Alþýðublaðið - 26.08.1961, Side 8

Alþýðublaðið - 26.08.1961, Side 8
HANN Siggi Þorláks varð 70 ára í vetur — hvaða Siggi Þorláks? — Spurðu eldri Hafnfirðinga að því, hvaða mann sé verið að tala um og þeir munu hlæja að þér, spurðu fé- laga í karlakórnum Þrest- ir hver Siggi Þorláks sé og hann mun reka upp stór augu. Þegar afmælið hans var í vetur, komu þrestirnir í stórhópum og sungu fyrir utan gluggann hans og í þann hóp vantaði aðeins einn, það er að segja af- mælisbarnið, — og bá vant affi mikið- Ég fór af stað fullur barnalegrar bjartsýni um það að mér tækist að fá Sigurð til að segja mér eitthvað um sjálfan sig, en hann væri þá ekki sá eini og rétti Sigurður Þorláks son, ef honum hefði ekki tekizt að snúa talinu að öðru í hvert sinn sem ég sneri talinu að honum. Ef ég hefði ekki þekkt manninn. lengi og því vitað ýmislegt smávegis um hann, hefði ég farið allt að því jafnnær frá honum um hans eigin ævi. Sigurður er fæddur í Hafnarfirði árið 1891 og hefur átt þar heima — lengst af — að undantekn um þremur árum, er hann var vinnumaður í Herdís arvík og árunum fyrir VESTAN, það er að segja vestur á Laugalandi á Langadalsströnd. Þangað fór hann 10 ára gamjill og var réttan mánuð á leið- inni á áfangastað, og þótti ekkert sérstakt — þá. Hann réðst þangað sem smalastrákur til Kristjáns bónda Ólafssonar og var af sumarið eins og lög gera ráð fyrir, en þegar leið að hausti og heimför Sigurð- ar, kom húsbónd'inn að máli við hann og spurði hann, hvort hann væri nú ekki til með að vera vet- xirjnn með, Snáð'inn lét slag standa og — fór það an ekki upp frá því fyrr en að rúmum 10 árum liðn Þegar Sigurður fór vest ur, hafði hann verið einn vetur í barnaskóla í Hafn arfirði, svo að kunnáttan var að sjálfsögðu ekki margbrotin, en hann hafði þó komizt það langt í reikn ingi, að hann þóttist kunna nokkur skil á eins konar tölum, sem kallaðar eru, og í v'istinni kom það hon um að góðu haldi, eins og nú skal greina: Þarna vestur ú hjara veraldar var auðvitað ekki um neina barna- kennslu að ræða, en presti héraðsins þótti ekki duga að Sigurður og félagi hans á bæniun á líkum aldri yrðu ekki bænabókarfærir fyrir fermingu og ekk'i þótti lionum síður nauðsyn að þeir fengju einhverja tilsögn í reikningslist'inni. Hann lét því skila því til bónda, húsbónda Sigurðar, að hann yrði að útvega kennara handa þeim strák lingunum, hið fyrsta. Það varð því, að til starfans var ráðin stúlka með ein- hverja menntun og skyldi hún troða þú út af bók- og tölustöfum án þess að allt færi í graut. Ekki er ann- ars getið en allt gengi vel framan af og starfinn færi stúlkukindinni vel úr hendi, en þegar kom að því furðulega fyrirbæri, sem nefnt er deiling, brást henni bogalistin og hún stóð algerlega ráðþrota — og þá var það að Sigurður Þorláksson kom til skjal- anna með sitt eins vetrar nám og kenndi henni að- ferðina, og allt féll í Ijúfa löð á ný milli kennara og nemenda. — Jæja, segðu mér nú eitthvað um sjálfan þig, Sigurður. — Um mig er ekkert að segja. — Ekki það, hvenær fórstu að læra trésmíði? — Það var árið 1917, ég byrjaði j skipasmíði og var við það í tvö ár, en lauk ekki námi. — Varstu orðinn svona latur? — Nei, ekki var það nú, en skipasmiðurinn, sem ég vann hjá, flosraði upp og hætti skipasmíðum og þá var sjáifhætt hjá mér. — En þú hélzt áfram trésmíðum? — Já, það hef ég gert síðan. en meistararéttindi