Alþýðublaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 4
Guðni Guðmundsson-.
ÓTLYF
YKING
MÖRG eru vandamálin, sem
Sameinuðu þjóðirnar þurfa
©ð leysa á alþjóðavettvangi,
en eitt mest aðkallandi málið
nú er innanríkismál í samtök
unum, þ. e. a. s. að koma sér
saman um eftirmann Ham-
marskjölds eða hugsanlega
breytingu á embættinu. Það
liefur lengi r.okkuð verið tal
að um nauðsyn þess að
^breyta skipulagi fram
kvæmdastjórnar samtakanna
og er ekki víst — nema
lausn framkvæmdastjóra-
málsins yrði auðv'eldari, ef
liún væri í nokkrum tengsl-
«m við hinar almennu breyt
ingar.
Það er t. d. erginn efi á
því, að breytinga er þörf í
framkvæmdastjórninni vegna
hinna miklu breytinga, sem
orðið hafa í aðild að Samein
uðu þjóðurum. Að vísu er í
sáttmálanum lögð meiri á-
herzla á, að starfsmenn séu
góðir og starfinu vaxnir, en
að þeir séu frá sem flestum
löndum. eða eins og segir í
sáttmálanum að taka skuli
„tillit til .... sem víðasts
lardfræðilegs grundvallar“
í mannaráðningum. Þess
vegna var það á fyrstu árum
'SÞ, að hinar háþróuðu menn
ir-earþjóðir lögðu til miklu
fleiri starfsmern, en hinar
frumstæðari. Hammarskjöld
var sjálfur farinn að breyta
þessu og reyna að draga úr
hinum mikla mun á fjölda
vestrænna starfsmanna og
starfsmarna t. d. Afríku- og
Asíuþjóða. 'Virðist einsýnt að
áframhald verði á því og
■og verði það liður í umbreyl
ingu Sameinuðu þjóðanna.
Annað atriði, sem einnig
þarf að kippa í lag, er fámenn
ið í Örygpisráðinu. Kjörnir
:fulltrúar í Öryggisráðinu eru
sex, auk fulltrúa Bandaríkj
arna, Bretlands, Frakklands,
Sovélríkjanna og Formósu-
. stiórnarinnar og hefur sú tala
ekki brevtzt frá upphafi. bótt
meðlimatala SÞ hafi tvöfald
-azt.
Erfiðasta vandamálið verð
ur þó vafalaust að útkljá
framkvæmdastjóramálið. —
fast við hugmynd sína um
,.troika“ eða þríeikisstjórn,
þ. e. a. s. að vesturveldir til—
3tússar virðast ætla að halda
íiefni einn framkvæmda
stjóra, austurblökkin annan,
en hir. þriðji verði frá hlut
lausum. Þetla fyrirkomulag
mundi vera ágætt frá sjónar
miði Rússa, þar eð það kæmi
algjörlega í veg fyrir, að
framkvæmdastjórnin gerði
nokkuð, enda eiga allir þrír
að hafa neitunarvald. Afleið
ingin af þessu yrði einnig sú,
að starfsmenn samtakanna
yrðu valdir eftir sömu megin
reglu, og starfshæfni því ekki
sama skilyrði og hún hefur
verið til þessa.
Samkvæmt sáttmálanum
hefur framkvæmdastjórinn
veruleg völd til aðgerða, sem
Hammarskjöld notaði í æ rík
ari mæli. Hætt er við að
þríeiki mundi ekki ná sam
komulag um ýmis .aðkall-
andi vandamál og má taka
nokkur dæmi úr fortíðinni
um slíkt. Þrieiki hefði vafa
laust ekki getað komið sér
saman um að skjóta Kóreu-
málir.u til Öryggisráðsins, —
eins og Tryggve Lie gerði á
sír.um tíma.Þríeiki hefði ekk
ert gert í Laos eða Líbanon,
og víst er það, að það hefði
aldrei haldið áfram aðgerð-
um í Kongó, þrátt fyrir mót
mæli Rússar eins og Hammar
skjöld gerði.
