Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 3
iwwwww-tvwmwvvw FALLÖXIN bíður Raouls Sa ans hershöfðingja yfirmann OAS-samtakanna, sem handtek inn var á föstudaginn langa Hann hefur fyrir löngu verif dæmdur til dauða fyrir þáttöki í uppreisn hershöfðingjanna í Alsír fyrir réttu ári. Blaðamenn, Ijósmyndarar og: fréttamenn útvarps og sjónvarps hvaðanæfa að úr heiminum gátu til skamms tíma hcimsótt Salan með jöfnu millibili og haft við hann viðtöl, þó að lögreglan og öryggissveitirnar í Alsír finndu ekki felustað lians fyrr en í síðustu viku. Barátta þeirra de GauIIes forseta og Salans, sem staðið hefur í eitt ár, er lokið, og Salan hefur farið halloka. — Vígorðið „Algerie Francaise" er að verða fjarstæöa. Þrátt fyrir hryðjuverk OAS er Al- sír á hraðri leið til sjálfstæð- is. Eftir nokkra mánuði hafa OAS-samtökin verið broti’n á bak aftur og eftir nokkur ár verða þau gleymd, eins og önnur svipuð samtök hryðju- verkamanna, svo sem EOKA á Kýpur. Slægur Seimilega hefur Salan leiðst út í þessa baráttu af SALAN dulbúinn. Myndin er tekin skömmu eftir handtöku hans á föstudaginn langa. liégómagirnd, en ekki af sann færingu eða metorðagirnd. Hann var nokkurs konar „toppfígúra“ í samtökunum og gaf þcim „virðulegau“ svip, en hin raunverulesru völd eru í höndum hættu- legri manna eins og Susini. Salan er ekki hættulegur mað ur, en slægur, undirförull og óaðlaðandi, svo að enginn hef ur samúð með honum. Salan hefur verið fjarri Frakklandi mestan hluta rev- innar, barizt gegn Þjóðverj- um, Sýrlendingum, nazistum, Frjálsum Frökkum, Indó- Kínverjum, kommúnistum, Serkjum og Frökkum, og því ekki skilið hvað hefur verið að gerast í Frakklandi á síð- ustu áratugum, og allra sízt hefur hann skilið ástandið í Alsír. „Mandarininn" í Indó-Kína hreifst Salan af austurlenzkri dulspeki og fiktaði jafnvel við ópíum. — Hann fór á fund Búddha- munka og leitaði ráða hjá guð unum. Þegar hann var í Indó- Kína fyrir heimstyri;i!dina stjórnaöi hann leyniþiónustu Frakka, og átti slíkt vel við lunderni hans. Þegar þar við bættist svo, að hann þótti dul- ur, fáskiptinn og rólegur á furða að hann væri kallaður Kínverjinn eða Mandaríninn. Raosul Salan fæddist árið 1899 skammt frá Toulouse. — Faðir hans var læknir og sós- íalisti. Hann stóð sig frábær- lega vel í herskólanum í St. Cyr, hélt til vígstöðvanna 1917, særðist og hlaut heiðurs merkið Croix de guerra. Eftir styrjöldina var hann sendur til Sýrlands, þar sem hann barðist gegn Drúsum, og særð ist aftur. Þá var hann sendur til Indó-Kína og var m. a. her stjóri á landssvæði einu, sem er þakið frumskógi, á landa- mærum Kína, Burma og Laos. ÓáfevæW«nn Salan var hrósað fyryir hreyst.ilega framgöngu gegn nazistuui í Frakklandi áður en frönsku herirnir urðu að gef- ast upn. Nú kom í Ijós hve erfit.t hann átti með að taka ákvörðun ne meðfædd var- kárni hans. Hann var í Dakar þegar Frakkar gáfust upp fyrir nazistum og í fjögur ár íhugaði hann hvort hann ætti helditr að ganga í lið með Frjálsum Frökkum de Gaulle og handrmönnum eða sýna Vic hy stjóru Pétain hollustu, og' þar með nazistum. Að lokum tók h«mt fvrri kostinn. Eftir ’nnrásina í Normandí 1944 barðist, Salan með hinum fræga franska marskálki, Jeau de Lattre de Tassigny, í S.- Frakklandi og Elsass. Eftir stríðið hélt hann aftur til Indó Kína sem næstráðandi de Lat tre de Tassigny, en þar höfðu kommúnistar gert uppreisn undir forystu Ho Chi Minh. Þegar de Lattre lézt 1952 varð Salan eftirmaður lians og stóð sig hvorki betur né verr en fyrirrennarar eða eftirmenn hans. „Vinstri maður" Þegar illa gekk í Indó-Kína er sagt að Salan hafi látið senda sér sagnfræðirit um ó- sigur Napóleons á Spáni. — Hann snéri aftur til Frakk- lands 1954, hlaðinn heiðurs- merkjum, en hægri sinnar grun uðu liann um að hafa verið hlynntur uppgjöf. Aðstaðan í Indó-Kína var orðin vonlaus er hann hélt þaðan. Salan leyfði frönskum blöð- um að komast í leyniskýrslur þess efnis, að aðstaðan í Indó Kína væri