Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Siglfirðingar voru sigursælir á Akureyri SKÍÐAMÓT íslands fór íram í Hlíöarfjalli í nágrenni Akureyrar um páskana. Við skýrðum frá úr- slitum fyrsta keppnisdagsins íyrir páska, en mun nú rekja helztu úr- slit keppninnar hina dagana, en mótið var nær óslitin sigurganga Siglfirðinga, sem sigruðu í lang- flestum greinum mótsins. Veður var mjög gott alla móts- dagana, sólskin og blíða og all- margt fólk fylgdist með keppninni en þó ekki eins margt og búizt var við og mun slæm færð frá Akur eyri til Skíðahótelisins hafa átt sinn þátt í því. Á miðvikudaginn var keppt í skiðastökki og keppni lauk í nor- rænjni tvíkeppni. Siglfirðingar .kjjæktu í öll verðlaunin, nema verðlaun í tvíkeppni. Þau hlutu Haraldur Pálsson, Rvík. Hann er þó Siglfirðingur að uppruna. Úrslit: ^ Skíðastökk 20 ára og eldri. 1. Skarphéðinn Guðmundsson Sigl. 43,5 og 43 m. — 229,4 stig, 2. Sveinn Sveinsson Sigl. 40 og 40.5 m., 219,2 stig 3. Geir Sigur- jónsson Sigl. 38 og 40 m. 206,2 stig 4. Birgir Guðlaugsson Sigl. 38 og og 38,5 m., 206 stig 5) Jónas Ás- geirsson Sigl. 38 og 40,5 m., 205 st. 6) Björn Þór Ólafsson Ólafsfirði 35.5 og 38 m., 192 stig. Kristín Þorgeirsdóttir Einn mætti ekki til keppni. Ellefu kepptu, þar af lauk einn ekki keppni. Skíðastökk 17-19 ára 1) Haukur Freysteinsson Sigl. 194 stig 2)Sigurður B. Þorkelsson Sigl. 176,9 stig, 3) Þórhallur Sveins son Sigl. 131,5 stig. Skíðastökk 15-16 ára 1) Örn Snorrason 181,4 stig 2) Björn B. Olsen Sigl. 163,3 stig 3) Haukur Jónsson Sigl. 134,6 stig. Norræn tvíkeppni (ganga og stökk) 1) Sveinn Sveinsson Sigl. 462,2 stig 3) Birgir Guðlaugsson Sigl. 456.4 stig 3) Haraldur Pálsson Rvk 394 stig. Norræn tvíkeppnil5-16 ára Sigurvegari Björn B. Olsen Sigl. 410.5 stig. Fimmtudagur. Þennan dag var keppt í svigi í Reithólum rétt fyrir ofan Stromp- inn og í 4x10 km. boðgöngu og var lagt af stað í hana rétt fyrir vest an skíðahótelið. Svig, flokkakeppni karla 1) Siglufjörður 500,6 stig. í sveit inni voru Hjálmar Stefánsson, Kristinn Þorkelsson, Gunnlaugur Sigurðsson og Jóhann Vilbergsson. 2) ísafjörður 513,5 stig 3) Akur- eyri 533,7 stig 4) Ólafsfjörður 570, stig. Reykjavík lauk ekki keppni. Lengd brautar var 360 m. hæðar mismunur 160 m. en hlið voru 45 4x10 km. boðganga 1) Siglfirðingar (Sveinn Sveins- son, Gunnar Guðmundsson, Þór hallur Sveinsson og Birgir Guð- laugsson) 2.32,53 2) ísfirðingar 2.34,13 3) Þingeyingar 2.35,41 4) Fljótamenn 2.43,16 Laugardagur Þá var keppt í stórsvigi og 30 km. göngu í Reithólum. 30 km. ganga 1) Birgir Guðlaugsson Sigl. 2.00,47 2) Gunnar Pétursson ís. 2.03,51 3) Steingrímur Kristjáns- | son Þing. 2.04,12 4) Jón Kristjáns- | son Þing. 2.07,14 5) Stefán Þórar- insson Þing. 2.07,14 6) Matthías Sveinsson ís. 2.07,30 Framhald á 13. siðu. 10 25. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ • * 3"i i Gf• 5 j V«i Vi». » il w.í ■? J.A:-. Hér skorar Wilson annað mark Glasgow Rangers. Gunnar Guömannsson skrifar um leikinn í Glasgow: Glasgow Rangers hafði yfirburð Við ræddum lítilsháttar um leikinn á leiðinni til Skotlands og vorum á einu máli um að veðrið væri aðalatriðið, til að njóta til fullnustu leiksins. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Því ér við flug- um yfir Glasgow þá skein sólin og smá ándvari í lofti. Það fór að þykkna upp um hádegið og rigna smávegis, en veðrið var „idealt“ fyrir knattspyrnu, logn og skýjað. Hópurinn lagði af stað úr miðbæn- um til Hampden Park kl. 1.30 e. h. og var bílunum lagt ca. 2—3 kíló- metra frá aðalstúkunni, og fannst okkur það heldur langur gangur miðað við hér heima, en ég hefði ekki viljað missa að ganga með fjöldanum þennan spöl. Fyrir okk- ur var eins og flestir væru ný- komnir af vitlausraspítala og lægi ekkert annað fyrir en að aka þeim rakleiðis tilbaka. Þarna ægði sam- an allskonar lýð, flestir klæddir bláum treflum með hvitu og rauðu í og stóru merki í barminum í sama lit, en færri með liti St. Mir- ren, svart og hvítt. Ég hafði feng- ið miða í blaðamannastúkuna, sem er upp á þaki aðalstúkunnar og lá völlurinn sem billiardborð fyrir neðan. Klukkan var orðin rúmlega hálfþrjú þegar ég komst í sæti mitt og var völlurinn óðum oð fyllast, en lokatalan varð 127.940. Frá kl. 2 var ýmislegt til skemmt- unar svo sem míluhlaup, hjólreið- ar, fimleikar, en kl. 2.45 kom inn á hlaupabrautina sekkjapípusveit ásamt lúðrasveit alls um tvö hundr uð manns, og þar á eftir |einkenn- isklæddir björgunarliðar með burðarbedda og höfðu þeir nóg að f gera meðan á leik stóð að bjarga fólki út úr þrengslunum þegar Ieið yfir það, sem var svona u. þ. b. á fimmtu 'hverri mínútu. Liðin hlupu inn á völlinn kl. 2.55 og heyrði maður þá bezt hvernig skipt var á áhorfendapöllunum. — Ópið, sem fagnaði St. Mirren var eins og hvísl miðað við öskrið sem fagnaði Rangers. Þórólfur hljóp síðastur Mirrenmannanna inn á völlinn og virtist mér hann vel þjálfaður og upplagður. Eftir að Galdow, fyrirliði Rangers og Clu- nie fyrirl. Mirren höfðu heilsast, vann Clunie hlutkestið og þegar liðin höfðu raðað sér upp hljómaði þjóðsöngurinn og þúsundirnar tóku undir. Rangersmenn hófu leik Þórólfur í gróðum félagsskap inn, og var fljótlega hægt að sjá að þar voru engir aukvisar á ferð. Aðeins á 3 mín. kemur fyrsta mark skotið frá h. ih. Brand en langt yfir Stuttu seinna á Bryceland h. ih. Mirren möguleika að senda til Þórólfs, sem var frir á vítateig, en lék sig beint inn í miðfrv., en það skeði ekki ósjaldan í leiknum, einkum hjá framherjum Mirren. Hinn 18 ára gamli h.úth. hjá Ran- gers var i miklu dálæti hjá fjöld- anum enda ekki að ósekju. Hann er lágvaxinn, en þybbinn leikmað- ur og ótrúlega fljótur á sprettin- um og réði Wilson v.bv. Mirren lít- ið við hann í leiknum. Fyrsta horn ið kemur eftir samleik Þórólfs og Fernie á 8. mín. og tekur Þórólfur það, en ekkert verður úr. Stuttu seinna lék McLean v. frv. sig lag- lega í gegn og sendi til Kerrigan, sem brunaði langt yfir. Það, sem eftir var hálfleiksins var Rangers í svo til stanzlausri sókn og var mildi að fyrri hálfleikur endaði ekki með 5:1 svo miklir voru yfir- burðir Rangers á öllum sviðum. Á 10. til 15. mín. áttu þeir minnst þrjú opin tækifæri og það síðasta var skallað yfir tómt markið. Einn ig fannst mér- dómarinn sleppa að dæma vítaspyrnu á Mirren, þegar Henderson var brugðið í upplögðu tækifæri. Baxter v. frv. Rangers, frábær leikmaður, lék sig laglega í gegn um vörn Mirren, en ætlaði sér of mikið, reyndi að leika á markvörðinn, en missti boltann út yfir endamörk. Þórólfur skapar sér og Mirren hættúlegasta tæki- Framhald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.