Alþýðublaðið - 14.04.1962, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Qupperneq 3
Bidault týndur AuBmenn ráðast gegn stjórninni Washington, 13. apríl. NTB-Reuter. MIKIL ólga hefur verið í Bandaríkjunum vegna þeirrar á- kvörðunar ýmissa stórra stál- framleiðslufyrirtækja, að hækka stálverðið um 6 dollara á lestina á stáli. Nýlega hafa verið undir rilaðir nýir kjarasamningar við ★ DAMASKUS. Nazen-el-Kudsi, sem var forsætisráðherra síðustu stjórnar í Sýrlandi, hefur fallizt á tilmæli hershöfðingja um að taka aftur við stjórnarforustu. Hefur þá á- standið í stjórnmálum næstum því snúizt í heilan hring á 2 vikum. ★ AÞENU. Að minnsta kosti 25 stúdentar og 20 lögreglumenn slösuðust í átökum í Aþenu í gær, þegar tvö þúsund stúdentar fóru í kröfugöngu þrátt fyrir bann lögreglunnar. Yfir 200 þeirra voru liandteknir eftir tveggja stunda •liarða viðureign á götum borgar- innar. ★ LONDON. Fulltrúar 40 þjóða gengu í dag frá uppkasti að samningi sem skuldbindur aðila til að banna skipum, sem sigla undir þjóðfánum þeirra, að óhreinka yfirborð sjávar á stórum svæðum á Atlants- og Kyrrahafi með ,því að dæla olíu í sjóinn. við verkamenn við stáliðju og hækkuðu laun þeirra það lítið, að engin ástæða var talin fyrir verð hækkun. Kennedy forseti hefur for- dæmt þessa ákvörðun iðjuhöld- anna harðlega og sagt, að hún væri óréttlætanleg. Myndi verð- hækkun þessi baka ríkisstjórn- inni geysileg útgjöld og auka verðbólgu í landinu, á sama tíijia sem öryggi allra frjálsra þjóða krefðist þess að jafnvægi héldist í efnahagsmálum. Kennedy benti á, að vegna fyrirlitningar auðmanna á hagsmunum þjóðar- heildarinnar myndu nú fjöldi vörutegunda hækka í verði og lífskjör manna því versna. Almenningsálitið í Bandaríkj- unum er nú mjög á skoðun for- setans og hefur verðhækkunin verið fordæmd af fjölda forustu- manna um landið allt. Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra, hefur fyrirskipað rannsókn á framferði stáliðjuveranna og hermálaráðuneytið hefur tilkynnt að framvegis verði stál til hern- aðarþarfa aðeins keypt af þeim fyrirtækjum, sem ekki hafa hækk að stálið. Stórt stáliðjuver í Chicago til- kynnti í dag, að það myndi ekki hækka stálverðið og er talið að fleiri muni fylgja í kjölfarið. Mörg bandarísku dagblaðanna telja í dag, að ákvörðun iðju- höldanna, sé af pólitískum toga spunnin og séu þeir með þessu að reyna að klekkja á stjórn Demókrata og þó sérstaklega á þeim Kennedy forseta og Gold- berg verkalýðsmálaráðherra. París, 13. apríl. NTB-Reuter. ÞAÐ veldur mönnum nú miklum heilabrotum, hvar Ge- orges Bidault, hinn víðkunni stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, er niðurkominn. Upplýst er, að hann hefur ekki dvalizt í bústað sínum, skammt fyrir utan París síðan um miðj- an marzmánuð og svissnesk yfir völd kannast ekki við, að hann dvelji í útlegð þar í landi. Nokkrir dagar eru nú liðnir síðan Bidault sást siðast í París, en þá barst dagblöðunum til- kynning um, að foringi hermdar- verkamanna OAS, Salan hers- höfðingi, hefði ákveðið að skipu- leggja hreyfinguna í Frakklandi FOLKSBILASTOÐ AKRA- NESS FÆR NÝTT HÚS ★ STOKKHOLMI. Sænski rithöfundurinn Erik Lindegren var í gær kjörinn í sænsku Akademíuna. Linde-j gren verður eftirmaður Dags heitins Hammarskjölds í Aka- demíunni. ★ PARÍS. Michael Debré forsætis- ráðherra Frakklands mun leggja fram lausnarbeiðni sína í dag, en talið er að á mánudag muni Georges Pompidou taka við em- bætti forsætisráðherra. Hann er nú bankastjóri í París, en var lengi háskólakennari í hagfræði. Hann þykir með mestu gáfumönn um Frakka og hefur lengi verið persónulegur ráðgjafi de Gaulle. Grafarnesi, 13. apríl. SAUTJÁN staurar brotnuðu í háspennulínunni milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar í ofsaveðri í dag. Skriða féll á veginn hjá Bú- landshöfða svo að ófært er milíi Ólafsvíkur og Grafarness. Þetta gerðist í suð-suðaustan roki og rigningu, en :í .völd hafði veðrinu slotað. Vinnuflo'.tkur frá Reykjavík er á leiðinni hingað, en talið er að viðgerð ,.aki cvo til þrjá daga. Ýta frá Ólafsvík er lögð af stað til Búlandshöfða til þess að gera við veginn, en ekki er víst hvort það takizt strax. Þak fauk af húsi hér í þessu ofsaveðri, en engar skemmdir hafa orðið í höfninni. Þá féll skriða hjá einum bænum í sveitinni, en skemmdir munu ekki hafa orðið miklar. Að sögn fróðra manna mun bráðabirgðaviðgerð á háspennulín unni milli Ólafsvíkur og Grundar fjarðar taka tvo til þrjá daga. Vinnuflokkurinn frá Reykjavík var væntanlegur hingað í kvöld. Aðrar skemmdir á háspennulínunni á fjallinu milli Ólafsvíkur og Grafar ness hafa ekki verið kannaðar. Eftir er, að ganga úr skugga um hvort háspennulínan sé slitin. Ef svo reynist ekki vera kann við gerðin að taka skemmri tíma — SH Akranesi í gær. Fólksbílastöðin á Akranesi hefur nú eignast nýtt og fullkom ið hús fyrir starfsemi sína. — Verður það opnað í dag. Frétta- mönnum hér var í gærkvöldi boð ið að skoða hús þetta, sem stend ur á bezta stað í bænum. Er stöðvarhúsið um’ 126 fer- metrar að stærð, byggt úr timbri. í því er rúmgóður afgfeiðslusal- ur, vistleg setustofa |yrir bíl- stjórana, skrifstofa, baðherbergi og geymslur. Allur frágangur á byggingunni er hinn bezti, en yf- irsmiður var Guðmundur Magn- ússon trésmíðameistari. í húsinu verður sælgætis og gos drykkjasala, og einnig verða seld ar þar olíur og benzin frá Esso. í maí kemur hingað til Akraness, sendiferðabifreið, sem mun hafa aðsetur sitt í stöðinni. Með tilkomu þessa riýja húss, vonast forráðamenn stöðvarinnar til að geta veitt betri og fullkomn ari þjónustu en áður. Verður nú stöðin opin alla virka daga til kl. 11,30 og til 2 um helgar. Fólksbílastöð Akraness var stofnuð í júlí í fyrra, og í stjórn eru: > Formaður, Jóhann P. Jóhanns- son, Karl Helgason, varaform. og Guðmundur Halldórsson ritari. Helgi. á sama hátt og hún væri nú skipu lögð í Alsír. Lýsti sá, sem undir- ritaði tilkynninguna yfir því, að hann myndi framvegis stjórna Frakklandsdeild OAS. Undir- skriftin var nafnpár, sem líkist mjög eiginhandarundirskrift Bidault. í París velta menn því nú fyrir sér, hvort að OAS menn, sem eru nú á miklu undanhaldi í Alsír, hafi í raun og veru í huga að flytja aðalstarfsemi sína yfir til Frakklands, og muni þá ætla að berjast gegn fimmta lýðveldinu á næstu árum. Bent er á, að um 2600 manns hafi verið handtekn- ir í Frakklandi fyrir stuðning við OAS, og að flestir þeirra koma úr millistéttunum, úr hópi sama fólks, sem fyllti flokk Pierre Poujade á dögum fjórða lýðveld isins. Öfgamenn til hægri byggja nú vonir