Alþýðublaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 10
fimm tudagur SLYSAVARÐSTOFAN er opin allan sólarhringinn Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl, 8—18. Skipaútgerð ríkisins. Ms. Hekla er í Reykjavík. Ms. Esja er væntan- leg til Akureyrar í dag á vesturleið. Ms. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Ms. Þyrill er á Norðurlands höfnum. Ms. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Ms. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Hf. Jöklar. s. Langjökull er í Lenin grad, fer þaðan til Kotka og Rvíkur. Ms. Vatnajök- ull er í London, fer þaðan lil Amsterdam, Rotterdam og Reykjavíkur.. * Aðalfundur 1 Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í fé- lagsheimilinu fimmtudag- inn 30. nóv. og hefst kl. 8,30 síðd. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar- slörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Kvenfélag Neskirkju: i 20 ára afmælis félagsins verður minnzt með ?kemmtifundi í félagsheim- ilinu fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20,30. Skemmtiatriði, kaffi. Flugb j örgu narsveitin heldur skemmtifund föstudaginn 24. þ. m. í Tjarnarkaffi, uppi. Bingó og dans. Frá skrifstofu aðalræðis- manns Kanada: Eins og sl. vetur verða filmur um alls konar efni lánaðar t’M félaga, skóla og félagasamlaka. — Nokkrar nýjar filmur hafa bætzt við safnið — Skrifstofan, Suð uriandsbraut 4, sinnir beiðn um um filmuián kl. 9— 10,30 daglega. Sími 38100. Happdrætti KR. ísskápur 10689 Stofuhús- gögn 3532 Mávastell 12417 Karlmannsföt 595 Drengja bíll 10113 Drengjabíll 5047 Dúkkuvagn 10218 Dúkku- vagn 13587 Farmiði fyrir tvo 13563. — Vinninganna má vitja til Haraldar Gísla sonar, 'Víkingsprenti, Harð- ar Felixsonar, Trygginga- miðstöðinni eða í Félags- heimili KR. | Flugfélag fslands h.f.: Mil'ilandaflug: Tfrírr.faxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.10 í dag frá Kmh og Glasg. Flugvélin fer til Glasg. og Kmh kl. 03,30 í fyiramákð.. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Egf.sstaða, — Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar, ísafj., Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Bókasafn Kópavogs: tJtlán þriðjudaga og fimmtu daga í báðum skólunum. — Fyrir börn kl 6—7.30. Fyrir fullorðna ki. é.30—10. Bókaverðir fitivistartími barna. Samkvæmt lögreglusam- þykkt Reykjavíkur er úti- vistartími barna sem hér iegir; Börn yngri en 12 ára til kl. 20 og börn frá 12— 14 ára til kl. 22 ’J Fimmtudagur 23. nóvember: 12,00 Hádegis- útvarp 13 00 ,,Á frívaktinni" sjómannaþáttur (Sigríður Haga- lín). 15,00 Síð- degisútvarp. — 17 40 Framburð arkennsla í frönsku og þýzku. — 18,00 r’yrir yngstu hiustentíurna (Guðrún Steingrímsdóttir). 18,30 Þlngfréttir — Tónleík. ar. 20,00 Samsöngur: Pólý- fónkórinn syngur mótettuna „Jesu, meine Freude“ eftir Bach. Söngstjóri Ingólfur Guðbrandsson. 20,30 Erindi: John Locke og helmspeki- kenningar hans (Hannes Jóns son félagsfræðingur). 20,55 Gestur í útvarpssal: Gösla Jahn frá Svíþjóð leikur frum samin lög á píanó. 21;20 Æv- intýraskáldið H. C. Ander- sen í tali og tónum, — dag- skrá gerð af Ólafi Gunnars syni sálfræðingi. 22.00 Frétt- ir. 22,10 Upplestur: „Kötlur í regni“, smásaga eft r Ern- est Hemingway (Þýðandi, Svala Hannesdóttir, les). — 22,25 Harmonikuþáttur: — Henry J. Eyland og Högni Jónsson hafa umsjón á hendi. 23,00 Dagskrárlok Keflavík í DAG fer fram frá Kefla- víkurkirkju útför Slgríðar Ág- ústsdóttur, sem lézt í Sjúkra- húsi Keflavíkur 16. þ. m. „Dáin, horfin, — harma- fregn“. Þessi örð hafa áreiðanlega bergmálað í hugum þeirra, sem þekktu Sigriði Ágústs- dóttur, er þeir heyrðu lát henn ar. Burtför hennar bar svo skjótt að. Hún hafði að vísu kennt las leika á þessu hausti, en við höfðum vonað, að hún ætti eft ir að lifa og starfa í mörg ár á meðal okkar . Sigríður var fædd í Birtinga holti í Hrunamannahreppi, í Árnessýslu, 11. apríl 1002. Foreldrar hennar voru rnerk ishjónin, Ágúst Helgason al- þing^smaður og bóndi í Birt- ingaholti og kona hans, Móeið ur Skúladóttir. Þar ólst Sig- ríður upp með foreldrum sín- um og systkinum og átti þar sitt heimili, þar til hún flutt- ist til Keflavíkur. Systkini Sigríðar voru 9 er uppkomust og var hún sjöurida í aldursröð. Þau voiu þessi eít- ir