Alþýðublaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 2
 jðltstjórar: Gísii J. Áetþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rlt fctjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuÖmundsson. — iBlmar: 14 900 — - ' 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- fcúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðasus Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald |cr. 55.00 i mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvaemdastjóri Sverrir Kjartansson. „Persónudýrkunirí' ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, að „leifar persónudýrkunar“ verði einnig afmáðar í Tékkó- sióvakíu. Segir blaðið, að kista hins látna flokks- foringja Klements Gottvalds verði flutt úr graf- hýs3 því í Prag, sem við hann er kennt og líkið grafið í jörð. Þá segir Þjóðviljinn enn fremur í umræddri grein, að framkvæmdanefnd kommún- Lstaflokks Tékkóslóvakíu hafi ákveðið að breyta öllum nöfnum á verksmiðjum, skólum og sam- yrkjubúum, sem skírð hafa verið eftir lifandi rnönnum. Og að lokum er skýrt frá því, að skipuð hafi verið nefnd til þess að taka ákvörðun um það hvað gera skuli v2ð styttuna af Stalin, sem stend- ar í Prag. Er ekki að efa, að nefndin mun komast að þeirri niðurstöðu, að koma verði styttunni I ióg hið allra fyrsta. Það sýnir vel hversu islenzkir kommúnisar eru gersneyddir allri kímnigáfu, að blað þeirra skuli liirta umrædda frétt athugasemdálaust. En frétt Þjóðviljans um þetta' efni, sem birtist á forsíðu, ír háalvarleg og er greinilega ætlað að vekja fiokksmenn til umhugsunar um það hversu mik- ið vandamál það sé í hinum ýmsu kommúnista- ríkjum að ^,afmá persónudýrkunina“. Ja, þeir mega svo sannarlega þakka fyrir það, þeir Einar og Brynjólfur, að vera ofanjarðar, þar eð ella hefðu þeir án efa verið grafnjr upp og fluttir á af- yikinn stað í samræml við þær tilfæringar, er nú eiga sér stað á jarðneskum leifum stalinista hinna ýmsu kommúnistaríkja. En meðal annarra orð,a: Hver er afstaða ís- lenzkra kommúnista til ,,persónudýrkunarinnar“? Er ekki kominn tími til að láta til skarar skríða gegn stalinistunum í Alþýðubandalaginu? El'nn þeirra orti eitt sinn kvæði til lofs bóndanum í Kreml, annar birti mynd af Stalin í kommúnista tímariti og undir henni stóð: Hin sanna fyrirmynd allra menntamanna. Þeir eru nokkuð margir stal- ínistarnir í Alþýðubandalaginu. Þeir hafa þar reyndar tögl og hagldir, ráða lögum og lofum í samtökum kommúnisa. Foringjar islenzkra komm únista þeir Einar og Brynjólfur hafa alltaf verið aðdáendur Stalins og þeir hafa reyndar ekkert haft á móti svolítilli persónudýrkun. Hvað verður gert við þá nú? Var það fyrsta skrefið að skipta um formann í þingflokki Alþýðubandalagsins? Fróðlegt væri að fá ofurlitla skýringu hjá Þjóð- viljanum. Varðarhúsið er rifið Biírefössalan „BÍLLINN“ er flutt í HÖFÐATÚN 2. Um leið og við þökkum viðskiptav inum góða samvinnu fyrr og síðar viljum við benda á hagræði þess,að þeir ítreki hið fyrsta óskir sínar um kaup eða sölu. Við höfum að jafnaði alla þá bíla, sem á markanum eru. Þess vegna koma kaupendurnir í HÖFÐATÚN 2, „B í L I N N “. Með bættri aðstöðu og auknu starfsl.