Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 14
DAGBÓKMIÐVIKUDAGUR Kvöld- og næíurvörð- ur L.R. í dag: Kvöld- ▼«kt kl. 18,00—00,30. Nætnr- T«kt kl. 24,00—8,00: - Á kvöld- vakt Jón Hannesson. Á nætur- vakt Einar Baldvinsson Læknavarðstofan: sími 15030. Ingólfsapótek á vakt 7. april til 16. apríl. Sími 11330. Nætur og helgidagavörður í Hafnarfirði vikuna 14-21 apríl er Eiríkur Björnsson sími 50235 Sími sjúkrabifreiðar Hafnar- fjarðar er 51336. Eimskipafélag ís- íands h.f. Brúarí 'ss kom til Rvíkur 21 4 irá Nevv York Detti foss fer frá Akureyri 25.4 til Húsavíkur, Ólafsfjarðar, Siglu- fjarðar og þaðan til vesturlands hafna og Rvíkur Fjallfoss kom til Rvíkur. 20.4 frá Hull Goða foss kom til Rvíkur 23.4 frá Hamborg Gullfoss er í Khöfn Lagarfosg kom til Rvíkur 16.4 frá Siglufirði Reykjafoss fer írá Hafnarfirði annað kvöld 25.4 tii Keflavíkur Stykkisliólms Grund arfjarðar, Akraness, Vmeyja, Fáskrúðsfjarðar og Eskifjarðar og þaðan til Rotterdam, Bremen og Hamborgar Selfoss kom cil New York 22.4 frá Dubb.i Tröllafoss fór frá New York 19.4 til Rvíkur Tungufoss kom til Bergen 22.4 fer þaðan til Lyse Jfcil Mántyluoto og Kotka Zee haan fór frá Leith 24.4 til Rvk Skipaútgerð ríkisins Hekla fór frá Rvík á hádeg'. í dag vestur um land í hringferð Esja er í Rvík Herjólfur íer frá Vmeyjum kl. 21.00 í kvölciiii Rvíkur Þyrill var í Fredrikstad í gær Skjaldbreið er væntanleg tii Rvíkur í dag frá Breiðafjarð arhöfnum Herðubreið er í Rvík. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Rvík Arnarfel! Cór í gær til Kristiansund og Odda Jökulfell fer í dag írá New York til Rvíkúr Dísarfeil er í Keflavík Litlafell er í olíu flutningum í Faxaflóa Helgafell er í Borgarnesi Hamrafell fór 19. þ.m. frá Batumi til íslands Hadsund er í Gufunesi Kim er á Svalbarðseyri Jöklar h.f. Drangajökull er í Vmcyjum Langjökull fer í kvöld frá Ham borg áleiðis til Rvíkur Vutna jökull fór frá Rvík í gær áleiðis til Cuxhaven og Hamborgar Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla lestar á Vestfjarðahöfnum Askja er á leið til Grimsby og Hull. Minningarsp j öld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá Ágústu Jóhannsdóttur, Flóka- götu 35, Áslaugu Sveinsdóttur, Barmahlíð 28, Gróu Guðjóns- dóttur, Stangarholti 8, Guð- björgu Birkis, Barmahlíð 45, Guðrúnu Karlsdóttur, Stiga- hlíð 4 og Sigríði Benónýsdótt- ur. Barmahlíð 1 Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi fer til Glasgow og K- hafnar kl. 08.00 í fyrramálið Innanlandsflug í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vmeyja Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir). Egilsstaða, Kópaskers, Vmeyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NewYork kl. 05.00 fer til Oslo og Helsinki kl. 06.30 vænt anlegur aftur kl. 24.00 fer til New York kl. 01.30 Snorri Sturluson er væntanlegur frá New York kl. 06.00 fer til Gauta borgar og Khafnar og Stav. k.. 07.30 Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá Stav. Khöfn og Gautab. kl. 23.00 fer til New York kl. 00.30 Heilsuvei-nd er nýkomið út. í ritinu eru margar greinar um heilsuvernd o.fl. Að þessu sinni eiga greinar í ritinu, Sig urjón Björnsson, Ófeigur Ó- feigsson, Björn L. Jónsson og Jón Oddgeir Jónsson. Málverkasýning: Einar Markan listmálari opnaði í fyrrdag mál verkasýningu í myndlistarsaln um Týsgötu 1. Sýnir hann 20 vatnslitamyndir. Sýningin er opin 1-7 hvern dag fram yfir mánaðarmót. Mæðrafélagskonur: Munið fund inn í kvöld að Hverfisgötu 21. Alfreð Gíslason læknir flytur erindi um barnaverndarmál. Sýndar verða skuggamyndir Frá Kvenréttindafélagi íslands: Fundur í félagsheimili prent- ara Hverfisgötu 21 fimmtudag 26. apríl kl. 20.30 Guðmundur Guðmundss. flytur erindi um lífeyrissjóð starfsmanna ríkis ins. Áríðandi félagsmál. Búnaðarblaðið 4. tölublað 2. ár gangs er nýkomið út. Efni þess er fjölbreytt, margar greinar um búskap og öðru þár að lút andi. Blaðið er 32 blaðsíður að stærð og prentað í Hilmi h.