Alþýðublaðið - 07.11.1961, Side 4

Alþýðublaðið - 07.11.1961, Side 4
ussar emmíim Færeyiar Tórshavn 23. okt 1981. SÍLDVEIÐUM Færeyinga er senn að Ijúka, og er það aðeins í fyrra Iagi. En það er ekki vegna aflaleysis ein- göngu. heldur er það vegna þess, hve hinn rússneski síld 'veiðifloti er ágengur, og tek- «r lítlð tillit til færeysku síld veiðiskipanna, sem eru að síldveiðum. En Rússarnir halda sig á sömu slóðum og Færeyingarnir eru. Aðalveiði svæðið er norður af Færeyj- um. Rússneski síldveiðiflot- inn telur um 400 sk:p, svo það er hægt að ímynda sér að "þröngt er á þ:ngi“. Og þeg- ar þar við bætist að Rússarn- ir eru svo ágengir, að fær- «ysku sk:pin fá ekki næð; til að leggja sín reknet, er skilj anlegt að Færeyingarnir gef ast upp fyrr en ella. Rússarnir leggja sín net á öllum tímum sólarhringsins •og láta sér ekkert um muna, að leggja þau yf'r net Færey- inganna, og þá fer allt í flækju Veiðarfærin kosta mikið fé og sjómönnum og útgerðarmönnum finnst ekki ráðlegt, að hætta á, að tapa öllum netum sínum á þennan hátt, og vilja því hætta veið- um, meðan e:tthvað er ó- skemmt af netum. Nú eru aðeins 2—3 sk:p eftír á veiðurn af þeim 78, sem byrjuðu sildveiðarnar. Hér er eitt dæmi um á- Risinn og kerlingin ætluðu að toga Færeyjar til íslands, en sólin kom upp, svo að þau urðu að steinum, segir sagan. gengni Rússanna: Um dag'inn kom rússneskur dráttarbátur með rússneskt slídveiðiskip í eftirdragi. Sigldu þau þvert í gegnum trossuna hjá mb. Svínoy og sleit hana í sund- ur. Rússunum er alveg sama, þó að legið sé yfir netunum eða Færeyingarnir séu að leggja þau, — þeir fara sínu fram, hvort sem nokkur sé í nálægð eða ekki — og margir virða alls ekki sigl- ingareglurnar. Grindadráp í Tórshavn. Hvalirnir hafa verið dregnir upp og hvalskurðurinn hefst brátt. Aflamagnið í ár hjá Fær- eyingum var 132 þús. saltað- ar tunnur eða að meðaltali um 1700 tunnur á skip_ Ekki hafa enn verið gerðir sölusamningar við Auátur- Þýzkaland, sem annars hefur keypt síld á undanförnum ár um. Nú er síld:'n seld til Dan merkur og Svíþjóðar. Hingað til Þórshafnar leita rússnesku vatnsbirgðaskipin til að taka vatn fyrir síld- veið flota sinn, borga þeir 2 kr. danskar fyrir tonnið. Á sumrin kemur þetta sér mjög illa fyrir bæjarbúa, því rúss- arnir tæma næstum því vatns geymana. sem vatninu er safnað í. Hér er aðeins notað rgnipgarvatn svipað og í 'Vestmannaeyjum. Eru hús- mæður ekkert hrifnar af þess um ”vatnsviðskiptum“ því oft geta þær ekki þvegið þvott, vegna vatnsskorts eft ir heimsókn vatnsbirgðaskip anna. Það má segja, að þetta sé ”T1 byers bedste og borg ernes undergang.“ Samkvæmt síðasta mann- tali, 1960, var mannfjöldinn í Færeyjum 34.596 manns. Þar af eru 7447 í Tórshavn og í Klakksvík 3735, sem eru fjölmennustu bæirnir. Fimmtudaginn 19. október kl. 18,30 sá fólk í Tórshavn og Nólsoy ljóskúlu sem fór j fremur lágt frá austri til j vesturs og sprakk síðan. Mun I þetta fyrirbrigði hafa sézt á! Austfjörðum líka. H Jóh. Forn frásögn af tafli MÁGUS saga jarls hin eldri er talin einni skemmtilegust riddarasagna og mun samin um aldamótin 1300. Þar er eftirfarandi frásögn af tafli: Síðan fóru þeir bræður þar til, er þeir komu á völl einn sléttan undir Meginzoborg. Þar sjá þeir, að keisari er fyr- ir með mikið fjölmenni. Kon- ungur sat á stóii og drottning á öðrum stóli. Þar stóð einn stóll laus og ein dýna og um silkiver. Rögnvaldur settist á stólinn. Keisari hafði tafl- borð £ knjám sér, en hélt á taflinu. Þar héngu við þrír gullhringar. Keisari skaut taflborðinu í kné Rögnvaldi og setti taflið, Þá spurði keis- ari, hvar taflfé