Alþýðublaðið - 28.03.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Síða 15
Hún hafði verið hér fyrr. Kannske í gær. Þegar hún sofn aði síðast hafði liún sofnað í þessu húsi og A1 hafði sagt henni að þetta væri gamall skóli sem langt væri síðan að hefði verið notaður. Það var eftir að þau fóru úr liinu húsinu. Eftir nótt ina. — Nei. Nei. Ekki muna það. Svo nálægur. Ben, elsku Ben hvað við vorum hamingjusöm og þú varst svo nálægt mér. Og cg strauk og það lá við að ég kæmist undan. Ég sá út á göt- uná. Ef ég hefði getað veinað og æpt en ég gat það ekki og liann barði mig og meiddi mig og jörðin var köld og hörð. Ó, guð og það lá við, já hér um bil. — Og eftir það var ekkert. Nema ' myrkur. Stundum vélahljóð og stundum hrufóttur vegur en meira vissi hún ekki. Já. Hann hlaut að hafa ekið hingað. A1 hafði borið hana inn. Hún gat ekki munað neitt um umhverfið. Einhvern tímann hafði hún vakn að og hún hélt að hún hefði borðað eitthvað. Og hvað svo? Það er liræðilegt að ég skuli ekki muna það, hugsaði hún. Ég get ekki verið heilbrigð. Senni- lega hefur hann meitt mig á höfðinu þegar hann sló mig nið ur. Hún hrukkaði ennið og lirukk aði ennið og lá grafkyrr og köld í teppinu sínu á orpnu gólf- inu. Regn. Hún minntist þess að það hafði rignt. Rigningardrop- arnir féllu á þakið. Það var gott hljóð. Þegar hún var lítil hafði hún farið upp á loft til að lieyra regndropana falla á þakið. Regn á þakinu, já og regn á andliti liennar, væta og hrasað í myrkri og trén. Þarna sérðu, sagði hún sigri hrósandi við sjálfa sig-. Ég man það. Og svo var það bíllinn aftur. Hve mörg ár æfi sinnar hafði liún dvalist á gólfi bílsins, bund in og kefld og hálf kæfð undir • óhreinu teppi? Hve mörg ár voru síðan hún hafði kvatt Ben með kossi og sópað gólfið og litið út um gluggann og séð sölu mann koma með tvær stórar körfur? Bíllinn. En hún vissi ekki hvers vegna. Hún hafði sofið alla leiðina. Hann hafði farið' með hana hingað og nú sat hann hérna og "drakk bjór og það var aftur dagur. „Erum við að bíða eftir ein- hverju spurði hún. Hann rökk við og bölvaði henn svo -í sand og ösku. Han- reis á fætur. Teppið seig niður af öxlum hans og flæktist um fætur hans. Hann sparkaði í það. „Svo sannarlega erum við að bíða eftir einhverju", sagði hann. ,,Hvað gengur eiginlega að þér. Heyrðirðu ekki hvað ég sagði þér í gærkveldi?“ „Nei“, sagði hún. „Ég lieyrði það ekki“. „Ég hringdi í manninn þinn“, hann virti svipbrigði hennar fyr ir sér. „í þinn viðurstyggilega gáfnamann herra Ben Forbes‘. Líkami hennar hreyfðist' Hún lyfti höfðinu. „Hringdirðu i Ben?” „Ég sagði honum hvað hann ætti að gera. Ég sagði honum hvað myndi ske ef hann héldi á- fram að reyna að vera gáfaður.” Hann Hallaði sér yfir hana. „Veiztu hvað maðurinn þinn verður að gera? Hann verður að stökkva og hoppa eins og ég segi. Og veiztu með hverja hann kemur með sér? Einskisnýtu kon una mína. Þau bæði. Hann kem ur með haria í kyöld“. Hún starði og starði á hann og hjarta hennar sló ótt og títt. „Sagði hann það?“ „Já, það gerði hann.