Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 7
t ungur smásagnahöfundur Jakob Tliorarensen: GRÝTTAIt GÖTUR. Smásögur. Helgafell. Víkingsprent. Reykjavík 1961. JAKOB Thorarensen er engan veginn af baki dottinn sem smá- sagnahöfundur. — Hálfáttræður þreytir hann íþrótt sína svo ern og ungur að senda frá sér nýja bók, sem honum er vissulega sómi að. Kannski má segja, að Jakob komi lesendum naumast á óvart, enda er hann sérstæður og einþvkkur rithöfundur, en honum bregzt ‘ sannarlega ekki bogálistin. Smásögurnar tíu í „Grýttum götum” eru á skemmti legan hátt með hans lagi og sér- kennum. Þær eru raunar misjafn ar, en eigi að síður vinnur höf- undurinn ærinn sigur og þarf engrar afsökunar að biðjast. Bernskan græn er jakobsk smámynd, en vantar sennilega mótaðri ramma, og þess vegna dettur manni í hug, að þetta sé varla fullunninn smíðisgripur. Svipuðu máii gegnir úm Stóru plágu, þó að sú saga sé stærri í sniðum og miklu efnisríkari. — Höfundinum mistékst þar sú jakobsglíma að gæða frásögn og túlkun listrænum tvíleilc, sem verði lesendunum eins konar op- inberun. A viðreisnarvegi og Ljótunn fagra eru sýnu laun- drýgri skáldskapur, en samt vantar í þær einhvern herzlu- mun, þó að gaman sé að glettni Jakobs í báðum þcim sögu'm og kunnáttusemi hans í . einhæfn- inni. Föðurarfur er undir sömu sök seld, þó að þar sé um að ræða stórmannlega viðleitni. Spýta sporðreistist og Skyssa þykja mér betri sögur, enda þótt minna virðist í þær lagt fljótt á litið. En þar kennist fljótt og glöggt sú aðferð, sem er að ýmsu leyti sérgrein Jakobs í íslenzkri smásagnagerð, íþrótt undur- furðulegrar kímni, þar sem höf- undurinn bregður á gáskafullan ieik undir sakleysislegu yfir- skini. Þá eru ótaldar þrjár sög- ur bókarinnar, sem bera langt af systrum sínum og taka af ‘öll tvímæli um, hvað Jakobi Thorar- ensen lætur vel skáldskapurinn, þrátt fyrir' sinn langa vinnudag. Þær heiía Aldnar hendur, Barn- órar og Ævisögur mannanna. Mér er harla erfitt að.gera upp á milli þeirra, en þær mætti allar vistráða í úrvali, Barnórar er ef til vill bezt gerð og Jakobi líkust, enda svip- mest og fjölbreytilegust. Höf- undurinn leikur þar á marga strengi og segir mun meira en felst í' orðanna hljóðan, þó að hún sé engin tæpitunga. Mig grunar, að sú saga verði oft end- urprentuö á komandi árum og þyki jafnan eftirminnileg sönn- un um verklag og vinnubrögð höfundar síns. Næst myndi ég telja Ævisögur mannanna, ef mér yrði þröngvað til að raða þessum ágætu sögum. Höfund- inum virðist þar ádeila í hug, en hún er minnsta kosti góðlátleg, því að gamanið reynist græzku- laust og hátt hafið yfir alla geð- vonzku. Megingildi sögunnar felst hins vegar í hugkvæmni Jakobs, þegaf hann velur sér að frásagnarefni þann möguleika, að bændur heillar sveitar verji hábjargræðistímanum til ' rit starfa og stofni þannig sér og sínum í svipaða hættu og Hrafna-Flóki forðum daga. Fleira ber og til tíðinda í sög- unni, því að mannleg náttúra er löngum, söm við sig að dómi Jakobs, þegar honum er dillað, þó að hann þykist ástunda hóf- semi í spaugi sínu. Og