Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 4
Nauðungarupphoö Húseignin Holtsgata 25 í Njarðvíkurhreppi talin eign Val- gerðar Höskuldsdóttur verður eftir kröfu Sveitarstjóra Njarðvíkurhrepps og fleiri seld á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri, föstud. 18. maí n.k. kl. 2 s. d. Uppboð þetta var auglýst í 26., 29. og 32. tölublaði Lög- birtingablaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Húseignin Vallargata 18 í Sandgerði þinglesin eign Jó- hannesar Jóhannessonar verður eftir kröfu Guðjóns Stein- grímssonar og innheimtumanns ríkissjóðs seld á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri, föstud. 18. maí •n:k. kl. 3 s. d. Uppboð þetta var auglýst í 26., 29 og 32. tölublaði Lögbirt ingáblaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. SÁÐVÉLAR * / / Sáðvélar Fræ F óðurrófnafræ Gulrófnafræ Fóðurkálsfræ Matjurtafræ Blómafræ Grasfræ Illgresiseyðingarlyf Wonder Weeder Isa — Cornox Weedasol Dalapon Simazin Karmex Úðunartæki Háþrýstidælur Bakdælur Fötudælur Handdælur Duftblásarar Vökvatæki Jurtalyf Rotmakk-Kverk Lindansect Malation Limetal Gesarol Garðyrkjuverkfæri Kantskerar ‘Garðkönnur Ristispaðar Hjálbörur . j Garðsláttuvélar ki Plastdúkur fyrir sólreiti Sendum gcgrt póstkröfu. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Reykjanesbraut 6. — Sími 24366. 4 13. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Um súkkuSaði FREGNIN um sameiningu nor- ræna Findus-félagsins og sviss- neska Nestléhringsins hefur vak- ið allmikla athygli hér á landi, enda skiptir miklu máli fyrir ís- lendinga, hvað gerist í fisksölu- málum nágrannalanda. Stærstu súkkulaðiverksmiðjur Noregs og Svíþjóðar heita Fréia og Marabau. Þær eiga Findus, sem framleiðir og selur hrað- fryst matvæli, að tveim þriðju hlutum grænmeti og ýmsa áðra rétti, en að einum þriðja hluta fisk. Findus á mikil grænn)etis- frystihús i Svíþjóð og risavaxið fiskfrj'stihús í Hammerfest í Nor egi, en auk þess frystihús í Grimsby og mannvirki viðar. Hefur félagið vakið mikla at- hygli fyrir dugnað og tækni og vaxið hröðum slcrefum síðustu ár. Nestlé er einn af stærstu liring um heims og hefur aðalstöð\-ar í Sviss. Frægastur er hringurinn fyrir súkkulaðiframleiðslu, og eru meira að segja grábninu kýrnar í Alpafjöllum oft kallað- ar Nestlékýr í daglegu tali. ís- lendingar kannast einnig við Nescafé, 'Maggi-súputeninga og fleiri vörúr, sem Nestlé fram- ' leiðir. Nú hefur þessi mikli hring ur komizt að þeirri niðurstöðu, að hraðfrystar vörur eigi mikla- framtíð fyrir sér og vill ekki missa af strætisvagninum, lield- ur ákveður að fara inn á það svið, þar á meðal fiskfrystingu. . Nú þóttust eigendur Findus sjá sitt óvænna, er slíkur aðili liæfi samkeppni, og sömdu við hann um samruna fyrirtækjanna. Verður stofnað nýtt félag. Fin- dus International, með heimili í Sviss. Norðurlandamenn munu aðeins eiga 20% hlutafjár og tvo menn af fimm í stjórn, svo að Nestlé hefur alger yfirtök og hefur raunverulega lagt Findus undir sig. * í sambandi við samruna fyrir- tækjanna hefur verið frá því skýrt, að forráðamenn þeirra telji víst, að sala á hraðfrystum fiski í Evrópu muni raargfaldast á næstu 10 árum, svo að varla verði unnt að svara eftirspurn (því að fiskveiðar eru takmark- aðar) og því fyrirsjáanlegur skortur á frystum risbi. I*etta álit þeirra mætti kalla g'óð tíð- indi fyrir íslendinga og boðar, að stóraukinn markaður verði •fyrir aðalframleiðslu okkar og hækkandi verð, sem ávalit fylgir skorti á hverri vörutegund. Hins vegar sýnir þessi þróun ekki síður en liringamyndun í fisk- sölu í Englandi, hvers konar samkeppni íslendingar muni eiga við að etja og er ráðlegt a'ð tygja sig til að mæta henni. Nokkur uggur er í Noregi út