Alþýðublaðið - 13.03.1962, Page 8

Alþýðublaðið - 13.03.1962, Page 8
tft'mwMWHW <wv% Hinn illrœmdi gestapóíor- iingi Erieii Bunke, sem var í Danmörku á stríðsárunum, mun nú verða að svara til saka fyrir gerðir sínar þar. Hefur nú verið ákveðið að höfða mál á hendur honum í Frankfurt Bunke mun þó ekki einn þurfa að svara til saka, held- ur hafa 5 aðrir verið ákærð- ir, sem voru léiðandi menn í liði gestapo á stríðsárunum í Danmörku. BOVENSIEPEN 21 MORÖ Það var að miklu leyti danska dagblaðið Berlinske Tidende, sem dró fram í dags ljósið sannanir gegn Bunke síðastliðið vor, en það voru morð á 11 dönskum ríkis- borgurum. Það eru þrjú mál, sem Bunke verður sóttur til saka fyrir. Mál hinna þriggja fanga úr neðanjarðarhreyf- ingunni, sem sóttir voru 1944 í Venstre Fængsel og skotnir „6 flótta”. Mál 11 manna úr neðanjarðarhreyfingunni, sem skotnir voru á þjóðveg- inum milli Ringsted og Hró- arskeldu og að lokum atburð- ur, er skeði í febrúar 1945, þegar sjö frelsishetjur voru skotnar í hnakkann. Einn maðurinn úr hópnum lifði þó af hnakkaskotið og verður þýðingarmikið vitni í væntan legum réttarhöldum. Það er fyrir afbrot í sam- bandi við þessi þrjú mál, sem hinir mennirnir eru ákærðir. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í þessum mis- kunnarlausu glæpum og hafa á einhvern hátt stuðiað að þeim eða séð um framkvæmd þeirra. Ákæran gegn einum þeirra, Naumann, er fyrir dráp á þrem mönnum, Bovensiepen og Hoffmann eru líka ákærð- ir fyyrir nokkur morð, og Panehe, sem var SS-foringi, er ákærður fyrir að hafa fyr- irskipað morðin. Hoffmann og Mildner, sem voru gest- apo-foringjar, - eru ákærðir fyyrir að hafa séð um fram- kvæmd sumra þeirra morða, sem Bunke fyrirskipaði. Sumir þessara þýzku stríðs- glæpamanna hafa verið dæmd- ir áður. Panche hefur t. d. verið dæmdur í 20 ára fang- elsi og var gerður landrækur úr Danmörku 1953. Bovensie- pen fékk lífstíðarfangelsi og var honum ásamt Hoffmann vísað úr landi. Mildner hefur hins vegar hvorki verið á- , kærður fyrr í Danmörku né Þýzkalandi. FORTÍÐ BUNKES Erich Bunke er fæddur í 1907 í Magdeburg. Fyrir- stríðið var hann tollgæzlu- maður. Hann kom til Dan- merkur 1943 og var þá yfir- maður þeirrar deildar gest- apo, sem hafði með alls kon- ar „terror” og pólitísk morð að gera. Síðustu daga stríðs- ins flúði Bunke til rúss- neska hernámssvæðisins, en 1954 kom hann til Frankfurt og gekk aftur í þjónustu toll- gæzlunnar. — Hann skýrði þá frá því, að dönsk yfirvöld leituðu sín, en fékk samt starf sitt. Hann hækkaði fljótt í tign í tollþjónustunni, og stóð til að setja hann í æðri stöðu, þegar upp komst um glæpi hans og hann var fang- elsaður í október 1960. Tæpu ári seinna var hann svo látinn laus aftur, vegna þess að dóm stóllinn, sem rannsakaði mál hans, fannst sönnunargögnin of lítil. Var Bunke þá að lok- um dæmdur laus úr fangelsi. Bunke er enn laus frá störf- um; en fær samt töluverðan hluta launa sinna. Verjandi Bunlce við réttarhöldin verð- ur ungur Þjóðverji, dr. Hans Schalast, en ákærandinn verð ur dr, Fritz Bauer, sem er danskur ríkisborgari, en þýzk ur að uppruna. FLEIRI MÁL Þegar mál þessi koma fyrir réttinn í sumar, verður það síðasti möguleiki Dana til að fá þennan gestapoforingja, PANCKE sem menn óttuðust svo mjög á stríðsárunum, dæmdan fyr- ir illvirki sín. Ákærandinn, dr. Bauer, er sérfræðingur í málum gegn stríðsglæpamönnum og hef- ur t. d. nýverið lagt síðustu hönd á mál gegn dr. Heide, sem ákærður er .fvrir morð á 100 þús. manns á stríðsáruh- um. Bauer undirbýr nú einn- ig mál gegn danskfædda gest- apomanninum Carl Walther Rasmussen, sem brátt kemur fyyrir rétt í Hamborg. Danir safna nú sem óðast sönnunargögnum gegn hin- um ákærðu striðsglæpamönn- um. því margir eiga enn um sárt að binda í Danmörku af þeirra völdum. My Fair Lady kvikmynduð Vinsælasti söngleikurinn í allri sögu Broadways, „My fair Lady” verður nú bráð- um kvikmyndaður, Warner Bros kvikmyndafélagið hefur keypt leyfi til að kvikmynda leikinn. Kvikmyndaframleið- endur í Hollywood hafa lengi sótzt eftir réttindum til að kvikmynda þetta fræga verk, og hefur nú Wamer borið sigur af hólmi í því kapp hlaupi og varð að leggja út 5,5 milljónir dollara eða tæp ar 250 milljónir króna og er það lýgilega há upphæð fyrir kvikmyndarétt. Strax og samningurinn hafði verið undirritaður til- kynnti Warner Bros, að nú yrði undir eins hafizt handa um að undirbúa kvikmynda- tökuna. „Þetta er eitt mesta tækifæri, sem við höfum fengið í hendurnar” sagði Warner, „og við hættum ekki fyrr en við höfum fengið mestu leikkrafta heimsins í öll helztu hlutverkin. Enn heldur „My fair lady” áfram sigurgöngu á Broad- way. Leikurinn hefur nú ver- ið sýndur 2500 sinnum fyrir fullu húsi og yfir þrjár millj- ónir manna hafa séð leikinn í þessu leikhúsi einu. Að auki hefur stykkið verið leikið og sýnt í fjölda borga um víða veröld. Skyldi snillingnum Shaw nokkurn. tíma hafa dottið þessar einstæðu vin- sældir í hug! ★ Maður nokkur féll á bíl- prófi í Mexícó City fyrir nokkru. Ástæðan var sú, að hann vissi ekki hvað nokkur umferðarmerki þýddu. Það furðulega. við manninn var þó, að hann hafði unnið undr anfarin 17 ár við að mála umferðarskilti. ERICH BUNKE, sem ákærður er fyrir morð á 11 Dönum. ★ HÉR ER ZIZI J kona, háfætt dansi kónginum YVES Sr iN er að rauni slá í Til að forða missl fram, að dansmeyj gift. ★ FRANCOISE S móðir enn á ný, — kom hún heim til I inum sínum, Bob þau höfðu Iokið k* hjónin að horfa á ara, Jacques Chazo og Sagan kann að hún sagði við list; „Ég sveik Elisabe þín", — en hin fra mitt í Óperunni þe< 8 13. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐK)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.