum i stað brekkunnar. Þar verður, eingöngu umferð gangandi fólks, friður og
ró fyr'ir bílum og umferðaslysum.
Hugmyndir þessar byggjast
á því meginatriði að skapa
kyrrlátan og fagran miðbæ
milli Lækjargötu, Kirkjustræt
is og Túngötu, Garðastrætis
og að norðan . Tryggvagötu.
Yrði þá að beina höfuðumferð-
inni, sem nú er vestur eftir
Austurstræti og um Aðalstræti
út í Vesturgötu og Túngötu, al
gerlega til hliðar. Mundi
Kirkjustrætið ná að minnsta
kosti út í Lækjargötu, ef ekki
upp í Þingholt. Það yrði
breikkað og bæri mikla umferð
vestur í Túngötu til Vestur-
bæjar. Að norðan mundi
Tryggvagata endurbætt stór
lega og opnuð til austurs og
vesturs, og bæri hún hluta af
þessari umferð.
Aðalstræti á, sem kunnugt
er ,að breikka verulega, og
gefur nýja simabyggingin hug
mynd um austurlínu þess. Væri
þá nær að kalla það torg en
götu. Samkvæmt hinum nýju
hugmyndum mundi Aðalstræti
lokast í báða enda. Við norð
urenda þess, þar sem Vestur
gata byrjar nú, mundi koma
hátt hús og skapa ágætt skjól
fyrir norðanáttinni. Að sunnan
verðu, við Kirkjusræti and-
spænis Herkastalanum, mundi
Aðalstræti lokað með súlum
eða á annan hátt.
Bílar, sem aka Austurstræti,
mundu aðeins geta farið yfir
í Hafnarstræti við endann Þó
mundu verða nokkur bíla
stæði í Aðalstræti, pannig að
fólk gæti lagt bílum og farið
síðan fótgangandi án truflun
ar af umferð um þetta verzlun
arhjarta borgarinnar. Einnig
er gert ráð fyrir miklum bíla
stæðum i húsagörðum í Grjóta
þorpi.
Undanfarið hafa danskir
skipulagsfræðingar unnið að
þessum málúm og öðrum skipu
■ lagsmálum bæjarins. Þessar
róttæku hugmyndir um mið
bæinn eru þó frá íslenzkum sér
fræðingum komnar, en hinir
dönsku hafa mjög stutt þær
hugmyndir, að byggingar á
þessu svæði megi ekki yera
háar, ef forðast eigi að skapa
algerlega óviðráðanlega um-
ferðateppu á þessu svæði Til
skamms tíma var talið. að flest
ar byggingar á þessu svæði
NÝJAR HUG-
MYNDIR UM
FRAMTÍÐAR- j
SKIPULAG
MI0BÆJÁR
gætu verið jafnháar Morgun-
blaðshöllinni, en svo mun ekki
verða. Aðeins hinar htestu
verða svo siórar, hinar 2-4
hæðir. Skýjaklúfar verða-
þarna engir.
Um heim allan hafa skapazt
miklir erfiðieikar vegna bif
reiðaumíerðar í hjörtum stór
borga og jafnvel smærri borga,
eins og Reykjavíkur. Hafa hug
myndir manna um verzlunar-
hverfi, sem hægt er að skipu
leggja svo til frá grtxnnj, því
breytzt verulega, og er reynt
að forðast umferðateppu, sera
gerir borgarhluta óþolandi fyr
ir mannfólkið. Er það víða gert
með því að loka verzlunargöt
um fyrir umíerð, eins og nú er
lagt til, að gert verðí við Aðnl
stræti elztu götu Reykjavíkur.
Dæmi um slíkt skipulagt rná
finna í mörgum borgum cr
lendis og þykir gefast ágæt-
lega.
Erfiðleikar með bifreiða
stæði eru gifurlegir nú þegar í
miðbænum í Reykjavík Ef
6—10 hæða verzlunar og skvif
stofuhús kæmu í stað gömtu
húsanna, mundu þessi vand
ræði margfaldast. Þess vegrta
verður nú þegar að gera ráö"
fyrir lausn á þessu máli,
skipuleggja miðbæinn þannig,
að þar verði ekki ein óviðráfT
anleg umferðarþvaða í fram-
tíðinni.
Hingað til hefur verið mjög
lítið tillit tekið til skjóls f
byggð Reykjavíkur, og er þó
óvíða meiri þörf á því en á ís-
landi. Hinar nýju hugmyndir
um skipulag miðbæjarins gera
ráð fyrir mjög góðu skjóli í
hinu nýja Aðalstræti og Grjóta
þorpsgötunum Mundu þafí
mikii viðbrigði.
Á þessu svæði er talið, að
bær Ingólfs Arnarsonar hafi
staðið. Samkvæmt hinum nýju
hugmyndum mundi verða mik
ið og fagurt torg, laust við'
benzinstybbu og umferða-
glaum í sunnanverðu Aðal-
stræti Þar væri hægt að koma
fyrir ágætu minnismerki um
þennan stað, þótt ekki væri þacf-
risavaxið, og staðnum væri
sýndur verulegur sómi.
Framhald á 11. siðu.
Alþýðublaðið — 26. ágýst 1661