Alþýðublaðið - 15.12.1961, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 15.12.1961, Qupperneq 13
I 5 Nýjar bækur frá Leiftri CAROLA heitr bók, sem Leiftur gefur út. Þetta er önn- ur bók eftir Joan Grant, sem Leiftur sendir frá sér, en áður er komin ,,Vængjaður Faraó“, sem náði miklum vinsældum í fyrra; enda metsölubók er- lendis. Ste nunn Briem þýddi foáðar bækurnar. Þessi seinni bók Grants fjallar um unga stúlku, sem fæddist á ítalíu á sextándu öld sem laundóttir aðalsmanns. Sagan segir frá margbreyti- legu lífi hennar og kynnum af fólki úr öllum stéttum þjóð félagsins. Brugðið er upy, skýrri mynd af aldarhætti og Iífi ítölsku þjóðarinnar á þess- um umbrotatímum, því sögu- lietjan kemur víða við. Inn í bókina fléttast frásögn af innra lífi söguhetjunnar og óvenju- legri dulrænni reynslu, sem hún verður fyrir. Hið sérkennilega við bækur Grants er, að höfundur telur sögur sínar ævisögur frá liðn- um jarðvistum. Hver, sem sann leikur þessa máls kann að *era er það víst, að bækur hennar hafa náð óvenjulegum vinsæld um. Bókin er 348 bls. að stærð. fyrir kenningum yoga og dul- Vísindanna um sálarlegá gerð mannsins og skýrt frá'hinum ýmsu þáttum í eðli mannsins. Þá koma sérstakir kaflar um dulræna hæfileika, afl hugsun- arinnar, dulrænar lækntingar, lífið eftir dauðann o fl| Loks er sagt frá hinn: hagnýíu hlið yoga, hvernig nota megi kenn- ingar þessar ,rætt um framþró unina, þroskaleið mannsins og tilgang mannlífsins samkvagrit kenningum vestrænna sem austrænna dulfræðinga. í formálsorðum þýðanda, pteinonnar Briem, kemur fram, að höfunduirnn vill ekki að lesendur trúi þesum kenn- ingum í blindni, heldur taki þær sem athyglisverðar til- gátur, unz þeir geta sjálfir sannreynt þær. Tilgangur bók arinnar, segir í kynningu er að 'vekjp melnn ,til sjálfstæðrár hugsunar og benda á leiðir til dýpri skilnings á ráðgátum lífs og dauða. LÆRISVEINNINN heitir þriðja bókin, sem Leiftur ÍSLENZKAR GÁTUR IÐIJNN sendir á markað nú fyrir jólin íslenzkar gátur, Iheildarsafn Jóns Árnasonar, eina heildarsafnið, sem til er af íslenzkum gátum, þessum gömlu góðkunningjum, sem alltaf eiga vinsældm að fagna, ekki sízt hj'á börnum og ungl ingum, enda e> góð dægradvöl; að ráða gátur. — Nóttin langa, spennandi bók eftir met sölu'höfundinn Alistair Mac Lean, þann hinn sama, er skrif aði Byssurnar í Navarone. — Frúi/i á G airimsstöðum, skáld saga eftir John Knittel. Þetta er ástar og örlagasaga, er ger ist í svissneskum fjalladal. ! Saga þessi hefur verið kvik j mynduð fyrir skömmu. ! hefur sent blaðinu. Þessi bók | er annað bindi Nazareans, og r kom fyrsta bindið í fyrra: Róm verjinn. Allar eru þessar bæk- ur ævisögur ólíkra manna á dögum Krists, sem lýsa atburð um þess tíma hver frá Sínum sjónarhóli. Lærisveinninn er eftir Sholen Asch og þýðandi er Magnús Jochumson. Bókin er 215 bls. að stærð. GLÆSILEG FRAKKLANDSBÖK YOGA HEIMSPEKI nefnist önnur bók, sem Leiftur gefur út. Bók þessi er eftir yoga Ram acharaka, sem skrifaði allmarg ar bækur um yoga og dulvís- indi rétt eftir Síðustu aldamót sem síðan hafa verið mikið lesnar og taldar sígildar um þau mál. Þeir. sem áhuga hafa fyrir þess konar bókmenntum munu því fagna bókinni. Bók þessi er allýtarleg yfirlitsbók um þessi fræði og er skipt nið- ur í fjórtán kafla, sem hver fjallar um einhvern ákvæðin þátt yoga. Fyrst er gerð grein Saga bóndans í Hrauni KCMIN er út hjá ísafoldar prentsmiðju bókin Saga bónd ans í Hrauni eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Bókin fjallar utn Jónas Jónsson bónda í Hrauni í Öxn.adal. Jónas hef ur lifað margt um dagana, þekkir örbirgð eins °g hún hef ur gezrt þung'bærust hér á landi en einnig allsnægtir hins dugmikla og fnrsjála íslenzka bcnda. Skáldið segir . sögu íbóndans eins og og hún opnast (honum, smátt 0g smátt í við töium við Jónag bónda og ikonu hans. Það bregður tpp leiftrandi