Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 1
REGIÐ I KVÖLD Afgreiðsla okkar í Alþýðuhú sinu er opin til klukkan 10 tWWVWWWWWMMWMWWtWWWWMMWWWWWWWiWIMWWVWWMWWMMWW 42. ár. — Þriðjudag'ur 7. nóv. 1961. — 250. tbl. ✓ SÖGULEGUR leikur fór fram á Keflavíkurflug- velli á sunnudag á milli FH og Efterslægten. Þá tapaði meistaraflokkur F H fyrsta Ieik sínum í tvö ár a.m.k. Leikurinn var mjög fjörugur og jafn. Mátti ekki á milli sjá allt fram á síðustu mínútu hver úr- slitin yrðu. Danir tryggðu sér sigurinn, 17 ; 15. Mikil harka var í leikn- um og nokkur átök, sem oft vill veroa, er sterkir mætast. Myndin sýnir einn FH piltinn bregða fæti fyrir einn Danann, sem fleytir kerlingar á gólfinu. STÓRBRUNI varð í Kópavogi í gærkvöldi. Brunnu til kaldra kola byggingar tilheyrandi frystihúsinu á Kársnesi, mikið af skreið, veiðarfærum o. fl., þannig að tjónið nemur hundr- uðum þúsunda. ef ekkj millj- ónum. Það .var kl. 23.04 í gær- kvöld', að hringt var á slökkvi stöðina í Reykjavík og tilkynnt um eldinn. Vélstjóri i frysti- húsinu hafði orð ð var við MMMWWWWMWWMMWi SIDUSTU FRETTIR: Frysti húsið slapp UM kl. 12.30 í nótt hafði slökkviliðinu tekizt að ná yf'rhöndinni yfir eldinum og slapp frystihúsið. Byggingarnar, sem mest. ur eldur var í, voru þá fallnar í rúst, brunnar til kaldra kola. Olíutankurinn, sem seg. ir frá í fréttinm, sprakk ekki. Púizt var við, að bruna verð r yrðu alllengx enn á staðnum að dæla á bruna rústirnar, < n sem fvrr seg ir, var eldurinn .yíirbugað ur upp úr klukkan hálf- eitt í nótt. iMHtMMMMWMMMMHHMV brunalykt og gerði hann þegar aðvart, fyrst slökkviliðinu, en síðan forstjóra fyr.'rtækisins, Karli Bjarnasyni. | Mestur var eldurinn í svo- kölluðu salthúsi, sem er áfast við þurrkhús og netageymslur. Voru þær byggingar orðnar al elda fjórum mínútum eft r að vólstjórinn fann brunalyktina og logaði upp úr þakinu áður en slökkvilið ð kom á vettvang. Allt slökkvilið Reykjavíkur og Reykjavíkurflugvallar fór á staðinn og varalið var bcðað, en . slökkvil'ðsstjóri sijórnaði sjálfur aðgerðum. 35 manns eru .fastir í slökkviliðinu í Reykjavík og 20—30 varaliðs- menn, sem nær allir munu hafa mætt til starfa. Þrír bílar voru frá sllökkviliðinu í Reykjavík og tveir frá Reykjavíkurflug- vell:. Sjálfboðal ðar voru fjöímarg ir á eldstaðnum og stöifuðu þeir ásamt brunavörðum vi'ð að reyna að ná einhverju af veið arfærum út úr geymslunni. Erf iðle'kar voru á slökkvistarfinu vegna vatnsskorts, þar sem hvergi var .nærrl nógu við vatnsæð (mest 114 tomma) í Kópavogi, og. varð að sækja allt vatn til Reykjavkur. S'ðar náðist þó vatn úr læk einum þar skammt frá. í þurrkhúsi var mikið magn af nýrri og góðri skreið og log aði glatt í lienni um miðnætti. I Þá var í geymslu afar mikið af I nýjum veiðarfærum, netum o. jfl. en einhverju mun hafa tek Jizt að bjarga af þeim. I Stór olíutankur er við enda Framhald á 15. síðu. 6. nóv. Associated Press fréttastof- an hefur það eftir bandarísku veðurstofunni í Washington, að helský Rússa, er myndað- ist þegar þeir sprengdu hina rúmlega 50 megatonna kjarna sprengju sína yfir Novaja Sc- mlja fyrir nokkru, hafi í dag verið yfir Norðurlöndum á' svæðinu frá norðurodda Skandinavíuskaga norður til j Skotlands og suðurodda Græn1 lands og yfir íslandi. Vindur. er nú vestlægur og má ætla að skýið berist, ef stefna þess breytist ekki, austur til Sov- étríkianna. fari vfir Síberíu og yfir Leningrad, en norðan við Moskvu. Helskýið kemur frá Kyrra- hafi, Kanada og Alaska og er nú að ljúka fyrsta hring sín- um um jörðu. Hefur ferðin tekið eina viku, eða þar uin bil.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.