Alþýðublaðið - 11.02.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.02.1962, Síða 4
Marx Morgunblaösins "ÍSLENDINGAR hafa í þrjá .áratugi búið við samsleypu- •qstjórnir, sem fjórir flokkar hafa myndað á ýmsan hátt, ef -ffá eru skilin nokkur skamm- líf millibilsráðuneyti. Sam- vinna flokkanna hefur verið ~misjafnlega góð, og oft hafa 'þeir haldið upp skæruhernaði hver gegn öðrum, þótt þeir Æætu saman í ráðherrastólum. t>annig hefur Framsókn sjálf ^sprengt allar stjórnir, sem hún hefur setið í síðustu tutt- ttgu árin, og kommúnistar líta beinlínis á stjórnarsamstarf ^em eina leið til að granda hinum flokkunum. Almenningur hefur tekið eftir, hversu golt samstarf nú- 'Verandi stjórnarflokka hefur ~yerið. Þeir hafa ráðizt í stór- ríellda breytingu á efnahags -kerfinu, sem tilgangslaust var ^að reyna, nema flokkarnir -áetluðu að standa vel saman að minnsta kosti eitt kjör- tímabil. Þjóðin kann vafa laust að meta traust ráðu- neyti með fasla stefnu í stað Ætöðugra stjórnarvandræða. Þrátt fyrir þetta hefur hvor <ugur stjórnarflokkanna látið af grundvaUarstefnu sinni. iFlokkana greinir á um margt, ■en tekizt hefur að finna far- «æla miðiunarleið í ýmsum xnálum, sem úrlausnar hafa •Ikrafizt. Slík afgreiðsla mála -er lýðræðis1eg og vafalaust æðlileg mynd af yilja þess meirihluta. sem stendur á bak við ríkisstjórnina. Nú hafa vaknað í blöðum Ætjórnarflokkanna gamlar •deilur um pólitísk grundvall- aratriði. Sjálfstæðism. hafa byrjað árásir á ýmis rikisfyrir tæki og krefjast þess, að þau ■verði seld einstaklingum. Með þessu er sýnilega verið að þjóna vilja fámenns hóps peningamanna, því valin eru -úr fyrirtæki, sem vitað er, að heildsalar og iðjuhöldar í Reykjavík vilja leggja undir sig til að draga úr samkeppni við eigin fyrirtæki og tryggja betur aðstöðu sína. Ekki er fyrir að fara sam ræmi milli orða og gerða Sjálfstæðismanna í þessum efnum. Þeir fá því ekki ráðið, að landssmiðjan eða viðtækja einkasalan verði seldar, en í Reykjvíkurborg hafa þeir hreinan meirihluta og geta samþykkt slíkar ,,umbætur“, ef þeim er alvara með hinni nýju dýrkun á einkaauðmagn- inu. Hvers vegna breyta þeir ekki hitaveitunni í almenn- inghlulafélag? Þeir gætu haft það eins og með ábUrðarverk- smiðjuna. myndað hlutafélag með nokkrum lánuðum millj- ónum, og samþykkt að gefa því mannvirki hitaveitunnar, sem kosta nokkur hundruð milljónir. Ætli almenningi þætti ekki afbragð að fá að greiða svo sem 12t15% arð á hlutabréf ofan á annað? Af hverju gera Sjálfstæðis menn ekki bæjarútgerðina, rafmagnsveituna, strætisvaen ana og önnur fyrirtæki bæjar ins að einkafyrirtækjum? Þess eru dæmi, þar sem einka framtakið er sterkast erlend- is, að ekki einungis þessar stofnanir, heldur margar fleiri, séu einkaeign. Þegar nánar er litið á skrif Morgunblaðsins um þetta mál, verður augljóst, að Sjálfstæð- ismenn vilja fá að hirða fyrir einkaframtakið allt það, sem hægt er að græða á beint eða óbeint, og svo eru þeir ágætir ríkisrekstrarmenn um allt hitt, sem ekkert er upp úr að hafa — eða flokkurinn ræður hvort eð er yfir, eins og fyrir- tæki Reykjavíkurbæjar. Shka stefnu er þó ekki hægt að b.jóða fólki í lýðræðislandi