Alþýðublaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 2
titstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Ijörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 4 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hv'erfisgötu -10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Aiþýðuflokkurinn. — 1 Lán endurgreidd | ÞEGAR VIÐREISNIN kom til framkvæmda, tók ríkisstjórnin hvorki meira né minna en 12 milljón dollara yfirdráttarlán hjá Evrópusjóðnum og alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Var lán þetta tekið til að greiða fyrir hinni breyttu skipan viðskipta- mála, er innfiutningur var gefinn frjálsari en fyrr cg margvíslegum höftum létt af. Stjórnarandstöðunni þótti þetta glæfralegt tiltæki. Hún gerði engan rmsn á yfirdráttarláni til að greiða fyrir viðskiptum, og venjulegum lánum til framkvæmda. Er þó sami munur á þessu og yf- irdráttarheimild fyrirtækis í banka, eða föstum lánum þess til framkvæmda. Nú hefur komið í ljós, að áætlunin um breyt- ingar á verzlunarsviðinu hefur staðizt. Seðlabank- inn hefur greitt upp hvern eyri, sem notaður var af hinu mikla yfirdráttarláni. Sýnir það, hve gjaldeyrisstaða landsins hefur batnað mikið og íive ólíkt ástandið í dag er þeim árum, þegar alltaf var gjaldeyrisskortur, alltaf öll lán og yfirdráttar- ^heimildir notaðar til fulls — og lausaskuldir að auki. Það er mikils virði fyrir þjóðina að halda þeirri sterku gjaldeyrisstöðu, sem unnizt hefur! Hún mun skapa möguleA'a til að taka önnur lán til þeirra framkvæmda, sem hljóta að verða næsti kafli í uppbyggingasókn þjóðarinnar. Vel heppnuð sýning SÝNINGIN á Louisiana safninu fyrir utan Kaupmanna'höfn hefur vakið mikla athygli í Dan mörku. Hafa blöðin ekki aðeins skrifað vinsam- Iega listdóma um sýninguna, heldur birt frá henni fjölda mynda, sett frásagnir upp á heilar síður og yfirleitt farið með hana eins og stórviðburð á, sínu sviði. Augljóst er, að á sviði myndlistar hafa íslend- ingar mikið að sýna öðrum þjóðum, sem vekur forvitni og virðingu. Telja danskir gagnrýnendur, að myndlistarmenn okkar standi nú fullkomlega yið hlið rithöfundanna, sem þó byggja á þúsund ára hefð — en myndlistin má heita barnung. Það væri æskilegt að geta sent slíka sýningu víðar, helzt til París, London, Miinchen og New iYork. Það er skylda okkar gagnvart listamönnun xim, að kynna þá sem víðast, og ánægjuleg kynn- ing fyrir þjóðina í heild. AMMWHMMIMMUMHMMMMMMUMWIUMMHMUMMVmV Hefur lenf I Washington, 20. febrúar. HINN fertugi John Hcr schnell G 1 e n n undirof- ursti liefur haft kynni af hættum mestairhluta ævinn- ar. Allt frá því flugmanns- þjálfun hans lauk 1942 hefur hann staðið andspænis dauð- anum með jöfnu millibili. I heimsstyrjöldinni síðari fór Glenn alls í 50 orrustu- ferðir gegn herstyrk Japana á Kyrrahafi, og í Kóreustríð- inu lenti hann í 100 flugorr- ustum. Á níu síðustu dögum Kóreustríðsins skaut hann nið ur þrjár MIG-flugvélar fjand mannanna. Alls hefur Glenn hlotið hið fræga flugmannaheiðurs- merki, Distingnished Flying Cross, sem fáum hlotnast, fimm sinnum, og 18 sinnum hefur hann unnið heiðurs- merki bandaríska flughersins fyrir hreystilega framgöngu. Glenn er maður sterklega vaxinn, með rauðleitt hár og græneygður. Ilann er þolin- "n móður og rólegur. Hann var fyrsti varamaður geimfar- anna Alan Shepard og Virgil Grissom, sem fóru stuttar ferðir út í geiminn í fyrra. Glenn-hjónin eiga tvö börn, John David, sem er 16 ára, og Carolyn, 13 ára. Fjölskyld an býr skammt frá Washing- ton. Tii þess að vera i „góðu formi“ hleypur Glenn ofursti a. m. k. þrjá kílómetra dag- lega, árið um