Alþýðublaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 7
 SAMKVÆMT konunglegri tilskipun frá 11. júlí árið 1800 var Alþing, lagt niður, en sama tilskipun iögbauð stofnun Landsyfirdómsins í stað hinna fyrri yfirdómstóla. Landsyfirrétturinn var fyrstu árin til húsa í gamla Hólavalla skólanum, en þoldi þar ekki lengi við vegna „dragsúgs og kulda“, eins og segir í dóma- bók réttarins frá 3. febr. 1807. Voru húsnæðismál yfirréttar- ins engan veg nn í góðu horfi þar til rétturinn flutti á árinu 1873 í hið nýbyggða hegningar Ihús við Skólavörðustíg. Fékk ihann þar til afnota hluta af efri hæð hússlns, og virðist eftir kröfum þess tima hafa unað hag sínum allvel. Með heimild í dansk-íslenzku sambandslögunum frá 1918 mæltu lög frá 6. okt. svo fyrir að stofnaður skyldi Hæstiréttur á íslandi. Var Landsyfirréttur- inn þá lagður niður og dóms- vald Hæstaréttar Danmerkur afnumið, en þangað mátti á- frýja dómum yfirréttarins, meðan hann starfaði Þegar Hæstiréttur hóf störf sin í ársbyrjun 1920, tók hann við húsnæði yfirréttarins í hegningarhús.nu. í húsnæði þessu var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Fermetratala húsrýmisins myndi nú á tímum vart þykja fullnægjandi íyrir litla fjölskyldu. Húsakostur Hæstaréttar var því með öllu óv.ðunandi. Er rétturinn hafði starfað í aldarfjórðung, var hafizt handa um byggingu dómhúss fyrir hann. Var því verki lokið í ársbyrjun 1949, og formleg vígsla fór fram 19. janúar þ.á. Mátti rétturinn telja málum sínum harla vel komið, því hið nýja dómshús myndi sóma sér vel, hvar í heimi sem er. Nú kom að þeirri stundu, að munn legur málflutningur færi fram fyrsta sinni í hinum vistlega dómsal réttarins. Þótti hæfa að ómerkiiegt dómsmál yrði ekki fyrir valinu. Ákvörðun Hæstaréttar í þess um efnum varð sú, að þetta fyrsta mál í hinum nýju húsa- kynnum fjallað; um silfurref eða öllu heldur feldinn af slík um refi. Sumir töldu, að val- ið hefði tek'zt með ágætum og minntust þess, að misvitrir menn hafa tal ð vissar hliðstæð ur með þessum slægvitru f jalla dýrum og lögfræðingastéttinni Líklegra verður þó að telja að aðrar ástæður hafi ráðið vali Hæstaréttar, og má þar ætla þær tvær. Sú fyrri var, að málflutning í dómsmál; þessu önnuðust tveir af elztu og virðulegustu lögmönnum lands ins, þeir Eggert heitinn Claes- sen og Sveinbjörn Jónsson. í annan stað var hér um að tefla mjög tvísýnt úrlausnarefni á svið. e'gnarréttarins. Nú víkur söguni norður í Húnaþing. Þar er þess getið, að í ársbyrjun 1945 hafi búið á Ytri-Löngumýri í Svínavatns- 'hrepp; Björn Pálsson síðar kaupfélagsstjór, og þingskör- ungur. Sagan getur þess sérstaklega að Björn hafi komið sér upp refagarði á bæ sínum. Svo illa vildi til síðla í janúarmánuð' 1945, að einum refanna tókst að sleppa úr refagirðingunni. Aldrei hefur upplýstst, hvaða dag mánaðarins þetta átti sér stað. Björn -tilkynnti ‘hrepps stjóra refshvarfið og virðisf hafa gert allar þær tilraunir, sem tiltækilegar voru, til að handsama refinn, en án árang- urs Litlar heimildir fara af rebba á frelsistímabilinu, fyrr en snemma morguns hins 29. jan., að hann kemur að fjárhús um við Bollastaði í Blöndudal sýnilega í þeim tilgangi að leita ætis. Þetta varð hans síðasta ferð, því að þarna við fjárhúsm hlaut hann banaskot frá Guð- mundi Sigurðssyni, Leifsstöð- um. Þótt þess; silfurrefur Björns bónda á Löngumýri væri ekki lengur í tölu lifenda, átti hann eftir að skapa sér veglegan minnisvarða í íslenzkri dóms- málasögu. Ekki snérist málið um vígsök á hendur Guðmundi skotmanni, heldur um eignar- réttinn að refsfeldinum, sem samkv. mati var talinn 1000 kr virði- V-rðast átök þeirra Björns og Guðmundar um xeld- inn eigi hafa verið minna fer- leg, en átökin mill; Grettis og Gláms forðum, þótt baráttuvöll urinn væri haslaður nokkuð á annan veg. Eftir að refurinn hafði verið að velli lagður, tók skyttan feld nn í vörzlur sínar og taldi hann eign sína. Þessu vildi Björn ekki una og krafist þess að feldurinn væri tekinn úr vörzlum