Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 13
UM daginn birtum við mynd- ir af vortízku þeirra allra ýngstu, og þá er kominn tími til að tala um boðskap París- ar fyrir hinar eldri á þessu upprennandi vori: „Það er indælt að vera ung- í vor“, segja þeir, sem gerst þykjast vita. Bæði litir og línur fatanna eru sérstak- lega heillandi fyrir ungu stúlkurnar. Dragtirnar eru forspurslaust einkum fyrir ]>ær, sem eru yngri en þrítug ar, — en frakkana geta allir notað. FRAKKAB OG DRAGTIR vorsins eiga að vera „mjúk- Icgar“, sniðnar eftir líkaman um en ekki aðskornar. Dragt arjakkarnir eru mjög stuttir, og pilsin eru ýmist með „trom pet-Iagi“, b. e. víkka niður, eða með Vmar-fellingum, sem kallaðar eru, — b. e. loku fellingum, sem opnast að neð an. Sama máli gegnir um frakkana, sem nú eru alls ráð andi. Þeir eiga ekki að vera aðskornir, — en engum á þó að dyljast, að það er kona með barm og mjaðmir en ekki spýta, sem frakkan ber. Ým- ist víkka þeir lítið út eða meira, — en um eiginlega vídd er alls ekki að ræða. RAjJDI LITURINN tröll- ríður París, — og sagt er að sama sagan sé í Skandínavíu. En fleiri litir eru á boðstóln um svo sem blátt og mjög Ijósir litir, hvítt, blágrænt og grænn litur, sem kailast „stuð grænt“. Sagt er, að þótt litur- inn -beri óneitanlega æsandi nafn, — hljóti hann ekki sér- lega náð fyrir augum nor- rænna kvenna, — því að lit urinn er kaldur í köldum löndum, og fölt andlit sýnist enn fölara í nálægð hans. Mjúk efni, sem leggjast vel, eru mest í tízku, shantung og mjúk ullarefni. Fyrst minnst var á Skandí- navíu er rétt að geta þess, að sænskur tízkukóngur, Zober að nafni, hefur hrundið af stað geysilegri tízkuöldu, sem hefur þegar gripið um sig á Skandínavíu og er spáð sigri víðar. Hans meistaraverk eru molskinnsreiðbuxur, sem ungu stúlkurnar ganga nú í dagsdaglega í stað síðbuxna og „heima-sloppa“. Það þægi legasta við þessar rciðbuxur er það, að sagt er, að ekki þurfi að samræma buxurnar við uppruna sinn — þ. e. hesta, — en það væri dýrt spaug fyrir marga borgar- dótturina, sem vill tolla í tízk unni, að þurfa líka að kaupa sér liest. Nei, eigandinn þarf ekki að þekkja hest frá kú! Svar Parísar við þessum ískyggilega vinsælu reiðbux- um Zobers eru „bikini-bux urnar“, sem eru mjög „lágar“ og einkum ætl- aðar til notkunar við utan yfir-blússu“, — í heimahús um, á baðstrandarhótelum og við tvistdans, — en þá á blúss an að vera mátulega síð til þess að hún hylji nakinn lík- amann, — en nægilega stutt til þess, að hún lyftist upp í dansinum þannig, að sjá megi, að stúlkan er í „bikini-síð- buxuin“. Myndirnar eru svipmyndir af vortízkunni hér og þar. HÁRBÖND og hár- spennur ýmis konar hafa að undanförnu notið mikilla vinsælda úti í heimi. Þar fást hárbönd í öllum regn- bogans litum úr nælon teygju, — og þau bönd eru allra banda bezt, en á meðan að við bíð um eftir því, að þau komi í verzlanir hér, getum við reynt að búa okkur til bönd, — en nauðsynlegt er áð festa bandið saman með teygju, sem ekki sést undir hárinu, — annars rennur það. — Eina sá ég með skinn- band í Ijósa hárinu sínu. Skinnbönd fást í Vogue á Skólavörðu stíg, — kannski víðar, — þau fara vel við sum vetrarföt, — en þau eru dýr .... ★ KONA sagði mér, að bezta krem, sem hún hefði nokkru sinni reynt, væri Barna krem, — MEDICA. Þetta er íslenzk fram leiðsla, — og hún sagði, að efnafróður maður hefði sagt sér, að þetta krem væri sér staklega vel saman- selt. Hún notaði það fyrir næturkrem, dag- krem, hreinsunarkrem ,,, yfirleitt til alls, sem húð hennar átti að vera til blessunar, og sagði það gera sitt gagn á öllum sviðum. Einn kost hafði þetta krem til viðbótar, sem sé þann, að það er mjög ódýrt, krukkan kost- aði ekki nema rúmar tuttugu krónur. En sá er galli á gjöf Njarðar, að ég hef enn hvergi séð það í verzlunum, og í MEDICA var sagt, að það væri eingöngu selt til verzlana — ekki til einstaklinga! HEYRT EÐA (OG) SÉÐ Alþýðublaðið — 22. febr. 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.