ði getum við boðið viðskiptavin- um að annast kaup og sölu á Fasteignum-B Siminn Höfum kaupendur að: FORD eða CHEVROLET ‘56 — ’59, úbborgun kr. 50.000.00. V OLKSWAGEN 1959, útfborgun kr. 50.000.00. MEROEDES-BENZ vörubifreiðum. FASTEiGNIR, BIFREIÐAR, SKIP og BÁTAR Sími: 1S8 33. ifreiðum-Skipum er: 18833 Höfum til sölu: DODGES ’55, sjálfsk., vökvastýri loft- bremsur, útvarp, miðstöð. Útborgun 35—40 þús. OLDSMOBILE ’58, skiipti á minni bíl koma til greina, milligjöf má greiðast með ■**allt að 10 ára fasteignatr. veðskuldabréfi. EDSEL ’58 í úrvalslagi, sjálfsk., 8 cyl. SENDIFERÐABÍLL INTERNATIONAL ’52 í mjög góðu lagi. HANNES Á HORNINU Áskriftarsiminn er 14901 •fe Óréttlæti gagnvart skáldum og rithöfund um. Skipulag, sem þarf að breytast. ýý Bókasöfnin, útlánin og höfundarnir- MÉR FINN.ST að í þeirri kaup stre.tuhríð, sem geysað hefur undanfarin ár, hafi rithöfundar verið ákaflega þolinmóðir. Hags munir þeirra hafa gleymzt. Fátt hefur hækkað, sem talið er að þeim beri, enda langt í land fyr- ir þá því að ekki er langur tími 1 ðinn síðan þeir fengu ekkert fyrir vérk sín og máttu þakka fyrir að koma þeim út kaup- laust. Þetta má raunar segja um Tleiri listgre'nar. Ekkert hafa tónskáldin fengið fyirr sín vcrk en allir not ð. Nokkur breyting hefur orðið á því, en alls ekki fullnægjandi. ÉG SEGI ÞETTA af gefnu til- efni. Það er rétt, að rlthöfundar og skáld fá meira fyrir verk síh en áður var — og sumir sæmi- legar greiðslur. Emnig njóta listamenn launa af hálfu hins I opinbera og án þess að ég vilji vanþakka neltt, er óhætt að full I yrða það, að þrátt fyrir hækk- j anir að krónutölu, hefur verð- , mæti þessara launa minnkað hin síðustu ár. En það var ekki um þetta sem ég ætlaði fyr'st og fremst að skrifa. RITHÖFUNDAR og skáld hafa farið fram á, að hætt sé að i veita almenningi ókeypis að- ; gang að verkum þeirra. Hér rík j ir sú hefð, að bókasöfn kaupa : strax og bók kemur út, allt að ' 30 eintökum og setja tafarlaust í útlán. Veit ég mörg dæmi þess að slíkar bækur eru í viöstöðu- lausum útlánum árum sarnan og alltaf biðl star hjá bókavörðum. Vitanlega er ekkert nema gott eitt um þetta að segja. En íyrir ■ þetta fær rithöfundurinn ekki I grænan eyri, — og útgefandinn ekki heldur nema það, sem renn Ur til hans af hverju seldu ein- taki. EINS OG ÖLLUM hlýtur að vera ljóst nær þetta ekki nokk- urri átt. Bók, sem gengur frá manni til manns árum saman, gegnum söfnin verður að njóta þess í einhverju, enda veldur S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s V s s1 s' s V Ví V V I <í S' S' S' 1 s s það því, að minna selzt af bók- inni — útgefandinn fær rrinna — og þar með sá sem samd. bók ina. Á Norðurlöndum — og víðar um heim, er lág-ður sér- stakur skattur á hvert útlán og sú upphæð rennur til höfundar. Þegar um vinsælar bækur er aS ræða, nemur þetta verulegunu upphæðum, HÉR E-R ÞETTA all; ekki svona. Rithöfundurinn fær ekki neitt. Sá, sem fær bælcur að láni í söfnum fyrir svo Jítla upp hæð, að það tekur því varla að innhe'.mta hana, getur lesið all- ar nýjar bækur fyrir svo að segja ekki neitt. Þetta er rnng- látt. Það verður að taka upp þaS fyr rkomulag hér, að aukagjald verði lagt á hvert útlán, og að þetta aukagjald renni til höf- undar, eða þá í sérstakan sjóð, ;sem síðan styðji höfunda. ÞÁ ER ANNAÐ, Það virðist ranglátt gagnvart útgefendum ! og höfundum í sameiningu að j bókasöfn skuli geta keypt mörg je ntök af bók um leið og hún kemur út og lánað hana síðan fyrir sama og ekki neitt. Fyrir þessu þarf að setja takmarkan- ir. Mér þykir hæfa, að engin bók: megi fara í almenn útlán fyrr en að minnsta kosti sex mánuð* um eftir að hún er komin út. BÓKASÖFN eru mikil nauð- syn og þau ber að efla á allan Framhald á II. síðu. 2-3. nóv. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.