Alþýðublaðið - 27.03.1962, Page 10

Alþýðublaðið - 27.03.1962, Page 10
I i I ! í f t y í \ spennandi leik ★ ÍR SIGRAÐI Körfuknattleiksfélag Reykjavík- ur í meistaraflokki karla á sunnu- dagskvöldið með 84 stigum gegn 62. Leikurinn var hinn skemmtileg asti og spennandi á köflum. í I. flokki karla sigruðu stúdentar Ár- mann með 53:38 og komu þau úr- slit mjög á óvænt. Á laugardaginn voru háðir þrír leikir. í I. flokki sigraði Ármann ÍR með 43 stigum gegn 34 í mjög hörðum leik. Hafði fyrri leikur þessara félaga verið kærður af Ármanni, vegna form- galla og úrskurðað var, að hann skyldi endurtekinn. Þar sem Ár- mann tapaði fyrir stúdentum á sunnudag má búazt við, að ÍR og Ármenningar verða að leika í þriðja sinn, til að úrslit fáist. í meistaraflokki karla sigraði KR stúdenta í hörkuleik, 60 stig gegn 52. Þriðji leikurinn á laugardag var í 3. flokki karla, en þar sigr- aði KFR Ármann með 15:4. Meistaraflokkur karla: - ★ ÍR-KFR 84:62 (42:29). Þessa leiks var beðið með tölu- verðri eftirvæntingu, enda voru áhorfendur fleiri en verið hefur á íslandsmótinu til þessa. Leikur- inn hófst með miklum hraða og það var KFR, sem hlaut fyrsta stigið, er Sigurður Helgason skor- ar úr vítakasti, en skömmu síðar nær ÍR yfirhöndinni, er Helgi Jó- hanns sendir boltann í körfuna með glæsilegu sveifluskoti. ÍR- ingar hafa svo yfirhöndina næstu mínútur, komust t. d. í 6:1, en Þorsteinn Hallgrímsson skorar fyrir ÍR í leiknum gegn KFR. Hann var be>.ti maður ÍR-liðsins. 10 marz 1962 —, ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sex hlutu silfumælu í GÆR VARÐ Knattspyrnusam- baÆnd slands 15 ára, én í því til- efni var opið hús í Glaumbæ og kaffi og veitingar á borðum. — Margir velunnarar KSÍ voru þar mættir til að árna sambandinu heilla í tilefni þessara tímamóta. Björgvin Schram, formaður KSI flutti ávarp ’ og þakkaði öll- um þeim, sem sýnt hafa KSI vin- semd og stuðning á undanförnum árum, en þeir eru margir. V'ið þetta tækifæri sæmdi KSÍ sex menn silfurnælu sambandsins fyr- ir vel unnin störf í þágu knatt- spyrnunnar, en það voru þeir Ag- nar Klemenz Jónsson, fyrsti for- maður KSÍ, Jón Sígurðsson, sem var formaður KSÍ um nokkurra ára skeið, Guðmundur Ólafsson, sem um fjölmörg ár var þjálfari KR og formaður KRR í mörg ár, Frímann Helgason, en hann hef- ur starfað fyrir knattspyrnuna um árabil, Ragnar Lárusson í stjórn KSÍ og ' stjómarmaður nærri öll ár sambandsins og loks Ármann Dalmannsson, formaður ÍBA, en hann hefur starfað mikið fyrir knattspyrnuna á Akureyri árum saman. Karl Jóhannsson KR er einnig með í körfuknattleik, en hann er þó j Hóf þetta var í alla staði hið enn frægari sem handknattleiksmaður. ánægjulegasta. KFR sækir á um miðjan hálfleik- inn og kemst yfir við gífurleg fagn aðarlæti, þeir komast í 15:14 og 19:16. ÍR nær sér svo verulega á strik undir lok hálfleiksins og skorar hverja körfuna af annarri, þannig að staðan í hléi var 42:29. Var samleikur ÍR-liðsins og fjöl- breytni og hraði í leik oft með á- gætum. ★ KFR MINNKAÐI BILIÐ í 5 STIG - SÍÐAN DRÓ í SUNDUR Siðari hálfleikur hefst með sama fjöri og iiðin skora á víxl til að byrja með. En er nokkrar mínút- ur voru liðnar minnkar bilið stöð- ugt, þannig að um miðjan hálf- leikinn er staðan 58:53 fyrir ÍR og spenna