það sé, er hann ætlaði við lafl að leggja. Rögnvaldur mælti; „Ekki hef ég haft taflfé með mér, því að ég ætla mér kapplaust að tefla við yður. Þykir mér engin læging í að láta tafl fyrir yður“, Keisari mælli: ,,Hér er það taflfé, er ég vil út leggja. Það eru þrír gull- hringar. Skulum við tefla þrjú töfl, og skal sinn hring- ur við hvert tafl, en þú skalt leggja út höfuð þilt“. Rögn- valdur mælti; „Ekki er mér höfuð rnitt svo falt að ég leggi það v:ð tafl, ef ég ætl- aði eigi allvel mundi komið vera, þótt í yðru valdi væri“. Og skyldi skamma stund á bolnum, segir keisari ef ég réði. Rögnvaldur mælti; ,,Þar hef ég engar sakir til þess. — Skortir mig og ekki fé til að leggja í mót hringunum. En höfuð mitt vil ég með engu móti út leggja“. Keisari sór nú við heilsu sína, .að hann skyldi aldrei annað taflfé hafa en höfuð hans. Keisari vill það hafa fyrir ríkismun að draga fram fyrir. Þeir tóku til að dagmálum. En því tafli var lokið að hádegi og varð h:-nn litli taflsmunur og varð keisari berr. Rögnvaldur stóð upp og mælti: „Nú hef ég hlotið tafl þetta víst“, segir hann „og er það af engu nema af glapteflum keisara og það, er hann hefur ekki að hugað og hefur eigi frammi haft taflbrögð sín hin stærri. Mun ég ekki heimta taflféð, því að mér þykir allvel niður kom- ið, þótt keisari hafi“. Síðan settist Rögnvaldur niður. — Settu þeir tafl annað og tefldu. 'Var því lokið fyrir nón. Fékk keisari biskups- mát. Rögnvaldur stóð enn upp og mælti enn með sama móti sem fyrr. Þarf eigi það að klifa oftar, Keisari reidd- ist. Settu þeir tafl hið þriðja, og var því lokð, er skammt var af nóni, og fékk keisari fuðryltumát. Keisari svarfar taflinu og ber í pung. Allir voru þar menn vopnlausir nema Vígvarður. Hann gekk við eina öxi stóra. Hann stóð jafnan að baki keisara, meðan þeir tefldu með reidda öxina. Markvarður sat á aðra hönd Rögnvaldi en á aðra Aðal- varður. Rögnvaldur mælti: „Nú mun vita við öðru vísi en áður Vil ég því lýsa fyrir yð- ur, að keisari hefur látið þrjú töfl. Hefur hann nú við haft öll sín taflbrögð, þau er hann kann. Þykist ég allvel kominn til taflsins. Hefur keisari ekki við mér í taflinu. Mun svo fara um fleiri íþrótt ir þótt við reynum. Það var jafnsnemma, að keisari hafði í borið taflið í punginn og Rögnvaldur hafði varðveitt hringana og ætlar í brott að snúa. Keisari reiðir upp tafl- punginn og á nasir Rögnvaldi, svo að þegar féll blóð um hann allan. Rögnvaldur mælti: „Eklci reiðist ég við þessu. Ég veit að keisara er þetta gaman.“ Gekk Rögn- valdur í brott. Ég hefði gjarnan viljað birta eina af skákum þeirra Rögnvaldar frásögninni til á- réttingar, en af skiljanlegum orsökum verður það að bíða. Þess í stað ætla ég að birta skemmtilega rannsókn á ítölsku tafli gerða af skák- kóngi ítalíu á blómatíma skáklistarinnar þar í landi snemma á sautjándu öld. —- Höfundurinn bar nafnið Gio- achino Greco fæddur ura 1600 látinn inn 1634. Aður en ég rek rannsókn ina birli ég nokkrar skýring- ar á orðum í frásögninni hér á undan. Meginzoborg: Mainz í Þýzka- landi. ríkismunur: valdamunur. draga fram: leika. berr: mannlaus. hljóta: vinna. klifa: endurtaka. íuðryttumát; óvirðingar- eða háðsyrði um drottningar mát.. Fuð mun vera klám- yrði. Rytta er rytjuleg eða óáhrjáleg skepna. Þá kemur r.annsókn meist- arans Greco, ÍTALSKUR LEIKUR 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5.d4 exd4 6. cxd4 Bb4 7. Rc3 Rxe4 8. 0—0 Rxc3 9. bxc-3 Bxc3 10. Db3 Bxal 11. Bxf7 Kf8 12. Bg5 Re7 13. Re5! Bxd4 14. Bg6 d5 15. Df3+ Bf5 Framliald á 13. síðu. 7. nóv. 1961 Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.