Þá má og benda á það, að
■slíkt þríeiki kæmist ekki hjá
þvf að brjóta í bág við anda
þeirrar greir.ar sáttmála SÞ,
sem kveður á um, að starfs-
menn SÞ skuli ekki taka við
fyrirmælum frá neinni ríkis
stjórn eða utanaðkomandi að
ila. Þríeiki, sem skipað væri
blátt áfram til að gæta hags
mura þriggja pólitískra
kerfa, kæmist ekki hjá því
að brjóta gegn þessu ákvæði.
Hugmyndin er því fráleit. —
Þríeiki gæti aldrei komið að
gagni öðrum en þeim, sem
ekki vilja, að SÞ geri neitt
annað en tala.
Nkrumah frá Ghana hefur
stungið upp á þeirri málamiðl
un, að framkvæmdastjórinn
skuli hafa þríeiki vara-fram
kvæmdastjóra sér við hlið og
skuli fámenr.: nefnd vera yfir
honum til þess að tryggja, að
hann túlki rétt ákvarðanir Ör
yggisráðsins.
Þessi tillaga er litlu betri
en sú rússneska. í fyrsta lagi
ætti Öryggisráðið að gefa svo
skýr fyrirmæli, að ekki þurfi
að hafa sérstaka eftirlits-
refnd með framkvæmd
þeirra, Ef varaframkvæmda
stjórarnir eiga að hafa neit-
unarvald, væri það svo til
sama og að skipta aðalemb-
ættinu. Ef þeir hins vegar
eiga aðeins að vera aðstoðar
menn, lítur málið betur út,
er þó ber að benda á, að í
San Francisco var vísað á bug
hugmynd um fjóra eða fimm
varaframkvæmdastjóra á
þeirri forsendu, að slíkt
mundi grafa undan valdi
framkvæmdastjórans og eyði
leSgja samræmi í athöfnum.
Ekkert hefur gerzt, sem
breyti þessari ákvörðun.
Augljóst virðist að velja
beri í embætti framkvæmda
stjóra Sameinuðu þjóðanna
hinn bezla og hæfasta mann,
NÝTT lyf hefur verið fund-
ið upp við reykingum, Lobid-
an, og er notað í töfluformi.
Lyf þetta á að gera mönnum
auðvelt að hætta að reykja. —
enda hefur það selzt mjög ört
á Bretlandseyjum, þar sem
sagt er að um 52 þús manns
noti það að staðaldri eins og
er, flestir að áeggjan lækna og
fá þeir lyfið gegn lyfseðþ þótt
Mka sé hægt að fá það án þess.
Mikill fjöldi manna bíður nú
eftir lyf. þessu. því það selzt
jafnskjótt upp og það kemur úr
verksmiðjunni, sem leggur þó
allt kapp á að afkasta eins
miklu og unnt er
Fyrirtækið, sem framleiðir
lyfið í Bretlandi, er nú önnum
kafið við að auka framleiðslu-
sem fáar.legur er, Hins vegar
munu Rússar sennilega ekki
gela fallizt á, að sama sé
hvaðan sá afburðamaður sé
ættaður. Ef það verður því
ofan á að velja einn mann í
embættið, þó aðeins sé til
bráðabirgða, er hætt við, að
landafræði skipli meira máli
í því efni en rökfræði.'Virðist
ekki ósennilegt, að sætzt
verði á einhvern utan-
Evrópumann í embættið.
getu sína. Linnir ekki símskeyt
um og hringingum frá mönn-
um um allar Bretlandseyjar,
sem vilja fá lyfið sem allra
fyrst
Það var grein í enska blað-
inu Sunday Pictonal, sem
gerði lyfið frægt, því áður en
sú grein birtist taldi fyrirtæk-
ið sig é'ga tveggja ára birgðir
af lyfinu. Sunday Pictorial
birti hins vegar grein sína
vegna þess, að skattur á vindl-
ingum hækkaði um 4 pence á
pakkann, sem hafði það í för
með sér, að fjöldi manna ákvað
að hætta reykingum.
Lobidan er búið til úr eitri
svipuðu níkótíni, sem er þeim
kosti gætt, að þeir, sem taka
það inn verða ekki háðir því.