aldri: Ragnheiður, hús- freyja á Löngumýri á Skeið- um, Helgi, starfsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, dó á s. 1. vori Guðmundur, starfs- maður hjá Olíufélaginu h.f., Magnús, læknir í Hverageroi, Ása kona Skúla Halldórssonar í Keflavík og Sigurður, bóndi í Birtingaholti. Sigríður gift'st eftirlifandi manni sínum, Skúla Oddleifs- syni 24. júní 1927. Þau ílutt- ust til Keflavíkur haustlð 1930. Þar reistu þau sér snot urt hús" við Vallargötu 19, sem síðan hefur verið þeirra heirn- ili. Börn þeirra eru séra Ólafur æskulýðsfulltrúi bjóðkirkjunn ar, Helgi leikari í Reykjavík, Móeiður Guðrún, frú i Kefla- vík og Ragnheiður enn í for- eldrahúsum. Sigríður hafði alizt upp á íslenzku höfðingjaheimili. Birt ingaholti, sem mótað var af M/nn/ng lífsbaráttu og reynslu . geng- inna kynslóða. Þar hlauc hún h.ð bezta uppeldi og veganesti, sem entist henni allt lífið. Þar lærði hún trúmennsku í starfi, gætni í meðferð fjármuna og verkhyggni. En hún lærði ekki aðeins að iðja, hún lærði einnig að hiðja. Á slíkum grunni er gott að byggja. Það var gott að koma til Sigríðar. Hún var framúrskar- andi myndarleg húsmóðir, og bár heimilið þess órækt vitni. Þ'ar mætti gestinum innileg og glaðvær gestrisni samfara hlýju og öryggiskennd, sem einkenndi heimilislífið. Er mér óhætt að fullyrða, að tæk- ist íslenzkum húsmæðrum og -mæðrum almennt að skapa • pann heimilisanda og sam- ;heldni, sem þar ríkti, þá yrðu .vandamál íslenzku þjóðarinn- ,ar færri og smærri. Slík heim- :ili eru hornstelnar þjóðlífsins. Sigríður var vel gefin kona, bæði til munns og hands. — L sthneigð hennar fékk ú'trás við heimilisStörfin og mátti þar sjá margt snilldarhand- -bragð. En fyrst og fremst fagði hún sig fram við að glæða og efla fegurðarskyn barna sinna og vekja áhuga .þeirra fyrir fögrum listum. — Hún hafði næma réttiætis- kennd og var óvenju'föst og ;hrein í lund. Hennar mun verða sárt sakn að af eig'nmanni, börnum og tengdabörnum. Og barnabörn in, þau elztu þeirra munu minnast Ijúfra stunda lijá ömmu í Keflavík. Þar þótti þeim gott að vera, enda eru börn öðrum fremur næm á he'milisandann. Ástvinir hennar eiga um hana dýrmætan minningasjóð. Það mun verða þeirn huggun í harmi. Votta ég þeim öllum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Björg Sjgur'ðardóttirl SAMSÆTI + VERKAKVENNAfélag- ið FRAMSÓKN gengst fyr ír samsæti til heiðurs Jó- hönnu Egilsdóttur, form. félagsins, í tilcfni áttatíu ára afmælis hennar IJ'ig- ardag.nn 25. nóvemher. Samsætið verður í Jðnó og hefst klukkan 7 síðdeg- is með sameiginiegu borð- haldi. Allir vlnir og vel- unnarar Jóhönnu cru vel- komnir. Allar upplýsingar við- víkjandi hófinu eru gefn- ar á skrifstofu Verka- kvennafélagsins, sími 12931, og hjá Pálínu Þor- f nnsdóttur, Urðurstíg 10, sími 13249. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 24. þ. m. Þeir, sem hafa pantað miða að afmælishófinu, eru beðn r að ná í miðana í síðasta lagi á morgun, föstudag. Fjallarefur... Framhald af 12 síðu. hefur verit þessarar ættar, at hann hafi m.kit kunnat í nígró- mantía (eða niðrómantia), því at Æsir plöguðu þá íþrótt fram ast, er kukl ok sjónhverfingar er kallat, ok fluttu þeir fyrstir þá list hingat á Norðurlönd aust an úr Ásíuveldi.“ Múgus jarl réði yfir Strans- borg. Höskuldur sagði, að háskól- inn væri of fátækur af erfða- venjum. Það bæri að reyna að halda þeim fáu erfðavenjum við sem til væru og skapa nýjar með nýjum tímum. Hann mælti til refsins Mágusar og tjáði hon um virðingu sína, sem tákn hinnar slóttugu vizku og klók- inda í lífsins stríði sem hann og bræður hans hefðu jafnan sýnt frá upphafi, og það nefndi hann m. a. sem vott. um snilli Mágusar, að forfeður hans hefðu jafnan barizt hraustlega fyrir lífinu og m. a. veitt gæsir sér til matar áður en ísland byggðist og lömb gengu hér um haga. Hjartkær bróðir mi'nn og fósturfaðir, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON í frá ísafirði t:• ‘ apdaðist að heimili sínu, Kópavogsbraut 11, 22. nóv. Jóna Guðmundsdóttir. Jakob Jakobsson. Minn elskulegi eiginmaður, BROR WESTERLUND forstjóri, ; andaðist í Landakotsspítála 21. þ- m. Linnea Westerlund, dóttir tengdabörn og barnabörm 10 23. nóv. 1961 — Alþýðubla®ið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.