Alþýðublaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 4
Munur á Tryggva og Tímanum í dag RÚMLEGA ár er liðið, síð an landhelgisdeilan við Breta var leyst með þeim hætti, að -fiest erlend blöð töldu stórsig tir fyrir íslendinga. Kommún istar og framsóknarmenn gerðu þá pólitísku kórvillu að ^núast á móti þessari lausn málsins. En þeir fengu engar undirtektir hjá þ j ó ð i n n i. Þeir urðu að hætta við mót mælafundi, sem þeir ætluðu að halda um allt land, því allir hugsandi landsmenn fögnuðu sigri og friði. Samningar við Færevinga og Þjóðverja sigldu í kjölfar ið, eins og skýrt var frá í upphafi, að verða mundi, Nú hefur alþingi haft þá sanm inga til staðfestingar og kom þýzki smningurínn til um ræðu í v i k u n n i, sem leið. Hafði umræðan dregizt vik um saman samkvæmt ósk framsóknarmanna, enda varð hún eftirminnileg. Kommúnistar eru raunsæir í stjórnmálum. Þeir skilja, að :mál þetta er fyrir löngu tap að fyrir dómstóli þjóðarinnar. Þeir þ ö g ð u við umræðuna. .Hins vegar virðast framsókn -armenn ekki skilja þetta, og "Þórarinn Þórarinsson hélt hina furðulegustu ræðu um -jnálið. Hellti hann svívirðing Tim yfir Vestur Þjóðverja, vangfærði staðreyndir máls ins og heimtaði, að samning irrinn yrði felldur. Menn eru ýmsu vanir frá JFramsóknarflokknum í utan xíkismálum, þegar hann er í stjórnarandstöðu. Þá er hann reikandi og ábyrgðarlaus, og fer með þessi viðkvæmustu •mál þjóðarinnar eins og þau væru þýðingarlaus hreppa mál, sem hægt er að spila með Á atkvæðaveiðum. Oft hefur þetta haft -hrapalegar afleið ingar fyrir fiokkinn. Eitt <iæmi var það, að aðeins tveir framsóknarmenn greiddu at kvæði með inngöngu Islands í Sameinuðu þjóðirnar. Ann að dæmi gerðist, er dr. Krist inn Guðmundsson, þeirra eig in flokksmaður, var utanríkis ráðherra. Hann sat vorið 1956 í forsæti NATO ráðsins í París og gaf yfirlýsingar um að styrkja þyrfti varnir bandalagsins og andstöðu •gegn kommúnisma. Sömu dagana gekkst Hermann Jón asson hér heima fyrir sam þykkt um brottför hersins — til að veiða á það atkvæði. Þessi skollaleikur var bæði dr. Kristni og þjóðinni til skammar á alþjóðlegum vett vangi. Þriðja dæmið er stuðn ingur framsóknarmanna við hlutleysishreyfingu kommún isla með alls konar undir skriftum og skrifum f Tíman um síðustu 2—3 árin. Er ekki kominn tími til að Framsóknarflokkurinn taki ákveðna afstöðu til utanríkis mála og standi við hana? Hvað segja fulltrúar á mið- stjórnarfundi flokksins, sem nú stendur yfir í Reykjavík? Standa þeir á bak við þann óvirðulega skollaleik, sem Þórarinn lék á alþingi í vik unni? Ein furðulegasta kenning Þórarins var sú, að Bretum og Þjóðverjum hafi verið fengið „stöðvunarvald“ á frekari aðgerðir íslendinga, af því að deilum varðandi út víkkun landhelgi skal vísa til Alþjóða dómstólsins í Haag. íslendingar hafa hingað til alltaf fært út fiskveiðilögsögu sína í samræmi við alþjóðalög og einmitt farið þar í slóð, sem Alþjóða dómstóllinn hef ur rult, eins og 1951. Við höf um ekkert að óttast í því sambandi. Annars er fróðlegt að íhuga þetta nánar. Þegar haldið var hátíðlegt 1000 ára afmæli al þingis 1930, vildu íslendingar gera eitthvað á alþjóðlegum vettvangir sem vekti athygli og traust á þjóðinni. 'Var valin sú leið að gera gerðardóms samninga við öll hin Norður löndin, og voru þeir staðfestir af alþingi á hátíðarfundi á Lögbergi. Efni þessara samninga var, að íslendingar og Norður landaþjóðirnar sömdu um að leysa deilumál sín friðsam legS og lúta úrskurði dóm stólsins í Haag, hvenær sem ekki semdist um málin. Þá sagði Tryggvi Þórhallsson á Lögbergi; „Það mun engum blandast hugur um, að vel fari á þvf á þúsund ára af mæli íslenzka ríkisins að und irrita samninga um gerðar dóm og aévinlega friðsamleg úrslit mála milli okkar og frændþjóðanna“. Og Jón Baldvinsson sagði: „Samningar þeir, sem fyrir lítilli stundu voru undirritað ir hér af fulltrúum Norður landaþjóðanna, eru f rauninni ekkert annað en það að láta í ljós og festa á pappírnum þá hugsun, sem er ríkust með okkur íslendingum, að útkljá á friðsamlegan hátt öll deilu mál . . Hvílíkur munur á reisn Tryggva Þórhallssonar eða tækifæris stefnuleysi Þórar ins Þórarinssonar nú, þrjátíu árum síðar! Hvílíkur munur á víðsýni Tryggva og Jónas ar, er þeir börðust fyrir að ísland gengi í Þjóðabandalag ið, eða hálfkommúnistískum skrifum Tímans um utanrík ismál nú á dögum! nefnist erindi, sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðvent-kirkjunni í dag, sunnu- daginn 25. febr. kl. 5 e. h. Blandaður kór og tvöfaldur karlakvartett syngja. Allir velkomnir. Kvi 'kmyrh dír Hafrji.rbíó: Hús hinna f«r dæmdu — mynd gerð eftir sögu Poe — ógurleg;, en afar vel gerð og leikin. Bæjarbíó Hafnarfirði: Saga unga hermannsins — ljóðrænt listaverk. Shanna Prokovenko leikur annað aðalhlutverkið í „Saga unga hermannsins.“ Edgar Allan Poe var mikið skáld, en tarjálsemin leyndist í honum alla ævi og litaði verk hans hræðilegum skuggum. Myndin, sem HAFNARBÍÓ •sýnir nú, er gerð eftir sögu hans einni, er segir frá systkin um, er búa saman í gömlu Frh. á 11. síðu. ■ ■ H® Utsvor 1962 Borgarstjórn Reykjavíkur 'hefur ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í útsvör 1962, sem svarar helmingi útsvara hvers gjáldanda árið 1961. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborg- unum og eru gjalddagar 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 12 Vz af útsvari 1961 hverju sinni, þó svo að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálf- um tug króna. Reykjavík, 24. febrúar 1962. Borgarritarinn. 4 25. fefbr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.