Ein tafla hefur svipuð áhrif
á manninn og þegar hann fær
sér að reykja, en um leið !os-
ar lyfið manninn undan þeim
tökum, sem tóbaksvenjan hef-
ur á manninum og, sem gerir
flestum svo erfitt fvrir að
hætta reykingum
Lobidan kostar til einnar
viku neyzlu um 180 kr., en eins
og áður segir fá flestir í Eng-
landi lyfið út á lyfseðil. Þá
kostar aðeins um 25 kr. á viku
að hætta að reykja
Vandamál æskunnar er
efpi, sem of sjaldan er tekið
til meðferðar í kvikmyndum.
Nýja bíó hefur nú tekið til
sýningar myndina: Æskuást
og aflei&ingar (Nafngiftin er
klunnaleg).
Efnið er í stuttu máli, að
krökkum, sem lengi hafa
þekkst og verið samvistum í
skóla verður það allt í einu
ljóst, að þau eru að verða
fullorðin með fullorðinna
þrár og ástríður.
Þessi vitneskja verður
þeim ofviða með þeim afleið
ingum, að stúlkan verður
barnshafandi og hinn verð
andi faðir er örvinglaður og
ráðþrota.
Að lokum kemst hann í
samband við lækni, sem fram
kvæmir ólöglegar fóstureyð
ingar og sendir stúlkuna í
klær har.s, en þegar það er
ráðið verður honum að lokum
ljóst hvað í raun og veru er
að gerast og ljóslar upp leynd
armálinu við foreldra sína,
sem þegar gera sínar ráðstaf
anir unglingur.um til bjarg-
ar.
Það er óhætt að hvetja fólk,
sem hugsar um vandamál
æskunnar og þá sem sjálfir
eiga börn, til að sjá þessa
mynd.
Áhorfendur eru þarna
skyndilega komnir inn í
heim, sem er allt í kringum
þá, en sumir vilja ekki viður
kenna og aðrir yppta öxlum
yfir í skilningsvana uppgjöf.
Þeir kynnast foreldrunum,
sem eru of önnum kafnir af
sínum eigin heimi til að þeim
sé auðið að skyggnast inn í
heim þe1 rra, sem þeir fyrst
og fremst bera ábyrgð á.
Þeir kynnast öryggisleysi,
rótleysi og sýndarmennsku
unglinganna. Þeir kynnast
styrk þeirra, sem oft er meiri
en foreldranna — og það eru
foreldrarnir, sem fara með
skarðan hlut frá borði áður
en myndinpi lýkur eins og
oft vill verða í raunveruleik
anum, sé horft af hlutlausum
sjónarhóli og hreinskilnum á
vandamálin í samskiptum
foreldra og barna.
Myndin er vel leikin og ber
þar einkum að nefna Carol
Lynley, sem vissulega á eftir
að gera góða hluti, fari allt að
vonum. Drengirnir tveir, sem
einkum koma við sögu sýna
einnig athyglisverðan leik.
jf- TJARNARbíó sýnir nú
myndina: Barátta kynjanna,
sem mér finnst heldur vill—
andi nafn því að fyrst er það
baráttan millj hins r,ýja og
gamla, sem setur svip sinn á
myndina, þó að kvenmaður
sé látnn fara með hlutverk
rýja tímans — og fari þar
heldur betur halloka.
Myndin gerist að mestu í
skozkri „verksmiðju", sem
um aldaraðir hefur framleitt
handunnið tweed og gert það
með sóma, en við fráfall for
stjórans kemur nýi tíminn til
sögunnar með syni forstjór-
ans, sem verið hefur í Amer-
íku, að ógleymdri kvensu
þeirri, sem örlögin hafa þvælt
í veg fyrir ham.
„í verksmiðjunni“ er allt
unnið með fornu sniði og
vafamiklu, samkvæmt gam-
alli hefð og órjúfanlegri að
_allra viðkomandi áliti, en
með tilkomu kvensunnar og
áhrifa hennar á nýja forstjór
ann kemst allt í nýtízku þar,
en þá tekur bókhaldarinn
Martin til sinna ráða og bjarg
ar rótgrónum arfi fyrirtækis
ins með mikilli snlld og á kát
legasla hátt.
Myndn er nokkuð þung í
vöfum og seinfær, ef svo má
segja, en ýmsir kátlegir at-
burðir gerast og kímni er
mikil gegnum alia myndina.
Peter Seller er gullvægur
í hlutverki Martins.
H.E.
4 26. sept. 1961
Alþýðublaðið