Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 7
1 IW4WUiUWm4UUUUUUUiUUU%WHUHU%V\UiUUHUUiUiHUUiUUiUiUWiUW4UWl^Mi lUiUUUUiUU^UUUUUUUUUUUUUUUUUU ) - I ÞAÐ er aívarlegt athugunar- efni, að síðan Arið 1950, hef- ur verkun á óverkuðum saltfiski hrakað mjög, og eru þær upp- lýsingar úr skýrslu Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið- enda fyrir framleiðsluárið 1960. Það ár flutti SÍF út 16.716 lestir af óverkuðum saltfiski, (stórfiski). Af því magni reýnd- ust: Nr. 1=5835 lestir eða 34.9% Nr. 2=5374 ” ” 32.1% Nr. 3=4191 ” ” 25.1% Nr. 4=1316 ” ” 7.9% 16.716 lestir 100.0% En við þetta er það að at- huga, að 1960 voru verkaðar 9000 lestir, sem kom fram sem 5500 Iestir af þurrkuðum salt- fiski, sem að mestu hefðu verið 3ja og fjórða flokks vara. Eru þá endanlegar tölur um vörugæði í mati þannig að: 43.59% af þorskafla í salt voru nr. I. og II, en 56,41% nr. III og IV. 100.0% Illiðstæðar tölur nokkurra fyrri ára gefa nokkra hugmynd um afturförina í verkuninni, og eru þær birtar hér til saman- ,burðar: 1950 voru 95.3% I. og II. fl. fisk. 1955 ” 85.8% 1958 ” 81.8% -”- 1959 ” 70.89% 1960 ” 43.59% -”- Hefur því gæða-prósentan frá 1950 til 1960 eða í 11 ár Iækkað úr 95.3%, sem fór í I. og II. fl. í 43.59%, eða meir en um helming. Nú mun útborg- unarverð á II. fl. vera kr. 1100 minna á lest, en á I. fl. og kr. 2200 minna á III. fl. og kr. 3300 lægri á IV. fl. en I. fl. Ef svipað magn yrði verkað í ár sem óverkaðúr stórþorskur og árið 1960 og gæðaflokkar yrðu í sama hlutfalli og 1960, yrði álitleg fúlga sem tapaðist miðað við að næðist sami árang- ur og 1950, þegar I. og II. íl. stór-saltþorskur óverkaður voru 95.3% af framleiðslunni. Sjálfsagt eru ýmsar ástæð- ur, sem valda þessari afturför í verkuninni. Hygg ég að þar sé fyrst og Xremst nylonnetin, sem yfirleitt fara verr með fiskinn í netjum, en hampnet. — Einnig meiri notkun netja, en fyrir 12 árum, og svo hitt, að frystihúsin fá oftast nær allra bezta fiskinn. Það Iakasta fer til skreiðarverkunar, þegar ekki er talið fært að salta fiskinn af ýmsum ástæðum., Það'er ljóst, að þegar verð- munur ú I. og IV. flokki er kom- inn yfir 3000 krónur, þá er til mikils að vinna að vanda með- ferð fisksins, ekki einasta um borð í skipum heldur einnig í landi. Ferskfiskmatið hefur unnið mikið og gott starf og enda þótt kvartanir komi fram um mis- jafnt og of strangt eftirlit, þá verða menn að muna það, að starf þetta er ennþá á frum- stigi og ekki hægt að ætlast til að enginn þar sé óskeikull, frekar en viff önnur ábyrgöar- söm störf. En það er afskaplega nauðsynlegt að þeir sem starfa við matið, mæti velvild og skiln- ingi, bæði hjá fiskimönnum og verkendum aflans í landi. Án góðrar samvinnu milli allra þessara aðila, missir það sem að er stefnt, það mark, sem hitta skyldi. Við Islendingar verðum að horfast í augu við þaff, að kröf- ur um vörugæði minnka ekki nema