Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 4
RAOUL SALAN, fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður ógnahreyfingarinnar OAS í Al- gier, var tekinn fastur, er hús- leit var gerð í húsi nokkru í miðhluta Algeirsborgar á föstu- daginn langa. Skömmu eftir handtökuna var hann fluttur flugleiðis til Parísar, þar sem hann hefur síðan verið ákærð- ur, bæði sem yfirmaður OAS og fyrir þátttöku I uppreisn- inni í apríl í fyrra. Fyrir það hefur hann áður verið dæmd- ur til dauða, fjarverandi. Ifandtaka Salans vakti mikla ánægju meðal Serkja, svo sem við var að búast, og kvað Yazid, upplýsingamála- ráðherra, OAS aldrei muntíu ná sér eftir þetta áfail. Eftir liandtöku Salans hefur mikið verið talað um, að OAS mundi ef til vill leysast upp vegna ósamkomulags þeirra, sem teldu sig sjálfkjörna til að taka við störfum af honum. Leynileg útvarpsstöð í Oran hefur hins vegar tilkynnt, að eini fyrrverandi hershöfðing- inn meðal forystumanna OAS, sem enn hefur ekki verið hand- tekinn, Gardy, fyrrum yfir- maður útlendingahersveitar- innar, hafi lýst yfir, að hann tæki við yfirstjórn samtakanna. En víst er um það, að hann erf- ir eftir Salan langvinnan ríg milli manna eins og fasistans Susini og ofurstanna Gardes, Argaud og Godard, sem allir miða að því að beita aðferðum „sálfræðilegs hernaðar”, að ekki sé minnzt á aðra stjórn- málamenn og ofursta, sem Saí- an átti oft erfitt með að halda í hemilinn á. Ómögulegt er að sjá fyrir hvaða áhrif slíkt á- stand kann að hafa. En hver svo sem áhrif hand- töku Salans eru á OAS, þá virð ist ljóst að hún liafi haft lam- andi áhrif á marga Evrópumenn í Algier, því að enginn efi er á því, að meðal þeirra var Sal- an sérlega vinsæll. í kringum nafn hans hafði skapazt eins konar þjóðsaga og almennt var talið, að hann mundi aldrei nást. Þegar það, sem hann var- ast vann, hefur nú komið yfir liann, hefur dregið mikið kjark úr Evrópumönnum. Þeir flykkj ast nú burtu frá Algier. Á páskadag var flugstöðvarbygg- ingin í Algeirsborg troðfull af fólki, sem beið eftir fari til Frakklands cða annað. Var tal- ið, að lun 1500 manns væru þar saman komin. Þrengslin voru svo mikil, að lögreglan hélt í burtu miklum fjölda manna, sem þá bara bjóst um í bílum sínum og náði bílaröðin marga kílómetra. Franska fréttastofan Agence France Presse hefur sent frá sér frétt, þar sem ýmis orð eru höfð eftir Salan, og virðist hann hafa viðhaft þau, án þess að vera spurður, hvað þá neyddur til þess. Þegar lög- reglumaður kom til hans í fang- elsið til að lesa honum stefn- una, sagði Salan: „Ég er eng-, inn glæpamaður Þér getið tek- ið í hönd mér ...”. Lögreglu- maðurinn hikaði og hershöfð- inginn lét hönd sína síga og muldraði: „Ég er raunverulega ekki morðingi eða gangster ... Ég var hershöfðingi”. Þá sagði hann, að handtaka sín hefði verið óumflýjanleg. „Ég hitti of margt fólk, sem ég ekki þekkti, til að tala um bjána- legt smáræði. Ég býst við, að það hafi verið þess vegna sem þeir náðu mér”. Um OAS sagði hann „allt var að hrynja kring- um okkur”. Hann bætti við. „OAS í Algier er prýðilegt fólk, en yfirleitt of æst. Þcir, sem í kringum mig voru, höfðu enga stjórn á sér lengur. Og ástandið var ekki miklu betra í Frakklandi sjálfu — ég varð að svipta umboðs-liershöfðingj- ann störfum”. Salan hélt áfram og sagðist liafa haft í huga að endurskipuleggja OAS í Frakklandi „til að koma reglu á fjárþvinganirnar og spreng- ingarnar” og ennfremur hefðu þeir haft í huga að ræna Juin hersliöfðingja og gera hann að yfirmanni hreyfingar Frjáls Algier. Frétt AFP lauk með þvi að skýra frá því, að Salan hefði skýrt frá því, að þegar liefði komið babb í bátinn milli hans og „brjáluðu ofurstanna” inn- an OAS. Kvað hann skoöana- muninn hafa verið mjög djúp- stæðan. Þeir hafi aðeins hat't áhuga á að gera upp sínar sak- ir og drepa menn. „Hvað mér sjálfum viðkom, gat ég ekki gcrt allt einn”. Það er enginn efi á því að bandta'^i Salan hefur varið mikið reiðarslag fyrir OAS, en engan veginn víst, að það riði hreyfingunni að fullu, því mið- ur. Salan hefur að vísu verið sameiningartáknið í Algier, svo einkennilegt sem það val á yf- irmanni kann að virðast, og margir Evrópumenn munu missa kjarkinn, eins og raun- ar er augsýnilegt af flóttanum, sem þegar er hafinn. En trú margra Evrópumanna í Algier á það, aff nauðsynlegt sé að berjast er svo sterk, að varla er ástæða til að ætla annað en bar áttunni verði haldið áfram a. m. k.