Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 13
HJARTAÐ BRAST ÞRIGGJA ÁRA gamall drengur dó fyrir skömmu vestur í Bandaríkjunum og læknar hafa enga aðra skýringu getað fundið á því en þá, að „hjartað hafi brostið" af harmi. Drengurinn . hét David Durfee og var aðeins þriggja ára gamall. Fyrsta endurminning hans var sú að móðir hans dó í maí s.l. á heimili þeirra í Grand Judtion í Cólorado. David studdist æ meira við afa sinn og Ömmu Fjórum mánuðum síðar yar hann viðstaddur, er elskulegur afi hans dó. Á sama árinu var amma hans drepin — ásamt móðursystur hans og ann arri frænku. Konurnar, FUÚGANDI sem David litli hafði elsk að og treyst, voru skotnar Lokaharmleikurinn gerðist, þegar ungur frændi hans, John Wool ridge, 17 ára gamall, sem David þekkti sem vin, var handtekinn og sakað ur um hið þrefaida morð. — Svona mikil sorg var of mkil fyrir þriggja ára dreng. David várð veikur Eldri bróðir hans hætti í skóla til að vera hjá hon um. Faðir hans hætti að vinna til að sinna honum en allt kom fyrir ekki. Litla drengnum hrakaði VEIÐI- ÞJÓFAR KANADISKA riddara- lögreglan er á hælunum á giæpaflokkum, sem notað hafa helikopta til að stela skinnum af sel- veiðisvæðinu við St. Lawrenefeflóa. Áhöfn selfangarans North Star Six frá Hali- fax skýrði frá því um síðustu helgi, að heli- kopter hefði lent ná- lægt hrúgu af selskinn- um. Tveir vopnaðir menn, sem gættu skinn- anna, voru afvopnaðir og skinnin síðan sett upp í koptann, sem svo flaug á brott. Byssum mannanna var einnig stolið. Þetta var önnur slík ránsferðin, sem kær ur bárust út af á tveim dögum. Ennfremur hafa 10—15 manna hópar, er komið hafa á 3 koptum, ráðizt á menn, sem voru að drepa sel, tekið af þeim byssurnar, drepið eitthvað sjálfir og loks stolið þeim skinnum, sem mennirnir voru búnir að íhaldsþing- maður svipfur sfuðningi ÍHALDSflokkurinn í Aberdeenshire í Skot- landi hefur svift þing- mann sinn, Patrick Wol- rige-Gordon, stuðningi sínum. Hann hefur áður verið gagnrýndur af flokknum fyrir störf sín í siðvæðingrarhreyfing- unni. Óvíst er enn, hvort sú er ►ástæðan fyrir því, að hann hefur nú verið sviftur stuðningi flokks- ins. stöðugt og í s.l. viku dó hann. Læknár gátu ekki fund ið dánarorsökina. Við krufningu kom engin dán arorsök í ljós. En einn læknir sagði: ,Lungu hans og hjarta hættu bara að starfa. Ástand hans versn aði stórum eftir því sm dauðsföllum úr fjölskyld unni fjölgaði. Brostið hjarta? Við höldum það helzt.“ Aðvörun um árás innan 20 sekúndna ^ TILKYNNT hefur verið í London, áð inn- an árs muni verða unnt að gefa aðvörun um yfir- vofandi kjarnorkuárás um 20 sekúndum eftir að eldflaug með kjarnorku- sprengju hefur verið skot ið á loft. Nú er ekki hægt að gefa aðvörun fyrr en mínútu eftir að eldflaug er skotið, þ. e. a. s. fjór- um mínútum, áður en eld flaugin hittir í mark. msmf FRJÁLSLYNDRA ^ JO GRIMOND, leið- togi írjálslyndaflokks- ins í Bretlandi, héfur fall-( izt á, að flokkur hans taki upp nánara samstarf við Frjálsa demókrata í Vest- ur-Þýzkalandi. — Gerði hann samkomulag þetta við Dr. Erich Mende leið- toga frjálsra demókrata í s. 1. viku. Happdræííi jafnaðarmanna ^ JAFNAÐARMENN í Englaudi hafa í hyggju að hefja rekstur happ- drættis til styrktar fyrir stafsemi sína. Er m. a. ætlunin