hér fellir æringinn Jakob Thorarensen allt í skorður listrænnar túlkunar, svo að sagan gengur upp eins og SKÁKSAMBANDIÐ hefur ákveðið að efna til skák keppni fyrir unglinga (12 — 17 ára) og efst hún í dag'. — Myndin: Drengir úr Laugarnesskóla tefla við skálcklúbb Æskulýðsráðs. ezta orgeli á Akureyri Akureyri, 11. apríl. DR. PÁLL ÍSÓLFSSON sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að nýja pípuorgeliö í Akureyrar- kirkju væri eitt bezta hljóðfæri, sem hann hefði leikið á. Pipuorgelið, sem er þýzkt og af Steinmeyergerð er eitt stærsta og vandaðasta pípuorgel landsins. Dr. Páll lýsti ágætum þess og sagði m. a. að í því væru 3100 pípur og 45 registur. Kostnaðurinn mun vera um ein milljón króna. Það var sóknarnefndin sem bauð fréttamönnum að spjalla við dr. Pál á Hótel KEA. Jón Þórsteins- son, formaður sóknarnefndaiinn- ar, bauð fréttaritara velkonma, og síðan lýsti dr. Páll orgelinu. Hann sagði m. a. að Steinmeyer-fyiir- tækið væri mjög þekkt og fram leiddi aðeins úrvals hljóðfæri. JAKOB THORARENSEN furðulegasta spilaþraut. Aldnar hendur gerist sömuleiðis í töfra- birtu jakobskrar glettni, en er i varla samræmd heildarmynd á | borð við hinar tvær — og þó í ærnu gildi. Heizti gallinn á sögunum í „Grýttum götum” mun sá, að þær gjaldi þess í samtölum, hvað höfundur þeirra er persónuleg- ur. Jakob Thorarensen verður að láta manngerð sögufólksins, rás viðburðanna og leik örlaganna í bókum sínum þjóna sérlegri ein- þykkni sinni, og þess vegna er skiljanlegt, að samtölin verði ekki alltaf eins fjöibreytileg og margur vandfýsinn lesandi kysi. En sigur Jakobs er líka mikill, ef honum tekst að leysa vandann. Þá 'skipar hann sér á bekk með snjöílustu smásagnahöfundum okkar fyrr og síðar. Og það má Jakob Thorarensen eiga, jafn- vel þó að honum mistakist, að hann þaef aldrei að fá neitt að láni frá öðrum. Hann býr að sínu og nýtur þess ríkulega, þeg- ar honum auðnast að láta sér heppnast verkið. Helgi Sasmujpdsson. Dr. Páll Isólfsson lék verk sftir ýmsa þekkta höfunda á hið nýja pípuorgel í Akureyrarkirkju i gær og var kirkjan fullsetin. Á undan sagði dr. Páll nokkur orð um (ón- skáldin, sem hann kynnti. Auk þess sungu þeir Sverrir Pálsson og Jóhann Konráðsson einsör.g. Sr. Pétur Sigurgeirsson þakkaði dr. Páli fyrir tónleikana og að lok- um var þjóðsöngurinn sunginn. í fyrstu stóð til, að Páll vígði hið nýja orgel í haust, en af þvi varð ekki af sérstökum ástæðum. Síðan var ákveðið að hann kæmi hingað síðar, og léki á orgelið, og gcrði hann það loks í gajr við mikla hrifningu. G. St um páskana IIINIR þekktu langferðabíl- stjórar, Kjartan og Ingimar, efna til ferðar í Öræfasveit um pásk- ana. Lagt verður af stað 19. apr. en þann dag verður ekið austar að síðu og verður gist að Kirkji- bæjarklaustri. Daginn eftir verður ekið a9 Dverghömrum og Núpsstöðum og verður nokkur viðdvöl á báðum stöðunum. Þá verður ekið að sæiu húsinu á Skeiðarársandi og síðan í Öræfasveit og gist þar. Á laug- ardeginum verður ekið austur á Breiðamerkursand og að Ingólfs- höfða, ef aðstæður leyfa. Síðan verður ekið að Svínafelli