“ A1 stakk andlitinu upp að nefinu á henni. Hún fann bjórþefinn sem lagði frá vitum hans, og raka ullar lyktina af fötum lians. Rauðleit skeggrótin sást greinilega og hörund hans var rautt og gróf- gert. „Það lýtur út fyrir að þú trú ir því eltki“, sagði hann. Ósjálfrátt svaraði hún: „Auð- vitað trúi ég honum“. En hún trúði þessu ekki. Hún lokaði aug- unum og lét fallast niður á tepp- ið. Ég verð að hugsa, sagði hún við sjálfa sig. Hrista burt köng- urlóarvefinn. Þetta er ekki fyrir mig, þetta er fyrir Ben og ég verð að hugsa skýrt. „Svo það er þá í lagi. Hann kemur þá með Lorene í nótt“. „Það sagði hann“. En það getur ekki verið, hugs- aði hún. Lorene myndi aldrei snúa aftur og Ben gæti ekki fengið hana til þess. Hann myndi ekki einu sinni reyna að fá hana til þess. Eða myndi hann ekki Ef því væri hinsvegar farið myndi ég þá ekki? Allt í lagi, það skiptir engu máli. Hún kemur ekki aftur til A1 Guthrie og lætur hálfdrepa sig eða berja sig til bana mín vegna — Myrkrið náði aftur tökum á henni og umvafði liana eins og ský og hún barðist við að halda í sólargeislana sem smugu milli hleranna. Ég má ekki láta líða yfir mig, hugsaði hún. Það er fyrir Bcn, seztu upp manneskja og reyndu að hugsa. „Svo þetta er síðasti dagur- inn“, sagði hún. „Já", sagði Al. „Síðasti dag- urinn". Henni tókst áð setjast upp. „Ég er svöng“, sagði liún. „Ég þarf að borða”. Hann benti á draslið í liorninu. „Þarna er eldhúsið. Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta skaltu segja gáfnaljósinu eiginmanni þínum það. Það er honum að kenna, að þú ert hérna“. „Þú verður að leysa mig“. Hann urraði og losaði böndin um ökla hennar og úlnliði. „Þú getur hlaupið um hérna og gal- að eins og þig lystir. Við erum uppi í sveit núna. Það er enginn nálægt“. En hún sá, að hann stillti sér upp milli hennar og dyranna, sem voru bundnar aftur með vír. Það skipti hana engu máli núna. Hún einbeitti sér að því að skríða út í hornið og róta í dósunum. Hún var svo máttlaus. Það var heldur að rofna til í huga hennar og hún áleit að máttleysið stafaði ef til vill af því að hún hafði ekki bragðað mat lengi. Hún hafði eiginlega ekki etið neitt síðan A1 rændi henni. Hún var ekki svöng núna. En þetta var þýðingarmikill dagur ef til vill þýðingarmesti dagur lífs hennar og hún varð að vera sterk núna. Hún fann dós með túnfiski og gamlan brauðhleif. A1 varð að ogna dósina fyrir hana. Það var ekkert vatn til svo hann gaf henni bjór líka. Hún borðaði með semingi einn dropa og smá mola og skalf af áreynslu. A1 drakk og reykti. Vindurinn næddi fyrir utan. „Ég held líka, að hann sé að ljúga“, sagði Al. Hann starði á hana, augu hans voru skær og blikandi undir fölum þrútnum augnalokum. „Af hverju?“ Einhver illgirnis púki náði valdi á tungu hennar og fékk liana til að segja: „Held- urðu að konan þín vilji ekki snúa aftur til þín?“ Hann reis reiður á fætur svo brakaði í gólffjölunum. „Ota því að mér, alltaf að ota því að mér. Lætur eins og ég sé skítugur róni sem ekki eigi skilið að vera á lífi. Hver er eiginlega þessi maður þinn? Af liverju þykist þú vera svona indæl?“ Bjórdósin hans var tóm og liann þeytti henni frá sér. „Þið konurnar eruð allar eins. Þið haldið að þið séuð eitthvað sérstakt og að hver einasti mað- ur eigi að skríða um og sleikja skóna ykkar og þakka ykkur fyr- ir að leyfa honum að snerta ykk- ur. Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?“ Hann sagði lienni það_með svo ógeðslegu orðbragði að enginn vafi gat leikið á því við hvað liann átti. „Strákar eins og Forbes", sagði hann, „geta skriðið til ykkar, ef þá langar til. Þeir eru hvort eð er ekkert nema ógeðsleg skrið- kvikindi. En ég geri bað ekki“. Carolyn sagði: „F.yrst við er- um svona ómerkilegar get ég ekki skilið að það skipti miklu máli þó þú missir eina okkar“. „Þessi var min kona. Hún var eiginkona mín frú Albert Willi- am Guthrie. Hún stekkur ekki frá mér upp í rúmið til einhvers annarg“. Carolyn þagði. Hana svimaði enn og hún treysti sér ekki til að tala. A1 opnaði aðra bjórdós. Svo sagði hann: „Hafðu engar áhyggjur, ég kemst að því hvort hann er að ljúga". „Hvernig ferðu að því?