Alþýðublaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 4
 Guöni GuÖmundsson: IMWWWWWWMMWWMMMWWWWWWWMWWMiWWM 111] I INDVERJAR stærsta lýð- ræðisþjóð heims, standa nú í þriðju kosningum sínum síð an landið fékk sjálfstæði 1947. 210 milljónir manna hafa kosningarétt í landinu og er búizt við, að um 125 milljónir uppfylli sína borg. aralegu skyldu og mæti á kjör stað, Kosningarnar standa til 25. febrúar, enda er ríkið víð lent og víða mun crfitt að kom as1-. á kjörstað og enn erfiðara að koma atkvæðakiissunum til talningar. f raun og veru eru kosningarnar elckj sér lega spennandi, til þess eru líkurnar fyrir sigri Kongress flokksins of yfirgnæfandi. Jafnvel andsiæðingarnir við urkenna, að Kongresstlokkuv inn muni sigra. Hann muní að vísu tapa cinhverju af sætum en ekki nærri nógu mörgum lil að það hafj nokkur áhrif á valdastöðu hans. Raunverulega eru kosuing arnar aðeins spcnnandi í Norð ur Rombay, þar sem Krishna Menon, einhver umdeildasti stjórnmálamaður heims, (-r í framboði. Sætin á indverska þinginu sem nefnist Lok Sabha, eru 505 talsins og skiptust þannig á síðasta þingi: Kongress flokkur 365 sæti, kommúnist ar 28, Praja sósíalistar 20, þ jc,ð ertussinry f I o k k u r Ilind úa Pan Sangh 4, ýmsir smá flokkar 42 og óháðir 36. Iíongressflokkurínn er risa vaxinn, eins og bezt sést af þingmannafjölda hans við sið ustu kosningar. Hann cr orð inn 77 ára gamall og hefur setið að völdum allt frá því að Indland fékk sjálfstæði 1947, eins og fyrr segir Innan hans er að finna bæði hægri og vinstrisinnaða menn og allt þar á milli. Af beim.flokk ura, sem eru í an.dsióðu við Kenr>-reosflokkinn. em Praja sósíalistar fjafnaða rnveim) og kornmúnistar vinsírl meg in; við Kongressflokkinn. en .Tan Sanch og hinn tiltölulega nýi flokkur Swantantra hægra megin við hann. Það verður fróðlegl að sjá hvernig Swantantra gengur í knsnin?runum. bví að hann er eini flokkurinn, sem hefur stefnu, er í höJuðatriðum er ólík stefnuskrá Kongress flokksins. Leiðtogi flokksins er C. Rajagopalachari.sem áð ur var í Kongressflokknum og var náinn samstarfsmaöur Gandhis, en er nú rakinn I haldsmaður. Hann leggst ein dregið gegn hvers konar á ætlunarbúskap og vill sem allra minnst ríkisafskipti. Hann er orðinn 84 ára gamall og er ekki sjálfur í framboði Flokkur þessi fær aldrei mik ið af þingsætum, en það getur gefið nokkra vísbendingu um, hvor*. Indverjar skiptist að verulegu Iey'i í hægri og vinstri hvernig honum geng ur nú. Allir aðrir flokkar eru að meira eða minna leyti sósíal istískir og stærsta verkefni þeirra fyrir kosningarnar liefur verið að reyua að skýra fyrir kjósendum að hverju þeirra stefnuskrár séu frá brugðnar stefnuskrá Kon gressflokksins, og á þatta fyrs* og fremst við Praja •sósi alistana. Þess skal getið, að Jan Sangh er fyrsl og frerast Hindúaflokkur og byggir stefnu sína fyrst og fremst á árásum á allar mianiliíuía blakkir í ríkinu, fyrst og fremst múhammcðstrúar menn. Auk stóru flokkana er svo urmull af smáflokkum í hin um einstöku fylkjum, svo sein flokkur Sikha í Punjab, sem berst fyrir sérstöku Sikhariki þá er flokkur í Madras, sem berst fyrir dravidariki í suðri og þannig mætti lengi telja. í raun og veru er aðeins einn al-indverskur flokkur til, nefnilega Kongressflokkurinn Ýmisleg vandamál koffia fyrir í sambandi við kosning ar í landi, þar sem um 83% af kjósendum eru ólæsir og ó- skrifandi. Flokkarnir hafa sérstakar myndir sér til auð kennis auk nafna sinna, en auk þess er hver maður merktur með tússi, sem ekki þvæst af fyrr en eftir 14 daga til að koffla í veg fyrir, að menn greiði oftar en einu sinni atkvæði. Kjörstaðir eru um 250.000 talsins, eða um einn fyrir hverja 900 kjósend ur, og er þannig dreift, að eng inn á að þurfa að fara Iengra en hálfan kílómetra til aö komast á kjörstað. Kosið er í 494 sæti í Lok Sabha og þar að auki í 293ú-sæti á þingurn 13 af 15 fylkium. Frambjóð endur til Lok Sabha eru 1979 en til fylkisbinganua um 13.000. Úrslit munu Ii.ggja fyr ir í byrjun marz. Rétt er að minna.sí aðeins á kosninguna í Norðar-Bombay Þar cru aðeins tveir menn i framboði, Krishna Menon, sem er fyrir Kongressflokk inn og nýtur stuðnings komm únista og J.B. Kripalani, sem er óháður og nýtur stuðnings Pra ja