Alþýðublaðið - 28.03.1962, Síða 9

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Síða 9
i Jan Mayen og hafa verður sérstakar iro hægt sé að komast á milli húsa. n lendir stað og r þar til iarskqggj- ama, þótt ía af ásta- vikmynda r úreltar ytinga á y í harð- ií er eng- eru samt SAMTIKIN6UR STEINGERÐ beinagrind af steinaldarmanni hefur ný- lega fundist á Japanseyja- klasanum. Beinagrindin, sem fannst á syðstu eynni er talin um 300 þúsund ára gömul. Einnig fundust þarna yfir 30 frumstæð verkfæri, sem stein aldarmaðurinn hefur notað. Beinagrindin og verkfærin eru merkasti fundur sinnar tegundar í Japæn og vekur það mikla athygli, hversu þau eru lík minjunum um Heidel- bergsmennina í Þýzkalandi. * SVARTIGALDUR er ennþá talsvert vandamál í Þýzka- landi, að því er segir í skýrslu, sem send hefur verið íil menningar- og vísindastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Höfundur skýrslu þessarar heitir Jóhannes Iíruse og hef ur hann varið miklum hluta af sinni 72 ára löngu ævi til að rannsaka iðkun og út- breiðslu svartagaldurs. Jóhannes segir í skýrslu sinni, að yfir 10 þúsund manns í Þýzkalandi fáist nú við galdrakukl og hafi þeir talsverð áhrif á líf milljóna manna. Einkanlega er galdra- trú nú útbreidd á Lúneburg- arheiði og í héruðunum um- hverfis Constancevatn. Einn- ig munu galdramenn fyrir- finnast í Hamborg, Slésvík- Holtsetalandi og í Bæheimi. Galdranornirnar eru venju legar rosknar piparmeyjar, scm aðstoða fólk við að klekkja á óvinum þess með því að þylja galdraþulur og gera dularfull tákn -nálægt húseignm „óvinanna" eða bú smala þeirra. Galdralæknarn- ir eru hins vegar nær ein- göngu karlmenn. Nota þeir hin furðulegústu lyf ásamt andasæringum til að vinna bug á öllum þeim sjúkdóm- um, sem mannskepnuna hrjá. Einnig eru dæmi þess að þeir hafa ráðlagt barsmíð- ar á sjúklingum til að reka út úr þeim illa anda og hefur slíkur andaútreikningur jafn- vel kostað sjúklingana lífið. Johanne Kruse segir í skýrslu sinni að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða gegn göldrunum, sem oft leggi líf fáfróðra manna í rústir. við Alexdndríu UM það bil 80 kílómetrum fyr ir suðvestan Alexandríu háfa vísindamenn nú fundið forna borg og segir forstöðumað- ur koptiska safnsins í Kairo, dr. Lahib Pahor, að þetta sé einn merkasti fornleifafund- ur síðari ára. Bærinn mun hafa heitið Abuinena og var hann reistur þarna á þriðju eða fjórðu öld e. Kr. Hafa menn nú fundið þarna fjölda húsarústa, götur, verzlanir og baðhús og eru þessi mannvirki dreifð um víðáttumikið svæði. Til eru fornar munnmæla- sögur um, að úlfaldi, sem flutti smurling hins kristna Fimmti hver fársf Fimmti hver maður af þeim 20 milljónum, sem voru í þýzka hernum á stríðsárun- um, féll- í styrjöldinni. Hefur verið safnað skýrslum um þetta, sem nú hafa verið birt- ar. í árslok 1961 voru 3,05 milljónir skráðir örugglega fallnir, en hins vegar voru 1,25 enn á lista yfir þá, sem taldir voru týndir, þótt telja megi víst, að langflestir þeirra séu fallnir. Um 2,8 milljónir létust í hinu naz- istíska Þýzkalandi af al- mennum borgurum og eru það tæplega 4% íbúanna. Á síðasta ári bættust mánaðar- lega við 2000 ný nöfn á lista þeirra, sem fallnir voru, seg- ir í skýrslunni. S S s s s S s s s s s S s s s s s s s s I s I { s Fimmtán ára egypzlt stúika var nýlega send gegn vilja sínum heim til foreldra sinna í E- gyptalandi. Hún hafði undanfarna fjóra mán- uði verið gift egypzk- um stúdent, Wayala Khalifati að nafni, sem tók hana með sér frá Caíró til háskólans í Austin í Texas, þar sem hann ætlar sér að nema verkfræði. Khalifati komst að raun um það eftir stutta sambúð, að ekki var hægt að gera það tvennt í senn,* að vera giftur og sinna námi. nema að van- rækja annað hvort — Hann ákvað að senda stúlkuna heim til for- eldra sinna, þótt hún væri hin ánægðasta með dvölina hjá hon- um. Gamal heitir stúlk an og verður nú að bíða í nokkur ár heima hjá foreldrum sínum. dýrlings heilags Mena, hafi skyndilega spyrnt við fótum á leið sinni yfir eyðimörkina og ekki fengizt til að halda á- fram. Smurlingurinn var þá settur á bak annars úlfalda, en hann neitaði einnig að halda áfram. Þá tóku menn það til bragðs að jarðsetja heilagan Mena, þar sem hann var kominn og var síðar reist lítil kirkja á gröf hans. Smám saman reis þarna upp borg sem menn nefndu Abumena, en það ku vera arabiska og þýða „faðir Menu“. Þýzkur vísindamaður, Dr. Kaufman að nafni, fann kirkj una og gröf Mena árið 1905 og síðan hafa þúsundir krist- inna manna í Egyptalandi heimsótt hina helgu gröf. Fornleifarannsóknir hófust þarna í stórum stíl árið 1951 og hafa þýzkir og egypskir vísindamenn haldið þeim á- fram síðan. Nú hafa menn grafið upp mestalla borgina og hefur fundist aragrúi af merkilcgum fornminjum, m. a. alls konar keramikvörur, sem skreyttar eru myndum af Mena sálugu milli tveggja úlfalda. Gerð 4403 - 4. Fáanleg með 3 eða 4 glópípu eða steyptum hellum, klukku og ljósi, glóðarrist og hita- skúffu. Afborgun við hvers manns hæfi. Fullkomið viðhald. Verð frá kr. 4.750.00. H. F. Raftækjaverksmiðjan, Hafnarfirði, Símaf: 50022 — 50023. Reykjavík: Vesturver, sími 10322. Hef opnað lækningastofu að Hverfisgötu 50, sími 11626. Viðtaltími 14, 30 — 15,30, nema laugardaga. HANNES FINNBOGASON Stúlkur og karlmenn óskast. Mikil næturvinna. Fæði og húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Sími 11 og 19420 í Reykjavík. Verkamenn vantar í byggingavinnu strax. Altnenna byggingafélagið hf. Borgartúni 7. Logtok Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og samkvæmt lír- skurði, uppkveðnum í dag, fara lögtök fram á kostnað gjaldenda fyrir vangreiddum iðgjöldum til Sjúkrasamlags Reykjavíkur að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 23. marz 1962. Kr. Kristjánsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. marz 1962 @ >

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.