í. Út er komið blað Dýraverndun- arfélags Islands Dýraverndar inn. Margt er í blaðinu, sem er myndum skreytt . Ritstjóri er Guðmundur Hagalín. Miðvikud. 25. apríl 8.00 Morgunútv. 12.00 Hádeg- isútvarp 13.00 „Við vinnuna" 15.00 Síðdegisútvarp 17.40 Fram burðárkennsla 18.00 Útvarps- saga barnanna 18.30 Óperettu- lög 19.30 Fréttir 20.00 Varnaðar orð 20.05 ,Með frönskum hreim1 20.20 Kvöldvaka 21.45 íslenzkt mál 22.00 Fréttir og Veðurfr. 22.10 Erindi: Fræðslumál í Bret landi 22.25 Næturhljómleikar 23 25 T')í>cfc-Vrór',n1’ 14 25. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ lYji' ’HWs -SI0AíWUðV<tJA MINNINGARORÐ Framh. af 4. síðu verkamenn stofnuðu frjálsan styrktarsjóð og var hann for- maður hans í áratugi. Þessi sjóð- ur hafði því hlutverki að gegna að styrkja verkamenn þegar veik- indi eða slys bæru að höndum. Þessi sjóður var, samkvæmt á- kvæðum hans, leystur upp fyrir fáum árum. Stofnendur Dags- brúnar voru tæp 400, eru nú að- eins 6 á lífi þeirra, sem aldrei hafa farið úr félaginu. Árið 1905 kvæntist Kjartan Þórdísi Jónsdóttur, en hún var ættuð af Rangárvöllum. Hún dó árið 1957. Þau eignuðust fimm börn, en tvö misstu þau. Þrjú eru á lífi: Katrín gift Tómasi. Ó. Jóhannssyni skrifstofustjóra, Að- alheiður, gift Magnúsi Árna- syni múrarameistara, og Kjart- an múrari, kvæntur Rósborgu G. Jónsdóttur. Kjartan Ólafsson var bjart- sýnismaður. Hann hafði ágæta söngrödd og starfaði í mörgum karlakórum. Hann lék í leikrit- um og var yfirleitt gleðimaður. Hann átti mestan þáttinn í því að stofna Kvæðamannafélagið Ið- unni og var lengi form. Hann kvað oft í útvarp og á skemmr- unum og hafði sterka rödd og fagra. Fyrir hans atbeina og fá- laga hans í Iðunni var safnað um 200 kvæðalögum og sungin á plötur. Það sáfn er nú í eigu Þjóðminjasafnsins og þar geym- ist rödd Kjartans og kvæðalög auk fjölmargra annarra. Kjartan Ólafsson gegndi fjöl- mörgum störfum fyrir flokk sinn í bæjarmálefnum Reykjavíkur. Hann var ekki metnaðargjarn maður og tók aldrei þátt í tog- streytu innan flokks eða utan. Hann var oft á lista flokksins til bæjarstjórnarkosninga, og var kjörinn 1928. Síðar átti hann og sæti í bæjarstjórn sem varamað- ur. Þannig sat hann og í bæjar- ráði um tíma. Hann starfaði í fjölda mörgum nefndum bæjar- Erlend tíðindi Framhald af 4. síðu. mistekst í Algier, er enginn efi á því, að slíkir menn muni reyna að komast til Frakklands. Lítill vafi virðist leika á því, að í Frakklandi muni þeir sam- einast þeim meira eða minna brjáluðu hægri öflum í Frakk- landi, sem alltaf berjast gegn ríkinu og eru aldrei meira en eitt skref burtu frá föðurlands- svikum. „Brjálaðir ofurstar“ og fólk með líkt andlegt ástar.d verður sjálfsagt velkomin við- bót við þá hálfbrjáluðu öfga- menn (til hægri eða vinstri), sem á ensku máli kaliast „the lunatic fringe”. Allt um það mun hin hernað arlega barátta standa og henni mun ljúka í Algier sjálfu. Þó að stjörnvöld þar hafi til þessa átt fremur erfitt uppdráttar, þá er ýmislegt, sem bendir til þess, að Iiagur þeirra vænkist nú óð- um. Harkan, sem þau sýna nú og m. a. kemur fram í skipun- inni um að skjóta hvern þann mann í Evrópuhverfum sem sést á liúsþökum, svölum eða í gluggum, bendir til, að