Alþýðublaðið - 12.04.1962, Page 11

Alþýðublaðið - 12.04.1962, Page 11
HAPPDRÆTTI DAS 1. 4ra herb. ÍBÚÐ ljósheimum 20, VI hæS (A) tilbúin undir tréverk kr. 320.000.00 2. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, I. hæð (B) tilbúin undir tríverk kr. 250.000.00 3. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, IV. hæð (E) tilbúin undir tréverk kr. 250.000.00 9. starfsár hafið. Vinningum fjölgar: 100 STÓRVINNINGAR A MÁNUÐI. Vinningar í 1. flokki: 4 BIFREIÐiR 8-22 HÚSBÚNAÐUR eftir eigin vali f. kr. 10.000.00. Samtals 150.000,00 23.-100. HÚSBÚNAÐUR eftir eigin vali f. kr. 5.0000.00. Samtals 390.000,00 Sala á lausum miðum fer fram 12., 13. 14., 16. og 17. apríl. Endurnýjun ársmiða og flokks- miða hefst 18. apríl. 4. OPEL Caravan Station-bifr. kr. 180.000,00 5. TAUNUS sendiferðabifreið kr. 142.000,00 6. VOLKSWAGEN fólksbifr. kr. 120.000,00 7. SKODA fóiksbifreið kr. 113.000,00 Jouhðud Framhald af 3. síðu. þar til hann var handtekinn fyrir stuttu gegndi Jouhaud forystuhlut verki meðal foringja OAS. Hann hélt m.a. nokkrar útvarps- og sjón varpsræður. Ennfremur er því haid ið fram i ákæruskjalinu, að hann beri ábyrgð á mörgum hermdaverk um, sprengjuvörpu- og vélbyssuár ósum og bankaránum. Réttarsalurinn var fullsetinn þegar málaferlin gegn Jouhaud hófust á miðvikudag. í salnum voru m.a. kona hans. Jouhaud brosti þegar hann kom inn í salinn klæddur tvíhnepptum, bláum jakka fötum. Að loknum venjulegum formsat tiðum tók verjandi Jouhauds til máls, en það er hin áttræði Jaequ es Chairpenjtier. Hann hélt því fram, að öll málaferlin væri mjög mjög óregluleg. Hinum venjulega undirbúningi málaferlanna gegn hinum fyrrverandi hershöfðingja hefði verið flýtt þannig, að þau gætu farið fram þremur dögum eft ir þjóðaatkvæðagreiðsluna í Frakk landi. Verjandi hélt því enn fremur fram, að Jouhaud hefði sætt illri meðferð og verið neitað um svefn frið með því að að kveikt var á ljósum í klefa hans á hálftíma fresti liðlanga nóttina. Þegar Jouhaud fékk orðið íalaði hann um æsku sína, og það sem á daga hans dreif í heimsstyrjöldinni og þar til de Gaulle komst til valda 1958. Hann kvaðst lengi hafa talið að de Gaulle væri hlynntur sam einingu, en orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar forsetinn gerði ljóst, að hann væri fylgjandi sjálfs ákvörðunarrétti Alsír til handa. Hann vitnaði í Juin marskálk, sem hefði sagt að sjálfsákvörðunarrétt ur væri endalok alls. Hinn fyrrverandi liershöfðingi sem talaði í þrjá tíma, segði enn- fremur, að hann hefði íarið huldu höfði til þess að berjast fyrir föð urland sitt og þjóðina. Ég gekk í OAS af bví að ég vildi berjast fyr ir land mitt, sagði hann. Um ástæður þess, að herbylting in fór aigerlega út. um þúfur, sagði hann, að það hefði verið vegna þess, að byltingin var að eins hernaðarleg. Hann hélt ein dregið fram málstað OAS og sagði, að samtökin væru fyrirsvari allra íbúana, trúarbragðanna þriggja hinna kristnu, Serkja og Gyðinga, allra stétta þjóðfélagsins og allra flokka jafnvel kommúnista og sósí alista. í ræðu sinni gerði Jouhaud grein fyrir því, sem hann kallaði pólitíska stefnuskrá OAS. 1. Friður sem tákni lög og reglu 2. Ekkert stjórnmálaskipulag get ur verið til án efnahagslegra fram fara sem sé afl í hinni þjóðfélags legu velferð. 3. Allt kynþáttamis rétti ieiði til styrjaldar, og OAS fordæmir það skýlaust. Dómarinn hélt því fram, að Jou haud gæti ekki lýst því yfir sam tímis, að hann væri mótfallinn ein stökum aðgerðum OAS jafnframt því sem hann tæki á sigr höfuðá- byrgðina. Jouhaud svaraði: „Ég mun harma allt sem ég hefi gert ef friður ríkir í Alsír á morgun Ef svo verður ekki harma ég einsk is“. Páskaferðir Framhald af 13. síðu. við sjávarsíðuna. Ekið verður til Grindavíkur og út að Reykjanes vita, vitinn skoðaður og síðan hverasvæði, sem þar er skammt undan. Síðan verður ekið um Hafnir og til Keflavíkurflug- vallar. Verstöðvar verða heim- sóttar í Keflavík og nágrenni hennar. Þar fá þátttakendur að kynnast fjörugu athafnalífi í sambandi við höfuðatvinnuveg okkar íslendinga, sjávarútveg- inn. Ekið verður um Garð til Sandgerðis, um Stafnes og þá til Reykjavíkur á ný. Fyrri förin hefst kl. 9, en Reykjanesförin kl. 13.00 frá Ferðaskrifstofu ríkisins við Lækjargötu. BSRB Framhald af 16. síðu. Félagsdómi er ætlað það hli< verk, að dæma í málum, sem rísa milli samningsaðilja út af brotum á lögunum og ágreiningi um skila ing á kjarasamningi og gildi hans. Eiginmaður minn og faðir okkar, Bernhard Petersen, stórkaupmaður er andaðist 8. þ. m., verður jarðsunginn frá Neskirkju, föstudaginn 13. apríl kl. 2. Blóm eru vinsamlega afbeðin,- En þeim, sem vildu minnaáft hans er bent á líknárstofnanir. Anna Petersen og börn. Móðir okkar og tengdamóðir Guðbjörg Oliversdóttir Arnarhrauni 44, Hafnarfirði- verður jarðsungin frá Hafnarfjarðap* kirkju föstudaginn 13. apríl kl. 2 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkugf en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. apríl 1962 %%

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.