Alþýðublaðið - 25.11.1961, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 25.11.1961, Qupperneq 9
Rabbað saman úti á gangi , . . „SKEMMTILEGASTA sjúkrahús í heimi“ er lik- lega Emanuel-sjúkrahúsið í Portlandi í Bandaríkj- unum. Og „ánægðustu sjúklingar heims“ eru lík- lega unglingarnir, sem þar 1 'ggja. í þessu sjúkrahúsi hefur nefnilega verið kom- ið upp sérstakri unglinga- deild, þar sem að því er keppt, að unglingarnir lifi viðmóta lífi og þeir mundu gera utan veggja sjúkra hússins og þar sem þeir eru látnir umgangast hvor ir aðra eins og þeir væru heilbrigðir. Hugmyndina að þessari unglingadeild átti yfirmað- ur sjúkrahússins Paul R. Hanson. Þessi nýja skipan mála hefur gefizt svo vel þarna á sjúkrahúsinu, að nú skTur enginn í því, að einhverjum skuli ekki hafa dottið þetta í hug iöngu fyrir árið 1957, þegar Han son fékk hugmynd sína. Sjúklingarnir á ung- lingadeildinni fá heimsókn ir, þegar þeir vilja jafnt morgun, kvöld, sem miðj- an dag. — Hamborgara, kók og pylsur geta þeir fengið hvenær sem er og borðað það f staðinn fyrir venjulegan mat svo lengi, sem læknar telja að það geti gengið vegna heilsu sjúklingsins. Piltar heim- sækja stúlkuganginn og öf- ugt, jazzmúsík og kapp- akstur á hjólastólum til- heyra lífinu þarna. Arangurinn af þessu hefur komið fram í því, að unglingunum hefur batnað fyrr, þeir eru ánægðari og sjúkrahúslífið, sem annars er kvöl og dauflegt, verður ánægjuleg vist. Paul R. Hanson fékk hug myndina að þessari ung- lingadeild, þegar sonur hans 13 ára var lagður inn á sjúkrahúsið með brotna hnéskel. Sonurinn, sem var óvenjustór eftir aidri var lagður inn á deild með smábörnum, sem skældu allan daginn og hæddu hann fyrir það, hvað hann væri stór og luraleg- ur. Hann kvartaði við föð- ur sinn, sem komst síðan að raun um það eftir sam töl við foreldra, sem áttu unglinga á sjúkrahúsinu, að líka sögu höfðu þau flést að segja. Unglingarn ir kunnu ekki við sig, hvorki á barnadeildum né deildum hinna fullorðnu. Unglingsstúlka hafði lent á deild með nokkrum kon- um, sem allar þjáðust af móðurlífssjúkdómum, — og þær töluðu um þessi ó- sköp daginn út og inn, — en unglingurinn fylltist skelfingu gagnvart því, sem fullorðinsárin hefðu í för með sér. Unglingarnir lifa í ver- öld út af fyrir sig, segir Paul R. Hansen. Ef þeir eru rifnip út úr þeirri ver- öld, verða þeir utanveltu og angraðir. Eina leiðin er að koma upp sérstakri ung Ungadeild, þar sem ung- Ungarnir geta haldið áfram að lifa sínu lífi að svo miklu leyti og unnt er vegna sjúkleika þeirra. Margir þeir, sem héldu, að þeir væru úlilokaðir frá öllum leikjum æskunn ar njóta nú sömu gleði og jafnaldrar þeirra úti á göt unni, og margir þeirra, sem þráðu að komast heim af sjúkrahúsinu segjast fá ,,heimþrá“ til sjúkra- ins, þegar þeir koma heim. Hjúkrunarkonur og starfsíólk Hjúkrunarkona og starfsstúlkur óskast í hjúkrun ardeild Hrafnistu. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunni, sími 36380. Tvö skrifstofuherbergi til leigu nú þegar á Tryggvagötu 4. ALLIANCE HF Sími 13324. Húse fil sölu í Vestmannaeyjum Húseignin Ofanleiti er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Tilboðum sé skTað til KirkjumáIaráðu,neytÍ5>- ins fyrir 1. des. 1961. Leigulóð hæfilega stór fylgir húsinu. NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta, fer fram á hluta í Háteigs vegi 54, hér í bænum, þingl, eign Finnhoga . Kjartanssonar, á eigninni sjálfri, fimmtudag inn 30. nóvember 1961, kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nýja SHIRLEY-bókin komin í bókaverzlanir. Bókaútgáfan LOGI Sími 38270- Alþýðublað ð 25. nóv. 1961 Q)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.