myndum úr ís lenzku sveitalífi og öll sagan er með skáldlegum blæ. Lönd og þjóðir: Frakk- land, eftir D. W. Brogan og ritstjóra Life. Al- menna bókafélagið, Reykjvík, 1961. ÞEGAR prentlistin var ein föld og aðeins þrykkt í svörtu, gátu tslendingar gef ið út bækur á borð við aðra, þótt bókagerð sé hér ekki eins fullkomin og við reyn- um stundum að telja okkur trú um í jólaösinni. Þegar litprentun kom til sögunn- ar, skorli okkur (fjölda til að standa undir upplögum, sem gætu réttlætt tilkostnað litprentunar. Hér hafa því að eins fáar og rándýrar lista- verkabækur verið gefnar út í litum. Alþjóðasamvinna hefur bjargað þessu máli. Unnt hef ur reynzt að gefa út bækur í samvinnu við aðrar þjóðir, þannig að dýrasti hluti prent unarinnar er gerður sameig- inlega. Þannig eru tilkomnar þær bækur um önnur lönd sem Almenna bókafélagið hefur nú útgáfu á. Myndirnar eru frá hinu fræga tímariti LIFE og textana skrifa fyrsta flokks höfundar. Frágangur bókanna er hinn fullkomnasti og fegursti. Komin er út bókin um Frakkland og von á fleirum á næsta ári. Hér er um mikinn feng að ræða, aðgengilegan fróðleik bæði fyrir lærða og leikmenn, settan fram þann ig að ungir og gamlir hafa á nægju af. 'Vinsældir slíkra landafræðibóka hafa áður ver ið sannaðar hér á landi með góðum en þó mun fátæklegri i útgáfum. Frakklandsbókin, j Denis Brogan skrifar textann, er góð byrjun og lofar miklu | um hinn nýja bókaflokk. Daglegar fregnir um ■ sprengjur og óeirðir, stjórnar kreppur, víndrykkju og kæru; leysi gefa villandi mynd af i Frakklandi. Það er annað og' meira á bak við þetta vafa-! sama úllit, og sitthvað i fólks fjölgun, efnahag og tækni Frakka, sem bendir til stór- breytinga á þjóðinni. Allt það og margt fleira má nema af þessari bók. Og þeir, sem j ekki nenna að lesa hinn á- gæta lexta, geta samt sem áð ur lært margt af myndunum einum. B. Gr. Auglýsing um umferð í Reykjavík Samkvæmt 65. gr. umferðalaga hefir verið ákveð -Ö að setja eftirfarandi takmarkanir á umferð hér í bænum á tímabilinu 15. — 24. desember 1961. 1. Einstefnuakstur: í Pósthússtræti milli Austurstrætis og Kirkju strætjs til suðurs. 2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum: A Týsgötu austan megin götunnar. í Naust- unum vestan megin götunnar milli Tryggvai götu og Geirsgötu. Á Ægisgötu austan megin götunnar milli Vest urgötu og Bárugötu. 3. Akreinaakstur verður tekinn upp á kafla á Laugavegi austan Kvlapparstígs. Ennfremur neðar á Laugavegi í Bankastræti og Austur* stræti, þegar sérstök þörf þykir vegna mikill ar umferðar. Athygli skal vakin á því, að bifreiðastöður verða bannaðar, þar sem ekið verður á tveim ur akreinum. 4. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest að burðarmagni og fólksbifreiða 10 farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Bankastræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan Týsgötu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum. Bannið gildir frá 15. — 24. desember kl. 13— 18 alla daga nema laugardaginn 16. desember til kl. 22. 23. desember til kl. 24. Þeim tilmæl um er beint til ökumanna að forðast óþarfa akstur um framangreindar götur, enda má búast við, að umferð verði beint af þeim eftir því sem þurfa þykir. 5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Að alstræti og Hafnarstræti 16. desember kl. 20 — 22 og 23. desember kl. 20—24. Þeim tilmælum er beint til forráðamanna verzl ana, að þeir hlutist til um að vöruafgreiðsla í verzlanir og geymslur við Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðustíg, Austurstræti og Aðalstræti og aðr ar miklar umferðargötur, fari fram fyrir hádegi eða eftir lokunartíma á áðurgreindu tímabili frá 15. — 24. desember n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. desember 1961. Sigurjón Sigurðsson. Alþýðublaðið — 15. deS. 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.