og gist þar. Á páskadag verður ekið vestur að Síðu og Innristaðir skoðaðir, ef veður og tími leyfa. Um nótt- ina verður gist að Vík í Mýrdai. Á mánudeginum verður lagt nf stað til Reylcjavíkur. Þátttakendur í ferðinni þurfa að hafa með sér svefnpoka, pg geta haft með sér tjöld, ef þéir vilja. Þá verða þeir að hafa með sér nesti, en þeir, sem vilja ge'ta i keypt mat og kaffi á leiðinni til jVíkur í Mýrdal og að Kirkjubæj- 'arklaustri. Kaffiveitingarnar jverða meðal dvalið er í Öræfa- I sveit og er það innifalið í verð- inu, en verðið er 750 krónur. — Fararstjóri verður Brandur Stef- ! ánsson frá Vík. Allar nánari upplýsingar um ferðina, er að fá hjá Ferðaskrif- , stofunni Lönd og leiðir, en hún i annast jafnframt farmiðasölu. Páskaferð um Snæfellsnes FARFUGLAR efna til 5 daga ferðar um Snæfellsnes og Dali um páskahelgina. Lagt verður af stað á skírdagsmorgun og ekið vestuc í Gullborgarhraun og hellarnir skoðaðir, þaðan vcrður ckið að Görðum 1 Staðarsveit og gist. Á föstuda^inn langa verður gengið á Snæfellsjökul. Á laugar- dag verðu rekið að Arnartsapa, Lóndröngum og fleira. Á páska- dag verður ekið að Arnarstapa ! í Ólafsvík þaðan ekið fyrir Búlands j höfða í Stykkishólm, síðan verour j ekið inn Skógarströnd í Ðaii og gist í Nesodda. Arinan páskada^ verður ekið um Bröttubrekku nið- ur í Borgarfjörð til Reykjávíkur. Fargjald verður kr. 600,10. Skrifstofan er opin fimmtudag og föstudag kl. 20,30—22 eg laug- ardag kl. 2—6 e. h. Sími 15937. Mjólkin um á sl. ári AÐALFUNDUR Mjólkursamsöl- unnar var haldinn föstudaginn 6. þ. m. Sátu hann fulitrúar frá öll- um mjóikursamlögunum á sölu svæðinu, ásamt stjórn og forstjóra fyriríækisins. Formaður flutti yíirlit um störf og framkvæmdir stjórnarinnar, en forstjórinn, Stefán Björnsson, j lagði fram ársreikning, skýrði þá og gaf ýmsar upplýsingar úm rekst ! urinn á árinu. Innvegið mjólkurmagn á öllu sölusvæðinu var 49.257.789 kg. og j er aukning frá fyrra ári 3.488.265 j kg. 'eða tæpt 7,6 %. ! Mjólkurmagnið skiptist þannig I á mjólkursamrlögin: ■ Mjólkurbú Flóarnanna 32.800.450 j kg. aukning 2.715.105 kg. I Mjólkursaml. Kf. Borgf. 7.759.804 kg. aukning 718.418 kg. j Mjólkurstöðin í Reykjav. 8.369,037 I Mjólkurstöðin á Akran. 1.827 838 kg. lækkun 84.325 kg. kg. hækkun 119.066 kg. Á árinu nam sala neyzlumjólkur 29.221.384,5 ltr og hafði mjólkur salan aukizt um 1,856% og var neyzlumjólkin 61,16% af heildar- mjólkinni. Af rjóma seldust 821.826 ltr. og var söluaukning 1,12% og af skyji seldust 1.339.042,5 kg. og var sölu aulcning 2.984%. Auk þess var selt nokkurt magn af ýmsum öðrurn m j ólkurvörutegundum. Mjólkursamsalan seldi mjólk og mjólkurvörur í samtals 108 útsölu stöðum á árinu og fast starfsfólk hennar var í árslok 416 manns. Úr stjórn áttu að sanga Svein- björn Högnason, Breiðabólstað og Einar Ólafsson, Lækjarhvamibi og voru báðir endurkjörnir. Aðrir. í stjórninni eru: Sverrir Gíslason, Hvammi, Ólafur Bjarnason, Braut- arhoiti og Sigurgrírniur Jónsson, Ilolti. ALþÝ0liBi-A3!'9Ía—' 14. ^tíí Í962 -f ‘5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.