sínar um að steypa fimmta lýðveldinu af stóli á því, að þegar de Gaulle njóti ekki lengur við, muni stjórn- skipulagið liðast í sundur og fólk ið riðlist til vinstri og hægri. Setja þeir dæmið svo niður fyr- ir sér, að þá muni meirihluti þjóðarinnar styrkja þá, af ótta við valdatöku kommúnista. Meðan að de Gaulle er enn við völd, verða þessar bollaleggingar OAS manna aðeins draumurinn einn, en sá draumur kann að verða þess valdandi, að Georges Bidault hefur nú valið þann kost inn, að láta stimpla sig sem for- ustumann í samtökum öfgasinn- aðra hægrimanna og hermdar- verkamanna. Stjómarmyndun í Finnlandi Helsingfors, 13. apríl. NTB-FNP. Stjórnarmyndun hefur nú loksins tekizt í Finnlandi eftir langa stjórnarkreppu. Hin nýja stjórn verður undir forsæti Ahti Karjalainen, sem var utanríkis- ráðherra í fráfarandi stjórn. SÍLDIN AÐ KOMA VIÐ JÖKULINN Síldarleitarskipið Fanney var í gærkvöldi statt rétt vestan við Öndverðarnes, og leitaði þar að síld. Alþýðublaðið ræddi við skip' stjórann, Jón Einarsson og spurði hann frátta af síldveiðunum. Sagði hann, að lóðað hefði verið á töluvert af síld til og frá suður af Jökli, en síldin stendur þar nokk uð djúpt. Bátarnir komu þangað í fyrramorgun, en er líða tók á dag inn, spilltist veður mjög og fóru bátarnir til lands án þess að veiða nokkuð. Þá hefur Fanney lóðað á síld inn með Kolluál en þar heldur hún sig niður við botninn. Þá sagði Jón að töluvert væri af síld á Sandvík og norð-vestu af Þrídröng um fyrir vestan Vestmannaeyjar, en þar fékk Höfrungur II. 2600 tn. í fyrradag. Sama dag fengu eftir taldir bátar síld á Sandvík: Víðir II. 900 tunnur Guðmundur Þórðar son 900 tunnur, Skírnir 600 og Hringver 600 tunnur. Um útlit síldveiðanna, sagði Jón að síldin væri nú að koma aftur vestur við Jökul, og mætti búast þar við góðri veiði ef veður batn aði. Hann sagði að sjórinn væri mjög kaldur þar fýrir vestan, og þar af leiðandi héldi síldin sig djúpt, en um leið og veður hlýnaði kæmi.hún upp.. Síldin sem bátarnir fengu í fyrradag, var yfirleitt mjög góð. í gærkvöldi var búist við því að síldarbátarnir hér fyrir sunnan færu á veiðar, enda var veður mjög tekið að batna. Það var fyrst í dag, sem Karja lainen tókst að ná málamiðlun milli borgaraflokkanna fjögurra innbyrðis og finnskra fagsam- bandsins, um væntanlega stjórn arstefnu og skipun ráðherraem- bætta. Stjórnin hefur nú birt stefnu- skrá sína, sem er í 40 liðum og fjallar hún mestmegnis um efna hags, landbúnaðar og félagsmál. Stjórnin lýsir því yfir, að hún muni vinna að því, að koma á 40 stunda vinnuviku og muni skipa nefnd til að gera till. um hvernig því marki verði náð, án þess að samkeppnisaðstaða at- vinnuveganna versni eða afköst þeirra dragist samán. Utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar er Veli Merikoski úr Finnska þjóðarflokknum, en hann er prófessor í stjórnskipunar- rétti við Háskólann í Helsingfors. Dómsmálaráðherra verður J. O. Söderhjelm, dr. juris úr. Sænska þjóðarflokknum og fé- lagsmálaráðherra verður Olavi Saarinen, úr verkalýðshreyfing- unni. HRÓLFUR Sigurðsson opnar fyrstu sýningu sína á 20 olíu- og pastelmyndum í Bogasalnum í dag kl. 4. Sýningin verður opin dag- lega kl. 2--10 síðdegis fram yfir páska. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.