Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — Laugardagur 14. apríl 1962 — 88. tbl. WIMMWMMMmWIWMMtWWtWiWWWWWWtMWWIMWWIMWMMWWWWMimMMW STÆRSTA NÚ ER páskaeggjafram leiðslan í fullum gangi hjá súkkulaðiverksmibjunum. Þessi mynd var tejdn í Freyju í gær, og sýnir páfckaegg, sem er ugglaust það sjtærsta, sem framleitt hefur *|erið hér á landi. í því eru i'fir 20 kíió af súkkulaði, og *það er um EGGIÐ 80 cm. á hæð. Til samanburð ar má geta þess, að úr efninu sem í því er mætti búa til 250 af sömu gerð og minnsta eggið, sem sést á myndinni. Freyja mun að öllum líkind um framleiða allt að 100 þús. egg að þessu sinni, en hefur þegar framleitt 70 þúsund. Páskaeggjasalan í ár virðist ætla að verða meiri en í fyrra, og mest selst af 40-50 kr. eggjum og 150-60 kr. eggjum. Stúlkurnar, sem standa hjá egginu stóra, heita Ásdis Viggósdóttir ( til vinstri) og Guðrön Stefánsdóttir, en þær starfa báðar í Freyju, og hafa ugglaust skreytt mörg þeirra eggja, sem þú lesandi góður, borðar yfir páskana. ÞAÐ fór að hvessa Sunnan- lands og vestan í fyrrakvöld. CJm nóttina var kominn stormur og í gærmorgun náði veðrið hámarki. Þá voru 9 vindstig í Reykjavík og víða um Suðurland og 11 stig í verstu rokunum. t Vestmanna- eyjum var hvasst, um 11 stig. Þegar fór að líða á daginn í gær, fór veðrið heldur að lægja, óg um klukkan þrjú í gær voru aðeins 4 vindstig í Reykjavík. Þá liafði einnig stytt upp, en töíu- vert rigndi í fyrrinótt og gær- morgun. Asahláka var komin um allt land og hiti 3 til 8 stig. — Hlýjast var Suð-vestan lands og í Reykjavík var átta stiga hiti klukkan þrjú i gær. Alþýðublaðið ræddi við veður- stofuna í gær, og fékk þær upp lýsingar, að nú mætti búast við lilýindum næstu daga, og greini- legt væri, að vorið væri á næstu grösum. Veturinn hefur nú ver- ið nokkuð harður og þá sérstak- lega á Norð-austurlandi, en þar hafa verið mikil snjóþyngsli og frost. Veturinn hér á Suðurlatidi hefur verið kaldur og er nú um 75 cm. klakalag í jörðu. í rokinu í gærmorgun urðu nokkrar skemmdir hér í Reykja- vík. Járnplötur á skúr við Bændahöllina fuku, og lenti ein plata á bifreið, sem stóð við Hagatorg. Skemmdist vélarhús bifreiðarinnar svo og benzíngeym ir. Tunnur fóru í loftköstum um allar jarðir og nokkrar rúður sprungu í Bændahöllinni. Þá fuku um 40 plötur af ný- byggðu húsi Sölufélags garðyrkiu manna, sem stendur við Reykja- nesbrautina. Flugu plöturnar um allt og fóru m. a. langt niður fyrir Miklatorg. Var það mikil mildi, að ekki urðu slys á mönn- um. Þá urðu smávægilegar skemmd ir víða um bæinn en aðallega munu þó þakplötur hafa losnað og lausir hlutir farið af stað. * PARIS. Saksóknari franska ríkis ins krafðist í gær dauðadóms yfir Jouhoud hershöfðingja. Kom þetta fram í lokaræðu sækjanda fyrir hcrréttinum, sem dæmir í máli Jouhoud. Verjandi hans lauk einnig síðustu varnarræð- unni í gær og var búizt við áð rétturinn myndi kveða upp dóm sinn seint í gærkvöldi. ISLENZKUR verzlunarfulltrúi mun áður en langt um líður setjast að í Nigeríu. Hlutverk hans verður að greiða fyrir viðskiptum íslend- einkum lestir af skreið árið 1961 fyrir um 230 millj. kr. Um 90-95% af þessu magni fór til Nigeríu og allt greitt í sterlingspundum. ísland kaupir hins vegar lítið frá Nigeríu. Norðmenn leggja iiú mikla á herzlu á að vinna sér markað fyr i skreið í Afríku og hefur þeim orðið víða vel ágengt. Varð fyrir skellinöðru inga á Afríkumarkaði skreiðar eins og nú standa sakir. Alþýðublaðið átti í gær tal við Agnar Klemenz Jónsson ráðuneytis stjóra utanríkisráðuneytisins, og spurðist fyrir um þetta mál. Ráðuneytisstjórinn sagði, að málið hefði verið til athugunar í ráðuneytinu í eitt og hálft ár. Mags konar atriði þyrfti að athuga en ríkisstjórnin hefði mikinn á- huga fyrir málinu og væri hrcyf ing á því nú. Það er eitt þýðingarmesta hlut verk utanríkisþjónustunnar, sagði Agnar Klemenz, að greiða fyrir viðskiptum íslendinga við erlendar þjóðir. íslenzki verzlunarfulltrúinn mun vafalaust hafa aðsetur í Nigeríu,1 lauginesta viðskiptaiand I iWIMMMtWWWMMMMWWWWMIMWMWIWttWtWillMMMWWtWWtMMMMMMMMWWtMI Samlag íslenzkra skreiðarfram- leiðenda, sem flytur út 65-70% skreiðarinnar, og aðrir skreiðar- framleiðendur eru því mjög fylgj andi að íslenzkur verzlunarfulltrúi fari til Nigeríu. Hvenær það verð ur er aðeins tímaspursmál. Önnur lönd í Afríku sem ísland selur skreið til, að vísu tiltölulega smávægilegt, eru m.a. Iíamerún, Ghana, Kongó og Líbería. Þarna og í mörgum fleiri Afríkuríkjum eru miklir framtíðarmöguleika. ÞAÐ SLYS varð I gærdag, að 75 ára gamall maður, Ilelgi Þor- kelsson, varö fyrir skellinöðru, er hann var á gangi í Banka- stræti. Meiddist hann á vinstri hand- legg og í andliti. Var hann þeg- ar fiuttur í Slysavarðstofuna og þar náriar gert að meiðslum lians. sem er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.