þau hyggist nu láta til skarar skríða. Fréttir síðustu tvo daga virðast líka benda til þess, að sú harka ætli að bera nokkurn árangur þegar í stað. stjórnar. Hann var glöggur mað- ur, réttsýnn og samningalipur. í raun og veru hefði hann orðið farsæll foringi, þó að ekki kæmi til þess. Hann var mjög víðsýnn, gerði greinarmun á aukaatriðum og aðalatriðum, og það var eins og allir treystu honum allt af og vildu aíit gera, sem hann lagði til. Enginn skyldi þó ætla að þetta hafi stafað af skapleysi, því að Kjartan var, þrátt fyrir létt- lyndi sitt og víðsýni, mikill skap- maður. Einu sinni var örlagaríkt stórmál á döfinni í flokknum. — Það var rætt um samstarf eða samvinnu við annan flokk. Ég vissi að Jón Baldvinsson var enn elcki búinn að taka ákveðna af- stöðu. Hann velti henni fyrir sér. Svo var það einn morgun, að Jón kom á ritstjórn Alþýöu- blaðsins og ég sá að hann var hugsi. Ég sló upp á glens. Svo sagði hann: „Ég fékk heimsókn í gærkvöldi. Það var Kjartan múrari. Hann sagði: „Ef þið ger- ið þetta, þá er ekki vert fyrir þig að reikna með mér framar. Þetta snertir innsta kjarnann í hug- sjónum okkar”. — Og svo bætti Jón við: „Málið er úr sögunni af minni hálfu”. — Ég er sannfærð- ur um, að þarna réði Kjartan, enda var óhætt að treysta honum sem prófstein á okkar fólk. Eldra flokksfólk minnist Kjart- ans Ólafssonar á öllum störfun- um, sem flokkurinn hélt fyrr á árum. Allt af völdust sömu mennirnir til þess að stjórna fundunum: Kjartan Ólafsson og Ágúst Jósefsson. Það sópaði að þessum tígulegu og snjöllu fund arstjórum, og enginn efaðist um réttsýni þeirra og stjórnsemi. Ég á margar minningar um Kjartan Ólafsson. Hann var hár og grannur, upplitshreinn og djarfmannlegur. Rödd hans var heið og tær, og allt af hafði hann gamanyrði á vörum. Hann var hreinskiptin og réttlátur. Aldrei heyrði ég hann hallmæla manni, miklu fremur reyndi hann að finna undirrót meina í fari manna. Fyrir nokkrum árum missti hann sjónina að mestu. Hann dvaldi oft heima hjá Katrínu dóttur sinni, en við og við í elli- heimilinu, og næstum því ár. — Hann vildi það sjálfur. Hann héit óskertri dómgreind fram í and- látið. Við kveðjum þennan vin okk- ar og félaga með söknuði. Hann var brautryðjandi þeirrar hreyf- i.ngar,/ sem við störfum fyrir, einn hinn bezti þeirra, sem nú hverfa hver af öðrum. V. S. V. Útför dóttur okkar og móður minnar Ásu Guðmundsdóttur sem andaðist hinn 19. apríl s. 1. fgr fram frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 27. apríl n.k. kl. 3 e. h. Kristín Þorvarðardóttir Guðmundur Pálsson. Álfheiður Ingadótlir. Faðir okkar Kjartan Ólafsson Njarðargötu 47, verður jai*ðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudag 25. apríl, kl. 2 e. h. Þeim sem óska að minnast hins látna, er bent á líknarstofnan- ir- é Börnin. Hjartanlega þökkum við öllum, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og minningarathöfn okkar ástkæra eig- inmanns, sonar, dótturssonar og bróður • Karls Guðmundar Jónssonar frá Ártúni, Hellissandi. Eiginkona, foreldrar, amma og systkini. Hjartanlega þökkum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og minningarathöfn um Jón H. Jörundsson, Faxabraut 40 B, Keflavík Kristján Jörundsson, Brekku, Ytri-Njarðvík og Karl G. Jónsson Ártúni, Hellisandi sem fórust með m. s. Stuðlabergi Í7. febrúar síðastliðinn. María Ólafsdóttir Jörundur Þórðarson Ester Jörundsdóttir Arndís Jörundsdóttir Þorbjörn Sigfússon. Helga Jörundsdóttir Ólafur Olgeirsson Óli Jörundsson Agnes Eiríksdóttir Guðmundur Jörundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.