vonlaus, ef ekkert væri að gert. Nú urðu hægri sinnar æfir og kölluðu hann „lýðveldisliöfðingjann“, sein andvígur væri nýlendustríðum. Það var því ekki óeðlilegt, að Mollet forsætisráðlierra skip- aði hershöfðingja, sem talinn var vinstri sinni, í embætti Framhald á 1? síðu Lagt til at- lögu gegn í Oran ALGEIRSBORG og París 24. ap- ríl (NTB-Reuter-AFP) Hin leyni- legu samtök hersins, OAS, reyndu í dag að sýna heiminum fram á, að handtaka Raoul Salan hefði ekki veikt baráttuþrek þeirra. Hryðjuverkamenn unnu mörg hermdarverk í dag, og aðeins í A1 geirsborg og nágrenni biðu 13 manns bana. Tólf þeirra er féllu voru Múliameðstrúarmenn. Tíu aðr ir Múhameðstrúarmenn særðust. Eftirlitsaðgerðir lögreglunnar héldu áfram í dag, bæði í Algeirs borg og Oran, og 14 OAS-menn voru handteknir í Bab-el-Oued- hverfinu í Algeirsborg. Mikið magn skotfæra var gert upptækt og einn ig nokkur skjöl. Undanfarna daga hefur Joscp Katz liershöfðingja, yfirmanni her sveitanna í Oran, borizt mikill liðs auki. Ilermenn hans hafa tekið sér stöðu efst í þrem skýjakljúfum, en þaðan sjá þeir yfir alla borgina. Eftir nokkra daga mun Katz hers höfðingi hafa 10-12 þúsund her menn undir sinni stjórn til þess að berjast gegn OAS á Oran-svæð- inu. Góðar heimildir herrna, að Katz hershöfðingi muni nota lög regluaðgerðir, t.d. húsleitir, skil- ríkjaeftirlit, og lokun bæjarliverfa Hefur Oran nú verið umkringt og búist er við að Katz láti til skarar skríða gegn 2 þúsund OAS-mönn um. Búizt er við, að forseti bráða birgðastjórnarinnar í Alsír, Abder Rahmane Fares muni koma til Par ísar á miðvikudag að ræða við de Gaulle forseta. Æðsta ráð lögfræðingastéttarinn ar kom saman til fundar í París í dag til þess að taka afstöðu til þess, hvort hinn dauðadæmdi Et! mond Jouliaud skuli verða hengdur eða ekki. Það er de Gaulle forseti sem tekur liina cndanlegu ákvörð un og hann er ekki bundinn af áliti ráðsins. Franska þjóðþingið kom sainan til vorfundar í dag. Þingið kemur venjulega tvisvar saman til fundar á ári — í apríl og í október. Ilvor fundurinn um sig stendui í þrjá mánuði. Á páskadag hófu starfsmen i ríkisjárnbrautanna í Suður-Fr-ikk- landi verkfall og nú liafa starfs- menn á járnbrautarstöðum í ýi- borgum Parísar gert samúðarv >rk fall. Óttazt er, að verkfallið br ,ð ist út til annarra landshluta. wtwwvmwwvmuww USA HEFJA TILRAUNIR WASHINGTON 24. apríl (NTB-Reuter) Kennedy for seti hefur greint frá því, að hinar fyrirhuguðu kjarnorku tilraunir Bandaríkjamanna 4 gufuhvolfinu yfir Kyrra hafi geti hafizt eins fljótt og unnt er. Þetta var tilkynnt opinberlega í Washington í kvöld. Kjarnorkunefndin seg ir í tilkynningu, að forset- inn hafi veitt nefndinni og landvarnaráðuneytinu umboð til að liefja nokkrar kjarn orkutilraunir á Kyrrahafi. Sérþjálfuð hersveit undir stjórn A.D. Starbird hers höfðingja á að stjórna tilraun unum. HUWtUUUUUUUUUWMtW „Ranger 4” gengur illa hverju sem gckk var ekki að imuuuuuuuuuuuuuuuuuuw- w- 'uuuuutuMuuuuuMututuuuuutM* KANAVERALHÖFÐA og MOSK VA 24. apríl (NTB-Reuter-AFP) Bandaríska tunglflaugin „Rangcr fjórði“ hefur misst allar rafhlöð- urnar, sem hún hafði með sér I byrjun, og lítill radíósendir í tækjahylkinu er það eina sem ger ir ldeift að fylgjast með flauginni. Kl. 17.00 eftir íslenzkum tíma í dag var „Ranger fjórði“ u.þ.b. 208. 204 kílómetra út í geim hélt ferð sinni áfram til tunglsin.-> á 5.456 kílómetra hraða á klst. Vísindamenn telja að eldflaugin muni hrapa niður á bakhlið tun. ins kl. 13.50 ísl. tími á fimmtudSag. Þó útiloka þeir ekki þann mögu- leika, að „Ranger fjórði" komisf ekki alla leiðina til tunglsins. • Fréttir frá Moskvu herma, að hið nýja gervitungl Rússa .KosnLos* sem skotið var árdegis í dag, figi fyrst og fremst að rannsaka geim geisla í ionos-sviðinu, þannig- að auðveldara verði að senda gervi- hnetti til veðurathuguna síðar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. apríl 1962 ‘3 PiíiAJfc-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.