síffur sé. Og aðalkeppi- nautar okkar á hinum erlendu mörkuðum, Ieggja höfuð kapp á að skila góðri vöru í land úr fiskiskipum. Einn höfuðþáttur í þessari viðleitni hjá frændum okkar, Norðmönnum, er að ísa fisk í kassa, ef ekki er komið að landi samdægurs og aflinn er veiddur, þetta er ekki gert enn- þá hér, nema þá sem hreinasta tilraun. Pétur Sigurffsson alþingis- maffur, ritar í Morgunblaðið í dag (17. marz), um vörugæði m. a. og hefur þaff eftir einum stærstu . affilum innan S.H., að ef fiskurinn kæmi ísaffur í kassa aff Iandi, þá væri hægt að borga einni krónu meira fyrir kílóið en elIa. Ég efast ekki um að al- þingismaðurinn hafi þetta rétt eftir, en legg engan dóm á þennan dóm frammámannsins í S.H., en þó mun mikill sann- leikur vera í þessu og meiri en í fljótu bragffi virðist. Ég hef oft áður hér i blaff- inu bent á þaff, aff nauðsynlegt væri að kassa-leggja sem mest af aflanum, og ef útgerðin á erfitt meff aff afla kassanna, og það er rétt, þá væri nauðsyn- legt að Iánastofnanir hjálpuðu þeim til þess, það er lánsfe, sem ábyggilega skilaði sér aft- un Og það er rétt hjá fyyr- nefndum alþingismanni, • að betra væri að hlúa þannig að út- gerðinni, en láta beina styrki, eins og stundum hefur átt sér stað, þótt nauffsynlegir væru til að flotinn stöffvaffist ekki. En sannleikurinn er sá, að Norffmenn eru okkur miklu fremri um meðferð vörunnar um borff í skipunum. Iíefur fiskimatiff og ferskfiskeftirlitiff hér mikið verk aff vinna, sem verður að gerast, hvaff sem raular og tautar, ef við eigum ekki aff verffa aftur úr í harffri samkeppni á hinum ýmsu er- lendu mörkuffum. Ó. J. | UR ATVINNUUFINU WWWWWWWWWViWtmWUWVmmWMW MmWtMMWWHMWWWWWWWWWtWWWWVWiVWVMVWttWVMMWVWVMWXt 'aMVi > FÁLKINN 35 ára UM ÞESSAR mundir eru liðin 35 ar síðan þeir Vilhjálmur Finsen, Svavar Hjaltested og síð-' ar Skúli Skúlason stofnuðu með sér félagsskap til útgáfu á mynd- Flenzan í algleymingi i Stykkishólmi Stykkishólmi 26. marz INFLÚENZAN er nú í algleym ingi hér. Bátar hafa ekki getað ró ið, og skólar hafa veriff lokaðir í tæpa viku. Sumir bátar hafa ekk.i róið í nokkra daga vegna veikinda forfalla. ' Á sumum bátum hefur ástandið verið þannig, að hálf skipshöfnin hefur verið veik. Bátarnir hafa orðið að sleppa úr róðrum eða að fá lánaða menn. Kennsla átti að hefjast aftur á morgun Einn bátar hefur verið í viku í landi vegiia veikindaforfalla. — Á.Á. skreyttu vikublaði, hinu fyrsta sinnar tegundar hér á iandi. Á þeim árum voru samgöngur stopular við útlönd og það %k þá félaga nálega ár að tryggja sér ýmis erlend sambönd, sem voru pauðsynleg til þess að hregt væri að gefa út hérlencis fjol- breytt og efnisríkt vikublað. Þegar fyrsta tölublað Fálkans kom út, var brotið blað í sögu blaðamennskunnar hér á landi. Hafin var útgáfa fyrsta reynd- skreytta vikublaðsins, st’Pi var óháð öllum stjórnmálasamtökum. í ávarpi frá útgefendu.n segir m. a.: „Blaði því, sem nú liefur göngu sína, er annað lilutverk ætlað en títt cr um hérlend blöð. Það sneiðir algjörlega hjá aðal- verkefni flestra íslenzkra blaða, • stjórnmálunum. Það segir ekki útlendar fréttir eða' innlendar á þann hátt sem venjulegastur er, en lætur myndir með stuttum textum annast frásögnina. Það vill flytja fróðleik og markverð tíðindi í þeirri mynd að sem flest- um geti komið að nbtum. Og það vill vera skemmtiblað jaí'nframt því að vera fróðleiksblað. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að útgáfa vikublaða með myndum hefur aukizt stór- kostlega hin síðari ár með nálega öllum menningárþjóðfélögum og vinsældir þess háttar blaða hafa orðið afar miklar“. Fyrstu árin voru þeir Skúli og Vilhjálmur ritstjórar, en eftir að Vilhjálmur gerðist sendiherra, var Skúli einn ritsajóri allt fram til ársins 1960. Svavar Hjaltested annaðist framkvæmdastjórn, af- greiðslu og auglýsingar samfleytt í rúm 30 ár. Blaðið hlaut strax í upphafi betri viðtökur, en útgefendur höfðu þorað að vona, enda var efni blaðsins um margt nýlunda I hér á landi. Fálkinn birti fyrstur blaða af- j mælismyndir af þekktum borg- j urum, hann birti fyrstu krossgát- j una, sem birtist í íslenzku blaði, hann flutti fyrstu myndásöguper- sónuna hér á landi, Adamson sem enn skemmtir lesendum, og svo mætti lengi telja. Fyrir rúmu ári síðán urðu eigendaskipti að Fálkanum og var honum þá gjörbreytt, bæði broti, útliti og efnisvali, og hef- ur upplag blaðsins og vinsældir aukizt hröðum skrefum síðan. — Núverandi ritstjóri er Gylfi Grön- dal; "ramkvæmdastjóri er ,Ión A. Guðmundsson og auglýsingastjóri Högni Jónsson. Sjötugur i dag: SIGURÐUR SIGURÐSSON SJÖTIU ÁRA er í dag Sigurður Sigurðsson frá Læk í Aðalvík, nú til heimilis að Kirkjuvegi 45 í Keflavík. Sigurður er fæddur 28. marz 1892 í Aðalvík í Sléttuhreppi. Hann er sonur hjónanna Kristin ■ ar Arnórsdóttur og Sigurðar Frið- rikssonar. Hann ólst upp hjá móðursyst- ur sinni, Guðfinnu Arnórsdóttur, og manni hennar Kristjáni Jóns- syni í Hælavík. Sigurðui* kvæntist Stefaniu Guðnadóttur árið 1917 og bjó i Hælavík til 1936, er þau fluttli til Hesteyrar. Sigurður var smiður góður cg fékkst viff þá iðn ásamt öðrum störfum, m. a. var hann póst- og símstöðvarstj. á Hesteyri frá því að síminn kom þar 1938 og þar til hann flutti til Keflavíkur, 1946. Þau hjónin ^ignuðust 13 börn, þar af eru 11 á lifi. Eru tvö þeirra enn i föðurhúsum, en hin búsett víða um land. Vafalaust verða margir tii að færa Sigurði hamingjuúskir A þessu merkisafmæli hans og árna honum, eiginlionu og börnurn allra heilla. — HG. Skákkeppni * NÝLOKIÐ er skákkeppni miDi Tafldeildar Breifffirðingafélags- ins og Sundfélaganna. Teflt var á níu borffum. Úrslit urffu þau, aff Tafldeildin sigraffi, hlaut 7tó vinning, en Sundfélögin 1 V-± vinn- iiig. AtÞÝÐUBliAÐlÐ ‘ 28. msrz ‘19« J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.