Alþýðublaðið - 14.04.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Page 15
Daglega barðist stór hópur kvenna um að komast inn í rétt arsalinn. Clark varð að fara inn í húsið inn um bakdyrnar til að losna við milljónir forvitinna manna sem biðu hans fyrir ut- an. Sölumenn seldu Jinetur og lé legar myndir af Clark á götun um og blaðamenn og ljósmynd- arar höfðu nóg. að gera. Nákvæm saga, lífs Clarks og frægðarferill hans kom í Ijós á meðan á þessum réttaríiöldum stóð og bæði Clark og vitni báru um að Clark hefði verið í Oregon árið 1922 og hefði raun ar aldrei fengið vegabréf til að fara úr landi. Violet, lagleg gráhærð fjöru tíu og sjö ára kona lagði fram máli sínu til stuðnings mynd af Frank Billings í éinkennisbún- ingi brezka hersins og hélt bví fram að Clark og Frank væri éinn og sami maðurinn. Meðan Clark stóð á vitnapallinum bað lögfræðingur hennar dóminn um heimild til að frú Norton gæti skoðað Clark í nálægð til að ganga úr skugga um að þessi maður væri í raun og veru Clario sjálfur. Þessari beiðni var neit- að á þeim forsendum að allir gætu séð, að þetta vitni væri Clark Gabie sjálfur. Faðir Clarks bar vitni um að Clark væri innfæddur Ameríku niaður og „það hafa búið menn með nafninu Gable í þessu landi í meira en fjögur hundruð ár”. Formaður Silverton Oregon Lumber Company kom með vitni sem báru að Clark hefði verið viðarhöggvari hjá honum árið 1922 og fengið rúma þrjá dali á dag f„Hann var sá al bezti viðar- höggvari sem ég hef haft”). — Gjaldkeri „Portland Oregonia" bar vitni um að Clark hefði unnið við auglýsingar hjá því blaði í sex vikur árið 1922. En aðalvitnið var Franz Doer- fier, fyrrverandi kærasta Clarks s'em sagði frá ástum þeirra og bónorði Clarlcs. Hún bar að i september árið 1922 hefði Clark búið á þúgarði föður hennar í Oregon óg þar með var úr sög- unni framburður frú Norton um að Clark hefði verið í Englandi þá. Franz lauk framburði sínum með þvi að bera að hún væri og hefði alltaf verið einn mesti að- dáandi Clarks. Allra augu störðu á Clark meðan hann jylgdi Franz úr vitnastúkunni. Clark sjálfur brosti og virtist hinn rólegasti meðan þessi þriggja daga málaferli stóðu yf- ir og hann tók myndir af frú Norton og lrinni óvenjulega fögru dóttur hennar Gwendoiyn meða’n málaferlin stóðu yfir. Allir gömlu vinir Clarks við Astoria leikhúsið skrifuðu eða sendu skeyti þess efnis að þeir væru fúsir til að bera vitni. hon- um í hag ef nauðsyn kræfi. Einn sagðist geta lagt fram ljósmynd ir sem sýndu að þeir Clark hefðu „farið á þumalfingrunum til Port land” þegar þeir voru bláfátækir og bíllausir. En það var ýmislegt fleira sem skeði. Meðan málaferlin stóðu yfir var Gwendolyn litla í umsjá konu, sem var vinkona móður hennar. Þessi kona fór með barn ið og söguna til Riu. Riu var frekar skemmt en að hún væri reið. „Gjörsamlega ómögulegt” sagði hún og sendi konuna á burt. Þegar Josephine Dillon fékk álíka heimsókn sendi hún Clark þau boð að hún víidi gjarnan aðstoða hann ef hún gæti eitthvað gert. Óvænt vitni var Harry nokkur Billings, sem reyndist vera bróð- ir hins umrædda Franks Billings. Hann bar að Clark væri ekki bróðir sinn. En þrátt fyrir vitnis burð hans og annarra vitna neit- aði Violet að trúa því að henni hefði skjátlazt. Hún benti