sósíalista, Swatantra og Jan Sangh. Kripalani gengur til kosninga undir slagorðinu: Menon er fulltrúi Kínverja — ekki Indlands. KripaXani er 74 ára að aldri. Hann var áður forseti Kongressflokksins og síðar einn af stofnendum Pr^ja-sósialista 1951. Hann fór úr öruggu þingsæti til að berjast gegn Krishna Menon sem er ákaflega umdeildur innan Indlands og utan vegna stefnu sinnar í utanríkismál um og meintrar hollustu við kommúnismann. Nehru st.yð ur hins vegar Menon a. öllu afli og er talið, að úrslitin í Norður-Bomliiy muni gefía einhverja beztu vísbending una um raunverulega afstöðu hinna almennu kjósenda til Nehrus. Kommúnistar sem slíkir hafa goldið mikið af hroð vegna aðgerða kín verskra kommúnista á norður landamærum ríkisins, svo að ekki er að búast við veruleg um árangri þeirra i þessura kosningum. Ýmsir teija þó, að þeir muni styrkja nokkuð aðstöða sína víða með hvers kyns baktjaldamakk3. TALIÐ er, að % kjósenda í índlandi séu hvorki læsir né skrifandi, en geta kross- að! Flokksmerkin cru því á atkvæðassðlunum. Kongress flokurinn hefur tvo uxa, — P r a j aj a f n aðar m e rr< i tré, kommúnisíar bundin og sigð „Titraði honum ekki hondm" FRIÐRIK mætti Portisch í elleftu umferð og hafði svart. Ungverjinn náði bráð lega þægilegri stöðu og Frið- rik komst ekkert áfrant gegn honuin. Portisch jók stöðuyfirburði síua stöðugt, kom pcði upp á sjöttu línu °S voru menn Friðriks bundnir við að hindra frani gang þess. Eyddi liann mikl um tíma og er 15 leikir voru eftir af hinum tilskildu 40, átti hann aðeins eftir um fimm mínútur. Portisch átti skárri tíina og lék nú hratt. Síðustu tíu leikina lék Frið- rik á nokkrum sekúndum, en gaf sér samt tíma til þess að skrifa hvern einasta leik mður, vel og vendilega, og „titraði honum ekki hönd- in!“ (Eg skal játa, að ég svitnaði i:m lófana). Og viti menn, þegar viðureigninni við klukkuna og Portiseh lauk var staðan jöfn'. „Det rena trolleriet hos Olafson" skrifuðu sænsku blöðin dag inn eftir og er biðskákin var tefld á fimmtudag sömdu Friðrik og Portisch um jafn teflí eftir örfáa leiki. A næsta borði var svipaða sögu að segja. Kortnoj, sem oft lendir í tímaþröng átti í harðri baráttu við Uhlmann og hafði náð yfirburða stöðu, en Uhlmann notfærði sér tímaþröng andstæðingsins og náði jöfnu. Petrosian valdi mjög hægfara framhald gegn Benkö og virtist ex- Ungverjinn ekkert eiga eft- ir að vinna, en Petrosjan rat aði á réttustu leikina, og líka gafst Benkö upp á öll um sóknartilraunum, — og bauð jafntefli. Petrosjan athugaði stöðu sína lengi, en rétti loks fram höndina til sátta, — og þótti engum mikið! Geller átti lengi í erfiðleik um með Teschner, en vann svo á endanum eftir að Teschner hafði ekki fundið beztu leiðirnar. Fischer hélt sigurgöngu sinni áfram og virðist nú ekk ert geta stöðvað hann í Ieið inni í fyrsta sætið. Hann vann nú Schweber. Úrslit í 11. umferð. Stein —Aaron 1—0 Benkö — Petrosjan Vz-Vz Geller — Teschner 1—0 Kortnoj — UhlmannVs-Vs dr. F'ilip — Bertok V2-V2 Portisch — Friðrik V2-V2 Bilek — Cuellar 1—0 Barcza — German V2-V2 Gligoric — Pomar V2—V2 Yanofsky-Bisguier V2—V> Fisclier — Schweber 1—0 Rússarnir hafa spilað mjög sterkt undanfarnar umferðir og nálgast nú topp inn hröðum skrefum. f 12. umferð gcrðu þeir „hreint borð“ og unnu allir sínar skákir á sannfærandi hátt. Stein malaði Portisch í skemmtilegri árásarskák. — Kortnoj yfirsDÍlaði Teschner, Petrosjan átti léttan dag gegn liinum unga Aaron frá Indlandi. og eftir að Geller hafði hrundið árás Benkö, snéri hann vörn í sókn og vann með glæsibrag. Dr. Fi- lip, tékkneski risinn, náði góðu tafli gegn Uhlmann, er sannaði enn einu sinni, að heppnin er með honum í þessu skákmóti. Filip náði hættulegri sókn, en er Uhl- mann komst í tímaþröng fór Filip líka að Ieika hratt og nokkrir óvarkárir leikir kost uðu hann skákna! Kolumbíumaðurinn Cuell ar, sem vakti furðu skák- heimsins er hann vann Gell er og Kortnoi hvorn á eftir öðrum í tveim f.vrstu um- ferðunum, vann loks skák á ný. Varð Barcza að bíta í það súra epli. Friðrik tefldi liart gegn Bilek, en hann varðist vel og eftir hálfs fjórða tíma setu við skákborðið höfðu þeir aðeins leikið 13 Ieikí og Frarabald á bls. 7 i 4 21. febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.