komin í leikinn aftur. Þá er eins og úthald þeirra KFR- manna sé búið, ÍR-ingar skilja vörn þeirra hvað eftir annað eftir og skora 24 stig gegn 9 síðustu 10 mín. Annars er eins og flesta körfuknattleiksmenn okkar skorti þrek og úthald, þeir eru flestir hálf linkulegir í lok leikjanna. Bæði liðin léku maður á mann og tókst ÍR betur upp í vörninni, auk þess er ÍR-liðið mun jafnara en KFR. Beztur hjá ÍR var Þor- steinn Hallgrimsson eins og venju lega, en Helgi Jóhannsson átti einnig ágætan leik og skoráði 24 stig. Hann er auk þess aðal skipu- leggjari liðsins. Ungu leikmenn- irnir Einar Hermannsson og Sig: Gíslason vöktu athygli. — Hjá KFR voru Einar Matthíasson, Mar inó Sveinsson og Sigurður Helga- son beztir, þeim siðastnefnda er alltaf að fara fram. Dómarar voru Jón Eysteinsson og Guðjón Magnússon. Þeir dæmdu allvel, en stundum gætti misræmis í dómum þeirra og fyrir kom, að sá sem braut hagnaðist á brotinu, þannig að karfa var dæmd ógild, en vítakast misheppnaðist. Borgardómarar og hjón sigruðu MEISTARAMÓT Reykjavíkur í* badminton var háð í Valsliúsinu um helgina og var k'eppt í meist- ara- og I. flokki. Reykjavíkurmeist ari í einliðaleik varð Óskar Guð- mundsson, en hann sigraði einnig í fyrra. Óskar keppti til úrslita við Jón Árnason og keppnin var jöfn og skemmtileg. Óskar vann fyrsta leikinn 15-10 en Jón vann annan með 15-10. Þriðja leikinn vann svo Óskar eftir hörkukeppni og framlengdan leik 18—13.. Jón hefur. keppt í fá ár og er mjög efnilegur. Óskar og Einar Jónsson sigruðu í tvíliðaleik, þeir mættu Wagner Walbom og Þóri Jónssyni í úrslitum og umíu báða leikina með 15 — 8. Hjónin Jónína Niljóhníusdóttir og Lárus Guðmundsson sigruðu í tvenndarkeppni, en í úrslitunum léku þau gegn Jóni Árnasyni og Gerðu Jónsdóttur, hirini kunnu handknattleiksstúlku úr KR. Þau sigruðu með 18 — 14 og 15 — 18, Framhald á 13. síðu. Úrslit i kvold í KVÖLD lýkur innanhússmóti KSÍ í knattspyrnu að Hálogalandi og verður keppt til úrslita. í gær- kvöldi voru háðir margir skemmti legir leikir og má búast við, að enn meira fjör verði í kvöld. — Keppnin hefst kl. 8,15. EINS og skýrt hefur verið frá áður hér á.síðunnið hef- ur ísland tilkynnt þátttöku í svokölluðum „Polarcup“, sem haldinn verður í Stokk- hóími 2.-4. nóvember næst komandi í tilefni 10 ára af- mælis sænska Körfuknatt- leikssambandsins. Er hér um „óopinbert” Norður- landamót að ræða og úr- tökumót fyrir næsta Evrópu mót í körfuknattleik, sem haldið verður í Póllandi 1963, en þátttaka í því verð- ur það mikil, að hafa verður undankeppni. Stjórn Körfuknattleiks- sambands íslands stendur fyrir æfingu fyrir mót þetta,v en það . verður fyrsta stór- mót, sem ísl. körfuknatt- leiksmenn taka þátt í. Einri þáttur þessarar þjálfunar eru þrek og úthaldsæfingar, sem Benedikt Jakobsson sér um. Þessar æfingar eru nijög illa sóttar, það eru víst að-( eins tveir leikmenn, . sem sýna þeim verulegan áhuga. Það réttasta, spm Körfu- knattleikssambandið gerði ef sama deyfð helzt, væri að hætta þátttöku, því að hvað er samband, sem varla á fyr- ir frímerkjum frekar en önn uri sérsamböndin hér, að berjast við að senda þá íþrótta menn á alþjóðamót, sem ekki sýna meiri áhuga en hér á sér stað. — Ö. i i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.