að ráða fasta starfsmenn fyrir flokkinn í ýmsum kjördæmum, sem enga fasta starfs- menn hafa. Fátækrahverfi jöfnuð við jörðu PHILIP CARTER, 32 ára gamall, lýsti sig í sl. viku sekan um eitthvert hneykslanlegasta afbrot, sem harðsvíraður fanga- vörður getur gerzt sek- ur um — góðmennsku. Hann var sakaður um að smygla mat, svo sem samlokum og rjómakök- um til fanga í hinu fræga fangelsi San Qu- entin. Hann fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. \ I NÝJU DELHI hófst um s. 1. helgi mikil að- för að fátækrahverfum borgarinnar. Verkamenn og lögregla réðust á timb- ur og jarðvegshreysi, sem um 4000 manns bjuggu í, og fjórum stundum síðar stóð ekki steinn yfir steini. Fólkið, sem þarna bjó, er nú heimiiislaust. því að stjórnin mun ekki hafa í hyggju að sjá því íyrir öðru húsnæði. Talsmaður lögregl- unnar segir: „Þetta fólk sat bara þarna, það hafði engan rétt til að vera þarna“. Fólkið mun hafa fengið tilkynningu um það snemma í s. 1. mán- ViLDU EKfa TAKA SÆTI í KVIÐDÓMI WAYNE OLIVER I BINGÓ VlÐA VINSÆLT BINGÓ er víðar vin- ^ sælt en á íslandi. Nú Iiefur hópur kaupsýslu- manna í Wolverhampton á Englandi byrjað tilraun með „sjónvarps-bingó“, og ef vel tekst, er ætlun- in, að slíkt bingó verði vikulega á einni sjón- varpsstöðinni í borginni. í bænum Sneedville í Tennessee í s. 1. viku á meðan 800 manns neit- uðu að taka sæti í kvið- dómi til að rannsaka mál 1 tveggja manna, sem sak- aðir eru um morð. Loks gafst dómarinn upp og sagði ríkissaksóknaranum að leita fyrirmæla hjá h'æstarétti ríkisins. Þetta er ekki i fyrsta sinn sepi slíkt gerist í þessu máli, því að í sept- ember s. 1. neituðu 2000 manns að sitja í kvið- dómnum, áður en 12 menn fengjust i hann. .— Þeir fundu mennina seka, en vildu breyta niður- stöðu sinni á meðan ver- ið var að ákveða refsing- una. Mennirnir tveir höfðu tekið þátt í bardaga, sem spannst út af persónu- legri Övild milli sýslu- mannsins í Sneedville og lögreglumanns bæjarins. Þrír menn voru drepnir í þeirri viðureign, þar á meðal lögreglumaðurinn. uði, að hreysin yrðu felld en enginn hreyfði sig. Fimmtíu önnur fá- cækrahverfi í Delhi verða einnig jöfnuð við jörðu og búa þar um 100.000 manns. Á þessum stöðum er hvorki vatn né frá- rennsli. — Og hvað verð- ur svo um fólkið? .— Sennilega fer það eitt- hvað annað, þar sem það getur byggt sér sams kon- ar hreysi og býr þar þang- að til þau hreysi verða jöfnuð við jörðu. Belgíumenn flykkjast til Kongó BELGÍUMENN eru nú aftur farnir að flykkjast til Kongó, það- an sem þeir urðu að flýja fyrir um 20 mánuðum á fyrstu dögum sjálfstæðis landsins. Nú eru ránin, nauðganirnar og skotin gleymd. Nú munu um 3000 Belgíumenn vera í opin- berri þjónustu í Kongó. Belgíumenn stjórna öll- um helztu iðngreinum og tæknistörfum, samgöng- um og bönkum. Ennfrem- ur eiga þeir hótel, verzl- anir og næturklúbba — (belgískar stúlkur sýna n e k t a r d a n s á einum klúbbnum). VIÐ HÖFUIVl heyrt í útvarp- inu upp á síðkastiS, mjög sér- kennilega rödd syngja skemmti- legt lag. sem heitir „Sán't ár livet“, já sænskt lag, söngkon an sem syngur er Anita Lind- blom, syngur í modene stíl Söru Leander, dökk og þróttmikil rödd ólík þeim söngkonum sem við heyrum syngja vinsælu amerísku lögin. Anita Lindblom er frísk og lagleg