Guðmundar með fó- getagerð og afhentur sér sem réttum eigenda. Umræður ref ur virð'st hafa verið merktur bæði ættarmerki og sérmerki samkv. lögum um loðdýrarækt frá 1937. Gat það því aldre; orkað tvímælis, hvaða dýr hér væri um að ræða, þegar færi var á að kanna þessi merki. Skotmaðurinn taldi sig hins vegar hafa skotið ref.nn sem hvern annan villiref og ætti hann því feldinn, enda hefði refurinn ekki lengur getað íal- izt eign Björns, eft;r að hann fór frjáls ferða sinna og tók upp lifnaðarhætti viliirefa. Það er alkunna, að eignar- réttur að húsdýrum fellur ekki niður þótt e gandi hafi tapað vörzlum þeirra, ef þau eru merkt eða þekkjanleg á annan hátt. Svipaðar reglur gilda um alifugla samkv. ákvæðum Jóns bókar. Um birni og refi gilda sér- stakar reglur samkv. veiðitil skipun frá 20. júní 1849. Þessi dýr má hver sem er leggja að velli bátalaust, þótt í landi annars manns sé. Um mannýg naut og graðhesta myndu og sömu reglur gilda, ef þau dýr ógnuðu verulegum hagsmun- um. Hér hvílir rík skylda á eig endum dýranna að hafa þau í öruggum girðingum eða búrum þar sem þau eru hættuleg um- hverf nu. Ef út af er brugðið, hafa eigendurnir skapað sér refsibótaábyrgð. En öll þessi lagaákvæði láta ósagt um eign arréttinn að dýrunum dauðum Svo helgur er eignarrétturinn samkv. íslenzkum rétti, að ótví ræð heimild þyrfti að vera fyr ir hendi, ef líta mætti bannig á, að eignarréttur fyrri eiganda væri niður fallinn, þótt dýr hans hefð. verið fellt að ósekju vegna almenns öryggis, Þessum tveimur ólíku atrið- um ruglaði sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu gersamlega saman í framangreindu refs- máli og er því efnislega ekk- ert á þeim dómi hans að græða Auk þess var málsmeðferðinni í hérað; svo stórkostlega ábóta vant, að sýslumaður var víttur í Ilæstarétti harðlega fyrir gall aða meðferð niálsins. Sýslumaður dæmdi skot- manninum feld.nn, og virðist hann nánast byggja þá niður- stöðu á því, að skyttan hafði heimild til að drepa dýrið. Fjórir dómendur Hæstarétt- ar kváðu upp þann dóm, að feldurinn hefði ver.ð undirort> inn eignarrétti Björns Pálsson ar, þegar dýrið var fellt, og ætti því að framkvæma hina umbeðnu fógetagerð og af henda Birni feldlnn. Dr. Þórður Eyjólfsson skil- aði sératkvæði og tald; að al- menn takmörk eignarréttarina leiði t.l þess, að eigendur þeirra refa, sem úr haldi sleppa, getí ekki haft eignarumráð yfir þeim til frambúðar, er þeir taka að ganga villtir og skað- legir eignum manna. Vildi hann því staðfesta héraðsdóm- inn að niðurstöðu til. Enda þótt skoðun dr. Þórðar sé íúhyglisverð, virðist dómur me rihlutans miklu viðfeldari. íslenzkur réttur er mjög íhalds samur í þeim efnum að viður- kenna endalok eignarréttar. Má i því sambandi nefna lög um eignahefð, fornleifalögin og strandlögin. Til þess að eignarirétturnn ffalli niður verða ákveðnar staðrevndir a3 koma til. Engin slík staðreynd virðist hafa átt sér stað í refs- málinu. Ekk; áttu endalok eignarréttarins sér stað með undankomu refs ns úr refa búr inu. Ekki gátu þau heldur átt sér stað með vígi dýrsins. Mér virðist lengd þess tíma bils, sem refurinn gekk laus, skipti hér mlklu máli. Hafi þessi tími verið mjög langur án þess nokkuð hefði frétzt af dýrinu, mætt; hugsa sér að- binda niðurfall e gnarréttaring. við þá staðreynd. í framan- greindu dómsmáli var þetta tímabil aldrei nákvæmlega gtaðreynt. En það var fremur stutt, eitthvað á 2. viku. í slíku tilfell; hefði það ver ið fremur óvarleg niðurstaða, með hliðsjón af hinum vel lög- vernduðu reglum eignarréttar ins samkv. íslenzkum rétti, að- telja eignarrétt Björns Pálssoa ar til h ns dauða refs niður fall inn, þótt hann af handvömnx hefði tapað vörzlu dýrsins. •fö HÉR er mynd til að lífga upp á sálina í svartasta skammdeginu: Lotte Torp heitir hún og vill gjarnan verða kvikmyndaleikkona, en veit, að til þess þarf að fullnægja ströngum kröf um .... MMWWWWWWWWWWWMWMMMWWWVWWWWWWWV Alþýðublaðið — 28. des. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.