Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 16
43. árg. - MiSvikudagur 25. apríl 1982 — 93. tbi. Vissu að JbeiV yoru oð fremja verkfallsbrot TOGARINN Karlsefni kom tii Reykjavíkur á fyrsta sumardegi. Hafði togarinn þá ekki komið til hafnar hér í IV2 mánuð, og að á- liti sjómannasamtakanna, framið gróft verkfallsbrot með því að íara á veiðar og í söluferð til Hýzkalands í leyfisleysi. Um leið og togarinn lagðist að brygg.íu, fóru þrír menn úr stjórn Sjómannafélagsins og tveir úr stjórn Dagsbrúnar, um borð í tog arann og höfðu þeir tal af áhöfn og skipstjóra. (Sjá mynd) Alþýðublaðið ræddi í gær við Jón Sigurðsson, formann Sjó- mannafélagsins. Sagði hann að |>eir hefðu farið um borð til að grennslast eftir hvað skipstjóri og skipverjar hefðu fram að færa eér til málsbóta. Sagði hann, að í ljós hefði kom i&, að skipstjórinn, Halldór Tngi- marsson, hefði óskað eftir því við áhöfnina að hún færi þessa ferð. Hafði hann jafnframt talað við trúnaðarmann Sjómannafélagsins um borð, og hafði hann ekkert við það að athuga að ferðin væri farin. Á laugardaginn klukkan tvö, boðaði Sjómannafélag Reykjavík- ur áhöfn Karlsefnis á sinn fund. Aðeins fimm þeirra mættu, en elckert nýtt kom fram á fundin- Um, annað en það, sem skips-' menn höfðu sagt áður. Hvað gerður verður, mun fitjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur ákveða og leggja síðan fyrir féiagsfund, sem haldinn verður tHMMVMMtMMMMWMUMM næsta bæjar Helsingfors. — Kýrin finnska bóndans Pekka Vir- tinen virtist verða eitthvað gröm, þegar hann seldi nautið sitt. Að minnsta kosti seildist hún í vasann hans um mjaltatímann, náði í veskið hans — og át hvern einasta eyri, sem Pekka hafði fengið fyrir nautið! einhvern næstu daga. Er það á valdi þess fundar hvað gert verður. Það er fullvíst, að öll áhöfn togarans vissi, að verið var að fremja verkfallsbrot, er togarinn fór í þessa veiðiferð. Hvað gert verður til að refsa fyrir þetta ' brot, er ekki kunnugt, . en vitað er að mikill hiti er í sjómönn- um út af þessum atburði, og eru þeir því reiðir að áhöfn Karls- efnis varð til þess að kljúfa ein- eingu togarasjómanna í þessu verkfalli. Kvenfélagið í Reykjavik KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fund ■ n.k. föstu dag (27. þ.m.) í Iðnó uppi. Fundar efni: Borgarstjórncakosning-arnar framsögu hefur Soffía Ingvarsdótt ir. Frjálsar umræður,. Allar Al- þýðuflokkskonur velkomnár. Fannst slasaður við vegkantinn ÖS.TALFBJARGA maður fannst á veginum, sem liggur frá Selja- landsdal til ísafjarðar, aðfara- nótt páskadags. Hér var um hol- lenzkan sjómann að ræða, og við rannsókn hefur komið í ljós, að hann er mikið slasaður, en síð- ustu fréttir herma, að honum líði sæmilega. Ekki er vitað, með hverjum hætti hann slasaðist. Þetta kvöld var skíðavikudans leikur á Seljalandsdal og margt um manninn. Þar voru m. a. er- lendir sjómenn. Ölvun var nokk- ur, og er talið, að maðurinn, sem slasaðist, hafi verið ölvaður. Hann virðist hafa ætlað áð ganga til bæjarins að dansleik loknum og var kominn langlcið- ina er slysið vildi til. Ekki er vit- að með hvaða hætti það