með miklum tilburðum á ■ Clark og veinaði: „Hann er faðir barns- ins míns”, þegar kviðdómurinn átti að skera upp dóm sinn. Kviðdómurinn sýknaði Smith leynilögreglumann og lrinn kan- adiska velgjörðarmann Violet, en hún sjálf var dæmd fyrir að misnota sér póstþjónustu lands- ins. Hinsvegar var hún sýknuð af þeim áburði að reyna að hafa fé og eignir af Clark. Violet Norton var ekki látin sitja í fang- elsi heldur var hún flutt úr landi. Á meðan málaferlin stóðu yíir fannst Clark mikið til um blaða mennsku Winkler, blaðamanns, sem hann þekkti á „Los Angeles Examiner”. Hann fór til Howard Strickling og sagði: „Við skul- um fá Otto. — Ég vil gjarnan að hann vinni fyrir mig“. Og eftir að dómurinn hafði fallið bauð Howard Otto starf hjá MGM og eftir það var Otto sérlegur fulltrúi Clarks. Þegar öllu var lokið var Clark lofaður fyrir hugrekki hans og þor, fyrir að hafa sjálfur mætt fyrij rétti til að hreinsa mann- orð sitt og neita áburðinum. Mickey Rooney og Judy Gar- lana voru yngstu stjörnur MGM. Þegar almenningshylli Clarks jókst fór að færast í aukana að hermt væri eftir göngulagi hans og rödd. Mickey var alræmdur fyrir aðdáun sína á Clark. Judy, sem þá var aðeins þrettán ára, var hrifin af Clark. Dag nokkurn sömdu hún og efnilegur ungur liljómlistarmaður Rodger Edens teksta við lagið: „YOU MADE ME LOVE YOU”. Þau nefndu lagið „Kæri herra Clark” og Judy fékk að syngja þetta lag fyrir Clark í afmælisveizlu sem kvikmyndaverið liélt honum. Clark var svo hrifinn af söngn um og laginu og forystumenn kvikmyndaversins voru einnig hrifnir svo að ákveðið var að láta Judy syngja þetta lag í keppn- inni um lag ársins 1938. „Kæri herra Clark” varð mjög vinsælí lag. Nafn Clarks varð svo vel þekkt að orðtakið „Hver heldurðu að þú sért — Clark Gable eða hvað?” var almennt notað tií að sýna vissum manntegundum hvar þær ættu heima í þjóðfélaginu. Með öðrum orðum var þetta orð- tak notað til að draga úr mikil- mennskulátum grobbara. Nú þegar Clark stóð á hátindi frægðar sinnar í kvikmyndun- um varð eftirspurn eftir honum útvarpi mjög mikil og í fyrsta LUX þættinum sem var útvarp- að frá Hollywood lék hann á móti Marlene Dietrich í „Her- maðurinn og frúin” og vorið 1937 réði LUX Clark til að leika í „Vopnin kvödd”. Corney Jackson sá um samn- inga Clarks við útvarpsfélögin „Við fengum klukkutíma mat- arhlé”, segir Corney, „og ég lagði til að við fengjum okkur hamborgara og mjólk á veitinga- liúsi rétt hjá útvarpinu. Ég sagði stúlkunni fyrst hvað við ætluð-! um að fá og hún færði mcr fyisc minn bakka og kom svo með Clarks bakka. Þegar hún sá nver þetta var brá henni svo mjög að hún missti bakkann og mjólkin fór á ljósgrá fötin sem Clax-k var í. Clark hló bara. Stúlkan fór svo hjá sér að við lá að hún færi að gráta”. Coi’ney vai'ð að fara heim með Clark til að hann gæti haft fata- skipti áður en upptakan liófst. Næsta dag skammaði stúlkan Corney fyrir að lxafa ekki varað hana við að félagi hans væri sjálfur Clárk Gable. „Ég hélt að Ævisaga CLARK GABLE eftir Jeaik Carceau þú hefðir þekkt hann”, sagöi Corney. „Ég þekkti hann”, svaraði stúlkan, „Guð veit hvernig ég fór að því að þekkja hann!” í september 1937. lék Clark í út varpsleikritinu „Cimarron”. J. Walter Thompson félagið sá þá um