-enn um stund. Ef forusta OAS klofnar hins vegar, eins og ráða má af orðum Salans að hætta sé á, þá er ekki víst að sú barátta verði löng. Á hinu er liins vegar hætta, að öfvænting in, sem gripið hefur um sig, kunni að leiða til meiri óhæfu- verka um stund og þau kunna að verða ægilegri einmiít vegna örvæntlngarinnar. En harðari afstaða franskra yfir- valda í Algier nú virðist hins vegar lofa góðu um, að unnt muni reynast að kveða OAS alveg niður á næstunni. En hvað verður um æstustu fylgismenn OAS og Algérie francaise? Þeir eru til bæði í Algier og Frakklandi. Ef OAS Frambald á 11. síðu. . 4 S25. apríl 1962 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Minningarorð: Kjartan Ólafsson múrarameisfari KJARTAN ÓLAFSSON múrara- meistari, Njarðargötu 47, lézt að Elliheimilinu Grund á Pálma- sunnudag og verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkjunni. — Með honum er fallinn í valinn einn glæsilegasti fulltrúi hinnar eldri kynslóðar, sem stofnaði verklýðs samtökin og átti þátt í stjórn þeirra fram eftir árum. Kjartan Ólafsson fæddist að Dísastöðum í Árnessýslu 12. febrúar 1880, og var því rúmlega 82 ára þegar hann lézt. Hann var sonur Katrinar Magnúsdóttur og Ólafs Jóhannessonar, bónda þar, aflamanns og formanns í Þorláks höfn. Ólafur fórst með skipshöfn sinni, 15 manns, í al'takaveðri. 1883, en þá hurfu tvö skip úr Þorlákshöfn, en skipshöfn ann- ars bjargaðist í franska fislci- skútu fyrir einskæra tilviljun, og kom fram tíu dögum seinna, en allir höfðu þá talið bæði skip- in af. Aldrei spurðist neitt um afdrif Ólafs og skipshafnar hans. Frá þessum skipsskaða er sagt í bókum. •Katrín, ekkja Ólafs, hélt bú- skapnum áfram, en tók ráðs- mann, sem starfaði að búi henn- ar þar til hún giftist aftur. Kjart- an var yngri bróðir af lijóna- bandi þeirra Katrínar og Ólafs. Hann vann heima við þar til hann varð 16 ára, en þá fór hann til útróðra eins og títt var um drengi og reri ú vertíðum úr Grindavík, en þar var hann á sama skipi i 6 vertíðir. Á sumr- um var hann heima við slátt á næstu árum, en þegar hann var 19 ára fór hann upp í Borgar- fjörð í kaupavinnu. Næstu 6 ver- tíðir var hann á skútum, en þar af var hann vinnumaður í Gríms- nesi. Þegar Kjartan var 23 ára. flutti móðir hans og stjúpi til Reykjavíkur og Kjartan um leið. Atti hann þá heima í Oddgeirs- bæ við Framnesveg. Upp úr því lagði hann fyrir sig steinsmíði og vann að gatnagerð og húsabygg- ingum. Steinsteypa var þá varla lcomin til sögu, og stein.smíðin í því fólgin að höggva grjót- og snytta svo að hnullungarnir féllu vel saman. Yanri hann aðallega að þessu í blágrýtinu í Skólavörðu- holti, eða þar til hafnargerðin vhófst, en þá var meginliluti holts ins tekinn og fluttur niður í flæðarmál og myndar því grund- völl og undirstöður hafnarbakk- anna. Kjartan og félagar hans urðu þá að leita nýrra náma, og fluttu sig í Rauðarárholtið og Öskjuhlíðina. Þegar Milljónafé- lagið var stofnað, leitaði það eft- ' ir vönduðum og handlægnum steinsmiðum og réðzt Kjartan til þess út í Viðey, en þar réðist fé- lagið í mikil mannvirki. Þaðan fór svo Kjartan þegar verki var að mestu lokið og vann við hafn- argerðina hjá Kirk, en Kirk þessi var mikið hörkutól og afburða duglegur. Hann ýakti yfir hverju einasta verki starfsmanna sinna og var ekki gefinn fyrir það, að lofa verk þeirra. En vottorðið, sem þessi orðknappi maður ga£ Kjartani að lokum, sýnir það og sannar hve frábær verkmaður hann var. Þá byggði hann og á næstu árum fjölmörg hús, smá og stór, og telja verkfróðir menn enn í dag að þau séu hin mesta smíð. Kjartan var snemma stéttvís ' maður og jafnaðarmaður í hugs- un allri. Hann var einn af stofn- endum Dagsbrúnar og vann fyr- ir það félag' af lífi og sál áratug- um saman. Hann átti oft sæti í stjórn félagsins og var fuiitrúi þess árum saman í Fulltrúaráði verklýðsfélaganna og þingum Al- þýðusambandsins. Mjög snemma gekkst Kjartan fyrir því, að Framhald á 14. «íSn. Kjartan Ólafsson MÓRARAMEISTARI Fæddur 12. febrúar 1880. Dáínn 15. apríl 1962 K v e ð j a frá kvæðamannafélaginu Iðunni. Einn er genginn ennþá hér, — óðar þrengir kostinn. Hagur drengur horfinn er, — liörpustrengur brostinn. Blikaði á skjöldinn skyggða — sól skín þó kvöldi og líði. Árafjölda í formannsstól fór með völd af prýði. í raddarhæð og hlýju óms, hlynnti fræðum rannsins. Lék í æðum lista og hljóms leikni kvæðamannsins. Tónaflæði, er flestir dá, fluttu æðaslögin, — stuðlafræða sterka þrá, stöku og kvæðalögin. Tungur bærast hljótt og hlýtt, hugsa um tæra óma. „Iðunn“ kærast þakkar þítt, þessa skæru hljóma. Vona blakar vængjum — hljóð vorsól — þakinn beðinn. Minning vakir mild og góð, v meðan staka er kveðin. skf. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.