varð, en rannsókn stendur yfir. Samkvæmt _ frásögn HalIdSrs . Jónmundssonar yfirlögreglu- þjóns á ísafirði, var hringt til Iög reglunnar kl. 1,25 aðfaranótt páskadags og lienni tilkynnt, að menn væru að stumra yfir ósjálf bjarga manni á veginum inn við Engi, en það er íbúðarhús við innanverðan Seljalandsveg. Lögreglan fór strax á vettvang og kom í ljós, að hér var um alvarlega slasaðan sjómann að ræða. Þetta var 25 ára gamall erlend- ur sjómaður, matsveinn á hol- lenzku flutningaskipi, sem liggur í höfn á ísafirði og lestar fiski- mjöl. Vegfarendur höfðu fundið manninn máttvana og ósjálf- bjarga neðan við vegarkantinn. Strax og lögreglan sá ásig- komulag mannsins sótti hún sjúkraköríu og var hann fluttur á lögregluvarðstofuna. Læknir var strax til Icvaddur og var þá maðurinn tafarlaust fluttur á sjúkrahús. Við rannsókn hefur komið í ljós, að maðurinn er mikið slas- aður, m. a. liöfuðkúpubrotinn. FYRIR milligöngu Landsbanka íslands tókst nýlega að fá lánaða $1.500.000 með veði í fiskbirgðum Islendinga í Bandarikjunum.'í hlut Sambaqdsins komu $375.000 af þessari upphæð. ' Af þeim hluta var síðan greitt $250.00 lán, sem Sambandið hafði haft fyrr þar vestra, svo að nú voru ekki eftir nema $125.00 (ca. 5 milljónir kr.j til að ráðstafa til greiðslu upp í fisk. Þetta viðbótarfé hefur þó stuðlað að því, að Sambandið hef ir getað staðið við að greiða upp í allan freðfisk um það bil 2 Yz mán uði eftir afskipun, síðan í ágúst sl. í þessu sambandi hafa þó hinar tiltöiuiegu öru sölur í Bandaríkjun um verið miklu þýðingarmeiri. Er nú um að ræða meiri fyrirfram- sölu og afgreiðslu frá skipshlið. Unnið er nú að því að fá írekari lán út á fisk, sem seldur er í um- boðssölu til Bandaríkjanna, og að því stefnt að hægt verði að greiða upp í allan fisk jafnóðum og hann fer úr landi. (Frétt frá sjávarafurðadeild SÍS) Dæmdurí 250 Jbús. kr. sekt SKIPSTJÓRINN á landhelgis- brjótnum Ben Lui var dæmdur í 250 þús. kr. sekt til Landhelgis- sjóðs og afli og veiðarfæri gert upptæk. Skozki togarinn Ben Lui, sem er frá Aberdeen, var tekinn að ólöglegum veiðum á Selvogs- banka miðvikudaginn 18. þ. m. Dómur í máli skipstjórans á Ben Lui, Charles Alfred Grimm- er, var kveðinn upp kl. 11 á mánu dagsmorgun. Skipstjórinn var auk þess dæmdur til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Bör í Keflavík Leikfélagið Stakkur í Keflavík er nú að æfa leikritið Bör Börs- son. Leikritið veröur frumsýnt í Ungmennafélagshúsinu í Kefla- vík. Með aðalhlutverkið fer Sigur-. jón Ilinriksson, en leikstjóri er Kristján Jónsson. Neiía að greiða útvarpsgjaldið 109 útvarpsnotendur i Raufarhafnarhreppi og ná- grenni liafa neitað að greiða afnotagjald til Ríkisútvarps ins. Segjast þeir ekki geta Iilustaö á útvarpið sein skyldi vegna þess að það sé svo veikt að erlendar stöðv- ar yfirgnæfi það með öllu eftir að rökkva tekur á kvöld in. Fyrst fóru þeir fram á lækkun afnotagjalds af fyrr- greindum ástæðuni, en þar sem útvarpsstjóri hafi dauf- heyrzt við því, telja þeir sig neydda til að grípa til rót- tækari aðgeröa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.