Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 2
i
fiitstjórar: Gisn J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rlt-
atjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. —
Bimar: 14 900 — * ' 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu-
fcúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
fcr. 55.0C k mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. —
Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Stundum JÁ, stundum NEI
j VILJA KOMMÚNISTAR hlutleysi íslands eða
vilja þeir það ekki? Rétt svar við slíkri spurningu
væri í dag já, en svarið hefur breytzt oft á liðn
um árum og verið stundum já og stundum nei.
Sagan cr í stórum dráttm þessi:
i 1) Þegar ísland raunverulega var hlutlaust fyrir
stríð, börðust kommúnistar á móti því hlutleysi.
Einar Olgeirsson heimtaði ár eftir ár, að ísland
gerði bandalag við stórveldi, sem vildu verja
land okkar. Hann talaði af fyrirlitningu um hlut
Ieysi.
2) Þegar Stalín og Hitler gerðu griða og vináttu
samning sinn 1939, urðu kommúnistar á íslandi
samstundis hlutleysismenn. Þetta var í þá tíð, er
rússnesk blögð sögðu, að það væri smekksatriði
hvort menn væru á móti nazistum. Og bergmálið
á Islandi sagði, að það væri öldungis óvíst, hvort
það væri nokkru betra fyrir ísland, að lýðræðis
ríkin sigruðu í stríðinu en nazistar.
3) Þegar nazistar réðust á Sovétríkin, snöggbreytt
ist skoðun kommúnista aftur. Þeir fordæmdu nú
hlutleysið. Það mátti sannarlega skjóta frá ís
landi, ef það kom Sovétríkjunum að gagni. Þeg
ar leið að lokum styrjaldarinnar, brögðust
kommúnistar fyrir því í ríkisstjórn og á alþingi,
að Island segði möndulveldunum stríð á hend
ur.
4) Þegar kalda stríðið tók að ágerast og sérstak
lega eftir að hinar frjálsu þjóðir mynduðu At
lantshafsbandalagið sér til varnar, tóku ís
íenzkir kommúnistar aftur upp hlutleysisáróð
ur. Það var orðin utanríkisstefna Sovétríkjanna
að vinna að hlutleysi ríkja, sem voru í hópi lýð
ræðislanda, þótt kommúnistaríki væru aldrei
hlutlaus.
!í) Þegar kommúnistar sátu í ríkisstjórn á íslandi
og Sovétríkin kúguðu Ungverja, lögðu þeir nið
ur allt hlutleysistal. Ráðherrar þeirra fluttu eng
ar tillögur um það í ríkisstjórn að ísland gerðist
hlutlaust, ekki einu sinni um að varnarliðið
færi. Þetta var nákvæmlega sama afstaða og
Sovétríkin höfðu. Þau gátu ekki vel haldið hlut
leysi á loft á sama tíma sem þau tóku forustu
menn Ungverja af Iífi fyrir að vilja gera Ung
verjaland hlutlaust.
Þannig hefur afstaða kommúnista verið — berg
mál af stefnu Sovétríkjanna hverju sinni. Þeir hafa
enga sjálfstæða skoðun, hugsa málin ekki frá sjón
armiði íslendinga, heldur gegna aðeins hlutverki
sínu sem tæki fyrir utanríkisstefnu Rússa.
Vilja hugsandi íslendingar fylgja forustu slíkra
manna í veigamesta ytanríkismáli þjóðarinnar?
1
1
NÝKOMIÐ I BÚÐIRNAR
KVENSKÓR
með uppfylltum hæl — Tvær gerðir
BARNASTRIGASKÖR
Lágir og uppreimaðir
BRÚNIR HERRA RÚSKINNSSKÓR
i
Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Snorrábraut 38
HANNES
Á HORNINU
☆
☆
☆
Jólaspan hafið.
Jólin skal færa fram
þjást, seni er orsökin. Já_ viö er-
um stórveldi. Það er ótrúlegt,
sem hér hefur verið afrekað
| þau rúm 50 ár, sem ég hef ver-
Skattlagning elli ' ið hér stórborgari. En hcldur
launa I fmnst mnr tildrið og uppskapn*
ingshátturinn um of. Af blöð-
unum sé ég, að þú drepur á
margt og tekið er eftir því, sem
þú segir. Beiddu nú valdamenn
ina að komast strax í jólaskap,
sýna mannúð og miskunsemi.
Hver veit nema sankti Pétur
verði þeim náðugur, þegar þeiP
þurfa á að halda, Það er nú
komið upp úr dúrnum að hann
er til. Það sagðl heiðurskvinnan
á þinginu í Moskvu. sú, sem Len
in talaði við, er hann vildi ekkí
hafa Stalín fyrir káetufélagal
ongur“.
