Alþýðublaðið - 28.03.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Qupperneq 13
. '* foii Ý * ESjgjgpi MinningarorB: Jóhann B. Snæfeld MADUR á margar og skemmti legar minningar um gamla og góða baráttufélaga. Einn þeirra isérstæðustu létst í Sjómanna heimilinu mánudagsmorguninn 19. þ. m. 95 ára gamall. Jóhann B. Snæfeld sjómaður, grjótaklofn ingsmaður og hagyrðingur. Jó- hann B. Snæfeld fæddist að Hvoii í Borgarfirði eystra 25. janúar 1866. Foreldrar hans voru Guð rún Sigurðardóttir, dótturdóttir Þorsteins tól, hins fræga völund- ar, hagyrðings og galdramanns Faðir hans var Benóný Guðlaugs son bóndi og smiður, sem margar sögur fóru af eystra. Sagði Jó liann mér það einu sinni, að faðir sinn hefði meðal annars smíðað róðrarkall og látið hann róa á móti sér, en orðið að brjóta liann í vondu veðri og stórsjó svo að Iiann réri ekki fleytuna í kaf, en sama sagan er sögð a£ fleiri völ undum fyrr meir, og ékki veit ég sönnur á, en gæti átt við fleiri en einn. Ennfremur sagði Jóhann mér, að hann væri kominn út af Boel dóttur Hans Wium sýslu manns, en þar í ætt var kónga fólk í Danmörku, — og hló Jó hann mikinn er hann hafði lokið við söguna af því. Benóný, faðir Jóhanns létst meðan drengurinn var enn barn að aldri, og fluttist móðir hans þá með hann vestur í Öræfi. Hann fór að Skaftafelli og ólst þar upp og þar var hann að minnsta kosti viðloðandi þar til hann var orðinn 26 ára gamall. Hann var vinnumaður lengst af. Árið 1892 kvæntist hann Jóhönnu Pálsdóttur frá Hofsnesi og flutt ist þó til Seyðisfjarðar, en þá var þar mikið um að vera. Wathne upp á sitt besta í síldinni og fleiri matadórar. Frá Seyðisfirði fóru þau hjónin til Mjóafjarðar og þar var Konráð Vilhjálmsson mestur og fleiri stórir og þar reyndi Jóhann að komast upp. Þau hjónin eignuðust tvo syni. t Mjóafirði létst Jóhanna af barns förum og dó barnið einnig'. Jó hann dvaldi fyrir austan enn um sinn, en tók þá það til þess ráðs að flytja til Reykjavíkur og hing að kom hann árið 1907 með báða drengina. Hann kom drengjunum fyrir, en fór sjálfur á skútur og var á þeim á vetrarvertíðum en fór austur á land á vorin eins og fleiri Sunnlendingar og stund aði róðra fyrir eigin reikning, varð nokkurskonar útgerðarmað ur. Síðar gerðist hann svo vakt maður í íshúsinu Herðubreið á vetrum en stundaði kaupavinnu á sumrum, og þannig vann hann tii ársins 1942 að hann „fór í bæjargrjótið" eins og hann orð aði það sjálfur. — Jóhanni hafði leiðst einlífið og trúlofaðist þeg ar hann var orðinn 66 ára, Ást ríði Bjarnadóttur og eignuðust þau tvær dætur, en hún átti tvö börn fyrir. Gekk Jóhann börnum hennar í föðurstað og unni þeim eins og þau væru hans eigin börn Árið 1946 varð Jóhann fyrir því slysi að fótbrotna þegar hann var á leið heim úr grjótinu, þá var hann áttræður. Hann var fyrst um sinn í sjúkrahúsi, en síðan fór hann á Elliheimilið. Þaðan fór hann til Páls sonar síns og Guðrúnar konu hans, og var hjá þeim í 5 ár, en þaðan fór hann í Hrafnistu og var þar upp frá því. Þetta er hin ytri saga Jóhanns 'B. Snæfelds. En ef tækifæri hefði verið til hefði verið hægt að skrá um hann langa og merka sögu. Jóhann B. Snæfeld var rúm lega meðalmaður á hæð, þrekvax in og sterklegur, enda aflsmað- ur. Hreyfingar hans voru snöggar og kraftmiklar. Hann var, að mér fannst, hvort tveggja í senn, mikilúðlegur og fríður. En það, sem mér fannst alltaf fyrst og fremst marka svipmót hans, var skap hans. Hann var svo hressi legur og kátur, hló svo hátt og innilega, sagði sögur iðandi í skinninu, kvað Vísur sínar, mælti þær fram að því er virtist um hugsunarlítið við öll möguleg tækifæri. Hann var ákaflyndur og snjall í athöfnum, tilsvörum, yfirleitt í allri gerð. Hann var snyrtimenni — og hann var sómamaður í hvívetna. Ég gleymi honum aldrei þegar hann snaraðist einu sinni inn um dyrnar í Iðnó á kosningadaginn, gráskeggjaður, með snjó á herð unum, ég held að það liafi verið daginn, sem Jón Baldvinsson var kosinn í fyrsta sinn. Ég sat við hliðina á Jóni og við vorum að ræða saman. Þegar Jóhann kom auga á Jón snaraðist hann að hon um, og hláturinn dillaði í lionum Hann rak hnefann í öxlina á Jóni og hrópaði svo að allir litu upp: „Og hér situr þú eins og klessa. Heldurðu að þú þurfir ekkert að hafa fyrir því að koma þér á þing fyrir okkur. Ef þú fellur þá skaltu fá að komast í kynni við þessa." Og hann sýndi Jóni barkaða hnefana. En Jón spratt á fætur og sagði: „Ég er sann færður um að ég get lagt þig í hryggspennu. Ég skora á þig.