Alþýðublaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 5
I LOK síðari heimsstyrjald arinnar var miljill skortur á íbúðarhúsnæði í Bretlandi. Fjölmörg íbúðarhús liöfðu skemmzt í loftárásum en öll styrjaldarárin hafði lítið ver ið unnt að bygrgja vegna her gagnafrainleiðslu og annarra afleiðinga þátttöku Breta í styrjöldinni. Á sviði húsnæð ismálanna biðu því mikil verk efni þeirrar ríkistjórnar er brezkir jafnaðarmenn mynd uðu í Bretlandi 1945. Var sett upp áætlun um miklar íbúðar byggingar. Ríkisstjórn breskra jafnaðarmanna beitti sér fyrir stórauknum afskipt um bæjarfélaga af íbúðar byggingum og á tímabilinu 1945-1950 reistu bæjarfélögin 79,1% allra nýrra íbúða í Bretlandi. Ríkisstjórn íhalds mjanna hélt áfram miklum íbúðabyggingum enda þótt þær yrðu ekki eins mikið á vegum bæjarfélaganna og áð ur. En frá 1945 og til síðustu árahóta munu hafa verið reist ar 4 milljónir nýrra íbúða í Bretlandi og má það teljast mikið átak. Þegar ég ferðaðist um Bret land í boði brezku stjórnarinn ar s.l. haust. átti ég þess kost að kynnast húsnæðismálum nokkuð í Bretlandi og þá eink uf þæíti bæjarfélaganna í lausn þeirra. Okkur íslending unum var boðið að heimsækja borgarstjórnina í Derby, sem er 140 þús. manna borg og fengum við m.a. að skoða þar nýtt íbúðarhverfi, sem borgar stjórnin hefur reist þar. Derby-borg rekur sitt eigið byggingafyrirtæki og lætur það byggja mikið af nýju íbúð arhúsnæði borgarinnar en auk þess lætur borgarstjórnin einnig einkaaðila reisa íbúðar hús. Fulltrúar borgarstjórnar innar tóku það skýrt fram, að yfirleitt. væru hús, sem byggð væru af byggingafyrirtæki borgarinnar sjálfrar ódýrari í byggingu en þau, sem reist væru af einkafyrirtækjum. „Ástæðan er sú, að við byggj um ekki til þess að græða penny á því, heldur til þess eins að útvega sem ódýrast í- búðarhúsnæð^, sagði einn fulltrúinn sem ég ræddi við um þessi mál. En þrátt fyrir það verður borgarstjórnin að skipta tals vert við einkabyggngafyrir tæki, bæði vegna þess að bygg ingafyrirtæki borgarinnar sjálfrar kemst ekki yfir að byggja nóg sjálftsvo og vegna þess að stór einkafyrirtæki í byggingaiðnaðinum liafa yf ir Þeirri tæki að ráða, sem gerir kleift að byggja á skömmum tíma. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur Derbyborg reist 9000 í búðir. Hafa allar þær íbúðir verið leigðar út. Er það mjög algengt í Bretlandi að bæjar félög leigi út íbúðir, sem reistar eru af bæjarfélögun- um sjálfum og tiltölulega fáar íbúðanna eru seldar. En ástæð an fyrir þessu er sú, að segja má að í Bretlandi sé húsa leigukostnaðurinn greiddur niður af ríkinu. Á það sér s*að í því formi að ríkið veitir styrki til bæjarfélaganna, ákveðna upphæð á hverja í búð á hverju ári. Rikisstjórn brezkra íWaldsmanná hefur síður en svo dregið úr þessum styrkveitingum til íbúðabygg inga. En að vísu hafa styrkir þessir tíðkast í einhverju formi síðan 1919. Til íbúð'a sem reis‘ar eru til útrýmingar BÆJARÍBÚÐIR 1 BIRMINGIIA3M óhæfu húsnæði (slums) eru veitt 24 pund á ári (2880 kr.) og séu bæjarfélögin í miklum fjárhagsörðugleikum getur styrkurinn numið allt að 40 pundum á íbúð á ári. Bæjar félögin hafa það venjulega þannig- að þau taka lán þegar þau reisa nýjar íbúðir og nota síðan ríkisstyrkina í afborg anir af lánunum Leigan á bæjarhúsunum er ákveðin mjög lág og alls ekki miðuð við kostnaðarverð íbúðanna heldur öllu heldur við her bergjafjölda íbúðanna og fjöl skyldustærðir. Sem dæmi má nefna að leigan fyrir fjögurra herbergja íbúð, sem reist var 1926 er 15 shillingar á viku (90 kr.) auk 11 s. 3 d. sem bætt er við í gjald til bæjarins (nokkurs konar útsvar) eða alls 156 kr. á viku. En leigan fyrir jafnstóra íbúð sem reist er i dag og kostar 2 þús. pund er 1 £ 3 s. 6 d. auk 12 s. og 3 d. í bæjarskatt eða alls 215 kr. á