stúlka sem hefur teít heppnina með sér, því hin umrædda hljómplata hef ur selst í 150 þúsund eintök- um í Svíþjóð og Danmörku, en þetta virðist vera aðejns byrj- un, því nú fer Anita í ferðalög um Þýzkaland og Bretland, kem ur þar fram í sjónvarpi og á hljómleikum, og mjög sennilega verður hún eins heppinn í þess- um löndum. Já, svona er 1ífið. VERÐUR í KVIKMYND? ★SENNILEGA mun Vin- cent Minelli stjórna upptöku kvikmyndarinnar „My Fair Lady“ og sterkar líkur eru enn fyrir því að Uex Harrison leiki aðalhlutverkið eins og í leiknum á Broadway. EVRÓPUKEPPNI ★ NÝLEGA er lokið dægur- lagakeppni margra Evrópu- landa, er fór fram í Luxem- burg. Mikill fyrirvari og stór áróður hafði farið fram í hverju landi fyrir sig, fyrir lögum hvers lands, meir að segja höfðu mörg lögin verið gefin út á liljómplötum, og leikin í útvarp og sjónvarp. Það lag, sem hlaut fyrstu verð laun var franskt og kallast „A'fyrst Love“, sungið af Isc- belle Aubert. Lög númer tvö og þrjú voru einnig með frönskum texta. í fjórða sæti voru tvö lög, annað finnskt, er heitir „Tiipi Tiip“, sungið af 16 ára söngkonu, Marion Rung — hitt var enskt lag, sem Eng lendingar gerðu sér miklar vonir að myndi hljóta vinning, lagiö heitir „Ring-A-Ding- Girl“, sungið af söngvara, sem heitir Ronnie Caroll, mjög góð ur söngvari, hefur hann samt ekki haft topplag í lengri tíma. Enskir dægurlagafröm- uðir lögðu mikið upp úr að gera lagi sínu góð skil og not uðu t.d. 50 manna hljómsveit til undirleiks, en eftir á segja þeir sjálfir: „Lagið var of enskt, til að ná til fjöldans, sem valdi lagið í Luxemburg“. LEIKUR NÓTT í MOSKVA. ★ BENNY GOODMAN ætlar að taka „Moskva“ með sér til Moskva, en þessi frægi liljóm- sveitarstjóri er á förum aust- ur til Rússlands. Benny hefur sagt að sér þætti gaman að leika rússneska lagið „Nótt í Moskva“, það er einn hljóð- færaleikari, sem ekki er alls- kostar ánægður með það að Benny fari til Moskva, það er hinn umdeildi trompetleikari, Dissie GiIIespie, það er enginn sem leikur músik Benny Good manns í dag, en kannski sagt vcgna þess að Dissy hefur beð ið eftir tækifæri til að komast austur. SONG I LONDON ★ RAY ADAMS, norski söngv ari sem syngur eitt vinsælasta lagið hér um þessar mundir lagið „Violetta", hefur nú ný- lega farið til London til að syngja inn á nokkrar hljóm- plötur með hljómsveit undir stjórn enska hljómsveitarstjór ans Tony Hatch. ÖIl lögin eru skrifuð af Norðmönnum. Verður þessi plata gefin út á heimsmarkaði ÚTyARP Á RÚMSJÖ ★ MIKIÐ hefur verið skrifað í dönsk blöð um Radio Mercur, útvarpsstöð, sem hefur verið staðsett um borð í skipi undan ströndum Danmerkur. Þessi stöð hefur sent frá sér auglýs- ingar fyrir fyrirtæki í Dari- mörku og þó einkum í Kaup- mannahöfn. Jafnframt því að þetta útvarp hefur kynnt létta tónlist og komið á framfæri ýmsum skemmtikröftum Iítt þekktum, og svo hefur þessi stöð verið einkar vinsæl meðal æskufólks, því hún hefur út- varpað dægurlagatónlist mik- inn hluta prógrammsins. Nú stendur til að banna Radio Mercur, en háyærar raddir eru líka frá hinum stóra aðdá- endahóp og hiuisendum, að það sé alrangt að banna starf- semi Radio Mercur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. apríl 1962 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.