kring. Eftir Kóreustríðið 'varð Glenn tilraunaflugmaður hjá handaríska flotanum, og hann komst í fyrirsagnir blaðanna 1957 þegar hann fyrstur manna flaug frá Eos Angeles til New York á meiri meðal- liraða alla ferðina en hraða hljóðsins. Athygli almennings í Bandaríkjunum beindist einn ig að Glenn seinna þegar hann vann 25 þúsund dollara í spurnngagetraun í sjónvarps inu. HANNÉS Á HORNINU Áskriftarsíminn er 14901 Nýr þulur í útvarpinu áýý Kvenmaður með karlmannsrödd Snjóskaflarnir á gang- stéttunum Orðsending til bæjar- verkfræðings SÍÐAN ÚTVARFIÐ missti einn sin nbesta þul, Jónas Jónas son, mun það liafa verið að leita fyrir sér um nýjan þul til aðstoð ar, því að vitalega eykst'þular- starf, mez sífelldri aukningu og lengingu dagskrárinnar. Útvarp ið mun hafaliaft hug á að koma sér upp kve.nþul, enda er ekkert- nema gott eitt um það að segja, því að hlustendur vilja hafa dá- litla tilbreytingu með þulina þannig að blæbrigðin þeirra sem lesa, séu sem fjölbreytilegust. EN ÞÓ AÐ vandi sé að finna nógu góða þu3i úr hópi karl manna, þá mun það miklu erfið ara að íinna góða kvenþuli. Maður gerir kröfu til þess að karl-þulir hafi karlmannlegar raddir hins vegar ætlast maður til að kvenþulir hafi kvenlegar raddir, hreimþýðar og hreinar. Undanfarið hefur ung stúlka, sem ég veit ekki einu sinni hvað [ heitir, verið látn lesa vð og við og smátt og smátt hefur verið ^aukið við hana. ' ■ ’ - | ÞARNA ER KOMIN KONA með karlmannsrödd, hrjúfa rödd og harkalega, einhverskonar miskunnarleysi í henni. Þó að harkan framhurði og lestri fari vel í munni Ragnars R. Árnason ar, sem er ágætur þulur, og ein hver sá áheyrilegasti, sem við eigum nú völ á, þá er þessi sama harka ekki skemmtileg af vörum konunnar. Mér er það ljóst, að maður getur vanist þul — og ekki má dæma eftir fyrstu heyrn en vel skal vanda, og ein hvern veginn finnst fólki, að rödd hinnar nýju les-konu sé ekki þægileg- Röddin og áhersl urnar rífa í sundur efnið sem jhún flytur. Það eru undarlegar aðfarir. HÉR ER ORÐSENDING til hins nýja hæjarverkfræðings frá Vegfarenda: „Bæjarverk fræðingarnir verða oft fyrir spjótalögum, stundum verða þeir sárir og stundum ekki, eins og gengur. Ég vona að hinn nýji foæjjalrvörkfræðingur, ,sem enn sem komið er, hefur ekki verið skammaður mikið, sé ekki allt of viðkvæmur, því að nú vil ég senda honum harðorð mótmæli og jafnframt tilkynna honum, að i ef hann bæti ekki ráð sitt, þá j skuli ég magna gjörningahríð að |honum HANN FER ALVEG eins að og fyrirrennarar hans. Hann er, ekki hótinu befri en þeir. Það þetta Þegar ófærð er á götunum hygg ég að honum svíði að heyra lætur hann hefla og ýtur ryðja snjónum upp á gangstéttirnar Að vísu lætur hann síðan bifreið ir mjakast meðfram stéttunum og menn síðan moka af stéttun um upp á bílana, sem síðan aka snjónum niður að sjó. Þetta erui svo aumleg vinnubrögð að engu tali tekur. Þarna eru snjóskafl arnir við gangstéttirnar þar sem ! strætisvagnar nema staða- og jþað er næstum því ógerningur | að komast yfir þá. Auk þess hafa I þeir valdið slysum. BÆ JARVERKFRÆÐINGUR verður að breyta til um þessi vinnubrögð. Það er bókstaflega ekkert vit í því að ýta snjósköfl unum upp á gangstéttirnar Ég er ekki verkfræðingur, en ég mundi hafa haldið, að ef ekki er hægt að ýta snjónum annað en upp á stéttirnar, þá ættu bílar og verkamenn að elta heflana og taka skaflana burt jafnóðum, Ég vona, að bæjarverkfræðingur reyni nú að fmna einhver ráð hið bráðast á því að ég nenni ekki að standa í svona skömmum". Hannes á horninu 2 21. fehr. 1962 — Alþýðublaði®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.