nú á dögum. Þegar jafnaðarslefnan og samvinnustefnan urðu til, var iðnbyltingin að komast í al- gteyming. Einstaklingar áttu allar verksmiðjur og flest önn ur atvinnutæki. Þeir greiddu verkafólki sultarlaun, en hirtu sjáifir ofsagróða af vinnu fólksins. Á þessum ár- um var augljóst, að eign at- vinnutækjanna skipti megin máli.Tilgangur jafnaðarstefn unnar var og er að tryggja öll um borgurum lífvænleg laun, veita þeim menntun og öryggi frá vöggu til grafar. Þessu takmarki varð sýnilega ekki náð, nema með því að samfé- lagið yrði eigandi atvinnu- tækjanna. Þannig er til komin sú gamla leið jafnaðarmanna að takmarki þeirra, að þjóð- nýta beri öll atvinnutækin. Nú gerðist það sem Marx og aðrir nítjándu aldar menn ekki trúðu á: lýðræði og þing ræði tók að þróast víða um lönd. Verkafólkið og konurn- ar íengu kosningarétt, mynd uðu verkalýðsfélög og sam- vinnufélög og urðu áhrifa- vald í þjóðfélaginu. Smám saman komust á stórfelldar félagslegar umbætur. Það varð ljóst, að cign atvinnu- tækjanna skipti ekki eins miklu máli og stjórn þeirra. í Rússlandi myndaðist ný yf- irstétt, sem stjórnaði með meira einræði en nokkrir kapitalistar áður fyrr. Smám saman þróaðist sú stefna, að ríkisvaldið ætti að hafa fasta yfirstjórn alls at- vinnulífsins, en beita til þess lagasetningu, banka og pen- ingastefnu, skattastefnu, tryggingastefnu og fleiri tækj um. Á þessu byggja jafnaðar- menn nú stefnu sína. Tak- markið er hið sama og fyrr. Leiðin er ekki lengur sú, að þjóðnýta ALLT, heldur að hafa blandað hagkerfi, einka- rekstur, samvinnurekstur eða ríkisrekstur eftir þörfum hverju sinni. Það er herfilegur misskiln- ingur hjá ritstjóra Morgun blaðsins, að jafnaðarmenn hafi með þessu yfirgefið allan ríkisrekstur. Þvert á móti hef- ur þróun síðustu ára, til dæm is í Vestur-Evrópu, verið til vaxandi afskipta ríkisins beint og óbeint af atvinnuhfi, íhaldsmenn ráða nú Englandi Þýzkalandi og Frakklandi, en þeim dettur ekki í hug að selja opinber fyrirtæki. Þeir hafa sldlið þróun tímans og gengið inn á meginstefnu vel- ferðarríkis jafnaðarmanna, hið blandaða hagkerfi með fullkomnum tryggingum og fullri atvinnu. Bæði jafnaðarmenn og íhaldsflokkar hafa endurskap að þá steínu, sem þeir fylgdu á 19. öld. En íhaldsmenn hafa gert stórum meiri breytingar. Þeir hafa tekið upp um 50% af jafnaðarstefnunni í fram- kvæmd. Að vísu eru þeir mis- jafnlega ánægðir með þessa staðreynd og trúa misjafnlega á velferðarríkið undir niðri, eins og bezt sézt af skrifum. Morgunblaðsins. En þeir eru nógu glöggir á hug almenn- ings til að skilja, að þeir verða að einangruðum smáflokki sérhagsmunamanna, ef þeir ekki styðja velferðarríkið og með því verulegan ríkisrekst- ur. Vandið val sendibifreiða FORD TAUNUS sendibifreið fáið þér að burðarmagni 1000 eða 1250 kg. ☆ Þér getið valið um tvær vélar 48 og 60 h.ö. ☆ Fjögurra gíra hljóðlaus gírkassi. ☆ Verð frá kr. 137.000,00. ☆ Geymslurými 177 rúm. fet. (5 rúm. metra) ☆ Slétt gólf frá bílstjóra og afturúr. Sérlega stór afturhurð og val um hliðarhurðir. ■ gbki j - UMBOÐIÐ KR. KRISTJÁNSSON Hf! Suðurlandsbraut 2 — Sími 35300 4 11- febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.