Hannes á horninu.
FYRSTU jólaauglýs:ngarnar
eru farnar að birtast og jafn-
vel jólasveinar eru komnir á
kreik. Leikrit var sam ð um
það, að nauðsynlegt væri af við-
skiptaástæðum að flytja jólin
til, fresta þeim vegna þess að
vörur voru ekki komnar í búð-
irnar. Menn hlógu að þessti sem
venjulegt var. en nokkur sann-
le'ksneistj fólst i háðinu eins og
oft v.ll verða. Það er alltaf verið
að flytja jólin fram. Nóvember
er vart byrjaður þegar fyrstu
jólaauglýsingarnar birtast. Það
er skömm að þessu æði.
H. J. SKRIFAR mér eftirfar-
andi; „Bráðum koma b^essuð
jólin, og þá verða allir góðir og
réttlátir. Mér dettur því í hug
að biðja þig að veha þeim fá-
tæku lið. Ég veit þér er það
Ijúft. Það er verið að skatt-
leggja ellilífeyri og örorkubæt-
ur og þá, sem veikir eru og lítí
megnugir. Þetta tel ég ekki rétt,
því elli- og örorkulífeyrir eru
ekki tekjur, heldur endurgreitt
fé, sem þjóðfélagið hefur geymt.
Sama gildir einnig urn þá. sem
veikir eru. Jólabarnið aitlast til
þess, að þeim sé sýnd miskunn.
ÞAÐ ER grátlegt að nú, þeg-
ar vor ástkæra þjóð er að leika
stórveldi á öllum sviðum, skuli
enn vera til ömurleg fátækt og
bágindi. Það er þó ekki af því
að mennirnir séu vondn'. Ég
man ckk| til að hafa þekkt nokk
urn, sem ekki var að einhverju
góður. En það er sinnuleysi og
skilningsleysi á hag þeirra sem
Athugasemd frá
síldarútvegsnefnd
í TILEFNI af blaðaskrif-
um og umræðum í sambandi
við frumvarp til laga um breyt
ingu á lögum nr. 74 frá 29.
desember 1934 um sölu salt-
síldar, skal eftirfarandi tekið
fram:
1) Sala á niðurlagðri, nið-
ursoðinni og reyktri síld, svo
og sala á hvers konar saltsíld
í neylendaumbúðum er og
hefur verið söluslarfi Síldar-
útvegsnefndar algjörlega óvið
komandi, enda hefur löggjaf-
inn ætlað öðrum aðilum for-
göngu í þeim málum, sbr. lög
um Fiskiðjuver ríkisins og
Niðursuðuverksmiðju ríkis-
ins, en • starfsemi þessara
stofnana hefur ætíð verið
Síldarútvegsnefnd algjörlega
óviðkomandi. Síldarútvegs-
nefnd annast einungis um út-
flutning á hinum ýmsu legund
um saltsíldar, þ. m. m. t. syk-
ursaltaðri, kryddsaltaðri, ed-
ikssaltaðri síld o. s. frv.
2) Einkasala á saltsíld er
ekki lögbundin, heldur hefur
viðkomandi ráðherra heimild
til að fela Síldarútvegsnefnd
einkasölu til eins árs í senn.
Einkasalan hefur verið falin
Síldarútvegsnefnd í samráði
við og að fengnu samþykki
síldarsaltenda, eða samtaka
síldarsaltenda, í hvert sinn.
3) í öllum framleiðslulönd
um saltsíldar í Vestur og
Norður-Evrópu hefur síldar-
söltunin dregist verulega
saman undanfarin ár vegna
markaðsskorts, að íslandi
einu undanskildu, en hér hef
ur síldarsöltunin aukizt á
þessum líma.
Fjölbreytni í sambandi við
síldarsöltunina er í dag
hvergi meiri en hér á íslandi.
Aftur á móti er miklu minna
unnið að niðursuðu, niður-
lagningu, reykingu og pökk-
un síldar í neytendaumbúðir
hér á landi en í ýmsum öðr-
um framleiðslulöndum, en,
sala og framleiðsla á þessum
vörutegundum er og hefur
jafnan verið frjáls, og eins og
áður er sagt, algjörlega óháð
starfsemi Síldarútvegsnefnd-
ar.
Reykjavík, 3. nóv. 1961.
Erleníhir Þorsteinsson,
form. Síidarútvegsnefndar.
STRAÖBRETTI i
8IYBJÍVI8
^ 7. nóv. 1961 —• Alþýðublaðið