“ Svo kankuðust þeir eitthvað á. Báðir urðu dálítið móðir. Svo sagði Jóhann: „Svona. Þetta er nóg. íhaldið vinnur ef við eyðum tímanum svona. Ég er búinn að vaða um alla Lindargötuna. Ég á eftir Bjarnaborg. Komdu með mér.“ Og svo fóru þeir saman. Svona var Jóhann B. Snæfeld. Hann var djarfur maður. ósér 'hlifinn, bardagamaður. Ég sá hann oft sitjandi á grjótinu, höggvandi grjótið. Ég man er ég fór upp í grjótið til hans tveirn ur dögum áður en hann varð 75 ára gamall. Þá kvað liann vísur við grjóthöggið og það var hryss ingur í veðrinu. Þegar hann kom auga á mig, lagði hann frá sér sleggjuna og fleininn, hætti að kveða og skellihló. Hann hjó grjótið í fínu göturnar. Hann lagði undirstöðurnar að stræt unum, hann gerði borgina byggi lega. Hann sagði alltaf: „Það skal takast." Þegar hann fór aftur að eignast börn.og ala upp börn rúm lega sjötugur að aldri, sagði liann við mig: „Við erum átta í heimili En það skal takast. Og það tekst“ Hann hélt fpllum sálarkröftum fram í andlátið. Hann kvað nýjar vísur fram á síðasta dag. Hann var farinn að sjá illa. Einu sinni, gekk ,ég fram hjá eUiheimilinu og sá hann þar með staf á stétt inni. Bifreiðarnar þutu framhjá með miklum gný. Það var eins og Jóhann legði við hlustir, hlustaði eftir gnýnum. AUt í einu sló lianr út með stafnum eins og hann væri að hotta á hross, eins og hann væri að dangla í bifreiðarn- ar — og hlé, og ég kannaðist við hláturinn. Jóhann B. Snæfeld var maður fyrri alda, en þó brann í brjósti hans hugur og liugsjónir nútím ans og framtíðarinnar. Hann hjó grjót og vann og hann barðist ifyrir nýjum hugsjónum, njýju þjóðfélagi og lá sannarlega ekki á liði sínu. Hann var alla tíð fá tækur púlsmaður, en um leið giaður og reifur brautryðjandi. vsv VAXANDi kaupgeta almennings í Vestur-Þýzkalamii dregur ae ffeiri erlenda kaupsýslumenn á vorkaupstefnuna í Frankfurt- am- Main meS varning sinn. Aukin samkeppni hefur einnig valdið því, aS þar eru nú sýndar enn betri vörur en áður frá ffeiri löndum. í ár er taliS, aS yfir 3000 sýnendur frá 31 fandi taki þátt í kaup- stefnunni, og sýni þar varning, sem of langt yrði upp að telja. Myndin sýnir stúlku eina sýna körfuborð, sem hægt er að taka í sundur og nota á margvíslegan hátt. Borðfótinn má auðveldlega nota sem innkaupatösku og borðplatan getur sýnilega þjónað þeim tilgangi, að vera sólhlíf yfir höfði Evudætra. WWWWWWWWWMWWMWWWMWWWWWMWWW Kvikmyndir ★ NÝJA BÍÓ: — Töframaðurinn í Bagdad. Amerískur vatns- grautur byggður á sögum Þúsund og einnar nætur. HINAR frægu sögur „Þúsund og ein nótt“ hafa mörgum verið hin prýðilegasta dægradvöl, enda skrifaðar af list og efnið spenn- andi. Ameríkumenn hafa gert þó nokkuð af því að gera kvikmynd- ir eftir sögunum — en heppnast mjög misjafnlega. Enn ein mynd þessarar tegundar er nú sýnd í Nýja Bíói og ekki minnist ég þess, að hafa séð lítiifjörlegri mynd verða til úr svo stórfeng- legu efni. Ekki er þó fyrir að synja, að innan um allan hroðann bregður fyrir snjallri myndgerð og hugn- anlegum leik, én heildin verður ósköp aumleg. Myndin virðist helzt eiga að vera skopstæling á sögu þeirri, sem hún byggist á, en skopið er allt úr reipum, og væri ekki Dick Shawn, í hlutverki töframanns- ins, til þess að halda myndinni uppi, væri lítið eftir. Meira að segja gerist það, sem algjörlega er forkastanlegt, í mynd, sem ætla mætti að vekja ætti liughrif Þúsund og einnar nætur, að amerískt dægurlag skýtur upp kollinum í austur- lenzkum liásætissal. Ohugnanlegt. H.E. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. marz 1962 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.