Alþýðublaðið - 21.02.1962, Side 13

Alþýðublaðið - 21.02.1962, Side 13
Útilegumennirnir. Afmælissýning 1862 — 1962. Listafélag Mennaskólans og Framtíðin. Skammt gerist nú stórra högga á milli hjá þeim Menntaskólanemum. Vart er lokið fyrstu sýningum á hinum dæilega skólaleik, En- arusi Montanusi, er þeir þeyta lúðurinn annað sinn og nú svo djarflega, að vek- ur alþjóðarumtal. Þeir hafa á eftirminnileg- an hátt heiðrað minningu Matthíasar Jochumssonar með sýningu á Útilegumönn- um hans. 1 fljótu bragði skoðað virð- ist það ekki þrekvirki um- talsvert að efna til sýningar á þessu vinsæla leikriti skáldmæringsins, en sé bet- ur að hugað, kemur ýmislegt ■ í ljós, sem veldur því, að þessi sýning verðskuldar fyllstu athygli og virðingu. Þar er þá fyrst til að laka, að Menntaskólánemar hafa gerzl svo djarfir, að færa leik inn upp í þeim búningi, sem honum var upprunalega feng inn eöa því sem næst. 1 öðru lagi verður að minn ast þess, að Þjóðleikhúsið sýn ir um sömu mundir Skugga- Svein Matthíasar, við aðra og belri aðstöðu, og með leik- kröftum, sem ætla mætti að stæðu hinum óreyndu skóla- nemum verulega framar. í þriðja lagi mætti nefna LAUGAVEGI 90-Q2 Skqðið bílana! Salan er örugg hjá okkur. Bifreiðir við allra hæfi. — Bifreiðir með afborgunum. MWWWWWWHWWWMM Kiergarður it&ugaveg 59. A.ll> «uu».» tirlmsnntfitul ar. — AfgTeíðnn) föt efti máll efttr naia«, «** Btattcn, fvrtr»»r* Vlltíma þá miklu fórnfýsi og samhug sem þessi sýning leiðir í ljós og er Menntaskólanum til hins mesta sóma, svo og þeim félögum, sem að henni standa. Hví skyldi það vera eitt- hvað þrekvirki að setja Úti- legumennina á svið í sinni upprunalegu mynd? Því er til að svara, að erfitt mætti telja að ná þeim hug blæ, sem Matthías hefur ætl- að frumgerð sinni, því and- rúmslofti og stemningu, sem fellur að jafn frumstæðum aðslæðum og leikurinn er sýndur við. Ennfremur hefði sv0 getað farið, að slíkt hefði orðið mjög vanþakklátt verk, leikhúsgestir eru aðrir, og öðrum eigindum leikrita og leikhúsa vanir en þeim, sem þessi sýning býður upp á. Þá er það ótalið, sem ætla mælti, að hefði orðið hár þröskuldur í götu óreyndra leikara. Öll hlutverk eru í höndum karlmanna, svo sem upphaflega var og sú raun er ósögð, sem slíkar aðstæður hljóta að valda þeim, sem að sianda. Eg minntist á það, að Þjóð leikhúsið sýnir Skugga-Svein um þessar mundir, við ólíkar aðstæður og betri þeim, sem eru í Samkomuhúsi Háskól- ans, og leiknum eru ætlaðar af hendi höfundar. Sú staðreynd gefur ósjálf- rátt tilefni til samanburðar og ælla mætti, að sá saman- burður hlyti að verða hinu unga fólki í óhag, og djarf- legar tiltektir að bjóða fólki, sem vant er íburði, glæsi- ► mennsku og þjálfuðu starfs- liði upp á svo lítið augna yndi, sem þetta, og ætlast til annars en vanþakklætis fyrir. Séu ‘ þessar tvær sýningar bornar saman — sýning Þjóð leikhússins og sýning Mennta skólanema — kemur í ljós, að sýning Þjóðleikhússins á Skugga-Sveini verður manni fyrst og fremst minnisstæð fyrir áberandi glæsimennsku, svo og fyrir tónlistina og söng inn þjálfaðan til þrautar, en sýning Menntaskólanema verð.ur í minningunni verð- mæt vegna allt annarra eig- inda; látleysis, upprunaleika leiks og umhverfis og djúp- stæðra þjóðlegra einkenna. Sýning Þjóðleikhússins er al- þjóðleg að yfirbragði, þrátt fyrir þjóðlegt baksvið. Sýn- ina Menntaskólans er ramm íslenzk. Með þessum orðum er ég ekki að fella neinn áfellis- dóm á sýningu Þjóðleikhúss- ins, ég mótmæli aðeins þeim blæ. sem sýningunni hefur verið gefinn, og gleðst um leið innilega yfir því, að vita, að Skugga-Sveinn og allt hans fólk á formælendur slíka, að hann skuli talinn þess virði að ganga á vit fólksins upp- runalegur °g íslenzkur. Baldvin Halldórsson leik- stjóri hefur þjálfað útilegu- mennina og á fyrir það miklar þakkir skildar. Eg tel, að Bald vin hafi tekizt forkunnarvel, að ná hinum réttu áhrifum í leiksviðssetningu. Honum hef ur tekizt, að samhæfa hinn stóra hóp skólapilta og gera úr þeim góðan hóp leikenda, sem þykir vænt um hlutverk sín og vinna þess vegna vel. 