“ „Ég tala fyrst við Lorene. í símann? Og ef þau Forbes eru að reyna að leika á mig þá kemst ég að því. Og þá óska þau að þau hefðu ekki reynt það“. Hann gekk eyrðarlaus um her- bergið svo brakaði í gólffjölun- um. Carolyn lokaði augunum og hvíldi sig. Og nú var hún aftur hrædd. Hrædd við A1 Guthrie og dauð- ann og nóttina, sem í vændum var. Hrædd um hvað kæmi fyr ir Ben. Af því að hann er að Ijúga, hugsaði hún. Hann hlýtur að vera að ljúga. Hann ætlar að leika á hann. Og Guthrie drepur liann. 22 A1 Guthrie gekk um gólfið eins og dýr í búri, frá einum glugganum til annars, kíkti út um rifurnar. Carolyn virti hann fyrir sér. Ég verð að gera eitthvað, hugs- aði hún. Annars kemur Ben og drepur hann. Af og til fór A1 út um dyrnar og lokaði þeim að baki sér. Það var smá skúr fyrir framan til að hlífa innganginum fyrir snjó og stormi svo hún sá ekki út. A1 var aldrei meira en eina eða tvær mínútur. Svo kom hann aftur inn og drakk meiri bjór eða reykti og stóð svo á fætur og gekk að einum glugganum og lelt út. Hvað á ég að gera? hugsaði Carolyn. Ó, guð hvað á ég að gera? Hún starði á bakdyrnar. í næsta skipti sem hann fór út fór hún að dyrunum og ýtti - á þær. Þær voru lokaðar hinu rnegin frá. Hún gat ekki opnað. Hún beið þess, að hann kæmi aftur inn og sagði: „Ég þarf líka að fara út“. „Allt í lagi”, sagði hann. gamli kamarinn stendur enn”. Hann tók utan um handlegginn á henni. „Nei, þú ferð ekki ein. Og mundu hvað skeði síðast, þegar þú reyndir að strjúka!” Hann fór með hana út um dyrnar og leit varkárnislega í kringum sig til að ganga úr skugga um, að enginn maður sæist. Sólin féll í augu hennar og hún varð að skyggja fyrir þau með annarri hendinni. Hún hafði ekki komið út fyrir dyr ekki einu sinni út úr dimmu her- berginu í marga daga. Hún leit áköf umhverfis sig. Skólinn stóð á smá hæð um- kringdur skógi. Lengra eftir veg- inum var gömul yfirgefin hlaða. „Einmanalegt", sagði Al. „Ég fór einu sinni hingað með dömu og því man ég eftir honum. Við vorum að leita að rólegum stað þar sem enginn ónáðaði okkur. Ég var kominn langt upp í sveit og beygði út af þjóðveginum og svo kom ég hingað. Ég hef bara komið hingað einu sinni áður en ég mundi það samt. Vegurinn héðan liggur ekkert lengra. Við erum örugg hér”. En hann gaf henni ekkert tæki færi til að hlaupast á brott. Henni leið betur við að kom- ast út undir bert loft og hreyfa sig en hún vissi að hún myndi aldrei geta hlaupið hann af sér. Hana langaði til að vera lengur úti en hann sagði henni að flýta sér inn og hún var sannfærð um að hann óttaðist að einhver kæmi eftir veginum og sæi þau og vildi fá að vita hvað þau væru að gera þarna. Bíllinn hlaut að vera falinn einhversstaðar í skóg inum. Svo það var ekki til neins að hlaupast á brott og engin von um að draga athygli einhvers að sér. Þetta sama vandamál og hún hafði átt við að stríða síðan A1 lét hana inn í bílinn í fyrsta sinn. Hvernig hún átti að kom- ast undan, hvernig hún átti að, ná í hjálp. Og svo var engin von.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.