viku. í rauninni er það svo, að leigan fyrir íbúðir sem reistar voru fyrir stríð er til vera en leigan fyrir eftir- tölulega hærri en hún ætti að stríðsíbúðir aftur á móti held ur lægri þannig, að segja má, að þeir sem greiða fyrir gömlu íbúðrnar eigi þátt í því að greiða niður leiguna á nýju íbúðunum. Undanfarin ár hcf NÝRRA ÍBÚÐA 16 ÁRUM ur brezka ríkið veitt um 100 millj. punda árlega í styrki til íbúða. Við skoðuðum leiguíbúðirn ar í Derby og það sem va&i athygli okkar var það hversu vel virðist gengið um þær. Fólkið á ekki þessar íbúðir sjálft en samt virðist það kappkosta að halda þeim í góðu útlitj. Forstöðumaður bygginganna í Derby tjáði okkur að einungis 5% gengju illa um íbúðirnar. Við áttum þess kost að ræða við fólkið í nokkrum íbúðum og fengum m.a. upplýsingar um kaup mannanna. Við heimsóttum járnbraut arstarfsmann, sem vinnur að viðgerðum hjá járnbrautun um. Kaup hans reyndist 12 pund á viku (1440 kr.). í húsa leigu greiddi hann 1 £ og 12 shillinga og 3 pence á viku fyrir þriggja herbergja íbúð eða um 193 krónur. Einnig heimsótíum við véjaviðgerðar mann, sem bjó í fjögurra her bergja íbúð. Kaup hans var 16 pund á viku og húsaleigan 1 £ og 16 shillingar. Og að lok um heimsóttum við konu starfsmanns í Rolls Royse verksmiðjunum. Þau bjuggu einnig í fjögurra herbergja íbúð. Leigan reyndist 1£ 16 sh. og 10 d.. Konan sagði að eiginmaðurinn hefði góða stöðu hjá RoIIs Royse sem verkstjóri. En hún vildi helzt ekki segja hvaða kaup hann hefði. Við gizkuðum á að það væri 17-18 pund á viku. Það vakti athygli okkar hve vel var gengið um allar þessar í- búðir þar eð hér var um leigu íbúðir að ræða. íbúðirnar áttu það sameiginlegt að þær voru látlausar, engar Iúxus íbúðir en mjög þokkalegar. En leigan er einnig lág eða innan við 900 kr. á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð ir. Svo lág leiga þekkist vissu lega ekki hér á landi en ástæð an fyrir hinni lágu Ieigu í Bretlandi er sem fyrr frá seg ir sú, að brezka ríkið greiðir hana niður. Mér virtist af samtölum við fulltrúa borgarstjórnarinnar í Derby, sem byggingarkostn aður væri þarna mun lægri en á íslandi. Okkur var tjáð að það kostaði 1400 pund að reisa 950 rúmmetra hús sem við sáum eða 168 þús. ísl. kr. Það var enginn íburður í byggingu þessa húss en þó var hér um að ræða þokkalegasta íbúðarhús. Er greinilegt að Bretar byggja mun ódýrari en við íslendingar enda sáum við hvergi slíkar lúxusíbúðir, sem þær er reistar hafa verið í stórum stíl hér síðustu árin og kostað offjár. Enda þótt bæjarfélögin reisi einkum leiguíbúðir er einnig byggt mikið af söluí búðum í Bretl. enda er unnt að fá hagkvæm lán. StarfamJi eru í Bretlandi um 750 bygg ingafélög, sem úívega lán en reisa ekki sjálf íbúðirnar. Eru Iánin yfirieitt íil 20-30 ára. Mörg dæmi eru um það að bæjarfélögin hafi samvinnu við byggingafélög þessi og geta Iánin þá numið allt að 95% íbúðarverðsins. 1955 gerði brezka stjórnin áætlun um það hve margar ó- hæfar íbúðir (slums) væru í Breílandi. Niðurstaðan var sú að í Englandi ogWales væru 850 þús. óhæfar íbúðir, í Skot landi 150 þús. og í Norður-ír landi 50 þús. Á tímabilinu 19 56-60 tókst bæjarfélögum í Englandi og Wales að loka 255 þús. slíkra íbúða og taka í notkun nýjar i staðinn. Á sama ííma var 46.943 óhæíimi íbúðum lokað í Skotlandi. Mest hefur verið byggt. á einu ári í Bretlandi árið 1954 en þá voru byggðar 354.255 íbúðir. Árið 1960 voru reistar ; 304.255 íbúðir. En talið er að ' byggja þyrfti 329.500 íbúðir á ári til þess að unnt væri að mæta þörfinni. í árslok 1961 var fjórða hver fjölskylda í Bretlandi í íbúð, sem reist hafði verið eftir stríð. Brezka stjórnln veifir bæjarfélögum styrki til íbúðabygginga Alþýðublaðið — 25. febr. 1962 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.