'Vera má, að finna megi að því hversu lítt hefur verið hirt um að uppræta ýmis sér- kenni einstakra leikenda — einkenni, sem teldust mikil lýti á sviði þjálfaðs leikara, en ég tel að Baldvin hafi far- ið rétt að því að samstilla ekki um of hiná mismunandi strengi. Með þeirri aðferð, sem hefur verið viðhöfð, verð- ur hljómur þeirra uppruna- legri og sannari, nær anda verks og sviðsetningar. Þá er að geta þess hóps skólapilta, sem hefur hlutverk á hendi. Nöfnin eru svo mörg og margt, sem segja mætti, að því verða engin fullnægjandi skil gerð hér, þó skal allra getið að nokkru. Ólafur R. Grímsson leikur Lárenzíus sýslumann. Ölafur er myndarlegur á velli og raddbeiting hans og hreyfing ar allar á sviði með sl'kum ágætum, að hann hefði sómt sér á sviðinu, þó að skólapilt- ar hefðu ekki verið svo hóg- værir að taka það fram, að um aldarafmæli væri að ræða en ekki listaviðburð. Ólafur Oddsson fer með hlutverk Sigurðar lögrettu- manns í Dal. Ólafur ber sig vel á sviði og beitir röddinni af smekkvísi. Njáll Sigurðsson leikur Astu í Dal. Njáll stóð sig með ágæt um, að sjálfsögðu skortir hann ýmislegt á tii þess að mega teljast trúverðug ímynd kvenmanns, en hann er hin glæsilegasla „slúlka á sviði,‘‘ og hann vann verk sitt snurðulaust og sjálfum sér samkvæmur og án þess að verða uppnæmur fyrir hlátr um áhorfenda og kynlegum aðstæðum á sviðinu. Stúdentana frá Hólum leika þeir Ólafur Davíðsson og Magnús Jóhannsson. — Gervi þeirra eru hin þokka- legustu og hlutverkin þokka lega með farin og þó hlut- verk Gríms í stórum betri höndum. Bændaræflarnir tveir Geir og Grani eru leiknir af Gunn- ari Jónssyni og Þórði As— geirssyni. Báðir gera þeir þeim trúverðug skil, án stór ágæta. Galdra Héðinn er í hönd- um Þórs Sigurbjörnssonar. Héðinn er hin herlegasta per- sóna í meðferð Þórs. Jón sterki er leikinn af Einari Bollasyni og var hann ekki áberandi maður á sviði, þó án lýta að marki. Gvendur smali er leikinn af Sverri Hólmarssyni. Sverrir gerði margt ágæta vel og varð góð skemmlun að, en ekki var laust við að Bessi Bjarnason væri nokkuð sterk bakgrunns fígúra í leik hans. Helgi Haraldsson leikur Grasa-Guddu mjög mjög Grasa-Guddu mjög elskulega og skemmtlega og af fullu ör yggi við erfiðar aðstæður. Margrét þjónusta var í höndum Þorbjörns Brodda- sonar og varð ekki áberandi persóna og tæplega nógu ör- u«a« Ögmundur útilegumaður er leikinn af Gunnari Gunn- arssyni. Gunnar gerði þessu hlutverki mjög sæmileg skil, en hlutverk Ögmundar er alls ekki þægilegt né létt í túlkun. Kristján Ragnarsson leikur Harald oft ágæta vel, en stund um af of litlu öryggi. Ketill skrækur, fíflið og fól ið, er leikinn af Ólafi Gísla- syni. Gervi hans var ágætt og rödd hans góð, en féll um of í skuggan fyrir Böðvari Guðmundssyni, sem leikur sjálfan höfuðpaurinn Skugga- Svein. Böðvar var oft stórkostleg- ur í hlutverki Skugga. Rödd in ógurleg og þrumandi. — Hinn frumstæði og óþjálfaði kraftur, sem Böðvar nýtti í túlkun hlutverksins var afar áhrifamikill og sannur. Fjölmargir aðilar hafa unn ið með Menntaskólanemum að framgangi þessarar sýning ar, þar á meðal bæði leik- húsin í borginni og er þeim það til mikils sóma. Leiktjöld voru yfirleitt á- gæt, innilega óekta og forn- leg, sem og sviðsbúnaður all ur. Leikhúsgestir hurfu 100 ár aftur í tímann og það var skemmtileg og eflirminnileg reynsla. H. E. Ketill skrækur og Skugga-Sveinn. Alþýðublaðið — 21. febr. 1962 |_3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.