allar útsendingar LUX og Noi-ma Lundbloom og Helen Bushee sem unnu hjá Thomp- son spurðu Corney hvort þær mættu standa bak við og horfa á leik Clark meðan á útsendingu stæði. „Ég skal kynna ykkur fyrir lionum“, sagði Corney. „Nei, nei,“ sögðu þær. „Okk- ur langar bara til að standa þar sem við sjáum hann“. Corney sagði Clark frá þeim og Clark bað um lýsingu á þeim og nöfn þeirra. Þegar þeir komu gekk hann til þeirra. „Halló Norma“, sagði hann eins og væri hann að heilsa gamalli vin konu og lxallaði sér svo að henni og kyssti hany. ..Helen stóð þarna með galop inn munninn", segir Corney, „og svo snéri Clark sér að henni og sagði: „Ég vissi ekki að þú vapir hérna líka Helen", og kyssti hana líka. Ég segi það dagsatt að þær ætluðu aldrei að ná Æér eftir þetta“. „Clark var ótrúlega stríðinn og hann liafði mjög gaman af að leika á fólk“, segir Corney ennfremur. „Venjulega æfðurn við > laugardögum og einhvern laugardaginn fékk Bob Ozburn sem var mikill aðdáandi Clarks miða á Notre Dame knattspyrnu leikinn. Hann tilbað Clark, en hann vildi ekki að ég bæði hann um að æfa ekki þennan dag svo hann kæmist á leikinn. Ég gerði það nú samt“. „Ég skal sjá um það“, svaraði Clark. Þegar leikstjórinn Frank Wood ruff spurði Clark því hann var alltaf spurður) á hvaða tíma hon um kæmi bezt að æft yrði á laugardag, spurði Clark hvernig þeim litist á að æfa klukkan þrjú eftir hádegi svo þau gætú öll sofið út um morguninn. ,,Það lá við að það liði yfir Bob af vonbrigðum", sejrr Corn ey“. „Loksins fór Clark til hans og sagði: „Ég ’var að' stríða þér v!5 skulum ljúka þessu fyrix* mat“. x Það fékk en^in stjarna meirá en fimm þúsund dali fyrir leik sinn í xitvarpsleikriti en Clark fannst að hann ætti að fá sjö þúsund og fimm hundruði dali í laun og Corneý fannst að hann væri þess virði en hjá LUX voru fimm þúsund dalir hámark ið. 51 Þegar þeir biðu eftir að upp takan hæfist sagði CÍárk einum : meðleikenda sínum að nú fengi hann sjö þúsund og fimm hundr uð dali f.vrir leik sinn. Corney sagði Clark að sér hefði ekki tek ist að fá þá uppliæð fyrir hann. „En ég var búinn að segja þér að ég vinn ekki fyrir fimm þús und dali“, sagði Clai'k. Eftir miklar umræður sam- þykkti Corney loks að láta Clark fá ávísun undirrjtaða af sér upp á tvö þúsund og fimm hundruð dali. Um kvöldið þegar þeir voru að aka í tennisklúbbinn sagði Clark: „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið áfall fyrir þig að missa þessa tvö. þúsund og fimm hundruð dali?“ Corney viðurkenndi það. Þá tók Clark utan um axlir ílorn-' eys og rétti honum ávísijnina og sagði: „Mig langaði bara til að svekkja þig ögn“. „Þegar um var að ræða upp- talninguna á leikurum þeim sem. léku í útvarpsleikritunum vildu^ allir .vera efstir nema Clark^ segir Corney. „Hann var alltaf fús til að aðalleikkonan og aðr-f ar stjörnur væi’u látnar standa ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. apríl 1962 15^ Gerð 4403 — 4. Fáanleg með 3 eða 4 glópípu eða steyptum hellum, klukku og ljósi, glóðarrist og liita- skúffu. Verð frá kr. 4.750.00. Afborgun við lxvers manns liæfi. Fullkomið viðhald. H.F. Raftækjaverksmiðjan, Hafnarfirði, Sími: 50022 — 50023. Reykjavík: Vesturver, Sími: 10322.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.