fékk ég ekki fyrri en eftir 1940 og þá í húsasmíði. — Ymislegt hefur þú nú annað gert um ævina en smíðað. — Hvað ætti það nú að vera? — Þú átt nú áhugamál, ef ég þekki þig rétt. — Jú, það væri þá helzt sön.gurinn. — Hvað hefur þú verið lengi í karlakómum Þröst um? — Eg hef verið þar í 44 ár. — Hefur nokkur verið lengur? — Nei, það er víst ekki og elztur meðlimanna er ég líka. — Hvaða rödd hefur þú sungið í kórnum? — Ja, hvað á ég nú að segja? Fyrst var ég í öðr um tenór, svo var ég flutt ur niður í annan bassa. — Það er n,ú nokkuð Stökk. — O, já, en það er með mannsröddina eins og hljóðfærin, hún verður dimmari með aldrinum, það slaknar á raddböndun um. — Minnistu ekki ein- hverra skemmtilegra at- vika frá þínum kórdögum, sem þú þorir að lofa mér að heyra? — Auðvitað væri hægt að segja frá ýmsu spaugi- legu, en ég held að ég geri það nú samt ekki. — Og þó — ég man enn eftir einni.fyrstu skemmtiferð- inni, sem Þrestir fóru sam an út úr bænum á hest- baki, það eru margir ára tugir síðan. Við fórum ríð andi að Kleifarvatni, en þegar þangað var komið, urðum við þess varir, að tveir úr hópnum voru horfnir, við gerðum að þeim mikla leit, en urðum einskis visari. En þegar við vorum á heimíeið, rið- um við fram á þá sofandi,. hestarnir voru famir veg allrar veraldar og fundust ekki í það sinnið. — Ertu ekki búirm að drepa af þér marga söng- stjóra þarna hjá kórnum? — Ég man eftir 10, sem verið hafa stjórnendur á minni tíð — Hvei'jir eru það? — Fyrst er frægan að telja Friðrik Bjamason tónskáld, næstur var svo 'Sigurður Þórðarson, r.ú- verandi söngstjóri Karia- kórs Reykjavíkur og svo hver af öðrum: Páll Hall- dórsson, Hallgrímur Helga son, Gísli Pálsson læknir, Jón Isleifsson, sem nú er tekinn aftur við stjóm, Páll Kr. Páisson, Ragnar Björnsson, Páll Pampihcl er Pálsson og Jón Arna- son. — Og meira um Þresti. — Nei, eigum við ekki að láta þetta nægja. Ann- ars get ég sagt þér það, að kórinn hefur ekki alltaf heitið Þrestir. — Ha? — Nei, hasnn var lagður niður nokkur ár, en kring um 1930 var hann endur vakinn af verkalýðsféiag- inu hér og þá nefndur Fyrsti maí. — Hvers vegna hélt hann ekki því nafni? — Það komu svo margar beiðnir fram um það, að kórinn fengi aftur sitt fyrra og þekkta nafn og við þeim óskum var orðið. Viðtal við Sigurð Þorláksson — Jæja, svo við snúum okkur nú aftur að þér .. . — Á ég ekki heldur að lofa þér að heyra eftir- mæli eftir kerlingu í Húr.a vatnssýslu, sem orkt voru að henni lifandi? — Því ekki það, en hvað an hefur þú þau? — Pabbi sáiugi var fróð ur um ýmsa gamla hluti og hann var einstaklega minnugur. Það er synd, að ég sku’.i ekki hafa hald ið saman ýmsu af ] hann sagði mér, o, ég orðinn svo min að ég man ekkert (Minnislaus, sag urður, við fáum að hér á efíir hve mi óbrigðult enn.) — Þetta var í li 1840, pabbi var þá á Vatnsnesi í Húr sýslu, þar eignaði: góðan vin, þeir voi vistum í sjóbúð, t sinn á hvoru skipi. þessi hét Agnar . frá Illugastöðum á HÉR ihvílir bjó hún mö brast ihana Ölföngin hí Engin lygi að hún var Lærði hún letra ég eii hún var sk Margt hér makafaus \ og aðfarad; Höfuðdyggi ég held ei ; að öllum p: aldrei spar; oft þeim bí þokkabætu: Hversdagsl en heimuri: að ófín væi Það kom h< í þófinu Va að hvilufori Fimmtíu ui fundust he: hér þegar ] hugði þá !bi Hérna skal — Við sku 0 26. ágúst 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.