Alþýðublaðið - 21.02.1962, Side 1

Alþýðublaðið - 21.02.1962, Side 1
ŒOftSOS 43. árg. — MiSvikudagur 21. febr. 1962 — 43. tbl JOHN GLENN ofursti flaug í gær þrisvar sinnum kringum hnött- inn á 4 klukkustundum og 56 mínútum. Þetta var sannkölluð sigurför. Fólk um allar jarðir fylgdist með. Allt fór fram fyrir opnum tjöldum. — Alþýðublaðið hafði í gærkvöldi viðað að sér eftirfarandi um hina sögu- legu geimferð handaríska flugkappans: ; KANAVERALHOFÐA, 20. febr. (NTB—Reuter). John Glenn undirofursti lenti kl. 18,43 eftir ísl. tíma í dag heilu og höldnu á Atlants liafi undan strönd Florida eftir að hafa farið þrjá hringi um jörðu í geimskipinu „Friend- ship Seven“. Hann lenti aðeins sex sjómílum frá bandaríska tundurspillinum „Noa“, sem tók geimfarann um borð aðeins 18 mínútum síðar til þess að flytja hann og geimfarið aftur til Bahama-eyja. Glenn lenti á Atlantshafi réttum fjórum klukkustund- um og 56 mínútum eftir að hon- um var skotið frá Kanaveral- höfða, fremst í risastórri Atlas eldflaug. Bæði ferðin út í geim inn og hringferðirnar1 þrjár gengu eins vel og ferðin niður aftur, og það ríkti mikill fögn- uður á tilraunasvæðinu við Ka- naveralhöfða, þegar hinu sögu lega 'hlutverki Glenns var lok- ið. „Vel af sér vikið, Glenn. Við kveikjuni okkur í vindli“, liljóðaði síðasta skeytið til Glenn í geimfarinu. Geimferð Glenns varð sigur bandarískra vísinda og geim- rannsókna. Þrátt fyrir nokkra smávegis tæknilega erfiðleika, m. a. í sambandi við hinn sjálf- virka stýrisbúnað, geklc öll ferð in eins og í sögu. Það var nákvæmlega kl. 13.47 eftir íslenzkum tíma sem Atlas-eldflauginni með Glenn var skotið frá Kanaveralhöfða, og aðeins nokkrum mínútum Framhald á 3. siðu HítXAS vxv mi*ík-XMnber- t»»kkar skij. ót«ð fjélr ikemwí »lBeheé»tr »tfcor»ir rlu ne*. MaBA»>tg S»Xku ýaná Við höfðum naumast fyrr sleppt orðinu en enn eitt skip bættist í hópinn. í gær sagði Alþýðu- blaðið frá þeirri dapurlegu staðreynd, að tólf íslenzk skip hefðu orðið fyrir alvarlegum áföllum. Og í gærdag — fáein- urn klukkustundum eftir að við fórum í prentun — barst blað- inu sú vitneskja, að enn eitt skip hefði reyndar bætzt í hóp- ínn. Það var Faxi frá Þorláks- höfn. | Hann slitnaði upp þar sem hann lá í höfninni í Þorláks- höfn um klukkan 8.30 í gær morgun, og rak upp í klappim ar skannnt þar frá. Vélbátur- t) 5. siða [) œriEsi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.