af yfirtöku Nestlé á Findus og óttast menn .til dæmis, að hring- urinn geti náð einokunar að- Stöðu og reynt að knýja niður fiskverð til sjómanna. Hins veg- ar eru öflug samtök annarra frystihúsa í Noregi, sem selja undir nafninu Frionor, og verði skortur á fiski lækkar verðið varla. Norsk yfirvöld hafa onn ekki veitt leyfi fyrir sölunni, en sennilega stöðva þau málið ekki, og sænska stjómin hefur þegar samþykkt. Ýmsir hafa sett þetta mál í samband við Efnahagsbaudalag Evrópu. Þess ber þó að gæta, að engan veginn er víst hvort Nor- egur og enn síður Sviss vsrði þátttakendur í bandalaginu. Er því réttara að líta svo á, að þessi samruni sýni, hvað getur gevzt, enda þótt Efnáhagsbandalagið sé ékki komið til skjalanna. Hættan á myndun hringa hefur verið fyrir hendi, og tækni í stór- framleiðslu og dreifingu ýtir þar méira á eftir en nokkuð annað. Umræður um Efnahagsbanda- lagið hafa legið niðri hér á landi, enda hefur ríkisstjórnin tilkynnt, að málið þurfi ekki að koma til umræðu og ákvörðunar fyrr en á haustþingi. Samt sem áður held- ur stjórnin áfram nauðsynlegum undirbúningi, og eru þeir Gylfi Þ. Gíslason og Jónas Haralz ný- komnir frá viðræðum við ráð- herra og embættismenn í París og Róm um málið. Ætlun rikis- stjórnarinnar er að ræða það við stjórnir allra sexveldanna, og eru eftir samtöl í Luxemburg, Haag .og ’Briissel, svo og við íram- .kvæmdastjórn bandalagsins. Þessar viðræður eru eingöngu til þess gerðar að kynna viðkom- andi stjórnum vandamál íslauds. Við seljum um 60% af útflutn- ingi okkar í löndum, sem eru þátttakendur eða hafa sótt um upptöku í EBE. Ef við gerum ekkert samkomulag viff banila- lagið, hækka tollar á þessum vör um að meöaltali úr 5% í 15% og mundi þaff valda ökkur geysi- legu tjóni. Hins vegar höfum við algera séraðstöðu um ýmis mál, landhelgina, flutning fjármagns og vinnuafls til landsins o. fl. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að ísland er að veru- legu leyti utan við sjóndeildar- hring hinna stóru milliríkjamála í Evrópu. Þess vegna er mikils- vert að kynna ráðamönnum að- þéirra. Það hafa þeir Gylfi rag stöðu okkar og heyra skoðanlr Jónas, og í Bonn í haust cinnlg Gunnar Thoroddsen, verið að gera. Þeir hafa ekki samið um eitt eða neitt, enda er augljóst, að stöðu okkar, fyrr en útséð er um við tökum ekki ákvörðun um af- samninga Breta, Dana og sér- staklega Norðmanna við EBE. Til greina koma þrjár leiðir: Full aðild, aukaaðild eða sérstak- ir samningar, og ríkisstjórnin. hefur ekki ákveðið, hvern kost- inn hún vill, enda væri frá ís- lenzku sjónarmiði fásinna að taka þá ákvörðun, fyrr en málið liggur ljósara fyrir en nú. Næstu tíðindi í efnahagsmál- um okkar verða ekki á þessu sviði, heldur skipulagsmál inn- anlands. Verður bráðlega til- kynnt, að efnahagsmálaráðu- neytið verði lagt niður, en í þess stað komi sérstök efnahagsmála stofnun. Að henni munu standa ríkið, Seðlabankinn og Fram- lcvæmdabankinn, og verður hlut- verk stofnunarinnar að gera ■ á- ætlanir fyrir efnahagslíf okkar og heildarskýrslur um þjóðarbú- ið. Verður hagdeild Fram- kvæmdabankans lögð undir stofnunina, en Jónas.Haralz mun veita henni forstöðu. Fyrsta verk efni hennar verður að ganga frá þeirri 5 ára áætlun, sem leggja á fyrir Alþingi í haust. ÚTBOÐ Tiiboð óskast um smíði innréttinga í Vöggustofu Thorvald- senfélagsins við Sunnutorg. Tjtboðsgagna má vitja í skrifstofu vora Tjarnargötu 12, gegn '300.00 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ÚTBOD T-ilboð óskast um að byggja og fullgera, Hamrahlíðarskóla, 3. áfanga, hér í borg. 'Útboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora Tj’arnargötu 12, III. hæð, gegn 1000,00 króna skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.